Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Urslit Atskákmóts Islands um helgina SKAK Skákmiðstöðin, Faxafeni 12 LANDSBANKA—VISA MÓTIÐ 16 keppendur tefla til úrslita á Islandsmótinu í atskák, sem er útsláttarkeppni. 1. umferð í kvöld kl. 20, fjórðungsúrslit á morgun, iaugardag, kl. 13 og undanúrslitin kl. 16. Úrslitin verða sýnd í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu á sunnudaginn kl. 15. SEX stórmeistarar og þrír al- þjóðlegir meistarar eru í hópi keppenda. Það er einungis Helgi Ass Grétarsson sem er fjarri góðu gamni, en hann teflir nú í Wijk aan Zee í Hollandi. Núverandi atskákmeistari íslands er Hannes Hlífar Stefánsson sem sigraði Jóhann Hjartarson í æsispenn- andi sjónvarpseinvígi fyrir ári. Eins og undanfarin ár eru það Landsbanki íslands og VISA sem standa að mótinu ásamt Skák- sambandinu. Eftirtaldir mætast í fyrstu umferð: Margeir Pétursson SM - Sigurður Daníelsson Hannes H. Stefánsson SM - Gylfi Þórhallsson Jóhann Hjartarson SM - Halldór G. Einarsson Helgi Ólafsson SM - Bragi Þorfinnsson Karl Þorsteins AM — Jón Ámi Jónsson Þröstur Þórhallsson AM - Bragi Halldórsson Friðrik Ólafsson SM - Áskell Örn Kárason Jón L. Ámason SM - Sævar Bjamason AM Skákþing Reykjavíkur Torfi Leósson, 17 ára, hefur óvænt tekið forystuna á Skák- þingi Reykjavíkur með þremur sigmm í röð yfir öflugum and- stæðingnm, þeim Braga Hall- dórssyni, Júlíusi Friðjónssyni og Sigurði Daða Sigfússyni. Það stefnir í æsispennandi lokabar- áttu á Skákþinginu, en eftir er að tefla þrjár umferðir. Ekki er teflt í kvöld vegna Atskákmóts Islands, en níunda umferð fer fram á sunnudaginn kl. 14. Þá teflir Torfi væntanlega við Sævar Bjamason, alþjóðlegan meistara. Staðan eftir 8 umferðir: 1. Torfi Leósson 7 v. 2. -5. Sigurður Daði Sigfús- son, Júlíus Friðjónsson, Bjöm Þorfinnsson og Sævar Bjarnason 6 ‘A v. 6.-9. Einar Hjalti Jensson, Bergsteinn Einarsson, Haraldur Baldursson og Hrannar Baldurs- son 6 v. 10. -16. Amar E. Gunnarsson, Davíð Kjartansson, Áskell Örn Kárason, Jón Viktor Gunnarsson (varð að hætta keppni), Ólafur B. Þórsson, Heimir Ásgeirsson og Kristján Eðvarðsson 5 'U v. 17.-25. Ögmundur Kristins- son, Jóhann Ragnarsson, Sverrir Norðfjörð, Haildór Garðarsson, Bogi Pálsson, Hjörtur Þór Daða- son, Siguijón Sigurbjömsson og Atli Antonsson 5 v. Hoogovensmótið í Hollandi Helgi Áss Grétarsson er rétt fyrir neðan miðju í B-flokki, eftir tap fyrir stórmeistaranum Oní- sjúk frá Úkraínu í sjötfu umferð og jafntefli við hollenska stór- meistarann Van der Wiel í þeirri sjöundu. í gær átti Helgi að mæta Antunes, Portúgal, og í dag Delemarre, Hollandi. I loka- umferðunum mætir hann van de Mortel, Hollandi, og Bologan, Moldavíu, sem er efstur í flokkn- um. Staðan í báðum flokkum: A-flokkur: 1. ívantsjúk 6 v. af 9 2. -4. Topalov, Anand og Tivj- akov 5 ’/z v. 5.-6. Drejev og Ivan Sokolov 5 v. 7.-8. Hiibner og Leko 4 ‘/2 v. 9.-11. Shirov, Adams og Piket 4 v. 12. Gelfand 3’A v. 13. -14. Timman og Van Wely 3 v. B-flokkur: 1. Bologan 5'/2 v. af 7 2. Onísjúk 5 v. 3. -4. Van der Wiel og Antu- nes 4'/2 v. 5.-6. Gildardo Garcia og Stripunsky 3‘/2 v. 7.