Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 15 AKUREYRI Einar Njálsson formaður Eyþings um afstöðu Háskóla íslands Hafiiarstjórn Akureyrar Háskólanum á Akureyri var ætlað hlutverk á sviði sjávarutvegsfræða EINAR Njálsson formaður stjórnar Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, segir að mönnum virðist sem Háskóli Is- lands hafi smám saman farið að fikra sig inn á sérsvið Háskólans á Akureyri. Vegna andstöðu innan Háskóla íslands við stofnun Háskól- ans á Akureyri hafi sú stefna verið mörkuð að sérhæfa Háskólann á Akureyri m.a. á sviði sjávarútvegs- fræða, en slík kennsla hafi þá ekki verið fyrir hendi hér á landi. Stjórn Eyþings lýsti yfir áhyggjum sínum yfir þeim yfirgangi sem birtist í baráttu Háskóla íslands gegn upp- byggingu og þróun Háskólans á Akureyri, þvert á yfirlýsta stefnu stjórnvalda. „Okkur finnst það fylla mælinn, þegar rætt er um hugsanlegan möguleika á stofnun sjávarútvegs- háskóla Sameinuðu þjóðanna, að Háskóli Islands fari af stað með markvissan undirbúning að stofnun matvæla- og sjávarútvegsgarðs í Reykjavík. Það ríkir auðvitað frelsi í þessu landi, en okkur finnst þetta óneitanlega ákveðinn yfirgangur sem í þessu felst. Á sínum tíma var Háskólinn á Akureyri stofnaður beinlínis í þeim tilgangi að byggja upp sjávarútvegsdeild við skólann og gera hann að sérhæfðri mennta- stofnun fyrir sjávarútveg á háskóla- stigi á íslandi," sagði Einar. Þvert á vilja stjórnvalda Hann sagði viðleitni Háskóla ís- lands ganga þvert á ályktanir Al- þingis og opinbera stefnu, m.a. hefði Alþingi samþykkt þingsályktunartil- lögu í maí 1992, þar sem ríkisstjórn var falið að gera áætlun um eflingu og uppbyggingu Háskólans á Akur- eyri og annarra rannsókna- og fræðslustofnana á svæðinu, svo þar verði öflug miðstöð rannsókna- og fræðslustarfsemi á sviði sjávarút- vegs. „Þarna markar Alþingi klára stefnu um að þessi starfsemi skuli byggð upp á Akureyri," sagði Einar og ennfremur vitnaði hann til sam- þykktar ríkisstjórnar íslands frá í ágúst 1994, um þróun matvælaiðn- aðar á Eyjafjarðarsvæðinu, en þar er Háskólanum á Akureýri falið að kanna þörf matvælaiðnaðarins fyrir menntað vinnuafl og bætt rann- sóknarumhverfi. „Þetta sýnir að stjórnvöld hafa ætlað Háskólanum á Akureyri ákveðið hlutverk á þessu sviði og mér finnst eðlilegt að við gerum kröfu til þess að háskólinn fái tæki- færi til að byggja þetta upp og sýna hvað hann getur án afskipta Há- skóla íslands," sagði Einar. Drög að stofnsamn- ingi hafna- samlags samþykkt HAFNARSTJÓRN Akureyrar hef- ur fyrir sitt leyti samþykkt drög að stofnsamningi hafnasamlags. Jafnframt var samþykkt að kynna drögin fyrir bæjarstjórn og leggur hafnarstjórn til að tii þessa sam- starfs verði gengið. Gert er ráð fyrir að Grýtubakka- hreppur, Svalbarðsstrandarhrepp- ur, Ákureyri, Arnarnes- og Glæsi- bæjarhreppur standi að hafnasam- laginu. Forsvarsmenn þessara sveitarfélaga hafa lýst yfir áhuga á að vera með og er stefnt að því gengið verði frá formlegri stofnun sem fyrst. Fulítrúar sveitarfélaganna munu líklega hittast í næstu viku með fulltrúa samgönguráðuneytisins þar sem farið