Morgunblaðið - 26.01.1996, Síða 51

Morgunblaðið - 26.01.1996, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 51 I DAG BRIDS Uinsjön Guðmundur Páll Arnarson FIMM tíglar er hinn sjálf- sagði samningur á spil NS hér að neðan, og fljótt á litið virðist ekki flókið mál að enda á þeim stað. En ótrúlegir hlutir gerast stundum við spilaborðið. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ Á8653 ▼ K754 ♦ - 4 G1032 Vestur 4 94 ¥ Á10983 ♦ G85 4 Á74 Austur 4 G107 ¥ G62 ♦ 43 4 KD986 Suður 4 KD2 ¥ D ♦ ÁKD109762 • 4 5 Spilið er frá úrslitaleik Landsbréfa og Samvinnu- ferða í Reykjavíkurmótinu. í lokaða salnum opnaði Jón Baldursson í sveit Lands- bréfa í fjórum gröndum, sem hann meinti sem ása- spumingu. Hann hugðist spila 5-7 tígla eftir ása- fjölda makkers. En Jón hafði varla lagt frá sér sagnmiðann þegar hann mundi eftir því að þeir Sævar Þorbjörnsson höfðu nýlega breytt sögninni úr venjulegri ásaspumingu í spurningu um tiltekna ása. Sævar svaraði því á fimm spöðum, sem sýndi spaða- ásinn! Jón sagði sex tígla og bjóst við að fara einn niður. Útspil vesturs var laufás og austur kallaði. Vestur vissi að einhvers staðar var maðkur í mys- unni, en hvar? Hann taldi allt eins líklegt að Jón ætti tvo hunda í laufi og eyðu í hjarta og spilaði laufí áfram. Slemman vannst því. í opna salnum hugðist Karl Sigurhjartarson líka stýra spilinu í fimm tígla ef makker ætti einn ás. En sú áætlun fór óvænt í vask- inn: Vestar Norður Austur Suður G.P.A. B.E. ÞJ. K.S. - - 1 lauf* 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu 4 grönd DoW Pass Pass 5 spaðar Pass Pass Pass Karl opnaði á sterku laufi (precision) og Björn Ey- steinsson í norður sýndi með tveggja spaða sögninni jákvæða hönd og minnst fimm spaða. Karl ætlaði þá að keyra í spaðaslemmu á móti 2-3 ásum, en passa svarið á fimm tíglum. En rælnisdobl vesturs setti strik í reikninginn, því það breytir svörunum við ása- spurningunni! Pass Björns lofaði þannig einum ás. Þar eð spaði var samþykktur tromplitur frá bæjardyrum Björns, var útilokað fyrir Karl að segja fimm tígla, því sú sögn yrði túlkuð sem slemmuleit í spaða. Karl varð því að fara í fimm spaða, en sá samningur hrundi til grunna eftir lauf- kóng út og meira lauf. Spil- ið endaði þijá niður og sveit Landsbréfa vann 17 heppn- - isstig. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn í myndatexta við mynd frá opnun Skuggabarsins í blaðinu á þriðjudaginn var Stefán Örn Þórisson sagður vera Ólafsson. Hann er beðinn velvirð- ingar á mistökunum. Arnað ÁRA afmæli. Sunnu- daginn 28. janúar nk. verður fimmtug Gunnþór- unn Jónsdóttir, Sólbraut 7, Seltjarnarnesi. Hún tek- ur á móti gestum í félags- heimili Selljamarness á morgun, laugardaginn 27. janúar, kl. 17. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júlí sl. í Innri- Njarðvíkurkirkju af sr. Sig- fúsi Ingvasyni Guðiaug M. Pálsdóttir og Gunnar Stef- ánsson. Þau eru til heimilis í Heiðarhvammi 5, Kefiavík. heilla inn 27. janúar, verður fimm- tugur Guðmundur Guð- finnsson, Vitastíg 21, Bol- ungarvík. Hann tekur á móti gestum í kvöld, föstu- dagskvöld í Slysavamafé- lagshúsinu, eftir kl. 20. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesend- um sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynning- arnar þurfa að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir helgar. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329 eða á netfangið gusta- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. j* /.JVje oghó' Heiryj eftirgbngunum.tt Farsi STJÖRNUSPÁ cltir Frances Drakc VATNSBERI Afmælisbam dagsins: Þú vilt ráða ferðinni ogátt auðveltmeð að afla skoðunum þínum fylgis. Hrútur (21. mars - 19. aprfl) Þú nærð merkum áfanga í vinnunni í dag, og hlýtur við- urkenningu ráðamanna. Ástæða er til að fagna í vina- hópi í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maf) Þú hefur verk að vinna, og ættir ekki að vera með hug- ann við fýrirhugað ferðalag. Reyndu að ljúka skyldustörf- unum snemma. Tvíburar (21. maí- 20.júní) Einbeittu þér að lausn eigin mála í dag og láttu félagslíf- ið eiga sig. Þú þarft að sinna verkefni heima varðandi börn. Krabbi (21. júní — 22.júlf) Þeir sem eru að íhuga að skipta um íbúð hafa heppnina með sér í dag. Þú ert til í að fara út að skemmta þér þegar kvöldar. Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Þú finnur leið til að komast hjá þátttöku í viðkvæmu deilumáli í dag. Þig langar að fara út að skemmta þér með vinum í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. septcmber) a* Gerðu þér grein fyrir heildar- myndinni í vinnunni í dag í stað þess að einblína á smá- atriðin. Njóttu svo kvöldsins með ástvini. Vóg (23. sept. - 22. október) Þótt fjölskyldumálin séu þér ofarlega í huga í dag, ættir þú að gefa þér tíma til að íhuga leiðir til að bæta stöðu þína í vinnunni. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Gerðu ekki of mikið úr smá ágreiningi, sem upp kemur í' dag, og vertu ekki með ástæðulausar ásakanir í garð þinna nánustu. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þróunin í fjármálum er þér mjög hagstæð, og miklar breytingar eru á döfinni í vinnunni, sem getá fært þér betra starf. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Þú ert á báðum áttum varð- andi mikilvæga ákvörðun, sem þú þarft að taka í dag. Þú finnur rétta svarið ef skynsemin ræður ferðinni. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) dk Þú ættir að setjast niður með fjölskyldunni og ræða fram- tíðarhorfur í fjánnálum í dag. Kannaðu vel tilboð sem berst. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Þú ert að íhuga þátttöku í námskeiði, sem getur styrkt stöðu þína í framtíðinni. Hafðu ástvin með í ráðum. Stjömuspána & að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. V Hótel Snæfell, Seyðisfirði, til sölu Höfum til sölu þetta faliega og vel staðsetta hótel. Hótelið hefur 9 herbergi með baði, 45 manna veitinga- sal, 20 manna koníaksstofu, sólstofu og gott eldhús. Húsið er eitt þessara glæsilegu timburhúsa, byggt 1908, allt í góðu lagi, staðsetning heillandi og lónið. Er þetta ekki tækifærið sem þú hefur beið eftir? Miklir möguleikar fyrir t.d. hjón til sjálfstæðs atvinnurekstrar. Munið: í þjónustu við ferðamenn er framtíðin björt. Hagstætt verð og góð kjör bjóðast traustum kaupanda. 562-1200 562-1211 Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsd., lögg. fast., Axel Kristjánsson hrl. ^ÍOIliK GARÐUR Skipholti 5 9 KYNNINGARMIÐSTOÐ EVRÓPURANNSÓKNA 3 RANNÍS Sj ávarútvegsrannsóknir Landbúnaðar- og fiskveiðiáætlun ESB Kynningarfundur á vegum Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna verður haldinn mánudaginn 29. janúar í Borgartúni 6 kl. 15.30. Landbúnaðar- og fiskveiðiáætlun ESB er hluti af 4. ramma- áætluninni um rannsóknir, þróun og nýsköpun. Samkvæmt EES-samningnum eiga íslenskir aðilar fullan aðgang að sjóðum áætlunarinnar. Á fiindinum gefst áhugasömum aðilum tækifæri til að kynnast því hvaða áherslur ESB hefur á rannsóknum á sviði fiskveiða, fiskeldis og fiskvinnslu og hvaða tækifæri íslendingar hafa til samstarfs innan 4. rammaáætlunar ESB Um rannsóknir á þessu sviði. Dagskrá: 15.30 Hr. Willem Brugge, fulltrúi Evrópusambandsins. Kynning á rannsóknar- og þróunaráætlun ESB á sviði fiskveiða, fiskeldis og tengsl þeirra við fiskveiðistefnu bandalagsins. 16.30 Dr. Ólafur Ástþórsson, Haf rannsóknastofnun. Yfirlit yfir alþjóðleg rannsóknarverkefni innan Hafrannsóknastofnunar, m.a. evrópsk samstarfsverkefni. 17.00 Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands. -kjarnimálsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.