Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR1.FEBRÚAR1996 47 FRETTIR Fyrirlestur um snjó- flóðahættu BJÖRGUNARSKÓLI Lands- bjargar og Slysavarnafélag íslands stendur fyrir fræðslu- fundi fyrir almenning um mat á snjóflóðahættu fyrir ferða- menn fimmtudaginn 1. febr- úar kl. 20. Fyrirlesari verður Einar Torfí Einarsson. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Flugbjörgunarsveit- arinnar í Reykjavík við Flug- vallarveg. Markmið nám- skeiðsins er að veita þátttak- endum skilning á eðli snjó- þekjunnar, breytingum á henni og kynna mönnum rétt leiðarval með tilliti til snjó- flóðahættu. Allir þeir sem ferðast um hálendið að vetri til, hvort sem er gangandi, á vélsleðum eða einhverjum öðrum farartækj- um, eru hvattir til að mæta. Þátttökugjald er 1.000 kr. og er fræðslurit um mat á snjó- flóðahættu innifalið í þátttöku- gjaldinu. Fundurinn er liður í fræðsluherferð um forvarnir í ferðamennsku sem Björgunar- skólinn stendur fyrir og munu slíkir fræðslufundir verða haldnir um land allt. Myndakvöld Utivistar ÚTIVIST stendur fyrir öðru myndakvöldi sínu á nýju ári í kvöld, fimmtudagskvöld. Ragnar Th. Sigurðsson ljós- myndari og Ari Trausti Guð- mundsson jarðfræðingur fara yfir það helsta sem borið hefur fyrir augu þeirra á ferðum þeirra um landið. Útivist hefur útvegað sér fullkomnari sýningarvél en verið hefur áður og því munu myndirnar njóta sín betur enn ella. Hér er um einstakar myndir af hálendinu að ræða og fróðlegar ferðasögur. Eftir kaffihlé verða sýndar myndir úr áramótaferð. Myndakvöldið er haldið í Fóstbræðraheimilinu, Lang- holtsvegi 116. ¦ BINA Fjordside, nuddari frá Danmörku, er komin til landsins til að kynna nám- skeið sitt í „Rebalancing Art" og „The body-mind system". Þessi tækni er kjörin til að koma jafnvægi á líkama og sál. Hún hefur unnið með þessa tækni frá 1987 og er einnig lærð í svæðanuddi, Bach's remediu heilun og lík- amsmeðvitund. Þá hefur hún unnið mikið með indíánaheim- speki og helgisiði indíána. Bina býður upp á nudd meðan á dvöl stendur. Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 1. febr- úar kl. 20 í Bolholti 4, 4. hæð. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. ¦ ÞORRABLÓT Félags Þingeyinga á Suðurnesjum verður haldið í KK salnum, Vesturbraut 17, Keflavík, laugardaginn 3. febrúar. Hús- ið verður opnað kl. 19. Borð- hald hefst kl. 20 stundvíslega. Síðan veður dansað fram eftir nóttu. Miðaverð er 2500 kr. en miðasala hefst í dag, fimmtudag, milli kl. 17 og 19 að Vesturbraut 17. Stúdentaráð lýsir sig tilbúið að borga lengingu á afgreiðslutíma Þjóðarbókhlöðu £ *m°~t~íT~ DOSASÖFNUN »Æ35 . SHJ 33 t JtitH . . AS£ÍH$TC««>V©. oó&uMoefWKuíT' Morgunblaðið/Sverrir GÁMI hefur verið komið fyrir neðan við Gamla-Garð þar sem Stúdentaráð safnar dósum til að kosta lengri afgreiðslutíma Þjóðarbókhlöðu. Greiða kostnað með söfnun dósa STUDENTARÁÐ Háskóla íslands hefur sent stjórn Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns bréf þar sem það lýsir sig tilbúið til að taka að sér að sjá um gæslu á safninu á kvöldin og á sunnudög- um svo hægt sé að hafa safnið opið lengur. Stúdentar ætla að fjármagna kostnað við lengri af- greiðslutíma