Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 15
AKUREYRI
Einar Njálsson formaður Eyþings um afstöðu Háskóla íslands
Hafiiarstjórn
Akureyrar
Háskólanum á Akureyri var ætlað
hlutverk á sviði sjávarutvegsfræða
EINAR Njálsson formaður stjórnar
Eyþings, sambands sveitarfélaga í
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, segir
að mönnum virðist sem Háskóli Is-
lands hafi smám saman farið að
fikra sig inn á sérsvið Háskólans á
Akureyri. Vegna andstöðu innan
Háskóla íslands við stofnun Háskól-
ans á Akureyri hafi sú stefna verið
mörkuð að sérhæfa Háskólann á
Akureyri m.a. á sviði sjávarútvegs-
fræða, en slík kennsla hafi þá ekki
verið fyrir hendi hér á landi. Stjórn
Eyþings lýsti yfir áhyggjum sínum
yfir þeim yfirgangi sem birtist í
baráttu Háskóla íslands gegn upp-
byggingu og þróun Háskólans á
Akureyri, þvert á yfirlýsta stefnu
stjórnvalda.
„Okkur finnst það fylla mælinn,
þegar rætt er um hugsanlegan
möguleika á stofnun sjávarútvegs-
háskóla Sameinuðu þjóðanna, að
Háskóli Islands fari af stað með
markvissan undirbúning að stofnun
matvæla- og sjávarútvegsgarðs í
Reykjavík. Það ríkir auðvitað frelsi
í þessu landi, en okkur finnst þetta
óneitanlega ákveðinn yfirgangur
sem í þessu felst. Á sínum tíma var
Háskólinn á Akureyri stofnaður
beinlínis í þeim tilgangi að byggja
upp sjávarútvegsdeild við skólann
og gera hann að sérhæfðri mennta-
stofnun fyrir sjávarútveg á háskóla-
stigi á íslandi," sagði Einar.
Þvert á vilja stjórnvalda
Hann sagði viðleitni Háskóla ís-
lands ganga þvert á ályktanir Al-
þingis og opinbera stefnu, m.a. hefði
Alþingi samþykkt þingsályktunartil-
lögu í maí 1992, þar sem ríkisstjórn
var falið að gera áætlun um eflingu
og uppbyggingu Háskólans á Akur-
eyri og annarra rannsókna- og
fræðslustofnana á svæðinu, svo þar
verði öflug miðstöð rannsókna- og
fræðslustarfsemi á sviði sjávarút-
vegs. „Þarna markar Alþingi klára
stefnu um að þessi starfsemi skuli
byggð upp á Akureyri," sagði Einar
og ennfremur vitnaði hann til sam-
þykktar ríkisstjórnar íslands frá í
ágúst 1994, um þróun matvælaiðn-
aðar á Eyjafjarðarsvæðinu, en þar
er Háskólanum á Akureýri falið að
kanna þörf matvælaiðnaðarins fyrir
menntað vinnuafl og bætt rann-
sóknarumhverfi.
„Þetta sýnir að stjórnvöld hafa
ætlað Háskólanum á Akureyri
ákveðið hlutverk á þessu sviði og
mér finnst eðlilegt að við gerum
kröfu til þess að háskólinn fái tæki-
færi til að byggja þetta upp og sýna
hvað hann getur án afskipta Há-
skóla íslands," sagði Einar.
Drög að
stofnsamn-
ingi hafna-
samlags
samþykkt
HAFNARSTJÓRN Akureyrar hef-
ur fyrir sitt leyti samþykkt drög
að stofnsamningi hafnasamlags.
Jafnframt var samþykkt að kynna
drögin fyrir bæjarstjórn og leggur
hafnarstjórn til að tii þessa sam-
starfs verði gengið.
Gert er ráð fyrir að Grýtubakka-
hreppur, Svalbarðsstrandarhrepp-
ur, Ákureyri, Arnarnes- og Glæsi-
bæjarhreppur standi að hafnasam-
laginu. Forsvarsmenn þessara
sveitarfélaga hafa lýst yfir áhuga
á að vera með og er stefnt að því
gengið verði frá formlegri stofnun
sem fyrst.
Fulítrúar sveitarfélaganna munu
líklega hittast í næstu viku með
fulltrúa samgönguráðuneytisins þar
sem farið verður frekar yfir málið.
ÞREKSTIGAR
TIL ATVINNUNOTA
Líkamsræktarstöðvar
íþróttahús
Iþróttafétög
Skip
Hótelogfl.
