Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBiAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 27 Fox dregur úr hagnaði Murdochs Sydney. Reuter. RUPERT MURDOCH, hinn kunni fjölmiðiajöfur, telur að veikleiki á bandarískum sjónvarpsmarkaði muni eiga þátt í að draga úr hálfs- árshagnaði News Corps, en spáir bættri heilsársafkomu. Murdoch sagði að svo væri að sjá að annar fjórðungur ijárhagsárs helztu fjölmiðlafyrirtækja Banda- ríkjanna mundi reynast þeim erfið- ur, einkum þar sem dregið hefði úr auglýsingatekjum. Hann sagði Reuter að hann væri viss um að hagnaður News Corp mundi batna á fjárhagsári því sem lýkur 30. júní 1996. Mismunandi góð frammistaða Um ört vaxandi Fox-sjónvarp sitt í Bandaríkjunum sagði Murdoch að markaðshlutur allra stöðvanna hefði aukizt. Þó væri frammistaða þeirra mismunandi — slæm í Suður-Kali- forníu, en góð á minni mörkuðum víðs vegar í Bandaríkjunum. „New York er lítið spennandi, en að öðru leyti er staðan á austur- ströndinni góð og hún er frábær á suðausturströndinni," sagði hann. News Corp fær um 70% tekna sinna í Bandaríkjunum. Nettóhagn- aður fyrirtækisins 1994/95 nam 1.36 milljörðum Ástralíudala. Um- mæli Murdochs gefa til kynna að hagnaður News Corp muni ekki jafn- ast á við 821 milljónar dala hagnað fyrirtækisins á sex mánuðum til desemberloka 1994, sem var 8% aukning miðað við sama tíma 1993. Horfurnar eru hins vegar betri á fjárhagsárinu í heild. Sérfræðingar búast við að árshagnaður 1995/96 muni nema um 1.47 milljörðum Ástr- alíudala samkvæmt könnun ritsins BARCEP í Ástralíu. ' Mettekjur bandarísku sjónvarps- deildarinnar og bætt afkoma brezkra blaða stuðluðu að hagnaðinum í fyrra, en útkoman olli vonbrigðum á mörkuðum og hlutabréf í News Corp lækkuðu í 6,35 Ástralíudala í nóvember. Síðan hafa bréfin hækk- að, t.d. í 7,35 Ástralíudala undir lok síðasta árs. Óvissa í Ástralíu Murdoch vill lítið gera úr tali um yfirvofandi endurskipulagningu í áströlskum sjónvarpsiðnaði. News Corp á 15%% í Seven Network í Ástralíu og Murdoch segir að engin breyting verði þar á. Nýlega vakti athygli að Murdoch gerði framtíðarsamning um dag- skrárefni við Publishing & Broadcast- ing, fyrirtæki Kerrys Packers, sem lengi hefur keppt við Murdoch og á aðalkeppinaut Sevens, Nine Network. Þetta bandalag Murdochs og Pac- kers leiddi til bollalegginga um að Murdoch kynni að íhuga þann kost að selja hlut sinn í Seven og kaupa hlut í Nine Network Australia, sem Packer á. Auglýsingakostnaður eykst jafnt og þétt á Vesturlöndum London. Reuter. FÉ, sem varið var til auglýsinga í heiminum á prenti, í sjónvarpi, út- varpi, kvikmyndum og á auglýsinga- spjöldum, er talið hafa aukist í 261.1 milljarð dollara 1995, sem er 3.8% aukning síðan 1994 á óbreyttu verði, en 7,3% á núvirði, samkvæmt könn- un, sem frá hefur verið skýrt í Lond- on. Samkvæmt síðustu spá Zenith Media Ltd, fjölmiðlaarms auglýs- ingastofunnar Cordiant plc, er gert ráð fyrir að auglýsingakostnaður muni aukast jafnt og þétt í Norður- Ameríku og Evrópu. Aukningin í Bandaríkjunum nái hámarki 1995 og 1996, en draga mun úr henni fyrir 1998. Zenith segir að auglýsingakostn- aður muni halda áfram að aukast á Asíu-Kyrrahafssvæðinu og í Róm- önsku Ameríku. Því er spáð að auglýsingakostn- aður í Norður-Ameríku muni aukast um 3,1% á óbreyttu verði 1996 — í 105.6 milljarða dollara — miðað við 3,2% 1995. Aukningin muni minnka í 1,4% á óbreyttu verði 1997 og 1,1% 1998 samkvæmt skýrslunni. Búizt er við að vöxtur auglýsinga- kostnaðar verði stöðugur í Evrópu