Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sprenging í Sarajevo ÞRÍR hermenn úr eftirlitssveit- um Atlantshafsbandalagsins fór- ust í sprengingu í Sarajevo á þriðjudagskvöld. Portúgalskur hermaður hafði hirt sprengjubrot og farið með á herbergi sitt, þar sem það sprakk. Hermaðurinn, landi hans og ítali létu lífið og sex hermenn særðust en þetta var fyrsti mannskaðinn í liði NATO í Bosníu. Þjóðverji upp- lýsti leyndarmál ÞÝSKUR kjameðlisfræðingur veitti Saddam Hussein, leiðtoga íraks, upplýs- ingar um auðgað úran, sem nauðsyn- legt er til að smíða kjam- orkusprengju, að því er emb- ættismaður hjá Alþjóða- kjamorku- málastofn- uninni sagði i gær. Kemur þetta fram í skjöl- um, sem Hussein Kamel Hassan, tengdasonur Saddams, hafði með sér þegar hann flúði til Jórd- aníu í ágúst sl. Tíu ára móðir áflótta TÍU ára þunguð stúlka, sem var á flótta ásamt 22 ára unnusta sínum undan laganna vörðum, fannst á miðvikudagskvöld í Texas. Stúlkan er komin 8V2 mánuð á leið og óttuðust læknar að hún myndi látast af bamsför- um, fæddi hún bamið ekki á sjúkrahúsi. Hún flúði ásamt unn- ustanum þar sem hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisaf- brot gagnvart henni vegna ungs aldurs hennar. Þau hafa átt í ástarsambandi frá því að hún var átta ára. Barist gegn Bandaríkjunum MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu, er sammála bandaríska blökkumann- inum og múslimaleið- toganum Lou- is Farrakhan um að best sé að berjast gegn Banda- rílgunum inn- an frá. Ætlar hann að út- vega banda- rískum múslimum 65 milljarða kr. í því skyni. Gaddafi, sem hitti Farrakhan að máli á þriðjudag, sagði, að bandarískir blökku- menn gætu stofnað sitt eigið ríki innan Bandarílq'anna og haft á að skipa stærsta her blökku- manna í heimi. Karlí aldamótahug- leiðingum KARL, prins og ríkisarfi í Bret- landi, vill minnast aldamótanna með því að veija lottógróðanum til veglegra kirkju-, mosku- og musterisbygginga að því er fram kemur kemur í grein, sem hann skrifaði í blaðið The Guardian. Hafa margir tekið því vel nema múslimar, sem segja, að fjár- hættuspil sé andstyggð og muni þeir ekki taka við slíku fé. Gaddafi Vangaveltur um árás valda spennu á Tævan T&ipei. Reuter. FRETT í bandaríska dagblaðinu New York Times, þess efnis að Kínveijar hefðu uppi áform um eld- flaugaárásir, ollu miklu uppnámi á Tævan í gær. Þrátt fyrir yfírlýsing- ar Lien Chan forsætisráðherra um að Tævanir væru fyllilega í stakk búnir til að veijast innrás greip um sig mikill ótti í þjóðfélaginu og hlutabréfavísitala lækkaði um 73,65 stig. I fréttinni, sem birtist á miðviku- dag, var haft eftir háttsettum bandarískum embættismanni að Kínveijar hefðu uppi áform um að skjóta einni eldflaug að Tævan á dag í 30 daga að loknum forseta- kosningum í mars. Markmið árásanna ætti að vera að hvetja Lee Teng-hui forseta, sem búist er við að sigri í kosningunum, til að draga úr tilraunum til að fá sjálfstæði Tævans viðurkennt á al- þjóðavettvangi. Chen Jian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, neitaði að tjá sig um málið með þeim rökum að ekki væri venja að gefa út yfir- lýsingar vegna vangaveltna. Sam- tímis varaði hann Tævani við að leggja áherslu á sjálfstæði ríkisins. Það að Kínveijar vísuðu ekki frétt- inni á bug ýtti hins vegar enn frek- ar undir spennu á Tævan. Vestrænir stjómarerindrekar í Peking sögðu að líklega væri mark- miðið með því að tjá sig ekki um málið að halda tævönskum stjórn- málum