Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Reuter Dansað til heiðurs Mojseíjev RÚSSNESKI danshópurinn kom á miðvikudag fram í glæsilegri sýningu í Bolshoi- leikhúsinu í Moskvu í tilefni níræðisafmælis ígors Mojs- eíjev en hann er ein skærasta stjarna þjóðdansanna á þessari öld. Spannar ferill hans yfir sex áratugi. f Van-Gogh stólar Litir: blár, RHEfÍTSI grænn ^ Áður kr. 6.300 I! Litir: blár, grænn. Stærð: 90x90 cm. Stækkaniegt í 90x170 cm. Holst-borð 19.900 Ikr. Áður kr. 31.500 ii II l t Legro-stólar Litur: ~ natur 4.500 kr. Áður kr. 6.500 habitat Laugavegi 13 • Sími 562 5870 i p « Morgunblaðið/Þorkell HÖRÐUR Áskelsson og Jónas Tómasson í kirkjunni á ísafirði. Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju * Astarbréf með sunnudags- kaffínu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ býður nú upp á leiksýningu síðdegis á sunnu- dögum í Leikhúskjallaranum. Sýnt verður léikritið Ástarbréf og njóta leikhúsgestir kaffiveit- inga meðan horfter á sýning- una. Leikendur í Ástarbréfum eru Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Fyrsta sunnudagssýningin er 28. jan- úar, næstkomandi sunnudag, og hefst hún kl. 15.00. í kynningu segir: „Ástarbréf er bandarískt verk um mann og konu sem komin eru á efri ár. Þau hafa þekkst allt frá bensku og hafa haldið stöðugu bréfa- sambandi í gegnum árin. Sam- band þeirra hefur þróast í gegn- um bréfin, dýpkað og tekið á sig ýmsar myndir. Aðstæður hafa þó valdið því að þau hafa aldrei náð alveg saman. Leikrit- ið lýsir ást þeirra, tilfinningum og eftirsjá.“ Ástarbréf voru sýnd á Litla sviði Þjóðleikhússins fyrir tveimur árum og var farið með verkið í leikferð á liðnu sumri. Höfundur er bandaríska leik- skáldið A.R. Gurney og það var Úlfur Hjörvar sem þýddi verkið. Þórunn S. Þorgrímsdóttir er höfundur leikmyndar, Ásmund- ur Karlsson hannar lýsingu og leiksljóri er Audrés Sigurvins- son. Forsýning verður á Ástar- bréfum í Þingholti, Hótel Holti, laugardaginn 27. kl. 15.00 á veg- um Félags íslenskra háskóla- kvenna og Kvenstúdentaf élags íslands. ORELTONLEIKAR verða í Hall- grímskirkju sunnudaginn 28. janúar kl. 17. Þar mun Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju leika ís- lenska orgeltónlist eftir tónskáldin Jón Leifs, Jón Nordal og Jónas Tóm- asson. Aðalviðfangsefni tónleikanna er nýtt verk eftir Jónas Tómasson tónskáld á ísafírði er nefnist „Dýrð HALALEIKHÓPURINN, leikhópur fatlaðra og ófatlaðra, verður nú um helgina með síðustu sýningar á Tú- skildingsóperunni eftir Bertolt Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar undir leikstjóm Þorsteins Guðmunds- sonar. Bertoit Brecht skrifaði Tú- skildingsóperuna 1928. „Túskildingsóeran er unnin upp úr Betlaraóperunni eftir Bretann John Gay (skrifuð 1728) og fjallar líkt og hún um almúga og undirmáls- fólk, en Túskildingsóperuna færði Krists" og var frumflutt í tilefni af vígslu nýs orgels ísafjarðarkirkju 18. janúar síðastliðinn. Verkið skiptist í sjö hugleiðingar um texta úr guð- spjöllum Matteusar og Jóhannesar. Tónleikarnir eru tæplega klukku- stundar langir. Aðgangseyrir er 800 kr. en ókeypis fyrir félaga Listvina- félags Hallgrímskirkju. Brecht til í tíma og valdi henni sögu- svið í Lundúnura um aldamótin síð- ustu. Hins vegar hefur Halaleikhóp- urinn fært óperuna nær okkur í tíma, aðallega hvað varðar klæðnað," seg- ir í kynningu. Verkið er ekki hvað síst merkt vegna tónlistarinnar, en það var Kurt Weill sem samdi hana og eru sum lögin löngu orðin sígild. Síðustu sýningar verða á laugar- dag og sunnudag kl. 20 í Halanum, Hátúni 12. Tuskildingsópera Halaleikhópsins Ljósmynd/Grimur Bjamason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.