Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 19
Cimo-
szewicz
eftirmað-
ur Oleksys
STJ ÓRNARFLOKKARNIR í
Póllandi náðu í gær samkomu-
lagi um að Wlodzimierz Cim-
oszewicz, varaforseti þingsins,
yrði næsti forsætisráðherra
landsins. Cimoszewicz er í
Lýðræðislega vinstrabanda-
laginu, flokki fyrrverandi
kommónista, eins og Jozef
Oleksy, sem sagði af sér vegna
ásakana um að hann hefði
verið á mála hjá sovéskum og
síðar rússneskum leyniþjón-
ustumönnum.
Búist er við að Aleksander
Kwasniewski forseti feli Cim-
oszewicz að mynda nýja stjórn
innan tveggja vÍKna.
Kínverjar
fara ekki að
dæmi Frakka
KÍNVERJAR segjast ekki
ætla að hætta að sprengja
kjarnorkusprengjur í tilrauna-
skyni fyrr en samkomulag um
algjört bann við slíkum til-
raunum gengi í gildi.
Kína er nú eina ríkið sem
áformar frekari kjarnorkutil-
raunir eftir að Frakkar ákváðu
að hætta slíkum tilraunum á
mánudag. Kínveijar sprengdu
kjarnorkusprengju í tilrauna-
skyni í fyrra og talið er að
þeir áformi að minnsta kosti
tvær tilraunir í ár.
Kínveijar segjast hlynntir
því að samið verði um algjört
bann við kjarnorkutilraunum í
ár og lofa að hlíta slíkum
samningi.
Munkur
dæmdur fyrir
morð
21 ÁRS fyrrverandi búddha-
trúarmunkur í Tælandi var í
gær dæmdur til dauða fyrir
morð á erlendri ferðakonu og
hann óskaði eftir því að verða
tekinn af lífi án tafar á morð-
staðnum. Réttarhöldin stóðu í
einn dag og maðurinn játaði
að hafa myrt konuna. Áður
hafði hann fengið fangelsis-
dóm fyrir nauðgun.
>
Israelar
svartsýnir
YOSSI Beilin, ráðherra í stjórn
ísraels, sagði í gær að of hægt
miðaði í friðarviðræðum ísra-
ela og Sýrlendinga. „Við höf-
um ekki of mikinn tíma, spurn-
ingin er nú hvort hægt er að
ná samkomulagi í ár. Ég er
ekki viss um það,“ sagði Beilin
á blaðamannafundi i París.
Hann kvað mikilvægt að sam-
komulag næðist í ár og sagði
að samninganefndirnar hefðu
í mesta lagi nokkra mánuði til
stefnu vegna kosninganna í
ísrael í sumar og forsetakosn-
inganna í Bandaríkjunum í
nóvember.
Shimon Peres, forsætisráð-
herr ísraels, hefur falið Beilin
að fylgjast með gangi við-
ræðnanna fyrir hönd stjórnar-
innar. Ný lota viðræðnanna
hófst nálægt Washington á
þriðjudag.
ERLEIMT
Unnið að rannsóknum á áhrifum eldvirkni á íslandi í grannlöndunum
Leitað svara
í Loch Ness
BRESKIR vísindamenn rannsaka
nú botnlög í skoska stöðuvatninu
Loch Ness til að reyna að átta sig
á afleiðingum sem eldvirkni á fs-
landi hefur haft á veður og náttúru-
far í Skotlandi og víðar í Evrópu
undanfarin árþúsund. Benda þeir á
að öflug gos í Heklu eða Kötlu
gætu valdið miklum vanda víðar en
á íslandi vegna öskufallsins og súra
regnsins sem fylgir í kjölfarið.
John Grattan, sem starfar við
Wales-háskóla í Aberystwyth, hefur
staðið fyrir borunum í Loch Ness
en vatnið er víðfrægt vegna skrímsl-
isins sem margir telja leynast í vatn-
inu. Það er um 200 metrar að dýpt
og botnlögin eru sums staðar 7 til
8 metrar að þykkt. Aðrir vísinda-
menn hafa kannað mógrafir sem
sýna að 11 sinnum hafa eldgos á
íslandi valdið öskufalli í Skotlandi
frá því að síðustu ísöld lauk fyrir
um 10.000 árum.
