Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Auðlindir sjávar - afkoma smábáta SKÖMMU fyrir þinglok í desem- ber sl. var lagt fram til kynningar frumvarp til laga um umgengni um auðlindir sjávar. Mörgum finnst að í þessu frumvarpi sé dulin nokkur leiðrétting á því sem vantar inn í lög um stjórnun fiskveiða. Öðrum finnst að hér sé um að ræða frum- varp um lögregluaðgerðir gegn þeim sem hafa á einhvern hátt umgengist auðlindina á subbulegan máta. Um þetta frumvarp er það að segja frá mínu sjónarmiði að margt er þar til bóta, einkum það sem lýtur að umgengni um þau verðmæti sem dregin eru úr sjó. Það sem aðallega vantar er að ekki er á nokkum hátt fjallað um það hvemig mismunandi veiðarfæri geta skaðað umhverfið, þ.e. hafs- botninn og lífverurnar sem þar búa, drepið þær^eða eyðilagt upp- vaxtarskilyrði þeirra og þann þátt sem þau eiga í lífkeðjunni. Það er með ólíkindum hve lítið er fjallað um mismunandi veiðarfæri og hvemig þau vinna. Kyrrstæð veið- arfæri svo sem net og lína virðast vera vistvænustu veiðarfærin. En ef net af einhveijum ástæðum tap- ast og eru virk, þá drepa þau ára- tugum saman, eins og dæmin sanna þegar sjómenn hafa náð upp netadræsum með nýjum fiski, bein- görðum og rotnandi fiski sem hafa komið upp með þeim veiðarfærum sem viðkomandi skip nota. Dragnót hefur sætt mikilli gagnrýni og skiptast menn þar í tvö horn, með öfgaummælum á hvorn veg, varð- andi ágæti og skaðsemi. Þekktar eru sögur um notkun togbúnaðar til þess að slétta kóralbotn þannig að um gjörbreyttan botn er að ræða og unnt að toga yfir slóðina með botntrolli. Má í þessu sam- bandi benda á „flákann" á Breiða- firði og „kóralsvæðin“ á Reykjanes- hrygg og „hraunin“ á Eldeyjar- grunnum. Umfjöllun um slíkt háttalag er það sem ég tel að vanti algjörlega inn í þetta frumvarp. Mín skoðun er sú að ákveðin veiðar- færi og sléttunarbúnaður geti haft verstu áhrif á umgengni um auð- lindir sjávar og séu dulin sóun á verðmætum úr auðlindinni. Ástæða er til að minna á að fiskifræðingar lögðu til bann við humarveiðum í Faxaflóa vegna þess að-veiðarfærið skaðaði uppeldissvæði síldar, en nú eru leyfðar rækjuveiðar á sömu slóð þó ekki sé nokkur leið að vernda frekar uppeldissvæði síldar með rækjutrolli. Svona atriði er unnt að rekja með dæmum og til- vitnunum en þetta látið nægja. Veiðar í net á vetrartíma! Þriðja grein þessa frumvarps er sú grein • sem líklega mun valda hörðustum viðbrögðum hagsmunaaðila og talsmanna þeirra, þegar málið kemur til umfjöllunar á Alþingi og í sjávarútvegsnefnd. Líklegt er að sett verði fram krafa um að fella algjörlega niður þessa grein, því hún vegur svo að hagsmunum út- gerða báta frá 6 brúttótonnum til 20 brúttótonna að eigendur telja að verið sé að kippa endanlega stoðum undan rekstri þessara báta. Rök sem útgerðarmenn þessara bát tefla fram eru að engin gögn eru til staðar um að þessir bátar hafi skilað lakara hráefni til vinnslu en þeir bátar sem stærri eru og stunda veiðar í þorskanet, heldur þvert á móti að minni bátar taki fremur upp sín net í tvísýnni veðurspá en þeir sem stærri eru. Einnig það að allir dagar séu jafnir tíl sjósóknar á minni bátunum, en lögskipuð