Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR VALGERÐUR LILJA JÓNSDÓTTIR + Valgerður Lilja Jónsdóttir var fædd í Reylqavík 23. desember 1917. Hún lést á Borgar- spítalanum að morgni 20. janúar síðastliðins. For- eldrar hennar voru hjónin Valgerður Sigurlína Bjarna- dóttir, d. 1930, og Jón Jónsson frá Keldunúpi á Síðu, d. 1980. Börn þeirra voru, auk Valgerðar, Sigríð- ur, Bjarni og Þorvarður sem öll eru látin og Sigurður sem býr í Reykjavík. Valgerður ólst upp í V-Skaftafellssýslu til tíu ára aldurs, en þá fór hún í fóst- ur til mætrar fjölskyldu hér í Reykjavík, Sigríðar Jónsdóttur og dótt- ur hennar og tengdasonar, Ragn- heiðar og Egjls. Fóstursystkini hennar eru: Ólafur, Sigríður og Guð- mundur Egilsbörn. Árið 1948 giftist Valgerður Einari Eiríkssyni og eign- uðust þau tvo syni, Eirík Pál, f. 1950, kona hans er Björg Magnúsdóttir, þeirra dóttir Þórdís Lilja, og Valgarð Sigurð, f. 1955, hans börn eru Bjöm Ingi, Eydís Valgerður og Sirrey María. Utför Valgerðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ELSKULEG frænka mín, Valgerð- ur Jónsdóttir, er látin, farin að heilsu og kröftum. Hún fæddist á Þorláksmessu árið 1917, þegar fyrri heimsstyijöldin stóð yfir og hófst þar með lífshlaup sem einkenndist af skini og skúrum. Fyrstu æviárin reyndust henni erfið. Hún átti ekki því láni að fagna að alast upp hjá foreldrum sínum vegna langvarandi veikinda móður sinnar og annarra erfíðleika sem hijáði marga fjölskylduna á þessum árum. Það var hennar hlutskipti að alast upp hjá vandalausum og varð hún kornung að aldri að kynnast og taka þátt í lífsbaráttu fólksins sem þurfti að leggja hart að sér við að afla lífsviðurværis. Hún var Skaftfellingur í báðar ættir og þar hófst lífsganga hennar í skjóli hrikalegra fjalla og umlukin belj- andi stórfljótum. Lífsbaráttan í Skaftaféllssýslu var erfið og náttúr- an óvægin og einkenndist allt líf hennar fyrstu æviárin af þessum aðstæðum. Það var hennar lán að hún komst í fóstur til Sigríðar Jónsdóttur og fjölskyldu hennar í Bjarnaborg hér í Reykjavík þegar hún var tíu ára og átti þar góðan tíma fram á full- orðinsár og naut þar kærleika og umönnunar. Er hún var um tvítugt dró ský fyrir sólu í lífi hennar þar sem hún greindist_ með berkla, sjúkdóm sem margir íslendingar þjáðust af á þessum árum og bar hún merki þessa alla tíð síðan. Hún dvaldi löngum á Vífilsstöðum og átti þar erfiða tíma. Árið 1948 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Einari Eiríkssyni frá Vopnafirði. Þetta var mikil gæfa fyrir Völu því að í Einari eign- aðist hún tryggan og traustan lífs- förunaut. Þau tókust á við lífið í sameipingu og veittu hvort öðru stuðning og styrk og eignuðust tvo syni, Erík Pál og Valgarð. Lengst af bjuggu þau í Breiðagerði 21 eða í rúmlega 40 ár. Þar undu þau hag sínum vel í húsi sem þau byggðu frá grunni með þrautseigju og dugnaði. Þar festu þau rætur, djúp- ar og sterkar, og settu sitt mark á samfélagið í Smáíbúðahverfi. Heim- ili þeirra Völu og Einars var orðlagt fyrir gestrisni. Það stóð alla tíð opið og þaðan streymdi hlýja og vinsemd húsráðenda til þeirra gesta sem bar að garði hvort heldur var að fólk leit inn eða þurfti á gistingu að halda. Það var þeim báðum sárt og erf- itt að rífa þessar rætur sínar upp og flytja í litla íbúð í Hæðargarði 35. Þau tóku þessa ákvörðun þar sem farið var að halla undan fæti og ellin að gera vart við sig. Vala frænka var orðlögð fyrir greiðvikni og