Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 29 honum sýnist svo, af því að þá er enginn heima.“ Drykkja unglinga ekki eðlileg Sigrún segir að foreldrar bíði yfirleitt of lengi, áður en þeir leiti aðstoðar. „íslenskir foreldrar eru undarlega hógværir, þeir tipla í kringum börnin, vilja ekki „klína einhveiju" á börnin ef ekki reynist svo fótur fyrir því. Það má ekki ræða um drykkjuna við unglinginn, af því að kannski drekkur hann ekki meira en jafnaldrarnir. Það er sem sagt í lagi að drekka „dálít- ið“. Þessi afstaða er fáránleg, af því að það er ekkert eðlilegt við að 14 eða 15 ára barn neyti áfeng- is. Þetta eru ekki fullorðnir ein- staklingar. Af hveiju virðum við lög og reglur sem kveða á um að unglingarnir megi ekki aka bíl fyrr en þeir ná 17 ára aldri, þegar okk- ur finnst svo allt í lagi að barnið drekki 14 ára? Af hveiju leyfum við 15 ára unglingnum ekki að aka? Hann er jú „næstum“ 17 ára. Hver er munurinn? Samkvæmt lög- um má ekki selja unglingum undir 20 ára aldri áfengi. Hvers vegna sættum við okkur við að börnin okkar drekki?“ Sigrún segir að foreldrar verði að leiðbeina börnum sínum og beita foreldravaldinu. „Bandaríkjamenn gerðu eitt sinn könnun og komust að þeirri merku niðurstöðu, að það skiptir meira máli hvað þú segir unglingnum þínum en hvað þú gerir sjálfur. Þrátt fyrir að foreldri noti áfengi, þá virðir barnið bann. Foreldrar, sem voru bindindismenn á áfengi og tóbak, en létu vera að leiðbeina börnum sínum, ráku sig á að börn þeirra virtu ekki fordæm- ið, heldur hófu neyslu. Börn vilja að lagðar séu ákveðnar línur í uppeldinu." Islenska þjóðin er agalaus og börnin ganga meira og minna sjálf- ala, segir Sigrún. „Foreldrar hitt- ast á fundum og geta ekki einu sinni komið sér saman um útivist- artíma," segir hún. „Hann er þó bundinn í lög, líkt og bílprófsaldur- inn. Oft elur þetta kerfi okkar af sér kröftuga og duglega einstak- linga, en svo eru það þeir sem þola ekki aðhaldsleysið." Lokað vegna lélegrar nýtingar Meðferðarheimilinu Tindum á Kjalarnesi var lokað í september sl. Ástæðan var sú, að nýting þótti ekki nógu góð, þ.e. ekki bárust nægilega margar umsóknir um vistun. „Tindar voru ætlaðir fyrir 15 unglinga, en húsakynnin leyfðu þó ekki að fleiri væru þar í sólar- hringsvistun en 8-10 hveiju sinni,“ segir Sigrún. „Um tíma voru að- eins 2-3 krakkar í einu á Tindum og því þótti ástæða til að loka heimilinu, en það komu þangað um 50 unglingar á ári og auðvitað munar um þann hóp. Eg er mjög ósátt við þá þróun, því það er svo sannarlega þörf á þessu meðferð- arúrræði. Þeir sem höfðu ákvörð- unarvaldið hefðu frekar átt að gera athugasemd við sofandahátt foreldra og faghópa, sem lokuðu augunum fyrir unglingadrykkj- unni. Það þarf að vera til sérstök meðferð fyrir unglinga, því þeir þurfa aðrar áherslur en fullorðnir. Við náðum góðum árangri, því helmingur þeirra unglinga, sem lokið hafa meðferð á Tindum, er laus við vímuefnin. Það er hægt að ná mjög góðum árangri í með- ferð unglinga, því þeir eru áhrifa- gjamir, líka hvað varðar betra líf.