Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN BOGI EINARSSON + Kristján Bog'i Einarsson var fæddur á Siglufirði 1. ágúst 1943. Hann lést á Borgarspítal- anum 24. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ólöf ísaks- dóttir, f. á Eyrar- bakka 21. septem- ber 1900, d. á Vífils- stöðum 1. maí 1987, og Einar Kristjáns- son, f. á Hraunum í Fljótum 21. júlí 1898, d. í Reykjavík 26. október 1960. Systkini Kristjáns Boga eru: 1) Dorot- hea Júlía Eyland, f. á Siglufirði 28. júlí 1928, húsmóðir á Akur- eyri og starfsmaður Ríkisút- varpsins þar. Eiginmaður henn- ar er Gísli J. Eyland, stöðvar- stjóri Pósts og síma á Akur- eyri. 2) Ólafur G. Einarsson, f. á Siglufirði 7. júlí 1932, forseti Alþingis og fyrrv. menntamála- ráðherra. Kona hans er Ragna Bjarnadóttir, húsmóðir. Þau eru búsett í Garðabæ. Hinn 14. júlí 1963 kvæntist Bogi Sólveigu Haraldsdóttur, gjaldkera hjá Eymundsson hf., f. 26. mars 1944 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru: Harald- ur Lárusson, rakarameistari í Reykjavík, d. 18. janúar 1956, og Vilhelmína Einarsdóttir, nú búsett í Garðabæ. Börn Krist- jáns Boga og Sólveigar eru: 1) Ásgeir, f. 27. júní 1962, dáinn 30. júní 1962. 2) Einar, f. 19. apríl 1964, starfsmaður verk- MEÐ NOKKRUM orðum vil ég minnast bróður míns, Kristjáns Boga. Hann lést langt um aldur fram aðfaranótt 24. janúar sl. á 53. aldursári eftir erfið veikindi. Minnisstæður er mér 1. ágúst takafyrirtækisins Phönix í Dan- mörku. í sambúð með Bianca Thom- sen. Þau eru búsett í Vejle á Jótlandi. Börn Einars frá fyrri sambúð: a) Hulda Ólöf Einars- dóttir, f. 1. april 1985. b) Sóley Ein- arsdóttir, f. 15. mars 1990. 3) Sól- veig, f. 17. júní 1965, verslunar- maður og við nám í frönsku. Dóttir hennar frá fyrri sambúð er Sólveig Ásgeirsdóttir, f. 8. apríl 1984. 4) íris, f. 20. ágúst 1972, húsmóðir, _ í sambúð með Ás- geiri Þór Ásgeirssyni lögreglu- manni. Börn: a) Kristján Alex- ander, f. 9. ágúst 1992, b) Val- gerður Ýr, f. 3. desember 1995. 5) Erla Ýr, f. 26. janúar 1977, nemi, í sambúð með Óðni Ás- geirssyni, iðnnema. Kristján Bogi og Sólveig voru búsett í Reykjavík fyrstu bú- skaparárin, um fimm ára skeið á Akureyri, síðan í Garðabæ og síðustu tíu árin í Hafnarfirði. Kristján Bogi vann ýmis störf um ævina, en síðustu árin var hann sendibílstjóri á Nýju sendi- bílastöðinni hf. Hann var stjóm- arformaður fyrirtækisins 1993- 1994. Hann var lengi félagi í Lionsklúbbi Garðabæjar og í stjóm klúbbsins í eitt ár. Útför Kristjáns Boga fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1943, fæðingardagur Boga. Ég var þá nýlega orðinn 11 ára, vissi svo sem hvað var í vændum, en ekkert umfram það. Á þeim árum held ég að ekki hafi verið miklð rætt við börn og unglinga um væntanlega t Hjartkaer frænka okkar, SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR frá Kjörseyri, sem lést 23. janúar sl., verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14.00. Aðstandendur. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, SIGURGEIR JÓNSSON, Birkimel 10, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstu- daginn 2. febrúar kl. 13.30. Kristján Skúli Sigurgeirsson, Þorgerður Erlendsdóttir, Elín Ida Kristjánsdóttir, Erlendur Kári Kristjánsson, Friðrik Gunnar Kristjánsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ANNA GUÐRÚN ÞORKELSDÓTTIR, Vallargötu 18, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laug- ardaginn 3. febrúar kl. 14.00. Sigurjón Sigurðsson, Viktor Sigurjónsson, Þorkell Sigurjónsson, Elísabet Ólafsdóttir, Karl Björnsson, Ásta Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. bamsfæðingu, a.m.k. man ég ekki eftir slíkri umræðu á heimilinu þá. En um hádegi þennan dag var ljós- móðirin komin og það sagði sína sögu. Ég fór á hestbak með frænd- um mínum svo sem oft var gert á þessum árum á Siglufirði. Og þegar við komum til baka var fæddur drengur. Hann var skírður Kristján að fyrra nafni, eftir föðurafa okk- ar, Kristjáni Kristjánssyni, þá verkamanni á Siglufirði og kunnum hagyrðingi, og Bogi að síðara nafni, eftir móðurbróður okkar, Boga ís- akssyni, sem þá var á heimili okkar. Árið 1948, þegar Bogi var tæpra fimm ára, flutti fjölskyldan til Akur- eyrar, við systkinin þrjú og foreldr- ar okkar. Bogi átti því sín bernsku- og unglingsár á Siglufirði og Akur- eyri, eða þar til foreldrar okkar fluttu til Reykjavíkur árið 1958 og Bogi með þeim, enda þá enn í for- eldrahúsum 15 ára gamall. Aðeins tveimur árum síðar, í október 1960, lést faðir okkar, 62 ára gamall, úr hinum sama sjúk- dómi og nú hefur orðið Boga að aldurtila. Það var erfitt ár fyrir okkur öll í fjölskyldunni, ekki síst fyrir 17 ára ungling. En þrátt fyrir ungan aldur vakti Bogi þó yfir föð- ur okkar síðustu vikurnar til jafns við okkur hin. Kom þar strax í ljós styrkur hans og jafnaðargeð þegar erfiðleikar steðjuðu að. Þeir eigin- leikar áttu eftir að einkenna hann betur síðar. Vegna veikinda og fráfalls föður okkar varð ekki um frekari skóla- göngu að ræða hjá Boga. Fyrstu árin var hann við verslunarstörf hjá Garðari H. Svavarssyni í Kjötversl- un Tómasar á Laugavegi 2. Hann vann í nokkur ár ■ á Skattstofu Reykjanesumdæmis, var tollvörður í Reykjavík á árunum 1967-1972, á Akureyri vann hann hjá Skeljungi hf. 1972-1976 og tæpt ár vann hann við Kröfluvirkjun. Árið 1977 fluttu þau hjón suður aftur og sett- ust að í Garðabæ. Bogi vann næstu árin við vega- og gatnagerð, m.a. hjá Miðfelli hf. Síðustu árin gerði Bogi út sendiferðabíl frá Nýju sendibílastöðinni hf. Hann var stjórnarformaður þess fyrirtækis árin 1993 og 1994. Þessi er í stórum dráttum starfs- saga Boga. Ég hef fyrir satt að hann hafi verið vinsæll og vel látinn meðal starfsfélaga sinna þótt ekki festi hann rætur á hveijum stað til langframa. Bogi og Sólveig voru ung þegar þau kynntust. Þau gengu í hjóna- band árið 1963, 19 og 20 ára göm- ul. Þau urðu fyrir þeirri sorg og þungu reynslu að missa fyrsta bam- ið sitt aðeins þriggja daga gamalt. Börn þeirra sem upp komust, Ein- ar, Sólveig, íris og Erla Ýr, hafa reynst foreldrum sínum vel og verið þeim mikil stoð í ýmsu andstreymi, ekki síst nú síðustu mánuðina í hin- um erfiðu veikindum Boga. Fyrir rúmum tíu árum fékk Bogi hjartaáfall. Hann náði þó góðri heilsu eftir það. Hann var þó oft veill í baki og það svo að sendibíla- aksturinn hentaði honum illa. Vegna þess fór hann í læknisskoðun í fyrrasumar. Um miðjan ágúst féll svo úrskurðurinn að krabbamein væri komið á það stig að ekki yrði við ráðið. Erfidrykkjur Glæsileg kaffí- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUCLEIÐIR HÓTEL LOFTLElÍilll Það var erfitt fyrir ættingja og vini að sjá