með söfnun dósa og smápeninga. Frá því Landsbókasafn - Há- skólabókasafn var opnað í Þjóðar- bókhlöðu hefur safnið verið opið til kl. 19 virka daga og 17 á laugar- dögum. Það hefur verið lokað á sunnudögum. Afgreiðslutíminn hefur verið lengdur meðan próf standa yfir í Háskólanum. Stúdent- ar hafa verið óánægðir með þennan afgreiðslutíma. Síðastliðinn mánu- dag afhentu þeir menntamálaráð- herra undirskriftalista þar sem þess er krafist, að safnið sé haft opið lengur. Kostnaður 600 þúsund Guðmundur Steingrímsson, for- maður Stúdentaráðs, sagði að stúdentar vildu að afgreiðslutíminn yrði lengdur til kl. 22 virka daga og laugardaga og til kl. 19 á sunnudögum. Hann sagði að sam- kvæmt útreikningum Stúdenta- ráðs væri kostnaður við þessa leng- ingu, miðað við að þrír stúdentar annist gæslu á kvöldin, um 600 þúsund á einu skólaári. „Þessi skammi afgreiðslutími hefur verið okkur þyrnir í augum allt frá því safnið var opnað. Dósa- söfnunin er til þess að sýna hversu litlar fjárhæðir þurfa að koma til svo að hægt sé að lengja þennan tíma," sagði Guðmundur. Hanntók fram að Stúdentaráð væri ekki að bjóðast til að halda safninu opnu á kvöldin næstu ár. Tilgangurinn væri að vekja athygli á málinu og þrýsta á stjórnvöld. Stúdentaráð hefur komið fyrir dósagámi við Hringbraut neðan við Gamla-Garð og dósatunnum í öll- um byggingum Háskólans. Enn- fremur hefur verið komið fyrir söfnunarbaukum undir smápen- inga í öllum byggingum Háskól- ans. Einnig hefur Stúdentaráð opnað söfnunarreikning í Búnaðar- bankanum. Hannyrðaefni, lyf og fatnaður til Lesótó RAUÐI kross íslands sendi gám fullan af hannyrðaefni, lyfjum og fatnaði til Lesótó sl. .fimmtudag. Sendingin er liður í þróunaraðstoð Rauða kross íslands við landið, en félagið hefur stutt starf Rauða kross Lesótó um árabil. Lesótó er lítið, fjalllent ríki í suðurhluta Afríku. Ibúar eru um það bil 1,7 milljónir talsins og lifa flestir af landbúnaði. Fátækt er þar mikil og hafa þurrkar geisað í landinu síðustu ár. Rauði kross íslands hefur styrkt rtekstur tveggja heilsugæslustöðva sem Rauði kross Lesótó rekur í Mapholaneng í austurhluta lands- ins og í Kena í vesturhlutanum. Um er að ræða einfaldar heilsu- gæslustöðvar sem þjóna 10-15 þúsund manns hvor. Deildir Rauða kross íslands á Norðurlandi hafa styrkt verkefnin með fjárframlög- Skráning á hunda- sýningu að ljúka HUNDARÆKTARFÉLAG Islands verður með fyrstu hundasýninguna á þessu ári 2.-3. mars nk. Áætlað- ar eru þrjár til fjórar stórar sýning- ar þessu ári og nokkrar minni. Með stórum sýningum er átt við að boð- ið er upp á dóm fyrir allar hundateg- undir. Nú eru í landinu rúmlega fjöru- tíu tegundir hunda og eru þær mjög mismunandi bæði hvað varðar útlit og eiginleika. Stærstu hundar hér- lendis geta orðið sextíu kg en þeir minnstu eru aðeins eitt kg. Sýning- ar Hundaræktarfélagsins eru að þessu leytí orðnar mjög fjölskrúð- ungar og áhugaverðar bæði fyrir hundaeigendur og aðra landsmenn. Áætlað er að sýndir verði 200-300 hundar á þessari fyrstu sýningu félagsins en skráningu lýkur í þess- ari viku. Framgangur hundasýninga fer þannig fram í grófum dráttum að 940215 Tölvu- otj verkf ræðipjóntfstan