“ Fjölskyldan verður að taka þátt í meðferðinni og Sigrún segir að sú þátttaka sé mjög góð og árang- ursrík. „Foreldrar eru ótrúlega duglegir að styðja við bakið hver á öðrum og það hefur góð áhrif á unglinginn að sjá foreldra sína leita sér hjálpar, eða hjálpa öðrum. Það er því mjög áhrifamikið að hafa unglinga og foreldra saman í hóp og unglingarnir eru mjög opnir fyrir einlægni. Það verða allir að sameinast um að leysa vandann," segir Sigrún Hv. Magnúsdóttir, deildarstjóri Tinda. AÐSENDAR GREINAR A að hætta endurhæfingar- starfsemi á Grensásdeild? STJÓRNENDUM stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur verið falið að spara ákveðn- ar fjárhæðir í rekstr- inum árið 1996. í Morgunblaðinu 24. janúar er frétt um sparnaðartillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur. I þessum tillögum er m.a. lagt til að endurhæfing- arstarfsemi á Grens- ásdeild verði hætt með öllu. Helming starf- seminnar á að flytja í aðalbyggingu sjúkra- hússins í Fossvogi og hinn helm- inginn á að leggja alveg niður. Þetta sérhannaða húsnæði fyrir endurhæfingarsjúklinga á Grens- ásnum á nú að taka undir geðsjúk- linga. Ekki veit ég hveijir eiga hugmyndina að þessari fráleitu tillögu. Hitt er víst að þeir hafa litla hugmynd um það hvað endur- hæfing sjúklinga er og vilja endur- hæfingu á Grensásdeild feiga. Því miður hefur stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur af einhveijum ástæð- um gert þessa hugmynd að sinni tillögu. Þessi afstaða gengur þvert á hugmyndir í nágrannalöndum okkar þar sem hlutur endurhæf- ingar er aukinn þó að dregin séu saman seglin á ýmsum sviðum heilbrigðismála. Hugmyndin um að leggja niður endurhæfingu á Grensásdeild er mér óskiljanleg og slíka tillögu get ég ekki samþykkt. Það skulu ráða- menn fá að vita án allra vífi- lengja. Skoðun mín byggist ekki á tilfinningasemi. Hún byggist á einföldum staðreyndum. Fólk lendir í slysum, fær sjúk- dóma og lamast eða fatlast og því miður eru þeir margir í íslensku þjóðfélagi. Þetta fólk þarfnast endurhæfingar. Grensásdeild hef- ur sinnt stórum hópi þessara ein- staklinga frá því 1973 er deildin tók til starfa. Framsýnir menn stóðu fyrir uppbyggingu hennar. Menn sem vissu að endurhæfing flýtir og eykur bata, linar þjáning- ar, styttir legutíma á sjúkrahúsum og stuðlar að því að menn komist heim til sín og út í þjóðfélagið og geti tekið þátt í þjóðlífinu á ný. I dag eiga menn ekki að þurfa að velta vöngum yfir því hvort endur- hæfing borgi sig. Það hefur svo margoft ver- ið sýnt fram á það. Grensásdeild stend- ur á Grensásnum í Reykjavík. Hún er eina endurhæfingar- legudeildin í borginni. Húsakynnin eru vel þönnuð og aðstaða góð fyrir hreyfihaml- aða. Állt húsið er not- að fyrir þjálfun sjúk- linga, sjúkradeildir, dag- og matstofur, stigar og gangar auk sérstakra þjálfunar- svæða í sjúkra- og iðjuþjálfun. Meira að segja er svæðið utanhúss notað til þjálfun- ar undir ákveðnum kringumstæð- um. Grensáslaug er besta með- ferðarlaug landsins, algerlega sér- hönnuð fyrir hreyfihamlaða. Hún er gott þjálfunartæki og dýrari en segulómunartækin