-10. Helgi Áss, Miles, Nijbo- er og Delemarre 3 v. 11. van de Mortel 2'/2 v. 12. Kuijf 2 v. Atkvöld Hellis í janúar Teflt var með Fischer-FIDE klukkunum og er Hellir eina fé- lagið sem býður upp á þau verk- færi, sem henta einkar vel til að losna við hvimleiðan klukkubam- ing. Atkvöldin eru að jafnaði haldin einu sinni í mótinu og era vei sótt. Úrslit urðu þessi: 1. Bjöm Freyr Bjömsson 5‘A v. af 7 2. Benedikt Jónasson 5 v. 3. -4. Gunnar Gunnarsson og Andri Áss Grétarsson 4 ‘A v. 5.-9. Heimir Ásgeirsson, Ein- ar K. Einarsson, Sigurður Áss Grétarsson, Knútur Birgir Ott- erstedt og Magnús Teitsson 4 v. o.s.frv. Margeir Pétursson BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Þriðjudaginn 23. jan. voru spilað- ar 7. og 8. umferð í Sveitakeppni féiagsins. Staðan nú, þegar mótið er rúmlega hálfnað er þessi: Sveit Antons Haraldssonar 167 SveitÆvarsArmannssonar 145 SveitOmarsSnæbjömssonar 131 Helgina 20. 0g 21. jan. var spiluð undankeppni fýrir íslandsmótið í sveitakeppni fyrir Norðurland eystra. Fjórar efstu sveitirnar unnu sér rétt til þátttöku á íslandsmóti í sveita- keppni sem fer fram í Reykjavík 15.-17. mars. Úrslit urðu þessi: Sveit Antons Haraldssonar, Akureyri 193 Sveit Jóhanns Magnússonar, Dalvík 158 Sveit Jóhannesar Jónssonar, Dalvík 157 Sveit Stefáns Stefánssonar, Akureyri 147 AIIs tóku 9 sveitir þátt í mótinu sem lauk kl. 20.30 á sunnudags- kvöld og féll því sunnudagsbrids BA niður það kvöld. Bridsdeild Rangæinga og Breiðholts Að loknum fjóram umferðum í svéitakeppninni er staða efstu sveita þessi: Alfreð Alfreðsson 78 Steindór Guðmundsson 77 Sérsveitin 76 GENUS 74 KGB 70 Skórnir fundnir Það var þetta með manninn sem tapaði skónum sínum á fyrsta spila- kvöldi Bridsfélags Suðumesja sl. mánudagskvöld. Til gamans sögð- um við frá þessu í miðvikudagsblað- inu. Skómir eru komnir í leitirnar. Það gerðist þannig að eitt paranna, sem spilað hafði á mánudaginn, var að krunka sig saman til spila- mennsku á miðvikudag. Það gekk ekki saman en í lok samtalsins sagði sá er hafði tapað skónum sínum: „Tókst þú nokkuð skóna mína á mánudaginn...?“ „Nú, áttir þú skóna...“ ÍDAG VELVAKANÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hljóp fyrir bíl ÉG hljóp fyrir bfl á gatna- mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar sl. föstudag þegar ég var að missa af strætó. Ég lenti á bflnum og datt í götuna, en stóð upp og veifaði bflstjóranum, hljóp áfram og náði strætis- vagninum. Ég hugsaði ekki út í það fyrr en eftir á hvaða áhrif þetta atvik gæti hafa haft á bflstjórann og því bið ég hann núna afsökunar á frámkomunni og vil að hann viti að mér varð ekki meint af byltunni. Hafi bfllinn eitt- hvað skemmst má bfleig- andinn hafa samband við lögregluna á Hverfisgötu, en ég ætla að láta þá vita af málinu. Vonandi hefur bíllinn þó sloppið jafn óskemmdur og ég, og er þá ástæðulaust að hafa samband við lög- regluna. En afsökunarbeiðni er hér með komið á framfæri. Stúlka í svartri kápu. Áskorun til Sjónvarpsins KONA úr Borgamesi bað Velvakanda að skora á Ríkissjónvarpið að endur- sýna þáttinn „Þeytingur" sem að þessu sinni var frá Keflavík og var sýndur fyr- ir stuttu. Rafmagn fór af sendinum í Borgamesi og fólk sá ekkert sjónvarp þar og því vill fólk á þessu svæði að hann verði endur- sýndur. Óskilalistmunir hjá Ríkeyju Ingi- mundardóttur