Glómus hf. 462 3225
Morgunblaðið/Kristján
Á SIÐASTA ári fóru um 380.000 farþegar með almenningsvögn-
um Strætisvagna Akureyrar, eða heldur færri en árið áður.
Farþegum SVA
fækkaði milli ára
HELDUR færri farþegar notuðu
almenningsvagna Strætisvagna
Akureyrar á síðasta ári en árið
1994. Farþegaíjöldi í fyrra var um
380.000 en um 400.000 árið áður.
Hins vegar varð um 15% aukning
í ferliþjónustu SVA milli ára. Þrír
stórir vagnar eru notaðir í áætl-
unaraksturinn en til viðbótar er
SVA með skólaakstur og ferliþjón-
ustu fyrir fatlaða.
Stefán Baldursson, forstöðu-
maður SVA, segist ekki vita hvað
veldur þessari farþegafækkun en
þó sé líklegt að veðráttan hafi
haft þar nokkur áhrif. „Veturinn
í fyrra var sérstaklega erfiður og
við urðum varir við að farþegar
voru mun færri á þeim dögum sem
veðrið var verst.“
Tekjurnar lækkuðu
um 700 þúsund
Tekjur SVA af fargjöldum og
skólaakstri á síðasta ári voru um
14.6 milljónir króna og lækkuðu
um 700 þúsund milli ára. Um ára-
mót hafði Akureyrarbær greitt um
11.6 milljónir króna með rekstrin-
um sem hljóðaði upp á rúmar 26
milljónir króna á síðasta ári. Hjá
SVÁ vinna 12 manns.
Stefán segir að reksturinn sé í
nokkuð föstum skorðum en þó sé
viðbúið að ferliþjónustan eigi eftir
að aukast enn frekar. Um leið og
starfsemi fyrir fatlaða leggst af á
Sólborg fjölgar sambýlunum, sem
þýðir meiri flutninga með þá ein-
staklinga sem á þeim búa, t.d. í
dagvist.
Fargjöld SVA þau
ódýrustu á landinu
„Við erum einnig að leita leiða
til þess að bæta þjónustu við vinnu-
staðina á Suður-Brekkunni, eins
og FSA og Hlíð og þar erum við
að tala um flutning úr Glerár-
hverfi. Einnig verður skoðað með
vorinu hvernig tengingu við tjald-
svæðið, Kjarnaskóg og háskóla-
svæðið á Sólborg verður háttað.“
1. október sl. hækkuðu fjargjöld
SVA um 12% en Stefán segir að
strætisvagnafargjöld á Akureyri
séu þau lægstu á landinu. Fullt
fargjald fullorðinna kostar 90
krónur en fargjald barna 6-16 ára
kostar 35 krónur. Að auki býður
SVA upp á afsláttarkort fyrir
framháldsskólanema.
588 3309
Ráðningarþjónustan
Háaleitisbraut 58-60
Sími 588 3309, fax 588 3659
nni a
sufinudögum
kl. 13-17.
Dömudeild
Peysurj>«f>&etf
Jakki 1>9íJð>9öð
Kjóiar 6^etTpetT
Buxur>9tfð>SÍJð
Pils 430fT33O(r..
Herradeild
Þykkar úlpur >eöð>9öð . .nú 4.900
Stakir jakkar 1jþeöð>9öð . ,nú 4.900
Stakar buxur S^ðíKf^ííetrf. .nú 2.900
Peysur 5J$0<r'3J90ff'.....nú 1.900
Skór ^SetTþ9etf............nú 1.900
Nýjar hettupeysur .....Tilboð 2.900
,nú 1.500
. ,nú 5.900
. .nú 2.900
. .nú 2.900
. ,nú 1.900
. .nú 1.900
Odýrt - ódýrt
Otsölumarkadur í kjallaranum á laugaveginum.
Allir bolir 500 - Allar buxur 1.000 - Allir skór 1.000 - Allir jakkar 1.500
Kringlunm, s. 568 9017
Laugavegi, s. 511 1717
UTSALA - UTSALA
Fullorðinsúlpur verð frá 4.990
íþróttagallar verð frá 4.990
Skíðasamfestingar barna verð frá 4.990
Skíöasamfestingar fullorðins verð frá 7.990
» hummel
SPORTBÚÐIN
IMÓATÚIMI 17
sími 511 3555