Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
STUTT
Djákni
segir frá
starfi sínu
VALGERÐUR Valgarðsdótt-
ir, hjúkrunarfræðingur og
djákni, segir frá starfi sínu á
fræðslufundi Félags aðstand-
enda Alzheimer-sjúklinga á
Akureyri og nágrenni sem
haldinn verður í dvalarheimil-
inu Hlíð á morgun, laugar-
daginn 27. janúar, en hann
hefst kl. 13.
Tónleikum
frestað
FYRIRHU GUÐUM tónleik-
um Michaels Jóns Clarkes og
Richards Simms í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju á
morgun, laugardaginn 27.
janúar, hefur verið frestað til
10. janúar vegna veikinda.
Sálin
kveður
SÍÐASTI dansleikur Sálar-
innar hans Jóns míns verður
í Sjallanum á Akureyri annað
kvöld, laugardagskvöldið 27.
janúar. Tveir hljómsveitar-
manna munu dvelja á er-
lendri grundu næstu misseri
þannig að Sálin verður í or-
lofi um sinn, en aðrir meðlim-
ir sveitarinnar hafa samt í
nógu að snúast, m.a. er vænt-
anleg sólóplata með Stefáni
Hilmarssyni síðar á árinu.
Með Sálinni leikur hljómsveit-
in Skítamórall frá Selfossi.
Mun betri
skil á lánum
Byggða-
stofnunar
UM ÁRAMÓT voru útlán
Byggðastofnunar til fyrir-
tækja á Norðuriandi eystra um
1,1 milljarður króna og voru
um 48 milljónir króna í van-
skilum, eða um 4%. Byggða-
stofnun lánar til fjölda fyrir-
tækja, m.a. í sjávarútvegi,
ferðaþjónustu og ýmis konar
smáiðnaði.
Benedikt Guðmundsson,
. starfsmaður Byggðastofnunar
á Akureyri, segir að þrátt fyr-
ir að um 48 milljónir séu í
vanskilum um áramót, séu
skil á lánum miklu betri nú
en undanfarin ár. „Það er
greinilegt að fyrirtæki eru að
rétta úr kútnum og þó best
væri að öll lán stofnunarinnar
væru í skilum, er ekki hægt
annað en vera ánægður með
þessa stöðu,“ segir Benedikt.
Enskunám í Englandi
Við bjóðum enskunám við einn virtasta
málaskóla Englands. Skólinn sér þér
fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjöl-
skyldu. Um er að ræða alhliða ensku,
18 ára og eldri, 2ja-4ra vikna annir;.
unglingaskóla, júlí og ágúst, 13-17
ára, 4ra vikna annir; viðskiptaensku,
2ja og 4ra vikna annir.
Allar nánari upplýsingar
gefur Jóna María Júlíusdóttir
eftir kl. 18 í síma 462-3625.
Morgunblaðið/Kristján
ÁRNI, Sæþór og Ómar fundu tvö lömb þegar þeir voru í skemmtiferð á Þeystareykjum í gærdag.
Fundu lömb
á Þeysta-
reykjum
FÉLAGARNIR Árni Þorbergs-
son í Brúnahlíð, Sæþór Gunn-
steinsson í Presthvammi og
Ómar Sigtryggsson á Litlu-
Reykjum fundu tvö lömb þar
sem þeir voru í skemmtiferð á
Þeystareykjum í gærdag. Þeir
sögðust alls ekki hafa átt von
á að finna fé á þessum slóðum
þegar þeir lögðu af stað í ferð-
ina. Lömbin voru ótrúlega vel
á sig komin, en þeir félagar
töldu að þau hefði fennt í
óveðrinu sem gekk yfir landið
í lok október á liðnu ári, en
náð að komast upp úr bæli
sínu.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna lofaði 80 störfum á Akureyri
Eftir að finna sjö störf
' Morgunblaðið/Kristján
FRIÐRIK Pálsson, framkvæmdasljóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, og Jón Ingvarsson stjórnarformaður ræddu atvinnutil-
boð SH við fulltrúa bæjarráðs í gær.
Nói Síríus hefur
starfsemi í apríl
„VIÐ fórum yfir stöðu mála og
gerðum bæjarráði grein fyrir því
hvar efndir stæðu,“ sagði Jón Ing-
varsson, formaður stjórnar Sölum-
iðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem
ásamt Friðrik Pálssyni forstjóra
sat fund með fulltrúum í bæjarráði
Akureyrar í gær.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
lofaði bæjaryfirvöldum á síðasta
ári að skapa 80 ný störf á Akur-
eyri gegn því að halda viðskiptum
með afurðir Útgerðarfélags Ákur-
eyringa. Jón sagði að nú væri búið
að skapa um 50 störf og grunnur
lagður að 23 til viðbótar, þannig
að eftir stæðu 7 störf og væri ver-
ið að skoða ýmsa möguleika hvað
þau varðaði.
Hjá SH á Akureyri er 31 starf,
nýlega var skrifað undir samning
um að sölumiðstöðin greiddi laun
prófessors við Háskólann á Akur-
eyri, hjá Eimskip eru 10 ný störf
tengd auknum umsvifum vegna
beinna siglinga til Evrópuhafna,
hjá Akoplasti eru 8 störf m.a. við
umbúðaframleiðslu og hjá Vöru-
miðum hafa verið ráðnir tveir
starfsmenn en verða þrír innan
skamms.