Grattan telur að loftmengun frá
öflugu gosi gæti valdið miklu heilsu-
tjóni í Bretlandi en þar þjást um
þijár milljónir manna af astma.
Einkum væri hætta á ferðum ef
háþrýstisvæði væri yfir Evrópu þeg-'
ar gosið brytist út en þannig voru
aðstæður í veðurfari samfellt um
þriggja mánaða skeið sl. sumar.
Grattan segir að Hekiugos árið
1159 hafi valdið því að stór svæði í
háiöndum Skotlands hafí lagst í
auðn. Jarðvegurinn hafi mengast af
eldafjallaöskunni og fólkið orðið að
flýja. Hlutfallslega búi nú mun fleiri
í þéttbýli en fyrr á öldum. „Þetta
merkir að náttúruleg loftmengun frá
eldgosi á okkar tímum myndi bætast
við óhreinindi af mannavöldum í
andrúmsloftinu; afleiðingamar fyrir
fólk, uppskeru og dýr yrðu mun al-
varlegri en fyrir 200 árum.“
Reiði Guðs
Þegar Lakagígar gusu árið 1783
lagðist heit, þurr og stundum eitruð
þoka eða móða yfir ísland og víðar
í Evrópu, sums staðar á meginland-
inu var skyggni aðeins um hálfur
annar kílómetri. Uppskera
skemmdist víða í austurhluta Eng-
lands, lauf hrundi af tijám og þau
báru ekki ávöxt, fiskur drapst.
Skordýr drápust um alla Evrópu.
Prestar í Frakklandi hvöttu
sóknarbörnin til að haga sér vel;
dimmrauð sólin [vegna mengunar-
móðunnar] væri merki um reiði
Guðs og heimsendir gæti verið í
nánd.
Atburðirnir vöktu mikla athygli
vísindamanna, m.a. bandarísku
sjálfstæðishetjunnar og uppfínn-
ingamannsins Benjamins Franklins.
Hann var þá staddur í París þar sem
Bretar voru að semja um frið við
Bandaríkjamenn. Spurði hann
formann bresku nefndarinnar
grannt um afieiðingar öskufallsins
í Skotlandi.
Eigendur spariskírteina ríkissjóðs athugiðl
Leggðu inn gamla spariskírteinið
...og fáðu margþcettan kaupbœti
Fáðu þér
spariskírteini ríkissjóðs
með gullnum kaupbæti:
m i.fi.D
KrJ.000.(H)0
SmRISKÍCTBINK
rIkismóihií Iswnds
'T-ri-loi;
ww brr»i
wmMm.'U 1,.
I> gf Ifílt
Vm. w» tmá,
•tktociiú*
SVir «<■».«<
Au*,M
iMm
temkM
«ll
tffl >*ii
Átta góðar ástæður til að
fjárfesta í Sjóði 5
1. Alltaf innleysanleg - enginn fastur gjalddagi.
2. Stöðug ávöxtun - 7,0% raunávöxtun sl. 5 ár.
3. Auðvelt að fylgjast með verðmæti bréfanna.
4. Engin íyrirhöfh - ekkert umstang.
5. Hægt að kaupa íyrir hvaða fjárhæð sem er.
6. Sérfræðingar sjá um ávöxtun.
7. Eignarskattsfrjáls.
8. 100% ábyrgð ríkissjóðs.
SJÓÐUR 5 HJÁ VÍB
B. 25% A. 65%
A. Spariskírteini ríkissjóðs
+
B. Overðtryggð rikisverðbréf
C. Húsbréf
Sjóður 5 hjá VÍB
1
&
FORYSTA í FJÁRMÁLUM!
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi Islands •
Kirkjusiindi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910.