Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Minningar og góðar bækur Dómsmálaráð- herra fríar lögregl una á Selfossi Frá Hallfríði G. Schneider: VEGNA snjóþyngsla höfum við verið innilokuð í fimm daga. Okkar stutta blindgata bíður á meðan stærri götur eru hreinsaðar. Þetta hefur sína kosti, t.d. vilja nágrannar ólmir hjálpa hver öðrum og inni er notalegt og nógur tími til að lesa og hlusta á tónlist. Áðan hljómaði Vor (Thrush of Spring) eftir Sinding af geisladiski en einmitt það lag minnir mig á, þeg- ar það með kátínu ruddist út um opna glugga verkamannabústaðanna á góðviðrisdögum þegar ég flýtti mér heim eftir Ásvallagötunni til að borða hádegismat. Elsta minning mín er þegar ég horfði á marga karlmannsfætur sparka logandi kleinupotti út dimm göng og út í snjó. Sú næstelsta er að ég horfði á konu í aðskomum, ljósköflóttum reiðfötum tala hratt og ákveðið skrítið mál við sína fylgdar- menn, sem lögðu á marga hesta í tröðunum á Hallgeirseyjarhjáleigu. Síðar heyrði ég heimilisfólkið tala um Miss Morris, sem hafði sofið í nýja húsinu eina nótt. Hún hafði verið að feta í spor föður síns og heimsótt sögustaði Njálu. Það sagði líka að eftir það hafi ég lengi notað orðið „not“, t.d. „not sofa á stólum" og „not kyssa stráka og Maríu“ (barnfóstruna). Síðan hefi ég stundum hugsað: Hver var Miss Morris? Sl. haust las ég um nýja, góða ævisögu Williams Morris eftir Fionu McCarthy og var nú að Ijúka lestri hennar. Maðurinn er einn af merkustu Englendingum síðustu aldar (1834-1896). Hann var rithöfundur, ljóðskáld, stjórnmála- maður, ritstjóri, forstjóri og stofnaði sósíalistaflokk. Líka var hann lista- maður, sem hannaði munstur sem enn em afar vinsæl, óf á vefstól, skar út í við, bjó til glugga úr marg- litu gleri og málaði á pappír, striga, við og veggi. ísland heillaði hann. Ungur fékk hann áhuga á íslendingasögunum. Hann kynntist Eiríki Magnússyni, sem hjálpaði honum að læra ís- lensku. Saman þýddu þeir margar af islendingasögunum á ensku og Morris naut þess að kynna þær. Eiríkur, ásamt tveim vinum Morr- is, komu með honum til íslands 1871 og þeir ferðuðust saman um Suður- land í mánuð. Morris hélt dagbækur og lýsti, oftast með hrifningu, aðstæð- um og náttúra. Hann hafði næmt auga fyrir birtu, villtu blómunum og formi kletta og fjalla. Þó að hann virti fugla, skaut hann þá á stundum og bjó úr þeim veislumat. í upphafí leist honum ekki á litlu hestana, sem hann þurfti að kaupa, en það breytt- ist strax og hann steig á bak. „Þess- ir litlu náungar era svo skemmtilegir, eins og þeir vilji tala.“ Hann tók sinn reiðskjóta, Mouse, með sér til Eng- lands og gerði hann að dekurdýri. Næsta ár ferðaðist Morris til ítal- íu, en hann þráði Island og fór þang- að í annað sinn 1873. Þá ferðaðist hann með tveim vinum og tveim ís- lenskum fylgdarmönnum m.a. um Kaldadal og til Stykkishólms. Aftur skrifaði hann merkilegar lýsingar af sögustöðum, landi og þjóð. Áhrif ís- lands á hann komu seinna fram í ræðu og riti. Þegar hann dó, 62 ára, skrifaði George Bemhard Shaw: „Ég fínn aðeins gleði, þegar ég. hugsa um Morris. Þú missir slíkan mann þegar þú deyrð, ekki þegar hann deyr. Þang- að til skulum við gleðjast í honum.