í óvissu um markmið Kín- veija. Nicholas Bums, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagðist í gær ekki sjá að nein yfir- vofandi ógn væri til staðar en að fylgst yrði náið með þróun mála. Vestrænir og kínverskir hemað- arsérfræðingar í Hong Kong sögðu hugsanlegt að her kínverska al- þýðulýðveldisins myndi vilja grípa til aðgerða ef stjómvöld á Tævan hertu tilraunir til að fá sjálfstæði sitt viðurkennt að loknum forseta- kosningum. Þeir bentu þó á að þrátt fyrir að sjálfstraust kínverskra leið- toga væri mikið þessa stundina væm möguleikar til hernaðarað- gerða hins vegar takmarkaðir. Lafontaine varar við nýju Weimar-ástandi Bonn. The Daily Telegraph. OSKAR Lafonta- ine, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna, varaði við því á miðvikudag að efnahagsástandið í Þýskalandi væri farið að nálgast ástandið í Weimar- lýðveldinu í lok þriðja áratugarins. Lafontaine var með ummælum sínum fyrst og fremst að vísa til hins mikla atvinnu- leysis í landinu, er Lafontaine mældist 9,9% í síðasta mánuði. Er búist við að fjöldi atvinnu- lausra Þjóðveija fari yfir fjórar milljónir í næsta mánuði. „Atvinnuleysi í Þýskalandi er fyr- ir löngu orðið meira en á tímum Weimar-lýðveld- isins," sagði La- fontaine. Árið 1933, er nasista- leiðtoginn Adolf Hitler varð kanslari, voru sex milljónir Þjóðveijar á atvinnuleys- isskrá en jafnaðarmannaleiðtog- inn heldur því fram að atvinnu- leysistölur nú séu mun hærri þar sem stjómvöld beiti tölfræðileg- um blekkingum. „Það er einungis hinu félags- lega kerfi okkar að þakka að fé- lagslegar aðstæður em ekki jafnslæmar og á tímum Weimar," sagði Lafontaine. Varaði hann sterklega við tillögum um að draga úr greiðslum vinnuveitenda í tryggingasjóði, möguleikum á að fara snemma á ellilaun og nið- urskurð á lífeyrisgreiðslum. Samper hvetur til þjóðar- atkvæðis Bogota. Reuter. ERNESTO Samper, forseti Kól- umbíu, hvatti í gær til þess að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að hann ætti að sitja áfram í embætti. Þær raddir verða nú æ háværari sem krefjast afsagn- ar hans, en fyrrverandi innanríkis- ráðherra hans upplýsti fyrr í vik- unni að Samper hefði vitað af því að eiturlyfjabarónar hefðu lagt fram fé í kosningasjóði hans árið 1994. Samper hvatti ennfremur til þess að rannsókn sem hætt var við í síð- asta mánuði vegna skorts á sönnun- um, verði tekin upp að nýju en hún átti að leiða í ljós hvort að fótur væri fyrir ásökunum um framlög eiturlyfjabarónanna. Samper nefndi ekki hvenær hann teldi að þjóðaratkvæðagreiðslan ætti að fara fram, sagði aðeins að hann myndi gera hana að tillögu sinni á aukafundi þingsins í næstu viku. Þá lagði hann á það áherslu að rannsókn á þessum ásökunum yrði haldið áfram, hvort sem að hann sæti áfram í embætti eður ei. Samper neitaði að verða við kröf- um um afsögn, sagði að slíkt yrði „talið vottur um heigulshátt sem kólumbíska þjóðin myndi ekki fyrir- gefa“. Hann viðurkenndi hins vegar að ásakanirnar væru svo alvarlegar að þær kynnu að kljúfa þjóðina í tvennt. í kjölfar ávarps Sampers, sem var í sjónvarpi, tilkynnti kólumbíska útvarpið að sendiherrar landsins í Bandaríkjunum og Venesúela hefðu sagt af sér vegna málsins, svo og Augusto Galan Sarmiento, heil- brigðisráðherra. Fyrsta sjónvarpsviðtalið við íþróttakappann O.J. Simpson eftir sýknudóminn Svaraðiekki ýmsum erfiðum spurningum O.J. Simpson í sjónvarpsviðtalinu í fyrrakvöld. Reuter Los Angeles. Reuter. í FYRSTA