Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 43
| ------------------------------------
| þykkt og oft hefur lífið reynst erf-
I itt en það var ekki að sjá á þér
jafn glaðlyndur og hægur sem þú
ailtaf varst. Það er erfitt að byrja
þar sem af miklu er að taka. Það
má byrja á öllum þeim útilegum sem
við fórum, og var ég búin að skoða
landið þvers og kruss mörgum sinn-
um áður en ég náði tíu ára aldri.
Bogahlíð er gott dæmi, en það var
j eftir að stóra „sirkus“-tjaldið var
; keypt og hvar sem því var tjaldað
í var það nefnt eftir þér, enda alltaf
| mikil gleði í gangi og margt fólk í
kringum ykkur mömmu hvar sem
þið voruð. Þess má líka geta að
mamma var oft spurð hver þessi
Kristján væri sem hún ætti börnin
með því allir þekktu þig undir nafn-
inu Bogi.
Ég minnist líka hve mikið við
systkinin vildum hafa ykkur með
i okkur á gleðistundum okkar og oft
áttu vinir okkar systkinanna erfítt
með að trúa því að pabbi og mamma
| væru með í teitinu eða kæmu með
okkur út á lífið. En sú undrun hvarf
eftir að þau kynntust ykkur. Stutt
var í grínið öllum stundum og jafn-
vel í þeim erfiðu veikindum sem á
endanum leiddu til dauða þíns var
húmorinn skammt undan. Enda var
erfitt að vera hnugginn og dapur
með þig sér við hlið og held ég að
sá styrkur sem við mamma og íjöl-
skyldan búum yfir sé frá þér kom-
| inn og hjálpi okkur yfir erfiðasta
kaflann.
Þegar þú fékkst þær fréttir í
ágúst að þú værir með krabbamein
og ekki útlit fyrir langt líf varstu
ákveðinn í að láta það ekki bijóta
þig niður og við það stóðstu. Rétt
fyrir jól var ekki útlit fyrir að þú
gætir verið með okkur heima yfir
jólin, en þú hafðir sett þér það tak-
mark að vera með okkur eftir að
fjölskyldan væri öll saman komin á
| ný. Eitthvað óskiljaniegt gerðist og
þú fékkst þann kraft sem þurfti því
tveimur dögum fyrir jól varstu kom-
inn heim til að vera þar sem þú
vildir vera og má segja að hugurinn
og viijinn hafi haldið þér uppi. Elsku
pabbi, jólin og áramótin eru dýrmæt
minning í augum okkar allra, sjálf
hátíðin, skírn yngsta barnabarns-
ins, trúlofun yngstu dótturinnar og
! sú samstaða sem var með okkur
öllum er eitthvað sem við búum öll
j að í framtíðinni. Þá vil ég sérstak-
' lega þakka hjúkrunarkonum Karit-
as fyrir alla þá ástúð og umönnun
sem þær sýndu ekki bara þér held-
ur okkur öllum. Því þegar svona
áfall dynur yfir fjölskyldu þá er slík-
ur stuðningur ómetanlegur. Þær
hjúkrunarkonur sem komu inn á
okkar heimili og veittu þér aðhlynn-
ingu, sama á hvaða tíma sólar-
hringsins var, voru allar sem ein
j með þína velferð og okkar í huga
I og er ógleymanlegt.
Sú ást sem ríkt hefur á milli
ykkar mömmu og virst sigra allt
hefur lengi vakið lotningu meðal
okkar systkinanna. Stundum var
gert grín að því þegar vandamál
steðjuðu að í samböndum okkar
systkinanna að við værum að leita
að þeirri fullkomnun sem fyrir okk-
■ ur hefði verið höfð.
Elsku pabbi, fyrir allt sem þú
! varst mér og sá afi sem þú reynd-
| ist dóttur minni sem nú saknar þín
sárt, vil ég þakka þér af heilum
hug. Þú sýndir slíkan dugnað og
elju í veikindum þínum að við búum
öll að því í framtíðinni og eigum
eflaust eftir að meta lífið og gæðin
öðruvísi héðan í frá. Tómleiki kem-
ur til með að ríkja í hugum okkar
á næstu misserum en ég veit, elsku
I pabbi, að þú myndir ekkj vilja að
við sætum í sorg og sút. Ég er líka
viss um að þú verður með okkur
I hvert sem við förum og hvað sem
við gerum. Nú ertu horfinn yfir
móðuna miklu og ég veit að þér
líður betur, þar sem þú ert nú, laus
við þær þjáningar sem þú hafðir.
Vertu sæll, pabbi minn, og hvíl í
friði.
Söknuður situr í hjarta mér,
kaldur, djúpur og sár.
Þrautir liðnar, friður með þér,
þerra burt mín tár.
| Sólveig (Systa).
