Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 41 MINNINGAR KRISTJÁN BENEDIKTSSON + Kristján Benediktsson fæddist í Reykjavík 29. jan- úar 1979. Hann lést 28. desem- ber síðastliðinn og fór útfðrin fram frá Fossvogskirkju 5. jan- úar. ELSKU nafni minn. Þessi kveðja er dálítið síðbúin en fyrir því eru vissar ástæður. Ég var erlendis þegar þú kvaddir þennan heim skyndilega og óvænt. Síðan hef ég hugsað til þín öllum stundum og velt því fyrir mér hversu vegir okkar manna eru órannsakanlegir og hve líf okkar er fallvalt. Það veldur mér tómleika í sálinni og sárindum í hjartanu að sjá á eftir þér svona ungum og svona stæltum í blóma lífsins. Þú varst eitt þeirra bama sem verða að hlíta því að foreldramir bera ekki gæfu til að búa saman. Þú varst hins vegar heppinn að því leyti að skilnaður foreldra þinna var í sátt og þú fékkst að umgangast föður þinn á eðlilegan hátt þótt heimili þitt væri hjá móður þinni og seinni manni hennar. Það voru jafnan gleðistundir hjá okkur hjónunum þegar þú komst með föður þínum og Hjaita bróður þínum í Eikjuvoginn. Eg undraðist oft hve innilega og eðlilega þið feðg- arnir lékuð ykkur saman með kæti og galsa. Seinna kynntist ég þér betur þann tíma sem þú dvaldir á heimili föður þíns og Sigrúnar, sambýlis- konu hans, í Hafnarfirði. Það var augljóst að gott samband og trún- aður var með ykkur Sigrúnu. Mikil hlýtur sú ábyrgð að vera þeirra manna sem af skefjalausri gróðafíkn leiða óhamingju yfir óharðnaða unglinga og fá þá til skaðsamlegra lífshátta. Djúpt hlýt- ur að vera á samvisku þeirra. Kæri nafni minn. Við amma þín söknum þín sárt. Um þig eigum við aðeins bjartar og ljúfar minningar. Kristján Benediktsson. Kæri bróðir. Orð fá ekki lýst þeim söknuði sem fyllir hjarta mitt við lát þitt. Skammdegið þyrmir yfír og fátt nema minningar um þig „glókoll- inn“, geta lýst smá týru í huga minn. Minnist ég allra þeirra stunda er við vorum hjá pabba okkar sem böm. Við fórum þá yfirleitt í sund. Þar var leikið svo tímunum skipti sem endaði yfirleitt á því að við réðumst til atlögu við pabba. Var svo tuskast, buslað og ærslast þar til pabbi gafst upp fyrir ólátabelgj- unum. Þetta endaði þó stundum með því að pabbi tók okkur hvom undir sína höndina, hrópaði tekið hef ég hvolpa tvo, og þrammaði með okkur í sturtu. Minnist ég einnig allra þeirra stunda er við áttum hjá afa og ömmu í Eikjuvogi, í feluleik, fót- bolta eða bara að masa við litla frændur og frænkur. Eftir að unglingsárin gengu í garð lágu leiðir okkar einnig mikið saman. Við unnum eitt sumar sam- an við götumálun og hittumst reglu- lega hjá pabba. Þó vildi ég að þær stundir hefðu verið fleiri. „Undrast þú ekki, að ég sagði þér: Yður ber að endurfæðast. Vind- urinn blæs, hvar sem hann vill og þú heyrir þytinn í honum, en ekki veistu, hvaðan hann kemur eða hvert hann fer. Eins er farið hveij- um sem af andanum er fæddur." (Jóh. 2. 7-8.) Ég veit þú situr við hlið Drottins og lifir í minningum mínum. Hjalti R. Benediktsson. Hann Kristján er dáinn. Það er erfitt að sætta sig við að tæplega 17 ára drengur fari frá okkur svona skjótt. Maður verður að trúa því að honum sé ætlað stærra hlutverk á æðra tilverustigi. Þegar ég kynnt- ist Kristjáni var hann á fjórtánda ári, frisklegur og stæltur ungling- ur. Faðir hans bjó þá í Grafarvogin- um, og var ég þá mikið þar. Ég tók eftir hversu oft Kristján kom til föður síns. Milli þeirra feðga var sambandið mjög náið og sterkt. Þeir gátu gantast sín á milli, síðan var kannski sest niður og talað um háalvarlega hluti. Þeir feðgar fluttu tii mín í Hafn- aríjörð síðla árs 1993 og fékk ég þá að kynnast honum allvel. Faðir hans vann langan vinnudag og átt- um við mörg kvöldin saman, tal- andi um allt milli himins og jarðar. Um Kristján eru margar minningar