hvernig þessi þrekvaxni maður tærðist upp á hálfu ári. En þótt hann væri oft sárþjáður kvart- aði hann aldrei. Sólveig og dæturn- ar önnuðust hann heima af ein- stakri umhyggju og sýndu í verki aðdáunarverða væntumþykju og fórnarlund. Og sonurinn Éinar, sem búsettur er í Danmörku, kom heim um jólin ásamt sambýliskonu sinni til þess að kveðja föður sinn. Sú heimsókn var Boga mikils virði og ég er viss um að koma Einars gaf Boga kraft og lengdi líf hans um nokkrar vikur. Þessi umhyggja konu hans og barna gerði það að verkum að sjúkrahúsvist hans varð ekki löng. Hann dvaldi á Borgarspítala tvisv- ar, um tíu daga í desember og svo fimm síðustu dagana. Á annan dag jóla var þriggja vikna dótturdóttir skírð. Bogi var við þá athöfn og naut þess mjög. Hann var kátur og gerði að gamni sínu sem jafnan áður. Allir vissu, og hann áreiðan- lega líka, að samfundir yrðu vart mikið fleiri. Mér eru minnisstæðir tveir síðustu samfundir okkar. Viku fyrir andlát Boga kom ég á heimili hans í Hafn- arfirði. Systir okkar hafði fáum dög- um áður sent honum margar ljós- myndir sem faðir okkar hafði tekið á bemskudögum Boga á Siglufirði, flestar af honum. Það var gaman að riQa upp þessa löngu liðnu daga og við nutum þess báðir. Helgina síðustu í lífi Boga sat ég um stund við rúm hans á sjúkrahúsinu og hélt í hönd hans. Þá leið honum illa og mátti vart mæla. Þar kvöddumst við bræðumir. Með erfiðismunum hvísl- aði hann í eyra mér: Bless, Óli minn. ■ Bogi var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og raunar feitlaginn. Hann var einstaklega geðgóður maður, brosmildur og hlýr í viðmóti við alla sem hann átti skipti við. Ég held hann hafi aldrei lagt illt til nokkurs manns. Þó fór lífið ekki alltaf mildum höndum um hann en þar taldi hann ekki við aðra um að sakast. Hann var laghentur maður, hafði fallega rithönd, teiknaði- og málaði nokkuð á ungum aldri og fór að rækta þá hæfileika að nýju í veikind- um sínum. Síðustu fimm til sex árin áttu þau hjónin sér athvarf á Flúðum. Þar höfðu þau komið fyrir hjólhýsi sínu og dvöldu þar í frístundum sínum um helgar í hópi vina og kunningja sem þar höfðu einnig haslað sér völl. Þessi staður var þeim afar kær og þangað fóru þau rakleiðis þegar þeim var sagt í ágúst sl. að hveiju stefndi. Með aðstoð dætranna gátu þau einnig tekið sér ferð á hendur til Jótlands sl. haust að heimsækja son- inn Einar. Sú ferð varð þeim til mikillar ánægju. Nú þegar lífi Boga er lokið, með sigri þess sem aldrei tapar stríði, vill fjölskyldan þakka öllum þeim sem gerðu honum síðustu mánuði léttbærari. Sérstakar þakkir eru færðar Hjúkrunarþjónustunni Karitas svo og starfsfólki deildar A7 á Borgar- spítala og einnig starfsfólki Landa- kots. Sigurður Nordal segir á einum stað í ritum sínum: „Það sem við venjulega köllum dauða er ekki nema síðasti áfangi dauðans. Við erum að deyja alla okkar ævi, and- artökin fæðast og deyja í senn, hver stund sem líður er horfin og verður ekki aftur tekin.