NEMENDUR Kvennaskól- ans sem voru á námskeiði hjá Ríkeyju Ingimundar- dóttur í Súðarvogi 36 í fyrra, geta sótt verkin sín á vinnustofuna á þriðju- dagskvöldum frá 19-21 og á fímmtudagsmorgunum frá kl. 9-12. Þarna er margt góðra muna og em nemendur hvattir til að ná í þá. Tapað/fundið Parker-penni tapaðist GYLLTUR Parker-penni tapaðist fyrir tæpum tveimur vikum, líklega á bílastæði við Lautasmára í Kópavogi eða við Morg- unblaðið. Nafnið Guðlaug Sigrún var grafið í penn- ann. Finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 564-3938 á kvöldin eða 569-1323 á daginn. Fundarlaun. Myndavél tapaðist LÍTIL Olympus-myndavél tapaðist á þorrablóti hjá Kvenfélagi Garðabæjar í Garðaholti sl. laugardag. Myndavélin var rækilega merkt. Viti einhver um af- drif hennar er hann beðinn að hringja í síma 565-7149. Veski tapaðist SVART seðlaveski með dönskum og sænskum skil- ríkjum tapaðist um 8. jan- úar merktum Björgvins- son. Finnandi hafi vinsam- lega samband í síma 554-6218. Oskilamunir á Læknasetrinu Á LÆKNASETRINU, Þönglabakka 6, er nokkuð magn af óskilamunum. Þar má nefna skartgripi, svo sem hálsmen frá Ge- org Jensen o.fl., fatnað, gleraugu og ýmislegt ann- að. Kannist einhveijir, sem lagt hafa leið sína þangað einhvemtíma, við að hafa tapað munum, geta þeir komið og vitjað þeirra þar. Gæludýr Týndurköttur ÞESSI læða fór frá Sunnu- flöt 37 í Garðabæ um jóla- leytið. Hún var í pössun þar og því gæti hún hafa villst. Hún er hvít með svartan blett á nefi, „húfu“ og svart skott. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann beðinn að hringja í Kattholt. SKAK Svartur leikur og vinnur Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Skák- þingi Reykjavíkur sem nú stendur sem hæst. Ágúst Ingimundar- son (1.825) var með hvítt, en Áskell Örn Kárason (2.230) hafði svart og átti leik. 20. - axb4! (Nú stendur hvíti hrókur- inn á al í uppnámi og einnig riddarinn á c5, sem fellur með skák. Svar hvíts er því þvingað: 21. Rxd7 - Hxal 22. Rxf8 — b3! (Það lá ekkert á að taka riddarann. Nú hótar svartur 23. — b2 og sem vinnur drottningu) 23. Df2 - Kxf8 24. g4 - Re3! 25. Ba3+ — Hxa3 26. Dxe3 - b2 27. Hbl - Hal og svartur vann auðveldlega á frípeðinu sem hann er yfir. Það er ekki teflt á Skák- þingi Reykjavíkur í kvöld, því þá fer fram fyrsta um- ferð í úrslitum á Atskák- móti fslands. Níunda um- ferð á Skákþinginu fer fram á sunnudaginn kl. 14, sú tíunda á miðvikudagskvöid og mótinu lýkur föstudags- kvöldið 2. febrúar. Áster . . . , að kaupa nauðsynjar þegar skórinn kreppir að. ! TM R*fl. U.6. Pal. On. — aK rtghts imwvod (c) 1094 Loa AngstM HmM SyrvKcato Víkveiji skrifar... * IDEGI á Akureyri las skrifari nýlega fréttaspjall við Þórarin Egil Sveinsson, mjólkursamlags- stjóra KEA á Akureyri. Haft er eftir Þórarni að verkalýðshreyfingin sé alveg svakalega yfirbyggð og félögin séu allt of lítil. Hann nefnir m.a. að um 80 starfsmenn Mjólkur- samlags KEA séu í 10 stéttarfélög- um. Síðan segir Þórarinn: „Í öllu þessu tali um milliliði finnst mér verkalýðshreyfingin al- veg stöðnuð og aldrei líta í eigin barm. Þá finnst mér verkaslýðsfé- lögin og raunar atvinnusvæðin vera alltof staðbundin og lítið sveigjan- leg, bæði landfræðilega og hvað hagræðingu snertir. Oft era verka- lýðsfélögin að beita aðferðum sem mér finnst löngu úreltar. En vissu- lega þarf tvo til og sjálfsagt er eitt- hvað okkur atvinnurekendum líka að kenna.