“ Morris hafði eignast tvær dætur með sinni fallegu konu. Sú eldri var veikbyggð og flogaveik. Sú yngri, May (f. 1862), var listakona og mikill sósíalisti sem giftist og skildi. Hún og Shaw voru lengi nánir vin- ir. Hún dáði föður sinn og vildi að honum látnum sjá ísland, sem hann hafði unnað. Á blaðsíðu 679 fann ég loks það, sem ég var að leita að: Miss May Morris ferðaðist tvisvar um ísland, 1924 og 1931. Nú er ég þakklát fýrir að hafa lesið þessa prýðilegu bók og um leið uppgötvað að ég sá Miss Morris 1924, 62 ára gamla. Aðra frábæra bók las ég í haust: An American in Iceland eftir Samuel Kneeland A.M., M.D., prófessor við MIT-háskólann í Boston. Hann var einn af þeim fimm mönnum, sem Bandaríkin sendu sem fulltrúa á þúsund ára hátíð landnáms íslands 1876. Hann lýsir íslandi og íslend- ingum með látlausri og rólegri snilld. Einnig hann kvaddi landið með virð- ingu og aðdáun. Vonandi geta sem flestir Islend- ingar lesið þessar úrvals bækur. Það bólar ekki á snjóýtum, svo nú hlusta ég á diskinn Vikivaki og bytja á nýrri bók. Virginiu, 10. janúar 1996, HALLFRÍÐUR G. SCHNEIDER. Frá Grími M. Steindórssyni: HVENÆR er mlirinn fullur? Er það þegar maður drepur mann? Er hægt að komast upp með hvað sem er ef lögregla á hlut að máli? Það er góð lausn að ansa ekki ákærum eða beiðni um rannsókn. Það væri hægt að halda að kjördæmi dóms- málaráðherra fríaði menn sem fremja afbrot: það er búningurinn sem hylur hismið sem undir býr. Fólk er gert ómerkt orða sinna þegar reynt er að segja sannleik- ann. Fríun er lausnin ef víta skal framferði lögreglunnar. Sem betur fer á þetta aðeins við um Selfosslög- regluna, það ég best veit. . Þegar Sikill KÓ fórst vestur af Þorlákshöfn var skipbrotsmaðurinn settur í steininn, látinn drekka kalt vatn og neitað um hjúkrun þótt hann missti meðvitund í höndum lögreglunnar. Þegar hjúkrunar- fræðingur var fenginn til að taka honum blóð, vildi hún fara með hann á sjúkrahús en var vísað á burt og sagt að henni kæmi þetta ekki við. Eftir að hafa verið nótt í klefa var honum gert að skrifa undir skýrslu sem þeir höfðu sam- ið, sem var allt önnur en hann hafði gefið. Sjómaðurinn hugsaði um það eitt að komast í burtu, fársjúkur. Hann hefði skrifað undir hvað sem var eins og hann var á sig kominn. Málið var kært til saksóknara ríkis- ins og dómsmálaráðherra, sem hafa ekki látið þessa aðila gera grein fyrir framkomu sinni. Það var skrif- að um málið í blöðin. Nú á það víst að vera gleymt eins og ætla má - það er þægilegast. Á Akureyri var ökumaður sem flúði til fjalla. Honum var veitt aðhlynning á spítala þótt hann væri að reyna að forðast réttvís- ina. Þar kom fram ábyrgðartilfinn- ing og farið að starfsreglum - þeim sé heiður sem heiður ber. Verði ekki farið yfir framkomu lögreglunnar á Selfossi býr al- menningur við ógn og skelfingu ef út af ber í hennar umdæmi. Það þarf að skapa traust og virðingu fyrir starfi og þjónustu lögreglunn- ar. Fyrst af öllu að láta þá sem misbeita valdi svara fyrir sig og fullvissa borgarana um hæfni lög- reglu í starfi eftir að málin hafa verið krufin til mergjar. Vonandi tekur dómsmálaráð- herra á sig rögg og fer yfir málin. Það grær ekki yfir sárin fyrr en saltið hefur verið hreinsað burt. GRÍMURM. STEINDÓRSSON, myndhöggvari. Rás 2 og mengun á Grundartanga Frá Leifi Haukssyni: ÞAÐ eru stór orð og alvarlegar að- dróttanir sem felast í bréfi Jóns Sigurðssonar framkvæmdastjóra Is- lenska járnblendifélagsins og birtist