“ Sá sem lifir deyr þeim sem deyr en hinn látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Kristjáns Boga er saknað. Hann lifir í minningu okkar. Blessuð sé minning hans. Sólveig og börnin eiga óskipta samúð mína og minna. Ólafur G. Einarsson. Mig langar til að skrifa nokkur minningarorð um föður minn, Kristján Boga Einarsson. Elsku pabbi. Þú ert nú horfinn frá okkur til mikillar sorgar fyrir okkur öll. Að morgni 24. janúar bárust mér þær sorgarfréttir til Danmerkur að þú værir látinn af völdum krabbameins. í tæplega 32 ár þekkti ég þig og má með sanni segja að það hafi verið gleðileg ár. Við hljótum að hafa séð nánast hvern einasta stein á íslandi á öllum okkar ánægjulegu ferðum um landið. Fyrstu átta ár ævi minnar bjuggum við í Reykja- vík. Þú varst tollvörður og má segja að þau voru ófá jólin sem þú varst fjarverandi frá okkur út af þinni vaktavinnu. Árið 1972 flytjum við til Akureyrar þar sem við fáum fimm góð ár. Þú varst jú kominn á æskuslóðir og hafðir alltaf ein- hveija góða sögu að segja. Árið 1977 flytjum við í Garðabæ og þú ferð að vinna hjá Olíumöl. Þremur árum seinna fékk ég sumarstarf hjá þér. Þarna kynntist ég nýrri hlið á þér og verð ég að segja að þú varst jafngóður yfirmaður og faðir. Árið 1986 flyt ég til Færeyja og seinna til Danmerkur. Samband- ið var af þessum sökum ekki jafn náið og áður enda þótt við töluðum saman í síma og ég reyndi að koma reglulega heim. I ágúst sl. hringdir þú í mig og berð mér þær fréttir að það hafi uppgötvast krabbamein í þér og þú eigir líklega ekki marga mánuði eftir meðal okkar. Þið mamma kom- ið nokkrum dögum seinna til okkar Bianca og fengum við tíu ánægju- lega daga saman í Vejle. Það var talað mikið og hlegið en þú veittir mér og Bianca eins og öllum öðrum frábæran stuðning til þess að tak- ast á við veikindi þín. Lífsgleði þín smitaði okkur öll. Seinustu jól og áramót reyndust vera þau seinustu sem við áttum með þér. Enda þótt þú værir langt leiddur gafstu aldrei upp. Þú varst ákveðinn í að hafa þessi jól sérstök því í fyrsta skiptið í mörg ár vorum við öll saman. Ég kem aldrei til með að gleyma þessum tíma. Þá var gaman að sjá þig í afahlutverk- inu. Sökum vinnuálags á þeim tíma sem börn þín voru að alast upp gastu ekki notið tímans með þeim sem þú fullnýttir þér síðar með barnabörnunum. Að lokum vil ég þakka starfsfólkinu á A7 á Borgar- spítalanum og dagdeildinni á Landakoti fyrir góða umhyggju. Sérstakar þakkir vil ég þó bera hjúkrunarfræðingunum hjá hjúkr- unarþjónustu Karitas fyrir frábær störf. Án þeirra hefði ekki verið möguleiki fyrir pabba að vera heima svona lengi hjá okkur. Það var sama hvenær sólarhrings við hringdum, þær voru alltaf jafn elskulegar. Ástarþakkir. Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú hefur verið fyrir okkur öll, við sjáumst seinna. Fæðast og deyja í forlögum frekast lögboð ég veit, elskast og skilja ástvinum aðalsorg mestu Ieit, verða og hverfa er veröldum vissasta fyrirheit, öðlast og missa er manninum meðfætt á jarðar reit. Lífíð er stutt, og líðun manns líkt draumi hverfur slgótt, finnst þó mjög langt í hörmum hans, hjartað nær missir þrótt, kristileg frelsun krossberans kemur aldrei of fljótt, erfiðisdagur iðjandans undirbýr 'hvíldarnótt. Kærleikur hreinn þá knýtir bönd kringum tvö blómguð strá, dregur fyrst saman önd að önd, einingu myndar þá, samverkar munni sál og hönd, sínum tilgangi ná, ‘ verkið er stórt, en völt er sú rönd, sem verður að byggja á. (Hjálmar Jónsson frá Bólu.) Einar. Mig langar að minnast föður míns, Kristjáns Boga, með örfáum orðum. Á ýmsu hefur gengið í gegn um árin, elsku pabbi, þunnt og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.