sem hafa verið Grensásdeild er ein full- komnasta endurhæfing- armiðstöð á Norður- löndum, segir Asgeir B. Ellertsson, og starf- semin á við það besta í vestrænum heimi. í umræðunni að undanförnu. Frumkvæði að byggingu hennar áttu fjórir nafnkunnir alþingis- menn úr öllum stjómmálaflokkum. Góðan stuðning fengu þeir líka í borgarstjóm Reykjavíkur. Grensásdeild er ein fullkomn- asta endurhæfingarmiðstöð á Norðurlöndum og starfsemin á við það besta í vestrænum heimi. Margir hafa lagt sitt að mörkum til að stofnunin gæti orðið það sem hún er. Hvers vegna á þá að eyði- leggja svona heild? Er það skyn- semi, hagræði eða sparnaður? Byggingar og staðsetning þeirra hæfa best fötluðum og lömuðum. Húsakynni Grensásdeildar og meðferðarlaug hennar verða ekki flutt. Sjúklingar hafa ýmist komið á deildina fljótlega eftir sjúkdóm og slys eins og t.d. heila- og mænu- skaða og fjöláverka eða strax í tengslum við bráðan sjúkdóm eins og heilablóðfall. Deildin hefur fyrst og fremst sinnt þeim sem hafa einkenni frá heila og tauga- kerfi, liðum og stoðkerfi. Skemmd eða skaði á þessum sviðum leiðir því miður oft til fötlunar. En markmiðið er að menn komist aft- ur út í lífið með eins góða færni og mögulegt er þrátt fyrir mis- mikla fötlun. Við endurhæfingu skiptir endurhæfingarandrúmsloftið og umhverfi miklu. Þetta hvoru tveggja höfum við á Grensásdeild. í aðalbyggingunni í Fossvogi ríkir andi bráðaþjónustu með flýti og hraða. Það er viss áfangi að kom- ast þaðan á endurhæfingadeild hvort sem dvölin á bráðaspítalan- um hefur verið stutt eða löng. Þetta endurhæfingarandrúmsloft næst ekki innan veggja bráðaspít- ala. Stundum má flytja sjúklinga og starfsemi á milli húsakynna eða deilda að ósekju. Endurhæfíngar- sjúklingar þurfa aftur á móti sér- hannað húsrými. Það er til á Grensásnum og á Grensásdeild eiga þeir að fá að vera í friði. Er eitthvert vit í að flytja starfsemi úr umhverfi þar sem hún þrífst yfir í umhverfi þar sem hún mun búa við lakari kost? Tillaga stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur gerir ráð fyrir fækk- un endurhæfingarplássa hér í Reykjavík. Algengt er að yfírmenn sjúkradeilda sjái ofsjónum yfír fækkun rúma og plássa. Ég tek fúslega þátt í hagræðingu og sparnaði og fækkun rúma ef það er talið nauðsynlegt en hálfhjákát- legt er að tala um fækkun endur- hæfingarplássa innan Sjúkrahúss Reykjavíkur á sama tíma og menn ræða um að koma upp nýjum end- urhæfingadeildum innan sama Reykjavíkursvæðis á vegum ríkis- spítalanna. Er þetta sparnaður í heilbrigðiskerfinu? Er þetta skyn- semi? Á Grensásdeild eru möguleikar á að sinna allri frumendurhæfingu þeirra sjúklinga í Reykjavík er þarfnast sjúkrahúsvistar og endurhæfingar innan sérsviða deildarinnar. Ennfremur að endur- Ásgeir B. Ellertsson SÓLARKAFFI ísfirðingafélagsiiis verður haldið í kvöld, föstudaginn 26. Janúar kl. 20.00 á HÓTEL ÍSLANDI. Kl. 20.30 hefst hefðbundin dagskrá með kaffi og rjómapönnukökum. Ræðumaður kvöldsins: Gunnþórunn Jónsdóttir. Kveðja að vestan: Halldór Jónsson bæjarfulltrúi. Hljómsveit Þorvaldar Björnssonar og söngvararnir Kolbrún Sveinbjarnardóttir og Grétar Guðmundsson flytja lög JÓNS JÓNSSONAR frá HVANNÁ og nokkrar gömludansasyrpur að auki, Fleiri góð skemmtiatriði. Danshljómsveit Eddu Borg leikur fyrir dansi til kl. 3. Miðaverð kr. 1.950.