sem munu lifa í huga okkar og hjarta. Það er mér mjög ferskt í minni þegar ég sótti Kristján bjart- an febrúardag í skólann. Hann var- að koma úr skíðaferðalagi. Rútan var komin og birtist hann í skíða- gallanum með rennt niður á maga, mjög útitekinn og fallegur. Hann kom gangandi að bílnum því hann vildi kynna mig fyrir kærustunni sinni, sem hann kynntist í ferðalag- inu. Hann var svo stoltur þegar hann sagði: Sigrún, þetta er Helga. Kristján var mjög ákveðinn ung- ur maður, glaðlyndur og hafði gott skopskyn. Ég undraðist oft hversu gott innsæi Kristján hafði á hluti sem unglingar hugsa ekki um. Hann las Spámanninn eftir Kahlil Gibran og skilaði mjög góðri ritgerð um hann í skólann, og fékk hann ágætt fyrir hana. Kristján hafði mikinn áhuga á andlegum málum. Við gátum setið og rætt saman heilu kvöldstundim- ar, og er mér mikiil missir að þeim stundum, eftir að sorgin barði að dymm. Kristjáni samdi mjög vel við min böm. Mér er minnisstætt þegar hann spilaði tímunum saman við Gísla Frey og las fyrir Amar síð- asta daginn sem hann lifði. Og speglaðist þar vinátta sem einnig ríkti milli þeirra feðga, því sam- rýndari feðgar og betri vinir era vandfundnir. Og einnig veit ég að stóra bróður hans, Hjalta, þótti mjög vænt um hann, og bar hann mikla umhyggju fyrir velferð Krist- jáns. Mér er minnisstætt síðasta kvöld- ið sem hann lifði hversu björtum augum hann leit til framtíðarinnar, en vegir guðs era órannsakanlegir, og erfitt að skilja hvers vegna svona ungur og fallegur piltur eins og Kristján er tekinn frá okkur í blóma lífsins. Við viljum þakka honum allar góðu stundimar sem við áttum sam- an. Guð blessi minningu Kristjáns. Elsku Benni, Hjalti, Kristján og Svana og allir þeir sem eiga um sárt að binda. Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Sigrún Bergsdóttir og börn. Þann 28. desember síðastliðinn lést á sviplegan hátt frændi okkar Kristján Benediktsson. Þær hugs- anir sem bijótast um í huga manns við slík tíðindi era margar. Minning- ar um liðna tíma hlaðast upp á augabragði og leitar hugurinn aftur til þess tíma er ekkert gat raskað ró okkar, til þess tíma er við vorum böm. Samskipti okkar Kristjáns voru í gegnum tíðina bundin við húsið í Eikjuvogi þar sem amma og afí búa. Þangað var Benni pabbi þinn vanur að koma með þig og Hjalta bróður þinn eins oft og kostur var og ef við systumar voram heppnar hittum við á ykkur. Ófáum sumar- dögum eyddum við í garðinum eða trjálundinum leikandi okkur og toppurinn var ef einhver fullorðinn fékkst til að leika skessu. Og óhræddur varstu og óþreytandi. Við minnumst þess einnig þegar Ama kvartaði undan þér því þú talaðir svo hátt og hafðir svo mikið að segja að það samræmdist engan veginn hennar dömutilburðum. En tímamir liðu, trén í garðinum hjá ömmu og afa stækkuðu og við frændsystkinin líka. Eftir því sem lengra leið hittumst við sjaldnar og þegar við hittumst tók við feimni unglingsáranna og það var ekki fyrr en veturinn sem þú varst í 9. bekk og fluttir um tíma til pabba þíns að við fórum að sjá þig oftar. Það var svo í október, í skím dóttur Hjalta, að við sáum þig í síðasta sinn. Ollum til mikillar undr- unar varstu kominn með svart hár og leist út fyrir að vera svo fullorð- inn. Þetta var okkar síðasti fundur að sinni, en elsku Kristján, einhvem tíma munum við frændsystkinin öll hittast á ný. Elsku Benni, Sigrún og Hjalti, guð varðveiti og veiti ykkur styrk í þessari miklu sorg. Móðurfjölskyldu Kristjáns §endum við einnig okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Þínar frænkur, Þóra og Arna Sigurðardætur. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hrseðstu eigi, hel er fortjald, hinumegin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir mér. (Sig. Kr. Pétursson) Elsku Kristján. Nú er ég kveð þig í hinsta sinn, er fátt sem róar hugann og huggaj nema þakklætið fyrir að hafa kynnst þér og minningin um þig, elsku vinur. Þakka þér samfylgdina þennan stutta tíma og megi Guð styrkja Hjsdta ástina mína í þessari miklu sorg. Benni og Sigrún, Krist- ján og Svana og aðrir aðstandend- ur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Margrét Eðvarðsdóttir. Að missa bamið sitt. Djúpt sár hefur myndast í hjarta aðstandenda, sár sem á eftir að fylgja um ókomna tíð. Nú syrgir hann Benni vinur minn bamið sitt og Hjalti systurson- ur minn bróður sinn. Mjög kært var á milli þeirra bræðra enda Hjalti sú fyrirmynd stóra bróður sem allir óska sér að eiga. Margar stundir áttu þeir saman í uppvextinum þess- ir ljóshærðu hnokkar, báðir nokkuð líkir föður sínum. Benni var þeim góður faðir og meir en það, hann var vinur þeirra. í því þjóðfélagi sem við lifum í í dag þar sem oft og tíðum er ekki til tími eða skilningur fyrir börnin okkar átti Benni tíma og skilning. Kristján kom ætíð að opnum dyran- um hjá föður sínum. Síðustu nótt þessa lífs átti hann í elskandi örmum foður síns og hans fjölskyldu. Minn- ingarnar sefa sárin og söknuðinn. Elsku Benni og Hjalti, ég sendi ykkur og fjölskyldu ykkar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessa unga, elskulega drengs, sem sárt verður saknað. Elínborg Kjartansdóttir. GUÐMUNDUR JÓNSSON + Guðmundur Jónsson var fæddur í Reykjavík 7. des- ember 1914. Hann andaðist á Landspitalanum 17. janúar síð- astliðinn og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 24. janúar. ÉG ÆTLA í fáum orðum að minn- ast Guðmundar Jónssonar, Guð- mundar frænda, eins og ég kallaði hann alla tíð. Borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur, nánar tiltekið á Bræðraborgarstígnum. Eins langt og aldur minn nær minnist ég hans, enda móðurbróðir minn sem var mjög annt um lítinn frænda sinn. Ungur missti hann föður sinn, en þá voru á heimilinu móðir hans °g yngri systir. Þetta þýddi að lífs- baráttan og brauðstritið byijaði snemma. Hann hóf ungur störf við höfn- ina, síðan við Kolaverslun Sigurðar Ólafssonar, en frá 1945 starfaði hann hjá versluninni 0. Ellingsen í um 40 ár og var þá oft nefndur Guðmundur hjá Ellingsen. Hann var vel metinn og virtur af sínum störfum. Nokkuð ungur gerðist hann áhugasamur um félagsmál, var í Dagsbrún, síðar í V.R. og í Lands- sambandi íslenskra verslunar- manna. Hann var í áratugi í samn- inganefnd félagsins. Hann hefur m.a. hlotið gullmerki V.R. fyrir vel unnin störf. í pólitík var hann alla tíð fastur í stjórnmálaskoðunum sínum, sem hann sagði að hefðu skapast af kynnum sínum af alþýðu landsins er hann bar kolapoka inn í fátæk- ustu heimili bæjarins. Það má segja að hans skóli hafi verið skóli lífsins. Tíðar urðu ferðir mínar inn á heimili frænda og ömmu, enda hjartahlýja þar mikil og iðulega sá hann til þess að ungi frændi hans færi ekki aftur án þess að hann væri búinn að lauma einhveijum glaðningi í lófa hans og þannig hélt þetta áfram eftir að ég eignað- ist mína syni. Guðmundur frændi var bæði já- kvæður og geðgóður maður, er hlaut þá náðargáfu í vöggugjöf að taka hlutunum með ró. Kannski var það þess vegna sem það tók hann nokkuð langan tíma að velja sér konu, en valið tókst vel á endan- um. Hann giftist Ólöfu Þorsteins- dóttur, mikilli prýðiskonu, og er ég fullviss um að hjónaband þeirra hefur verið einkar farsælt og sam- stætt. Þau bára það með sér. Það var alltaf gaman að hitta Guðmund frænda. Hann hafði lag á að hluta á frásagnir annarra og hrósa fyrir verk og athafnir. Hann kvaddi nokkuð skyndilega. Þótt nokkurs heilsubrests hafi verið farið að gæta áttu menn ekki von á brottfor svona skyndilega. Lífs- verki frænda lauk 17. janúar og hafði þá staðið í 81 ár. Hann hóf