verður frekar yfir málið. ÞREKSTIGAR TIL ATVINNUNOTA Líkamsræktarstöðvar íþróttahús Iþróttafétög Skip Hótelogfl. Glómus hf. 462 3225 Morgunblaðið/Kristján Á SIÐASTA ári fóru um 380.000 farþegar með almenningsvögn- um Strætisvagna Akureyrar, eða heldur færri en árið áður. Farþegum SVA fækkaði milli ára HELDUR færri farþegar notuðu almenningsvagna Strætisvagna Akureyrar á síðasta ári en árið 1994. Farþegaíjöldi í fyrra var um 380.000 en um 400.000 árið áður. Hins vegar varð um 15% aukning í ferliþjónustu SVA milli ára. Þrír stórir vagnar eru notaðir í áætl- unaraksturinn en til viðbótar er SVA með skólaakstur og ferliþjón- ustu fyrir fatlaða. Stefán Baldursson, forstöðu- maður SVA, segist ekki vita hvað veldur þessari farþegafækkun en þó sé líklegt að veðráttan hafi haft þar nokkur áhrif. „Veturinn í fyrra var sérstaklega erfiður og við urðum varir við að farþegar voru mun færri á þeim dögum sem veðrið var verst.“ Tekjurnar lækkuðu um 700 þúsund Tekjur SVA af fargjöldum og skólaakstri á síðasta ári voru um 14.6 milljónir króna og lækkuðu um 700 þúsund milli ára. Um ára- mót hafði Akureyrarbær greitt um 11.6 milljónir króna með rekstrin- um sem hljóðaði upp á rúmar 26 milljónir króna á síðasta ári. Hjá SVÁ vinna 12 manns. Stefán segir að reksturinn sé í nokkuð föstum skorðum en þó sé viðbúið að ferliþjónustan eigi eftir að aukast enn frekar. Um leið og starfsemi fyrir fatlaða leggst af á Sólborg fjölgar sambýlunum, sem þýðir meiri flutninga með þá ein- staklinga sem á þeim búa, t.d. í dagvist. Fargjöld SVA þau ódýrustu á landinu „Við erum einnig að leita leiða til þess að bæta þjónustu við vinnu- staðina á Suður-Brekkunni, eins og FSA og Hlíð og þar erum við að tala um flutning úr Glerár- hverfi. Einnig verður skoðað með vorinu hvernig tengingu við tjald- svæðið, Kjarnaskóg og háskóla- svæðið á Sólborg verður háttað.“ 1. október sl. hækkuðu fjargjöld SVA um 12% en Stefán segir að strætisvagnafargjöld á Akureyri séu þau lægstu á landinu. Fullt fargjald fullorðinna kostar 90 krónur en fargjald barna 6-16 ára kostar 35 krónur. Að auki býður SVA upp á afsláttarkort fyrir framháldsskólanema. 588 3309 Ráðningarþjónustan Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309, fax 588 3659 nni a sufinudögum kl. 13-17. Dömudeild Peysurj>«f>&etf Jakki 1>9íJð>9öð Kjóiar 6^etTpetT Buxur>9tfð>SÍJð Pils 430fT33O(r.. Herradeild Þykkar úlpur >eöð>9öð . .nú 4.900 Stakir jakkar 1jþeöð>9öð . ,nú 4.900 Stakar buxur S^ðíKf^ííetrf. .nú 2.900 Peysur 5J$0<r'3J90ff'.....nú 1.900 Skór ^SetTþ9etf............nú 1.900 Nýjar hettupeysur .....Tilboð 2.900 ,nú 1.500 . ,nú 5.900 . .nú 2.900 . .nú 2.900 . ,nú 1.900 . .nú 1.900 Odýrt - ódýrt Otsölumarkadur í kjallaranum á laugaveginum. Allir bolir 500 - Allar buxur 1.000 - Allir skór 1.000 - Allir jakkar 1.500 Kringlunm, s. 568 9017 Laugavegi, s. 511 1717 UTSALA - UTSALA Fullorðinsúlpur verð frá 4.990 íþróttagallar verð frá 4.990 Skíðasamfestingar barna verð frá 4.990 Skíöasamfestingar fullorðins verð frá 7.990 » hummel SPORTBÚÐIN IMÓATÚIMI 17 sími 511 3555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.