og hann aukist um 2,6% 1996, 2,5% 1997 og 2,6% 1998. Mestum vexti er spáð á Asíu- Kyrrahafssvæðinu, þar sem Zenith býst við að kostnaðurinn -aukist um 5,1% 1996 í 70.8 milljarða dollara, 4,7% 1997 og 3,2% 1998. Sagt er að vegna nýlegra aðhaldsaðgerða í Kína, sem höfðu slæm áhrif í Hong Kong, sé spáð minni vexti en ella. „Hagvöxtur hefur valdið von- brigðum í mörgum vestrænum ríkj- um og ekki náð til Japans, en mjúk lending Bandaríkjanna hefur verið uppörvandi," segir í skýrslu Zenith. „Efnahagshorfur eru enn yfirleitt góðar, en traust neytenda er skilyrð- um bundið og íjármála- og skipu- lagsgallar hamla enn vexti á Vestur- löndum, þótt verðbólgu sé haldið í skefjum," segir í skýrslunni. FJÖLMIÐLUIM Branson í viðræðum við írskt sjónvarp vestra Dyflinni. Reuter. CELTIC VISION, sjónvarpsstöð í Boston ætluð 40 milljónum írskættaðra Bandaríkjamanna, á í viðræðum við Richard Bran- son, hinn kunna framkvæmda- mann, og Virgin-fyrirtæki hans í Bretlandi um viðbótarfjár- magn. Robert Matthews, forstjóri Celtic Vision, segir að rætt hafi verið við fleiri aðila og enn hafi ekki verið komizt að niður- stöðu í viðræðunum við Bran- son, sem séu á undirbúnings- stigi. Celtic Vision var hleypt af stokkunum í fyrra til að flytja fréttir frá frlandi og írskt efni til 40 milljóna írskættaðra á austurströnd Bandaríkjanna og víðar. Celtic Vision heldur uppi kaplaþjónustu á Boston-svæð- inu og hyggst koma á fót svip- aðri þjónustu á Long Island, New York, á næstunni. Samið við TCI Matthews sagði að gerður hefði verið samningur til reynslu um dreifingu efnis til 44 annarra ríkja Bandaríkjanna við Telecommunications Inc- orporated (TCI), bandarískan kaplarisa í eigu fjölmiðlajöfurs- ins John Malone í Engelwood, Colorado. Að mati Matthews er Celtic Vision meðal sjö beztu stöðva af 30, sem TCI hefur prófað og telur hann það „mjög uppörv- andi.“ „Viðtökur áhorfenda hafa verið mjög góðar, jafnvel á svæðum þar sem írar eru fá- mennir,“ sagði hann. TCI er víðtækasta kaplanet Bandaríkjanna og á hlut í nokkrum öðrum sjónvarpsfyrir- tækjum, meðal annars Turner Broadcasting System, TBS, sem á Cable News Network, CNN. Celtic Vision fljrtur efni frá RTE-sjónvarpinu á Irlandi, sem er hálfgert ríkisfyrirtæki, með- al annars Glenroe, kunna sveita- sápuóperu, og vinsælan rabb- þátt, Kenny Live. Virgin-fyrirtækið á meðal annars poppútvarpið Virgin Radio í London, stórverzlanir sem selja geisladiska og mynd- bönd og bíókeðju. Fjölmiðlar í Egyptalandi Hún er blómskrúðug blaðaflóran í Egyptalandi. Jóhanna Krisljóns- dóttir, sem nú dvelst í Kaíró, hefur gluggað fyrir okkur í blöðin og gerir grein fyrir þessum framandi blaðaheimi. HÉR í landi eru gefin út fleiri dag- blöð, vikublöð og mánaðarrit en nokkur fær tölu á kastað. Ég hef spurst fyrir um hversu mörg dag- blöð komi hér út en fæ ólík svör. En svo mikið er víst að þau skipta sjálfsagt þúsundum. Þau stærstu eru gefin út hér í Kairó og flestum einnig dreift til annarra staða í landinu. En þar eru einnig gefin út staðbundin blöð sem mörg hafa mikla útbreiðslu. Þijú langútbreiddustu blöðin eru A1 Ahram sem ber höfúð og herðar yfir önnur, næst koma A1 Akbar og A1 Gumhuriya. Þessi blöð eru að meirihluta í eigu stjórnvalda og því liggur í augum uppi að þau eru afskaplega kurteis í skrifum um stjórnina og allt sem henni viðkem- ur. A1 Ahram gefur út vikulega blað á ensku og hefur einnig viku- lega franska útgáfu. I þeim eru oft góðar og upplýsandi greinar um menningarmál og listviðburði, skýr- ingargreinar um