hjálpsemi. Fórnfýsi og umhyggja fyrir náunganum ein- kenndi líf hennar og var hún jafnan boðin og búin til að rétta hjálpar- hönd þeim sem af einhveijum ástæðum þurftu á hjálp að halda. Hún var einlæglega trúuð kona, sem trúði á Drottinn sinn og Frels- ara Jesúm Krist og vissi að það eitt skiptir máli þegar að dauða- stundinni kemur. Hún átti trú á Jesú og fól sig honum heilshugar. Nú hvílir hún í faðmi frelsara síns og hefur heyrt orðin af hans vörum: „Gott, þú góði þjónn, gakk inn til fagnaðar Herra þíns.“ Hallgrímur orti: En með því út var leiddur alsærður lausnarinn, gjörðist mér vegur greiddur í Guðs naðar riki inn og eilíft líf annað sinn. Blóðskuld og bölvan mína burt tók Guðs sonar pína. Dýrð sé þér, Drottinn minn. Ég og fjölskylda mín þökkum Völu fyrir samfylgdina og fyrir tryggð og vináttu gegnum árin. Við biðjum algóðan Guð að veita Ein- ari, sonum þeirra og aðstandendum öllum huggun og styrk. Sigurlína Sigurðardóttir. Nú þegar hún ástkær amma mín er horfin á braut í átt til ljóssins vil ég fá að minnast hennar og kveðja hana í hinsta sinn með þess- um orðum. Elsku amma. Ég á aldrei eftir að geta þakkað þér nógu mikið fyrir alla ástina og hlýjuna sem þú hefur veitt mér í gegnum allt lífíð eða allar stóru stundirnar sem við áttum saman þegar ég var lítill eða bara síðast þegar við hittumst. Eitt er víst að í hjarta mínu mun minningin um þig, ömmu sem var alltaf til stað- ar, alltaf til í að gera allt fyrir mig, alltaf segjandi mér hvað var rétt og hvað var rangt, haldast um ókomna tíð. Núna, þegar þú ert farin, rifjast upp allar stundirnar fyrir mér, þegar ég var hjá þér og afa og aldrei vantaði mig neitt. Það kom bara allt til mín frá þér. Ég man líka að þegar ég var lítill og svaf uppi í hjá ykkur afa, eða rétt- ara sagt þá svaf afi alltaf í hinu herberginu þegar ég var hjá þér, að þegar ég opnaði augun að morgni sem nóttu að þar varst þú, alltaf, horfandi á mig, eins og þú vissir að ég væri að vakna sem þú gerðir eflaust. Ég á aldrei eftir að gleyma hversu yndisleg og góð þú varst. Ég vona að pabbi, Eydís og aðrir aðstandendur þínir og þá sérstak- lega hann elsku afi eigi eftir að vera sátt og dugleg þrátt fyrir að þú sért farin og ég lofa þér því, amma, að ég skal alltaf vera til staðar fyrir hann afa þegar hann þarf á mér að halda. Lífið verður aldrei eins án þín, amma, þó að það sé best að herða sig upp og halda áfram. Ég vona að Guð varðveiti þig og englarnir dansi í kringum þig. Eg felli tár í minningunni um þíg- Ég elska þig. Alltaf. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, • friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, vertu áfram eins dug- legur og þú ert búinn að vera, sorg- in er tákn ástar, og mundu að þú ert ekki einn. Ég og við erum alltaf hjá þér. Ég votta öllum aðstandend- um mína dýpstu samúð en minn- umst ömmu eins fallega og hún var. Björn Ingi Valgarðsson. Elsku amma mín. Mig langar til að segja nokkur orð um þig. 'Sex ár er ekki langur tími en þú varst svo góð við mig, og það verður svo erfitt að sætta sig við að hitta þig ekki meir hér á jörð. Ég man þegar við fórum saman á róló; þegar ég kom til þín í gamla staðinn þegar þú og afi bjugguð í Breiðagerði og við lékum okkur saman. Eftir að þið fluttuð í Hæðargarðinn fórum við líka á róló og síðan spiluðum við i setu- stofunni. Eftir að þú veiktist taldir þú aldrei eftir þér að leika við mig, sama hvað þú varst veik, elsku amma mín. Það verður frekar tómt eftir að þú ert farin til englanna sem ég veit að geyma þig fyrir okkur afa sem verður einn eftir í Hæðar- garði, en ég skal lofa, elsku amma mín, ég passa hann. Þakka þér fyrir allt. Ég veit að þú munt vera áfram meðal okkar. Elsku afi minn, sorgin þín er mikil. Megi algóður Guð styrkja þig um ókomna tíð. Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. (Jóh. 8.12.) Eydís Valgerður Valgarðsdóttir. Hún Valla er farin í ferðina miklu. I mínum eyrum var heiðurs- konan Valgerður Lilja Jónsdóttir vart þekkt undir öðru nafni en Valla og því við hæfi að minnast Guðrún Guð- jt. ' jónsdóttir fæddist í Hafnar- firði 15. júní 1924. Hún lést á St. Jós- efsspítala í Hafnar- firði aðfaranótt 20. janúar síðastliðins. Rúna, eins og hún var alltaf kölluð, var fimmta barn foreldra sinna, Guðjóns Benedikts- sonar og Elínborg- ar Jónsdóttur. Hin systkinin eru Ás- grímur, d. 1977, Steinunn, Ingibjörg, Hulda, Hera, Elsa, Haukur og Óskar. Rúna giftist Oddi Ingvars- syni 28. nóvember 1952 og eignuðust þau fjögur börn, þau Guðjón, Friðrik, Rannveigu og Odd Rúnar. Fyrir átti Rúna soninn Benedikt. Barnabörnin eru nú orðin átta. Útför Guðrúnar verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn iátna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) - Okkur vinkonurnar langar til að minnast þess þegar við í æsku vor- um að koma á Vesturgötuna til að spyija eftir Rannveigu dóttur þinni og þá var bankað og kallað upp í stiga: Rúna, er Rann- veig heima? Þá var svarað: Komið upþ, stelpur. Okkur var boðið upp í eldhús hvort sem Rannveig var heima eða eki. Þá vildir þú bara spjalla og spyrja og hlæja með okkur eins og við vær- um stelpurnar þínar. Svo urðum við full- orðnar og eignuðumst okkar heimili og böm og alltaf þegar við hittum Rúnu á fömum vegi, þá vildi hún fá fréttir af börnunum okkar og fjölskyldum. Eftir að Rannveig dóttir hennar flutti til Bandaríkjanna, sagði hún okkur fréttir af Rannveigu og fjöl- skyldu og sýndi okkur nýjustu myndimar, sem hún jafnvel geymdi í veski sínu. Já, hún var stolt af dóttur sinni. Elsku Rúna við gætum enda- laust rifjað upp skemmtilegar stundir. Með þessum orðum viljum við kveðja Rúnu. Ástvinum hennar sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þínar vinkonur, Fjóla og Lilja. Þegar ég sest niður til að skrifa orð um tengdamóður mína, hana Rúnu, þá er svo mikið sem ég vil segja að ég verð hálforðlaus. Rúna, eins og hún var alltaf kölluð, gift- ist Oddi Ingvarssyni og saman hófu þau baráttu lífsins sem oft var hörð á þeim tíma. Saman eignuð- ust þau fjögur börn en eitt átti hún fyrir hjónaband. Fjölskyldan var Rúnu allt og jafnsterkum fjöl- skylduböndum hefi ég aldrei kynnst fyrr en ég kynntist Rúnu og henn- ar fjölskyldu. Rúna vildi alltaf hafa fjölskylduna hjá sér og voru matarboðin á Hóla- brautinni mörg og þar var mikið hlegið. Þegar ég kem inn í þessa fjölskyldu, þá bara 17 ára, tók Rúna mér opnum örmum. Þá var hún nýflutt í nýja íbúð og bjuggum við Guðjón hjá þeim um nokkurra mán- aða skeið. Heimili Rúnu var hlýlegt og fallegt og lagði hún ríka áherslu á það að öllum liði vel hjá henni. Samskipti mín og Rúnu í veikindum hennar voru ekki mikil og harma ég það. Ég gleymdi mér í lífsgæða- kapphlaupinu, en ég veit að hún erfír það ekki við mig. Rúna átti marga og góða vini sem oft leituðu til hennar með vandamál sín, eða bara til að tala við hana því Rúna gat það sem margir í dag geta