Tölvuraðgjöf • námskeið • útgáfa Grensásvegi 16 • © 568 80 90 fyrst er valinn besti rakki af teg- und, síðan besta tík. Þau keppa síð- an um það að verða best í sinni teg- und. Besti hundur af tegund keppir síðan um það að verða bestur í sín- um tegundahópi. Þetta er nýtt á hundasýningu hérlendis. Hundateg- undum er skipt upp í tíu tegunda- hópa og fer skiptingin eftir söguleg- um uppruna hundanna og vinnueig- inleikum; vinnuhundar, veiðihundar o.s.frv. Besti hundur í hverjum teg- undahópi keppir síðan um það að verða besti hundur sýningar. Á þessu ári verður tekin upp önn- ur nýjung en hún er sú að hundar fá stig fyrir árangur á hverri sýn- ingu. Stigin eru reiknuð út eftir ákveðinni formúlu. Samanlögð stig fyrir allar sýningar á árinu verða síðan tilkynnt í lok síðustu sýningar ársins þar sem hundur og eigandi . hans fá vegleg verðlaun fyrir árang- Deildirnar á Norðurlandi geng- ust fyrir söfnun á hannyrðaefni í desember og tókst hún vel. Tals- vert safnaðist af efnisbútum, gami, prjónum og fleiru og fór það utan með gáminum sl. fimmtudag. Unnið verður úr efn- inu til tekjuöflunar fyrir heilsu- gæslustöðvarnar og verkefni á þeirra vegum. Efnt var til söfnun- arinnar í kjölfar þess að fulltrúar Rauða kross íslands heimsóttu Lesótó í október sl. Sjálfboðaliðar Ungmennahreyfíngar RKÍ pökkk- uðu efninu og gengu frá því til flutnings. í gáminum eru auk þess sýkla- lyf, verkjalyf og græðandi smyrsl sem keypt voru hér innanlands fyrir tvær milljónir króna. Lyfjun- um verður dreift til heilsugæslu- stöðva Rauða krossins í Lesótó. Sem fyrr segir fóru einnig föt með gáminum, notuð og ný. ¦ LÍKAMSRÆKTARDAGAR verða haldnir í Miðbæ í Hafnar- firði dagana 2.-3. febrúar. Þar munu líkamsræktarstöðvamar í Hafnarfirði kynna starfsemi sína og keppa sín á milli. Stöðvarnar Hress, Lækjarþrek, Sjúkraþjálf- arinn og Teknosport munu á föstudeginum vera hvert með sitt svæði og kynna starfsemi sína frá kl. 12. Stöðvarnar munu svo vera með sýningar fyrir gesti kl. 16 á föstudag. A laugardag verður efnt til keppni milli stöðvanna og þar mun Magnús Scheving halda um stjórnvölinn. Keppendur verða tveir frá hverri stöð og keppt í armbeygj- um, teygjum, þolprófi og stökk- krafti. Keppnin hefst kl. 12. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykiavík Þorraskemmtun í safnaðarheimilinu Laufásvegi 13, laugardag 3. febrúar kl. 19.30. Skemmtiatriði og dans. Fríkirkjufólk fjölmennið og takið með ykkur gesti. Upplýsingar í símum 553-2872, 557-1614 og 562-4393. Morgunblaðið/Árni Sæberg ¦ SNYRTISTOFAN Tara opn- aði nýja snyrtistofu í Háholti 14, Mosfellsbæ, í desember sl. Er þar um að ræða útibú frá Snyrtistof- unni Töru í Kópavogi og er boðið þar upp á sömu vörur og meðferð- ir. Stofan býður allar almennar snyrtimeðferðir, einnig Guinot- húðmeðferðir, háreyðingameðferð Silviu Lewis, Pamax-gervineglur ásamt úrvali af húðsnyrtivörum og ilmvötnum. Eigandi snyrtistofunn- ar er Undina Sigmundsdóttir en María K. Lárusdóttir sem rekið hefur Snyrtistofuna NN í Borgar- kringlunni mun stjórna Töru í Mosfellsbæ. Félaganefndin. ¦ ffl :::' Ska$réin%éúd, 550 Sauðárkróki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.