málefni heimshlut- ans o.m.fl. Allt þetta skyldi þó lesið með þeim fyrirvara að hér er stjórn- arblað á ferðinni. En að nafninu til er frjáls pressa í Egyptalandi og stærstu stjórnar- andstöðublöðin eru A1 Wafd, A1 Sja- ab og A1 Ahrahrar. Þessi blöð eru höll undir sósíalista og það síðast nefnda raunar kallað vinstri sinnað. Ekki er jafnmikið í þessi blöð borið og þaú stærstu sem fyrr voru nend en þau þrjú stærstu hafa til dæmis mjög myndarlegar föstu- dagsútgáfur, þar sem fylgja sérblöð um viðskipti og efnahagsmál, menningarmál, ferðalög og íþróttir. Mönnum ber saman um að blaða- menn hér verði að vera gætnir í skrifum sínum, hvað sem líður lög- um um fijálsa fjölmiðlun. Yfirleitt er þenkjandi samkomulag um að gagnrýna Múbarak forseta afar Knight- Ridder selur deild Miami. Reuter. KNIGHT-RIDDER, hin kunna bandaríska blaðaútgáfa, hyggst selja deildina Knight-Ridder Financ- ial og draga sig út úr harðri sam- keppni um ö.flun nýjustu frétta úr fjármálaheiminum. Knight-Ridder hefur fengið Gold- man Sachs til að gera úttekt á þeim möguleikum, sem umrædd fjármála- þjónusta hefur um að velja. Á undanfömum fimm árum hefur hagnaður Knight-Ridder Financiai nær því tvöfaidazt á sama tíma og fyrirtækið hefur breytzt úr banda- rískri í alþjóðlega, alhliða fjármála- fréttaþjónustu. Deildin hefur þó horfið í skugga ráðsettari stofnana á við Reuter, Dow Jones og Bloomberg, sem hefur verið í örum vexti á síðari árum. Knight heldur áfram að starf- rækja tvær aðrar upplýsingaþjón- ustur á viðskiptasviðinu: Knight- Ridder Information og Techni- metrics. ------» '4----- Fox semur um hafna- bolta New York. Reuter. TVÆR efstu deildirnar í bandarísk- um hafnabolta gerðu ekki alls fyrir Iöngu nýja sjónvarpssamninga til fimm ára við Fox Network, NBC, ESPN og nokkra fleiri aðila upp á 1.7 milljarða dollara. Samkvæmt samningunum munu Fox og NBC skiptast á um að sjón- varpa frá meistarakeppninni og All- Star leikunum. Fox, sem er í eigu News Corp., hins kunna fyrirtækis Ruperts Murdochs, fær rétt til að sjónvarpa frá meistarakepnni efstu liða beggja deilda 1996, 1998 og 2000 og All- Star leikunum 1997 og 1999. Samkvæmt blaðafréttum mun Fox greiða 575 milljónir dollara, NBC 400 milljónir ogESPN um 435 milljónir dollara fyrir samningana. ------» ♦ ♦------ Góð afkoma Springers Hamborg. Reuter. ÚTGÁFA Axels Springers hermir að rekstrarhagnaður hennar fyrstu 10 mánuði síðasta árs hafi aukizt um 26 milljónir marka í 272 milljón- ir marka. Tölur liggja enn ekki fyrir um árið í heild. Sala á þessum tíma jókst um 3,7% í 3.472 milljarða marka. Pappírs- kostnaður minnkaði hagnað fyr- irtækisins um 110 milljónir marka. Auglýsingatekjur jukust um 4,8% í 1.504 milljarða marka. Springer-útgáfan gefur meðal annars út blöðin Die Welt og Bild. gætilega og óhugsandi er að gera skaup að honum þó í stjórnarand- stöðublaði sé. Blaðamenn kvarta töluvert undan því að geta ekki skrifað hug sinn í ýmsum efnum. Þeir staðhæfa að það sé með léttum leik unnt að fara aft- an að lögunum og greinar sem birta of djarfar eða gagnrýnar skoðanir eru annaðhvort ekki birtar eða þær eru skrifaðar upp á nýtt. Samt virð- ist vera að koma fram á sjónarsvið- ið ný kynslóð blaðamanna sem lætur sér ekki segjast og segir meiningu sína umbúðalaust en þó þannig að ekki er hægt að hanka þá á neinu. Yfirleitt er hægt að kaupa blöðin í áskrift en langstærstur hluti er seldur í lausasölu. Verð á flestum er 30-50 pjastars daglega sem eru um 7-10 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.