ekki, það er að hlusta. Lífsgæðakapphlaupið hafði engin áhrif á Rúnu. Hún sagði allt- af að hún væri svo rík, hún ætti fímm heilbrigð börn og það væri nóg fyrir hana. Rúna var staðföst og réttsýn. Hjálpsöm var hún en það reyndist henni oft erfitt vegna veikinda hennar að geta ekki gert meira fyrir barnabörnin sín. Ég og Guðjón sonur hennar eignuðumst þijá drengi, þá tvo fyrstu sinn á hvoru árinu og vorum við þá nýbú- in að kaupa okkar fyrstu íbúð. Þá kom Rúna inn í líf þeirra og pass- aði þá á hveijum degi þar til þeir fóru í skóla svo við gætum unnið og þetta yrði ekki eins erfitt fyrir okkur. Svona var hún alltaf tilbúin að hjálpa. Missir þeirra er mikill því heimsókn á Hólabrautina var fastur punktur í lífi þeirra og í veikindunum á spítalanum, því þeir gleymdu ekki ömmu sinni. Hún var alltaf að Segja við okkur hvað við ættum góða og fallega drengi. Ég sagði oft við hana í gríni að hún hafi alið þá svo vel upp. Hún var óspör á hrósið þegar barnabörnin voru annars vegar. Svo komu veikindin, eitt leiddi af öðru hjá þér, elsku Rúna mín, þú stóðst þig eins og hetja, kvartað- ir aldrei og eiginlega vissum við aldrei hvernig þér leið. Þú sagðir alltaf: „Ég hristi þetta af mér og kem fljótlega heim“ eða „Ég er farin að rífa kjaft, þá hlýt ég að vera að hressast." En svo kom kallið og þú kemur ekki aftur heim en ég veit að þú verður alltaf hjá okkur, þín er sárt saknað á mínu heimili. Heimsókn ykkar um jólin yljar okkur um hjarta. Það er skrýtið að koma á Hólabrautina núna, það er eins og þú eigir alltaf að vera þar en ég veit að þú ert þar og lítur eftir okkur. Rúna verður alltaf í huga okkar allra og gefur okkur styrk í sorg okkar. Elsku Oddur og fjöl- skylda, guð blessi ykkur. Sorgin er grima gleðinnar og lindin sem er uppspretta gleðinnar var oft full af tárum, þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns þeim mun meiri gleði getur það rúmað. (Kahlil Gibran) Elisabet. Minningar um liðna daga leita á hugann. Minningar um uppvaxtar- árin í Gunnarssundinu þar sem við systkinin ólumst upp hjá kærleiks- ríkum foreldrum. Minningar frá þeim tímum er við yfirgáfum eitt af öðru öryggi bernskuheimilisins og stofnuðum okkar eigið heimili, eignuðumst maka og börn og seinna barnabörn. Minningar um þig, elsku Rúna mín, sem alltaf varst svo blíð og góð við allt og alla. Þú máttir aldr- ei neitt bágt sjá og alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd. Oft komst þú við í búðinni hjá mér og spjölluð- um við þá um allt á milli himins og jarðar og sögðum hvor annarri fréttir af börnum og bamabörnum. Mikið á ég eftir að sakna þessa og að geta ekki slegið á þráðinn og neyrt í þér. í hjarta mínu geymi ég þessar minningar og ótal fleiri sem ekki verða taldar upp hér. Þú hafð- ir verið mikið veik í langan tíma en ekkert okkar hefur sjálfsagt gert sér grein fyrir hversu veik þú varst því þú kvartaðir aldrei yfír neinu. Kæra systir, ég og fjölskylda mín þökkum þér samfylgdina. Ég veit að þér líður vel núna, laus við veikindi og vanlíðan, á fögrum stað þar sem við einhvern tíma hittumst öll aftur. Elsku Oddur, börn, tengdabörn og barnabörn Rúnu, sorg ykkar og söknuður er mikill, en þið eigið dýrmætar minningar um yndislega eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu og þær minningar munu ylja ykkur um ókomin ár. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Hera Guðjónsdóttir. GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.