Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 19 Cimo- szewicz eftirmað- ur Oleksys STJ ÓRNARFLOKKARNIR í Póllandi náðu í gær samkomu- lagi um að Wlodzimierz Cim- oszewicz, varaforseti þingsins, yrði næsti forsætisráðherra landsins. Cimoszewicz er í Lýðræðislega vinstrabanda- laginu, flokki fyrrverandi kommónista, eins og Jozef Oleksy, sem sagði af sér vegna ásakana um að hann hefði verið á mála hjá sovéskum og síðar rússneskum leyniþjón- ustumönnum. Búist er við að Aleksander Kwasniewski forseti feli Cim- oszewicz að mynda nýja stjórn innan tveggja vÍKna. Kínverjar fara ekki að dæmi Frakka KÍNVERJAR segjast ekki ætla að hætta að sprengja kjarnorkusprengjur í tilrauna- skyni fyrr en samkomulag um algjört bann við slíkum til- raunum gengi í gildi. Kína er nú eina ríkið sem áformar frekari kjarnorkutil- raunir eftir að Frakkar ákváðu að hætta slíkum tilraunum á mánudag. Kínveijar sprengdu kjarnorkusprengju í tilrauna- skyni í fyrra og talið er að þeir áformi að minnsta kosti tvær tilraunir í ár. Kínveijar segjast hlynntir því að samið verði um algjört bann við kjarnorkutilraunum í ár og lofa að hlíta slíkum samningi. Munkur dæmdur fyrir morð 21 ÁRS fyrrverandi búddha- trúarmunkur í Tælandi var í gær dæmdur til dauða fyrir morð á erlendri ferðakonu og hann óskaði eftir því að verða tekinn af lífi án tafar á morð- staðnum. Réttarhöldin stóðu í einn dag og maðurinn játaði að hafa myrt konuna. Áður hafði hann fengið fangelsis- dóm fyrir nauðgun. > Israelar svartsýnir YOSSI Beilin, ráðherra í stjórn ísraels, sagði í gær að of hægt miðaði í friðarviðræðum ísra- ela og Sýrlendinga. „Við höf- um ekki of mikinn tíma, spurn- ingin er nú hvort hægt er að ná samkomulagi í ár. Ég er ekki viss um það,“ sagði Beilin á blaðamannafundi i París. Hann kvað mikilvægt að sam- komulag næðist í ár og sagði að samninganefndirnar hefðu í mesta lagi nokkra mánuði til stefnu vegna kosninganna í ísrael í sumar og forsetakosn- inganna í Bandaríkjunum í nóvember. Shimon Peres, forsætisráð- herr ísraels, hefur falið Beilin að fylgjast með gangi við- ræðnanna fyrir hönd stjórnar- innar. Ný lota viðræðnanna hófst nálægt Washington á þriðjudag. ERLEIMT Unnið að rannsóknum á áhrifum eldvirkni á íslandi í grannlöndunum Leitað svara í Loch Ness BRESKIR vísindamenn rannsaka nú botnlög í skoska stöðuvatninu Loch Ness til að reyna að átta sig á afleiðingum sem eldvirkni á fs- landi hefur haft á veður og náttúru- far í Skotlandi og víðar í Evrópu undanfarin árþúsund. Benda þeir á að öflug gos í Heklu eða Kötlu gætu valdið miklum vanda víðar en á íslandi vegna öskufallsins og súra regnsins sem fylgir í kjölfarið. John Grattan, sem starfar við Wales-háskóla í Aberystwyth, hefur staðið fyrir borunum í Loch Ness en vatnið er víðfrægt vegna skrímsl- isins sem margir telja leynast í vatn- inu. Það er um 200 metrar að dýpt og botnlögin eru sums staðar 7 til 8 metrar að þykkt. Aðrir vísinda- menn hafa kannað mógrafir sem sýna að 11 sinnum hafa eldgos á íslandi valdið öskufalli í Skotlandi frá því að síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum. Grattan telur að loftmengun frá öflugu gosi gæti valdið miklu heilsu- tjóni í Bretlandi en þar þjást um þijár milljónir manna af astma. Einkum væri hætta á ferðum ef háþrýstisvæði væri yfir Evrópu þeg-' ar gosið brytist út en þannig voru aðstæður í veðurfari samfellt um þriggja mánaða skeið sl. sumar. Grattan segir að Hekiugos árið 1159 hafi valdið því að stór svæði í háiöndum Skotlands hafí lagst í auðn. Jarðvegurinn hafi mengast af eldafjallaöskunni og fólkið orðið að flýja. Hlutfallslega búi nú mun fleiri í þéttbýli en fyrr á öldum. „Þetta merkir að náttúruleg loftmengun frá eldgosi á okkar tímum myndi bætast við óhreinindi af mannavöldum í andrúmsloftinu; afleiðingamar fyrir fólk, uppskeru og dýr yrðu mun al- varlegri en fyrir 200 árum.“ Reiði Guðs Þegar Lakagígar gusu árið 1783 lagðist heit, þurr og stundum eitruð þoka eða móða yfir ísland og víðar í Evrópu, sums staðar á meginland- inu var skyggni aðeins um hálfur annar kílómetri. Uppskera skemmdist víða í austurhluta Eng- lands, lauf hrundi af tijám og þau báru ekki ávöxt, fiskur drapst. Skordýr drápust um alla Evrópu. Prestar í Frakklandi hvöttu sóknarbörnin til að haga sér vel; dimmrauð sólin [vegna mengunar- móðunnar] væri merki um reiði Guðs og heimsendir gæti verið í nánd. Atburðirnir vöktu mikla athygli vísindamanna, m.a. bandarísku sjálfstæðishetjunnar og uppfínn- ingamannsins Benjamins Franklins. Hann var þá staddur í París þar sem Bretar voru að semja um frið við Bandaríkjamenn. Spurði hann formann bresku nefndarinnar grannt um afieiðingar öskufallsins í Skotlandi. Eigendur spariskírteina ríkissjóðs athugiðl Leggðu inn gamla spariskírteinið ...og fáðu margþcettan kaupbœti Fáðu þér spariskírteini ríkissjóðs með gullnum kaupbæti: m i.fi.D KrJ.000.(H)0 SmRISKÍCTBINK rIkismóihií Iswnds 'T-ri-loi; ww brr»i wmMm.'U 1,. I> gf Ifílt Vm. w» tmá, •tktociiú* SVir «<■».«< Au*,M iMm temkM «ll tffl >*ii Átta góðar ástæður til að fjárfesta í Sjóði 5 1. Alltaf innleysanleg - enginn fastur gjalddagi. 2. Stöðug ávöxtun - 7,0% raunávöxtun sl. 5 ár. 3. Auðvelt að fylgjast með verðmæti bréfanna. 4. Engin íyrirhöfh - ekkert umstang. 5. Hægt að kaupa íyrir hvaða fjárhæð sem er. 6. Sérfræðingar sjá um ávöxtun. 7. Eignarskattsfrjáls. 8. 100% ábyrgð ríkissjóðs. SJÓÐUR 5 HJÁ VÍB B. 25% A. 65% A. Spariskírteini ríkissjóðs + B. Overðtryggð rikisverðbréf C. Húsbréf Sjóður 5 hjá VÍB 1 & FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusiindi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.