sjónvarpsviðtalinu, sem haft er við O.J. Simpson eftir að hann var sýknaður af ákæru um að hafa myrt eiginkonu sína og kunningja hennar, fór hann hörðum orðum um íjölskyldur þeirra og sagði, að sjálfur væri hann að reyna að finna morðingjann. Simpson var mikið niðri fyrir í viðtalinu, því fyrsta síðan hann var sýknaður 3. október sl., og hann bað Bandaríkjamenn að sætta sig við niðurstöðuna og leyfa sér að vera í friði. Kvaðst hann vera með einkalögreglumenn á sfnum snær- um við að kanna hver hefði myrt þau Nicole Brown Simpson og Ron- ald Goldman en sagði það spilla fyrir hve erfitt hann ætti með að verða sér úti um tekjur. Þeir, sem ekki trúa á sakleysi Simpsons, segja, að hann muni aldr- ei gera neitt í því að rannsaka málið frekar og kunnur sjónvarps- maður hefur raunar heitið 65 millj- ónum kr. hveijum þeim, sem getur sannað, að einhver annar en Simp- son hafi framið morðin. Svaraði ekki í viðtalinu úthúðaði Simpson ákærendum sínum og kenndi fjöl- miðlunum um að hafa snúið Banda- ríkjamönnum gegn sér. Hann vildi hins vegar ekki svara sumum mikil- vægustu spurningunum um morð- málið og þar á meðal um fjarvistar- sönnun sína morðnóttina. Bar hann því við, að hann ætti í máli við for- eldra hinna myrtu auk þess sem hann væri bundinn samningi við útgefanda myndbands um sig. Simpson hélt yfirleitt ró sinni í viðtalinu en varð þó mjög æstur þegar talið barst að fjölskyldum hinna látnu. Þær efast ekki um að hann sé morðinginn og hafa höfðað einkamál á hendur honum. Kvaðst hann vera mjög reiður þeim og einn- ig systrum konunnar sinnar fyrr- verandi, sem hann sagði hafa óvirt minningu með óviðeigandi mynd- birtingum. Gloria Allred, lögmaður Brown- íjölskyldunnar, kallaði viðtalið við Simpson „skammarlegt auglýsinga- bragð“. Trúir ekki skoðanakönnunum Simpson kvaðst ekki trúa skoð- anakönnunum, sem segðu, að flest- ir Bandaríkjamenn og einkum hvít- ir teldu hann sekan um tvöfalt morð og sakaði fjölmiðla um útúr- snúning og rangan fréttaflutning. Hann viðurkenndi hins vegar, að hann hefði ekki gert rétt þegar hann barði konu sína 1989. Simpson hætti við sjónvarpsvið- tal í október en nú féllst hann á viðtal við sjónvarpsstöðina BET í Los Angeles. Fyrir útsendinguna var því lofað, að honum yrði ekki hlíft en Simpson neitaði einfaldlega að ræða ýmis atriði morðmálsins og var látinn komast upp með það. BET er í eigu blökkumanna og er dagskráin að mestu tónlistarmynd- bönd en fréttir óverulegar. Orvæntingarfull tilraun ímyndarfræðingar segja, að við- talið hafi verið örvæntingarfull til- raun af hálfu Simpsons til að hreinsa nafn sitt í augum almenn- ings. Áður var hann ein vinsælasta, svarta íþróttahetjan en nú hafa hans fyrri félagar og flestir aðrir snúið við honum baki og einnig unnusta hans, Paula Barbieri. Sum- ir segja, að viðtalið hafi fyrst og fremst verið auglýsing fyrir mynd- bandið með Simpson þar sem hann segir sögu sína en talið er, að hann hafi fengið hátt í 200 milljónir kr. fyrir það. Eins og fyrr segir hafa fjölskyld- ur Nicole Brown Simpsons og Rons Goldmans höfðað einkamál eða skaðabótamál á hendur Simpsons og nú í vikunni þurfti hann sjálfur að svara spurningum lögfræðinga en við það slapp hann í réttarhöld- unum. Ekki er krafíst jafn órækra sannana í máli af þessu tagi og í morðmálinu. Tapi Simpson því fer hann ekki fangelsi en gæti þurft að greiða fjölskyldum hinna Íátnu hundruð millj. kr. í bætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.