Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ STUTT Djákni segir frá starfi sínu VALGERÐUR Valgarðsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur og djákni, segir frá starfi sínu á fræðslufundi Félags aðstand- enda Alzheimer-sjúklinga á Akureyri og nágrenni sem haldinn verður í dvalarheimil- inu Hlíð á morgun, laugar- daginn 27. janúar, en hann hefst kl. 13. Tónleikum frestað FYRIRHU GUÐUM tónleik- um Michaels Jóns Clarkes og Richards Simms í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 27. janúar, hefur verið frestað til 10. janúar vegna veikinda. Sálin kveður SÍÐASTI dansleikur Sálar- innar hans Jóns míns verður í Sjallanum á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöldið 27. janúar. Tveir hljómsveitar- manna munu dvelja á er- lendri grundu næstu misseri þannig að Sálin verður í or- lofi um sinn, en aðrir meðlim- ir sveitarinnar hafa samt í nógu að snúast, m.a. er vænt- anleg sólóplata með Stefáni Hilmarssyni síðar á árinu. Með Sálinni leikur hljómsveit- in Skítamórall frá Selfossi. Mun betri skil á lánum Byggða- stofnunar UM ÁRAMÓT voru útlán Byggðastofnunar til fyrir- tækja á Norðuriandi eystra um 1,1 milljarður króna og voru um 48 milljónir króna í van- skilum, eða um 4%. Byggða- stofnun lánar til fjölda fyrir- tækja, m.a. í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og ýmis konar smáiðnaði. Benedikt Guðmundsson, . starfsmaður Byggðastofnunar á Akureyri, segir að þrátt fyr- ir að um 48 milljónir séu í vanskilum um áramót, séu skil á lánum miklu betri nú en undanfarin ár. „Það er greinilegt að fyrirtæki eru að rétta úr kútnum og þó best væri að öll lán stofnunarinnar væru í skilum, er ekki hægt annað en vera ánægður með þessa stöðu,“ segir Benedikt. Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjöl- skyldu. Um er að ræða alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja-4ra vikna annir;. unglingaskóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir; viðskiptaensku, 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir eftir kl. 18 í síma 462-3625. Morgunblaðið/Kristján ÁRNI, Sæþór og Ómar fundu tvö lömb þegar þeir voru í skemmtiferð á Þeystareykjum í gærdag. Fundu lömb á Þeysta- reykjum FÉLAGARNIR Árni Þorbergs- son í Brúnahlíð, Sæþór Gunn- steinsson í Presthvammi og Ómar Sigtryggsson á Litlu- Reykjum fundu tvö lömb þar sem þeir voru í skemmtiferð á Þeystareykjum í gærdag. Þeir sögðust alls ekki hafa átt von á að finna fé á þessum slóðum þegar þeir lögðu af stað í ferð- ina. Lömbin voru ótrúlega vel á sig komin, en þeir félagar töldu að þau hefði fennt í óveðrinu sem gekk yfir landið í lok október á liðnu ári, en náð að komast upp úr bæli sínu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna lofaði 80 störfum á Akureyri Eftir að finna sjö störf ' Morgunblaðið/Kristján FRIÐRIK Pálsson, framkvæmdasljóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, og Jón Ingvarsson stjórnarformaður ræddu atvinnutil- boð SH við fulltrúa bæjarráðs í gær. Nói Síríus hefur starfsemi í apríl „VIÐ fórum yfir stöðu mála og gerðum bæjarráði grein fyrir því hvar efndir stæðu,“ sagði Jón Ing- varsson, formaður stjórnar Sölum- iðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem ásamt Friðrik Pálssyni forstjóra sat fund með fulltrúum í bæjarráði Akureyrar í gær. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna lofaði bæjaryfirvöldum á síðasta ári að skapa 80 ný störf á Akur- eyri gegn því að halda viðskiptum með afurðir Útgerðarfélags Ákur- eyringa. Jón sagði að nú væri búið að skapa um 50 störf og grunnur lagður að 23 til viðbótar, þannig að eftir stæðu 7 störf og væri ver- ið að skoða ýmsa möguleika hvað þau varðaði. Hjá SH á Akureyri er 31 starf, nýlega var skrifað undir samning um að sölumiðstöðin greiddi laun prófessors við Háskólann á Akur- eyri, hjá Eimskip eru 10 ný störf tengd auknum umsvifum vegna beinna siglinga til Evrópuhafna, hjá Akoplasti eru 8 störf m.a. við umbúðaframleiðslu og hjá Vöru- miðum hafa