Morgunblaðið - 26.01.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.01.1996, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Reuter Dansað til heiðurs Mojseíjev RÚSSNESKI danshópurinn kom á miðvikudag fram í glæsilegri sýningu í Bolshoi- leikhúsinu í Moskvu í tilefni níræðisafmælis ígors Mojs- eíjev en hann er ein skærasta stjarna þjóðdansanna á þessari öld. Spannar ferill hans yfir sex áratugi. f Van-Gogh stólar Litir: blár, RHEfÍTSI grænn ^ Áður kr. 6.300 I! Litir: blár, grænn. Stærð: 90x90 cm. Stækkaniegt í 90x170 cm. Holst-borð 19.900 Ikr. Áður kr. 31.500 ii II l t Legro-stólar Litur: ~ natur 4.500 kr. Áður kr. 6.500 habitat Laugavegi 13 • Sími 562 5870 i p « Morgunblaðið/Þorkell HÖRÐUR Áskelsson og Jónas Tómasson í kirkjunni á ísafirði. Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju * Astarbréf með sunnudags- kaffínu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ býður nú upp á leiksýningu síðdegis á sunnu- dögum í Leikhúskjallaranum. Sýnt verður léikritið Ástarbréf og njóta leikhúsgestir kaffiveit- inga meðan horfter á sýning- una. Leikendur í Ástarbréfum eru Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Fyrsta sunnudagssýningin er 28. jan- úar, næstkomandi sunnudag, og hefst hún kl. 15.00. í kynningu segir: „Ástarbréf er bandarískt verk um mann og konu sem komin eru á efri ár. Þau hafa þekkst allt frá bensku og hafa haldið stöðugu bréfa- sambandi í gegnum árin. Sam- band þeirra hefur þróast í gegn- um bréfin, dýpkað og tekið á sig ýmsar myndir. Aðstæður hafa þó valdið því að þau hafa aldrei náð alveg saman. Leikrit- ið lýsir ást þeirra, tilfinningum og eftirsjá.“ Ástarbréf voru sýnd á Litla sviði Þjóðleikhússins fyrir tveimur árum og var farið með verkið í leikferð á liðnu sumri. Höfundur er bandaríska leik- skáldið A.R. Gurney og það var Úlfur Hjörvar sem þýddi verkið. Þórunn S. Þorgrímsdóttir er höfundur leikmyndar, Ásmund- ur Karlsson hannar lýsingu og leiksljóri er Audrés Sigurvins- son. Forsýning verður á Ástar- bréfum í Þingholti, Hótel Holti, laugardaginn 27. kl. 15.00 á veg- um Félags íslenskra háskóla- kvenna og Kvenstúdentaf élags íslands. ORELTONLEIKAR verða í Hall- grímskirkju sunnudaginn 28. janúar kl. 17. Þar mun Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju leika ís- lenska orgeltónlist eftir tónskáldin Jón Leifs, Jón Nordal og Jónas Tóm- asson. Aðalviðfangsefni tónleikanna er nýtt verk eftir Jónas Tómasson tónskáld á ísafírði er nefnist „Dýrð HALALEIKHÓPURINN, leikhópur fatlaðra og ófatlaðra, verður nú um helgina með síðustu sýningar á Tú- skildingsóperunni eftir Bertolt Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar undir leikstjóm Þorsteins Guðmunds- sonar. Bertoit Brecht skrifaði Tú- skildingsóperuna 1928. „Túskildingsóeran er unnin upp úr Betlaraóperunni eftir Bretann John Gay (skrifuð 1728) og fjallar líkt og hún um almúga og undirmáls- fólk, en Túskildingsóperuna færði Krists" og var frumflutt í tilefni af vígslu nýs orgels ísafjarðarkirkju 18. janúar síðastliðinn. Verkið skiptist í sjö hugleiðingar um texta úr guð- spjöllum Matteusar og Jóhannesar. Tónleikarnir eru tæplega klukku- stundar langir. Aðgangseyrir er 800 kr. en ókeypis fyrir félaga Listvina- félags Hallgrímskirkju. Brecht til í tíma og valdi henni sögu- svið í Lundúnura um aldamótin síð- ustu. Hins vegar hefur Halaleikhóp- urinn fært óperuna nær okkur í tíma, aðallega hvað varðar klæðnað," seg- ir í kynningu. Verkið er ekki hvað síst merkt vegna tónlistarinnar, en það var Kurt Weill sem samdi hana og eru sum lögin löngu orðin sígild. Síðustu sýningar verða á laugar- dag og sunnudag kl. 20 í Halanum, Hátúni 12. Tuskildingsópera Halaleikhópsins Ljósmynd/Grimur Bjamason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.