siglingu inn á svið nýrrar tilvera með nýju ári og hækkandi sól. Ég á hlýjar og góðar endurminn- ingar um frænda minn og ég finn til nokkurs tómleika nú þegar hann er farinn. Ég þakka fyrir að hafa kynnst honum og notið hans vin- áttu. Elsku Ólöf, við Hafdís, synir okkar og fjölskyldur þeirra vottum þér innilega samúð. Vertu sæll, frændi minn. Jón Óskarsson. Stundum koma dagar þar sem þeir virðast hverfa einn af öðram gamlir, góðir félagar, sem við höf- um lengi átt samleið með, í flokkn- um og verkalýðshreyfíngunni. Þannig er það þessa dagana. Þeir vora sannarlega ólíkir menn Run- ólfur Bjömsson, Haraldur Sigurðs- son, Þorsteinn Þorgeirsson og Guð- mundur Jónsson. En þeir áttu þó það sameiginlegt að vera hluti af sömu stjómmálahreyfingunni, sem núna, á nýjan leik er að fínna bjart- sýnina í verkum sínum eftir nokkur löng ár óvissu og hiks. Guðmundur Jónsson verður kvaddur hér í þessari grein. Hann var hluti af Guðmundaveldinu forð- um sem var talað misjafnlega um; Sigurður Baldursson taldi stór-guð- mundaveldið til dæmis sérstaklega varasamt um skeið eins og fram hefur komið á prenti. Þeir stór-guð- mundar áttu það sameiginlegt að vera allvænir vexti og að vera hluti af sentristaveldinu sem Einar 01- geirsson lagði traust sitt á í þessu flókna kjördæmi, Reykjavík. Guðmundur Jónsson var ævin- lega kenndur við vinnustað sinn, „Guðmundur í Ellingsen", og þekktist ekki almennilega undir öðru nafni. Þeir, hann og Böðvar Pétursson, voru svo eins og óað- skiljanlegur hluti af sömu heild- inni; einu sósíalistarnir sem komust til vegs í Verslunarmannafélaginu þar sem íhaidið hefur ráðið lögum og lofum lengst af. Hins vegar varð ekki gengið fram hjá félögum eins og þeim Guðmundi og Böð- vari. Þeir höfðu það einkenni góðra sósíalista að leggja sig fram í þágu verkalýðsfélagsins, í þágu heildar- innar og spurðu aldrei um sinn persónulega hag. Það varð ekki hjá því komist að viðurkenna það jafn- vel þjá pólitískum andstæðingum þeim sem harðastir voru yfírleitt í að útiloka samskipti við sósíalista; þeir neyddust til að viðurkenna forystuburði og hæfni manna eins og Guðmundar Jónssonar. Guðmundur var íhugull félagi, rólegur og hægur. Hann var gam- ansamur og glöggur á það sem var fyndið. Hann átti merka sögu í stjórn- málahreyfingu íslenskra sósíalista. Fyrst fyrir það að vera einn af lið- inu. Síðan fyrir það að hann var öragglega alltaf að finna í hópi „sentrista" þeirra sem vildu mál- staðnum vel en höfðu engu að síð- ur glögga tilfinningu fyrir um- hverfinu og nauðsyn þess að skapa hreyfíngunni fjöldafylgi. Loks fyrir það að hann starfaði jafnan í verka- lýðsmálaráði flokksins meðan þess naut við og lagði þar ævinlega gott til málanna. Framar í þessum línum var þess getið að hreyfingin væri að finna bjartsýnina á nýjan leik. Það er svo. Þannig hafa þeir félagar eins og Guðmundur í Ell- ingsen ekki einasta skilað glæsi- legri sögu íslenskrar verkalýðafcr hreyfingar. Lífskjarabyltingu ís- lensks alþýðufólks og sjálfstæði þessarar þjóðar. Þeir hafa líka oft- ast sýnt kjark til þess að horfast í augu við nýjan tíma og til þess að breyta hreyfingunni til samræm- is við ákall tímans um leið og þeir hafa haldið fast um grandvallaratr- iðin: Jöfnuður, Réttlæti. Þeim er ég öllum þakklátur fyrir samfylgd og leiðsögn. Það var dýrmætt fyrir ungan mann er tók við forystuhlutverkum hér í Reykjavíkurkjördæmi að eiga að fjölda góðra félaga. í þeim hópi var Guðmundur Jónsson. Og konan hans. Hún Ólöf Þorsteinsdóttir sein lifir mann sinn. Henni og öðrum vinum þeirra og aðstandendum Guðmundar flytjum við Guðrún vinar- og samúðarkveðjur. Svavar Gestsson. „Heiti potturinn" þann 25. janúar 1996 að fjárhæð 9.226.210 Ur. kom á miða nr. 41321 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.