“ xxx UMRÆÐUR um sameiningu og samvinnu af ýmsum toga hafa verið háværar undanfarin ár og má í því sambandi nefna sam- einingu sveitarfélaga, sem leitt hefur til sparnaðar og skynsam- legrar nýtingar fjármagns. Rekstr- arkostnaður lífeyrissjóða er víða óeðlilega mikill, en sem betur fer hafa margir forystumenn, til dæm- is verkalýðsfélaga, áttað sig á þessari staðreynd 0g gengið til samstarfs við reynslumikið fólk sem hefur menntun og sérþekk- ingu á þessum markaði. Auðvitað missa margir völd og áhrif við það að sjóðir sameinast eða þau fá fyr- irtæki úti í bæ til að annast rekst- ur og þjónustu, en fyrir heildina er ekki vafamál að sameining og samvinna er af hinu góða. Hafi einhverjir efast um að fyrir- tæki og sveitarfélög á Vestfjörðum gætu unnið saman þá hafa síðustu mánuðir leitt annað í ljós. Með til- komu jarðganganna hafa sam- göngur á milli staða batnað veru- lega og vegalengdir og erfið færð eru ekki lengur þær hindranir sem þær voru áður. Er það mál manna fyrir vestan að allt mannlíf sé betra eftir að göngin voru opnuð. xxx ANNIG mætti áfram telja upp af vettvangi samvinnu, sam- einingar og hagræðingar. Upp í hugann kemur hugmynd sem Vík- veiji heyrði kunningja sinn úr hópi forystumanna íþróttahreyfingar nefna ekki alls fyrir löngu. Þessum ágæta manni fannst það mikið íhugunarefni fyrir íþróttafélögin á höfuðborgarsvæðinu hvort þau væra ekki orðin alltof mörg. Þau væru flest illa stæð fjárhagslega, þau væra flest að reyna að halda úti starfsemi í alltof mörgum grein- um og beijast við yfirvöld sveitarfé- lagsins um fjármagn, sem vex ekki beinlínis á tijánum. Aðstaða eins félags í ákveðnum greinum væri góð, en ábótavant í öðram þannig að sameining gæti brúað það sem á vantaði og yfirvöld gætu skipu- lagt betur hvernig veija ætti fjár- magninu. Maðurinn var meira að segja kominn svo langt að hann sagðist vilja íhuga sameiningu KR, Gróttu ogjafnvel Vals, Fram, Ármanns og Þróttar, Víkings, ÍR, ÍK og jafnvel Vals og loks Leiknis og Fylkis. Ekki efast skrifari um að einhver hjörtu eldheitra stuðningsmanna KR, Víkings og Vals, svo dæmi séu nefnd, taka kipp við að sjá svona fásinnu á prenti, en af hveiju má ekki ræða þetta eins og annað ef það leiðir til betri árangurs? xxx EGAR ritað er eða rætt um vímuefni og áhrif efnanna á neytendur er stundum talað um að augasteinar stækki eða dragist saman. Ágætur læknir hafði sam- band við Víkveija og benti á að þessi orðnotkun væri hin mesta firra. Það væri alls ekki augasteinn- inn sem breyttist, heldur sjáaldur augans. í íslensku alfræðiorðabók- inni segir um sjáaldur, að það sé ljósop augans, breytilegt að stærð og hleypi inn mismiklu ljósi. í mik- illi birtu dragist hringvöðvar í lit- himnu saman og sjáaldur minnki, en í rökkri slakni þeir vöðvar en aðrir vöðvar, sem liggi eins og pílár- ar í hjóli, dragist saman og sjáaldur stækki. Það er því breyting á þess- ari eðlilegu starfsemi augans sem verið er að vísa til, þegar talað er um þanin sjáöldur fíkniefnaneyt- enda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.