-, með fordrykk 2.300.-. Miða- og borðapantanir í síma 568 7111 milli 1 og 5 eða við innganginn. Veislustjóri: Konráð Eyjólfsson V/SA mmmmm Greiðslukortaþjónusta STJÓRNIN Greiðslukortaþjónusta hæfa sjúklinga frá landsbyggðinni með sérstök vandamál. Nægi af- kastageta Grensásdeildar og Reykjalundar ekki er tímabært að tala um nýjar stofnanir. Vonandi tekur heilbrigðisráðherra til hend- inni, kemur á verkaskiptingu og samvinnu og slær vörð um Grens- ásdeild og endurhæfíngarstarf- semi í landinu. Höfundur er yfirlæknir Grensás- deildár. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bflasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Suzuki Sidekick JLXi T6v '93, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. aðeins 32 þ. mílur, rafm. í rúðum, samlæsingar, álfelgur, upphækk- aður. V. 1.650 þús. Mazda 323 F GLX '90, rauður, 5 dyra, sjólfsk., ek,. 87 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. Góður bfll. V. 790 þús. V.W. Golf 1.4 cl Station '94, blár, 5 g., ek. 32 þ. km. rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.150 MMC Pajero GLS Turbo m/lterc. '95, m/mæli, blár, 5 g., ek. aðeins 8 þ. km., upphækkaður, 33“ dekk o.fl. Sem nýr. V. 2.450 þús. Nissan Sunny 1.6 SLX 4x4 station '93, blár, 5 g., ek. aðeins 28 þ. km., rafm. í öllu, 2 dekkjag., álfelgur. V. 1.290 þús. Toyota Corolia Touring GLi 4x4 '92, 5 g., ek. 65 þ. km., ólfelgur, upphækkaður m/dráttarkúlu o.fl. V. 1.250 þús. V.W. Vento GL 2.0 '93, blár, 5 g., ek. 40 þ. km., sóllúga, álfelguro.fl. V. 1.380 þús. Nýr bfll. Hyundai Pony GSi '94, sjálfsk., ek. 1. þ. km. 2 dekkjagangar. V. 890 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 '93, (bensín- vól), grænn/grár, 5 g., ek. aðeins 46 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur, dráttarkúla o.fl. V. 1.950 þús. Einnig: MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl). V. 1.050 þús. Mjög góð lónakjör. Suzuki Sidekick JXÍ 5 dyra '91, steingrór, 5 g., ek. aðeins 47 þ. km., upphækkaður o.fl. Toppeintak. V. 1.250 þús. Nissan Sunny 1.6 SR '94, grænsans., 5 g., ek. 33 þ. km. V. 1.090 þús. Plymoth Voyager V-6 SE 7 manna '90, sjálfsk., ek. 80 þ. km. Toppeintak. V. 1.450 þús. Hyundai Pony LS '94, rauður, 5 g., ek. 30 þ. km. Tilboðsv. 690 þús. Willys Koranda 2.3 diesil (langur) '88, 5 g., ek. aðeins 30 þ. km. V. 980 þús. Cherokee Laredo 4.0L '91, vínrauöur, sjálfsk., ek. 77 þ. km., rafm. í rúðum, cruisecontrol, álfelgur o.fl. Gott óstand. V. 1.980 þús. Nissan Sunny SKX 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. aðeins 35 þ. km., rafm. í rúðum, spoil- er o.fl. V. 1.030 þús. Grand Cherokee LTD 8 cyl. '94, ek. aö- eins 16 þ. km. Einn með ölllu. V. 3,9 millj. Nissan King Cap P. up '91, 2.4 bensín, ek. 70 þ. km. Gott eintak. V. 1.100 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.