helgarfrí séu á stærri bátum og þá séu ekki alltaf tekin net úr sjó. Jafnframt er bent á að ef það ber svo til að vetri af einhveijum ástæð- um að net verði tveggja nátta þá sé samt fiskurinn (hráefnið) betri til vinnslu vegna kulda sjávar á þessum tíma, en úr næturgömlum Tapist net af einhverj- um ástæðum og eru virk, segir Gísli Einars- son, þá drepa þau ára- tugum saman. netum að sumri þegar sjór er heit- ur og fiskur í því ástandi að hann rotnar og skemmist mjög fljótt eft- ir að hann festist í veiðarfæri. Mín skoðun er sú að af öryggisástæðum megi banna veiðar smærri báta en sex brúttótonn í net á þeim tíma sem umrætt lagafrumvarp gerir ráð fyrir. En ýmislegt mælir þó á móti. Til dæmis það að allt aðrar aðstæður eru fyrir þá sem stunda netaveiðar á smábátum innanfjarða en fyrir þá sem. þurfa að sækja langt út á opið haf, jafnvel 20-30 sjómílur frá heimahöfn. Þannig að aðstæður eru mjög breytilegar eftir því hvar veiðar eru stundaðar við ísland. Sums staðar henta eingöngu línuveiðar smábáta, en annars staðar eru netaveiðar afgerandi hagstæðari á ákveðnum árstím- um. Þá má einnig deila um þá mánuði sem um ræðir. Oft hafa komið mestu mannskaðaveður í mars og apríl og á þeim tíma eru menn stundum djarfari í sjó- sókn en á hávetrar- tíma. Að síðustu vil ég árétta að frumvarp þetta er til bóta, en það vantar í það og er nauðsynlegt að gera á því breyt- ingar í meðförum þingsins. Og ég vil enn skora á sjáar- útvegsráðherra að kalla til ráðgjafar starfandi skipstjóra á flota okkar með þeim sérfræðingum sem kallaðir eru úr hinum ýmsu hópum þegar' sett eru saman frum- vörp eða stofnað er til aðgerða sem varða stjórnun fiskveiða eða umgengni um auð- lindina og þær fisk- tegundir sem við byggjum afkomu okk- ar á. Minni ég þar á karfa, grálúðu, síld, loðnu ásamt þorsk og ýsu. Höfundur er þingmaður Alþýðu- flokks. 1 Til eigenda spariskírteina ríkissjóðs Spariskírteinin eru góð jjárfesting ...en... þú ert betur 'á okkur Þú nærð betri árangri í sparnaði með eignádreifingu, þ.e. með því að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Þannig getur þú betur varið eignir þínar gegn verðbólgu, vaxtabreytingum og gengis- fellingum. Skynsamleg eignadreifing veitir sparifé þínu traustari vernd og eykur ávöxtunarvon. Landsbréf hf. bjóða mikið úrval fjárfestingakosta og við veitum þér ráðgjöf og aðstoð við að finna þá eignasamsetningu sem hentar þér best. Dæmi um trausta eignadreifingu sem veitir góða vemd og ávöxtunarvon: 1/3 Spariskírteini - traust kjölfesta sparnaðar til 5 ára, verðtryggð 1/3 Öndvegisbréf- 7,7% raunávöxtun á ári síðastliðin 5 ár, alltaf innleysanleg 1/3 Myntbréf- góð vörn gegn gengisfellingum, alltaf innleysanleg 100% ríkistiyggt 100% eignaskattsfrjálst Þú getur innleyst oggert tilboð í ný spariskírteini hjá okkur Leitaðu til ráðgjafa Landsbréfa og umboðsmanna í öllum útibúum Landsbanka Islands ogfáðu upplýsingar um hvemig eignadreifing getur aukið vemd og ávöxtun fjárfestinga þinna. #ngar ífeattaJn' m y landsbréf hf. hv - 2i/hx ^>14* h SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVIK, S I IVl I 5889200 Gísli Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.