verið ráðnir tveir starfsmenn en verða þrír innan skamms. Þá hefst að sögn Jóns starfsemi á vegum Nóa-Síríus í aprílmánuði en um 20 starfsmenn verða ráðnir til sælgætisframleiðslu á vegum fyrirtækisins á Akureyri. Aukin umsvif Ótalin væru þá önnur umsvif Sölumiðstöðvarinnar á Akureyri en Jón nefndi að SH og fleiri aðilar hefðu lagt fram hlutafé í ullariðnað- arfyrirtækið Foldu, um 30 manns hefðu að staðaldri starfað um fjög- urra mánaða skeið við endurbygg- ingu á skrifstofuhúsnæði SH á Akureyri. Hjá Slippstöðinni-Odda hefðu starfað rétt rúmlega 100 manns, en væru nú á bilinu 127-37 að jafnaði. „Ég held að það sé ljóst að umsvifin hafa aukist í bænum eftir að starfsemi á okkar vegum hófst og atvinnulífið hefur éflst mjög,“ sagði Jón. Dalvíkurbær gerir samninga um stuðning við íþróttafélög SAMSTARFSSAMNINGUR bæjarstjórnar Dalvíkur og fjög- urra félaga á sviði íþrótta- og æskulýðsmála var undirritaður í gær, en um er að ræða Ungmenna- félag Svarfdæla, Golfklúbbinn Hamar, Hestamannafélagið Hringur og Skíðafélag Dalvíkur. Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil uppbygging íþrótta- mannvirkja á Dalvík samhliða öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi fijálsra félaga. Bæjaryfirvöld á Dalvík hafa í samstarfi við félögin komið sér saman um rammasamn- inga er varða samskipti og sam- Fjögur félög fá um 30 millj- ónir næstu 3 ár starf bæjaryfirvalda og félaganna, ingarnir eru til þriggja ára. notkun íþróttamannvirkja, fram- Samkvæmt samningi um fram- kvæmdir og styrkveitingar. Samn- kvæmdir og styrkveitingar verða Fjárhagsáætlun Ólafsfjarðarbæjar til fyrri umræðu Endar Ólafsfjördur. FJÁRHAGSÁÆTLUN Ólafsfjarðar- bæjar var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ólafsfjarðar í vikunni. Hálfdán Kristjánsson~bæjarstjóri fylgdi áætluninni úr hlaði og kom fram í máli hans að hér er um að- haldsáætlun að ræða sem miðar að því að ná fram þeim markmiðum bæjarstjórnarinnar að lækka skuldir bæjarféiagsins um 50 milljónir króna á kjörtímabilinu. Byggir áætlunin í raun á yfirlýsingum sem voru gefnar þegar ákvörðun um byggingu íþróttamiðstöðvarinnar var tekin en náekki sú framkvæmd hafði í för með sér verulega skuldsetningu bæjarfélags- ins. Þrátt fyrir aðhald og sparnað er ekki farin sú leið að hækka álögur. Útsvarsprósenta er óbreytt frá fyrra ári og það sama má segja um fast- eignagjöld. Nokkur hækkun er þó gerð á sorphirðugjaldi vegna síauk- inna útgjalda til þess málaflokks. Skatttekjur að frádregnum rekstrargjöldum eru því 30,5 milljón- ir króna. Þegar fyrirtæki bæjarins hafa verið tekin með í dæmið verða saman skatttekjur að frádregnum rekstri málaflokka og vöxtum af hreinu veltufé rúmlega 41 milljón króna. Greiðslubyrði lána á árinu er rúmar 64 milljónir króna og þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta og fjár- magnshreyfinga vantar um 6 millj- ónir króna upp á að endar nái saman. Bæjarstjóri skýrði frá því að til stæði að gera sérstaka ársskýrslu fyrir bæjarsjóð strax og reikningur ársins 1995 væri tilbúinn. í þeirri skýrslu yrði gerð úttekt á rekstri bæjarfélagsins og stofnana þess. framlög Dalvíkurbæjar til Ung- mennafélags Svarfdæla um 6,7 milljónir króna á tímabilinu eða röskar 2,2 milljónir hvert ár. Golf- klúbburinn fær samtals 5 milljónir á næstu þremur árum, Hringur tæpar 4 milljónir og Skíðafélagið 14,6 milljónir króna. Á þessu ári greiðir Dalvíkurbær félögunum fjórum samtals um 11,2 milljónir króna. Með þessum samningum vilja bæjaryfirvöld á Dalvík styrkja enn frekar starf fijálsra félaga og stuðla að öflugu íþrótta- og æsku- lýðsstarfi í bænum. Olís veitt lóð undir þjón- ustustöð BÆJARRÁÐ Akureyrar lagði til í gær að Olíuverslun íslands verði veitt lóð undir bensínstöð við gatnamót Hlíðarbrautar og Borgar- brautar á Akureyri. Félagið sótti um lóðina í ágúst árið 1994, en tafir hafa orðið á úthlutun m.a. vegna skaðabótamáls sem íbúar í námunda við umrædd gatna- mót höfðuðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.