SJÁ NÆSTUSÍÐU
t
FRIÐGEIR JÓNSSON,
Ystafelli,
sem lést í sjúkrahúsinu á Húsavík 29. janúar sl., verður jarðsett-
ur frá Þóroddsstaðarkirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14.00.
Klara Haraldsdóttir
og systkini hins látna.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EINAR STEFÁNSSON
frá Bjólu,
verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 3. febrúar
kl. 14.00.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir okkar,
ÁLFHEIÐUR MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR,
Friðarstöðum,
Hveragerði,
verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 3. febrúar
kl. 14.00.
Jónina Sæmundsdóttir,
Diðrik Sæmundsson.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN KRISTMUNDA JÓHANNSDÓTTIR,
Vatnsnesvegi 20,
Keflavik,
verður jarðsungin frá Ytri Njarðvíkurkirkju föstudaginn 2. febrúar
kl. 15.00.
Ágúst Jóhannsson,
Elvar Ágústsson, Steinunn Hákonardóttir,
Hólmfríður Ármannsdóttir, Árni Ólafsson,
Gylfi Örn Ármannsson, Ólafia Sigurbergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
STEINUNN HERMANNSDÓTTIR,
Asparfelli 4,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 21. janúar
síðastliðinn.
Utförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Ágústa Gunnlaugsdóttir, Ómar G. Jónsson,
Þór Gunnlaugsson, Steinunn Grfmsdóttir,
Ásgerður Óskars Lauritsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
FRYOLF NILSSEN,
Sæbóli,
Eyrarbakka,
verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 3. febrúar kl. 14.00.
Eydís Vilhjálmsdóttir,
Vilhjálmur Nilssen, Ruth Markussen,
Gfsli Nilssen,
Einar Nilssen, Beata Profic,
Sigurður Nilssen,
Finn Nilssen, Irena Kolodziej,
Marfa Nilssen,
Aldfs Nilssen, Haukur Jónsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
BÓEL JÓNHEIÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Raufarfelli,
A-Eyjafjöllum,
verður jarðsungin frá Eyvindarhóla-
kirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað-
ir, en þeim, sem vilja minnast hennar,
er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Ólafur Tryggvason,
Þórunn Ólafsdóttir, Jón Sigurðsson,
Tryggvi Kr. Ólafsson, Sigrún Heiðmundsdóttir,
Sigrún Ólafsdóttir,
Ingi Ólafsson, Anna Kristín Birgisdóttir,
Anna Björk Ólafsdóttir, Kristinn Stefánsson,
Jón Pálmi Ólafsson,
Rósa íris Ólafsdóttir, Róbert Már Jónsson,
Katrín Jóna Ólafsdóttir,
og barnabörn.
t
Við þökkum af heilum hug auðsýnda samúð og vináttu við andlát
og útför
SVANLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR
húsmóður,
Akranesi.
Jóhanna Þorgeirsdóttir, Hjalti Jónasson,
Jónfna S. Þorgeirsdóttir, Leifur ívarsson,
Jósef H. Þorgeirsson, Þóra Björk Kristinsdóttir,
Svana Þorgeirsdóttir, Gunnar Kárason.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæru móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
DAGMARAR STRAUMBERG
KARLSDÓTTUR,
áðurtil heimilis
f Goðheimum 26,
Reykjavík.
Guðný Straumberg, Björn Þórhallsson,
Níels Viðar Hjaltason, Lene Hjaltason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okk-
ur samúð og hlýhug við andlát og útför
mannsins míns, föður okkar, tengdaföð-
ur og afa,
STEFÁNS JÓNSSONAR
fyrrv. bifreiðastjóra,
Grænumörk 5,
Selfossi.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓLAFUR GEIR SIGURJÓNSSON
frá Geirlandi,
Þykkvabæ 7,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju
á morgun, föstudaginn 2. febrúar,
kl. 15.00.
Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti
Krabbameinsfélagið njóta þess.
Áróra Tryggvadóttir,
Elliði N. Ólafsson, Auður M. Auðbergsdóttir,
Sigrún G. Ólafsdóttir,
Magnús Ólafsson, Laufey N. Stefánsdóttir,
Sunna Ólafsdóttir, Björn Ingi Rafnsson,
Kolbrún Ólafsdóttir, Marinó Guðmundsson,
Ásgeir N. Ólafsson, Kolbrún Karlsdóttir,
Sigurjón Ólafsson, Matthildur Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigrún Ólafsdóttir,
Jenný D. Stefánsdóttir, Þórarinn Björnsson,
Steinar Stefánsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Gunnar B. Guðmundsson, Helga Jónsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför móður minnar, tengdamóð-
ur og ömmu,
ÞÓRUNNAR SIGU RÐ ARDÓTTU R
frá Melstað,
Hásteinsvegi 47,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki
Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir hlýhug
og einstaka umhyggju.
Sigurður Þórir Jónsson. Elin Egilsdóttir,
Þórunn Sigurðardóttir.