í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Það mætti svo sem hafa mörg orð um það bréf og mengun á Grundartanga en nokkrar skýringar verða látnar nægja. Reiði Jóns er augljós, ástæðan ekki. Tilefnið eru tvö viðtöl, annað við starfsmann í verksmiðjunni um rykmengun á vinnustað og kaus hann að tala undir nafnleynd og með breyttri röddu. Hitt var viðtal við Víði Kristjánsson starfsmann vinnueftirlitsins um loftmælingar á staðnum. Jón talar um leiðandi spurningar og áréttingar útvarps- konunnar í því skyni að fá „efni í uppistand milli starfsmanna og stjórnenda“. Jóni, og öðrum, til skýringar: 1. Þegar viðtöl af þessu tagi eru tekin, þá byggjast þau að hluta til á því samtali sem átt hefur sér stað á undan. Þar lætur við- mælandinn í té upplýsingar, skoðanir og annað það sem gef- ur tilefni til viðtals. Sá sem tek- ur síðan viðtalið spyr þeirra spurninga sem geta dregið þessi atriði fram. Stundum er það nú bara þannig að þegar segul- bandið fer í gang þá muna eða þora viðmælendur ekki að segja það sem þeir höfðu áður sagt. Þess vegna er spurt þeirra spurninga sem Jóni finnst óþarf- ar og óþægilegar. Þetta hefur ekkert með uppistand eða hana- slag að gera. 2. Fyrir viðtalið óskar starfsmaður- inn þess sjálfur að rödd hans sé breytt því hann óttist um starf sitt. Það er ekki útvarpsins að meta hvort ótti hans sé ástæðu- laus, þessi ótti er mál Járnblendi- félagsins. 3. í kjölfar þessara viðtala er haft samband við Jón Sigurðsson framkvæmdastjóra Járnblendi- félagsins og hann beðinn um við- tal. Hann brást vægast sagt ókvæða við og vildi frest til næsta dags sem var ekkert til- tökumál. Það er rétt hjá Jóni að tilraun var gerð til viðtals. Ástæða þess að það fór út um þúfur er hins vegar alls ekki sú sem Jón tilgreinir. Hann sakar útvarpskonuna um óheiðarleg vinnubrögð gagnvart sér og við- mælendum sínum með því að segja í örstuttum inngangi ósatt til um efni fyrri viðtalanna til að búa til ágreining við sig sem stjórnanda. Þetta er bara ekki rétt, svo einfalt er það. Þetta má sannreyna. Viðtalið við Jón varð hins vegar aldrei að neinu því hann vildi ekki koma sér að efninu og kaus heldur að drepa málinu á dreif með dylgjum eins og vitni að tilrauninni geta borið um. Við frábiðjum okkur frekari ásak- anir um fordóma, óværu og mengun á Rás 2. LEIFUR HAUKSSON, starfandi dagskrárstjóri Rásar 2. f tilefni 90 ára afmælis Verkamannafélagsins Dagsbrúnar gengst félagið fyrír hátíðarsamkomu í Borgarleikhúsinu laugardaginn 27. janúar 1996. Kl. 13.40 Lúðrasveit verkalýðsins leikur í anddyri. Dagskrá: Kl. 14.00 Setning. Formaður afmælisnefndar, Jóhannes Sigursveinsson. Kl. 14.10 Ávarp. Formaður Dagsbrúnar, Guðmundur J. Guðmundsson. Kl. 14.20 Ávarp borgarstjóra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Kl. 14.30 Þættir úr sögu verkalýðshreyfingar. Guðmundur Ólafsson, leikari. Kl. 15.00 Afhending heiðursmerkja. Guðmundur J. Guðmundsson. Kl. 15.15 Söngur. Kristinn Sigmundsson. Undirleikari: Jónas Ingimundarson. Kl. 15.30 Lesið úr verkum Tryggva Emilssonar. Helgi Skúlason, leikari. Kl. 15.45 Söngur. Karlakórinn Fóstbræður. Stjórnandi: Árni Harðarson. Allir Dagsbrúnarfélagar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Að lokinni dagskrá er boðið upp á veitingar í anddyri. Píanóleikur: Óskar Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.