Þá hefst að sögn Jóns starfsemi
á vegum Nóa-Síríus í aprílmánuði
en um 20 starfsmenn verða ráðnir
til sælgætisframleiðslu á vegum
fyrirtækisins á Akureyri.
Aukin umsvif
Ótalin væru þá önnur umsvif
Sölumiðstöðvarinnar á Akureyri en
Jón nefndi að SH og fleiri aðilar
hefðu lagt fram hlutafé í ullariðnað-
arfyrirtækið Foldu, um 30 manns
hefðu að staðaldri starfað um fjög-
urra mánaða skeið við endurbygg-
ingu á skrifstofuhúsnæði SH á
Akureyri. Hjá Slippstöðinni-Odda
hefðu starfað rétt rúmlega 100
manns, en væru nú á bilinu 127-37
að jafnaði. „Ég held að það sé ljóst
að umsvifin hafa aukist í bænum
eftir að starfsemi á okkar vegum
hófst og atvinnulífið hefur éflst
mjög,“ sagði Jón.
Dalvíkurbær gerir samninga um stuðning við íþróttafélög
SAMSTARFSSAMNINGUR
bæjarstjórnar Dalvíkur og fjög-
urra félaga á sviði íþrótta- og
æskulýðsmála var undirritaður í
gær, en um er að ræða Ungmenna-
félag Svarfdæla, Golfklúbbinn
Hamar, Hestamannafélagið
Hringur og Skíðafélag Dalvíkur.
Á undanförnum árum hefur átt
sér stað mikil uppbygging íþrótta-
mannvirkja á Dalvík samhliða
öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi
fijálsra félaga. Bæjaryfirvöld á
Dalvík hafa í samstarfi við félögin
komið sér saman um rammasamn-
inga er varða samskipti og sam-
Fjögur félög
fá um 30 millj-
ónir næstu 3 ár
starf bæjaryfirvalda og félaganna, ingarnir eru til þriggja ára.
notkun íþróttamannvirkja, fram- Samkvæmt samningi um fram-
kvæmdir og styrkveitingar. Samn- kvæmdir og styrkveitingar verða
Fjárhagsáætlun Ólafsfjarðarbæjar til fyrri umræðu
Endar
Ólafsfjördur.
FJÁRHAGSÁÆTLUN Ólafsfjarðar-
bæjar var tekin til fyrri umræðu í
bæjarstjórn Ólafsfjarðar í vikunni.
Hálfdán Kristjánsson~bæjarstjóri
fylgdi áætluninni úr hlaði og kom
fram í máli hans að hér er um að-
haldsáætlun að ræða sem miðar að
því að ná fram þeim markmiðum
bæjarstjórnarinnar að lækka skuldir
bæjarféiagsins um 50 milljónir króna
á kjörtímabilinu. Byggir áætlunin í
raun á yfirlýsingum sem voru gefnar
þegar ákvörðun um byggingu
íþróttamiðstöðvarinnar var tekin en
náekki
sú framkvæmd hafði í för með sér
verulega skuldsetningu bæjarfélags-
ins.
Þrátt fyrir aðhald og sparnað er
ekki farin sú leið að hækka álögur.
Útsvarsprósenta er óbreytt frá fyrra
ári og það sama má segja um fast-
eignagjöld. Nokkur hækkun er þó
gerð á sorphirðugjaldi vegna síauk-
inna útgjalda til þess málaflokks.
Skatttekjur að frádregnum
rekstrargjöldum eru því 30,5 milljón-
ir króna. Þegar fyrirtæki bæjarins
hafa verið tekin með í dæmið verða
saman
skatttekjur að frádregnum rekstri
málaflokka og vöxtum af hreinu
veltufé rúmlega 41 milljón króna.
Greiðslubyrði lána á árinu er rúmar
64 milljónir króna og þegar tekið
hefur verið tillit til afskrifta og fjár-
magnshreyfinga vantar um 6 millj-
ónir króna upp á að endar nái saman.
Bæjarstjóri skýrði frá því að til
stæði að gera sérstaka ársskýrslu
fyrir bæjarsjóð strax og reikningur
ársins 1995 væri tilbúinn. í þeirri
skýrslu yrði gerð úttekt á rekstri
bæjarfélagsins og stofnana þess.
framlög Dalvíkurbæjar til Ung-
mennafélags Svarfdæla um 6,7
milljónir króna á tímabilinu eða
röskar 2,2 milljónir hvert ár. Golf-
klúbburinn fær samtals 5 milljónir
á næstu þremur árum, Hringur
tæpar 4 milljónir og Skíðafélagið
14,6 milljónir króna. Á þessu ári
greiðir Dalvíkurbær félögunum
fjórum samtals um 11,2 milljónir
króna.
Með þessum samningum vilja
bæjaryfirvöld á Dalvík styrkja enn
frekar starf fijálsra félaga og
stuðla að öflugu íþrótta- og æsku-
lýðsstarfi í bænum.
Olís veitt lóð
undir þjón-
ustustöð
BÆJARRÁÐ Akureyrar
lagði til í gær að Olíuverslun
íslands verði veitt lóð undir
bensínstöð við gatnamót
Hlíðarbrautar og Borgar-
brautar á Akureyri.
Félagið sótti um lóðina í
ágúst árið 1994, en tafir hafa
orðið á úthlutun m.a. vegna
skaðabótamáls sem íbúar í
námunda við umrædd gatna-
mót höfðuðu.