Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Benedikts frá Auðn- umminnst Húsavík - Safnahúsið á Húsa- vík minntist þess að síðastliðinn sunnudag voru liðin 150 ár frá fæðingu brautryðjandans Bene- dikts Jónssonar frá Auðnum. Um manninn, störf hans og hugleiðingar flutti Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor, erindi og var það mjög fróðlegt og ítarlegt og kom hann víða við. Sveinn rakti fyrst þær að- stæður sem voru í íslensku þjóðfélagi þá Benedikt fæddist og var uppalinn í og þá sér- stöku baráttu hans og nokk- urra frammámanna í héraði þá þeir voru ungir og áhugasamir fyrir bættum og breyttum þjóð- félagsháttum. Minntist hann sérstaklega á stofnun félags- skaparins Ófeigs í Skörðum og Bókasafns Suður-Þingeyinga sem á þeim tíma var alveg sér- stakt fyrir eign erlendra fræði- rita sem hann las og fékk aðra héraðsbúa til að lesa. Sveinn taldi mannlíf í Þingeyjarsýslu hafa orðið annað og ekki eins gott ef Benedikts á Auðnum hefði ekki notið við. Ingimundur Jónsson, kenn- ari, las kafla úr nokkrum bréfa langafa síns en alveg er sér- stakt hve mikið er til af merkum bréfum sem Benedikt skrifaði frændum sínum og kunningjum. Morgunblaðið/Silli SVEINN Skorri Hös- kuldsson og Ingimundur Jónsson. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Nýtt fiskverkunarhús á Blönduósi Fyrsta skóflustung- an tekin Blönduósi - Fyrsta skóflustungan að nýju fiskverkunarhúsi sem á að rísa á Blönduósi var tekin á föstudaginn. Það var forseti bæj- arstjórnar Blönduóss, Pétur Arnar Pétursson, sem það gerði og not- aði til þess dráttarvélargröfu. Fiskverkunarhúsið sem verður um 540 fermetrar að stærð er verkefni átta sveitarfélaga í A- Húnavatnssýslu sunnan Skaga- strandar, verkalýðsfélags A-Hún. og Fiseo hf. í Reykjavík. Við til- komu þessa húss og starfseminnar sem þar verður munu skapast 24 ný störf. Sveitarfélögin átta og verka- lýðsfélagið hafa stofnað með sér hlutafélagið Skúlahorn ehf. um byggingu þessa húss. Byggingu hússins á að vera lokið fyrir 1. júlí nk. og annast trésmiðjan Stíg- andi byggingaframkvæmdir. Fyrst um sinn á að vinna kola í húsinu. Hraðfrystistöðin á Þórshöfn eykur frystigetuna Samvinna við Hafnfirð- inga um loðnuvinnslu Þórshöfn - Loðnuvertíðin hefur farið hægt af stað en á þriðjudag landaði loðnuskipið Júpíter 1.200 tonnum af loðnu hér á Þórshöfn. Áætlað var að tæp 150 tonn af þeim afla færu í frystingu en hitt í bræðslu. Frystigeta hjá Hraðfrystistöðinni er um 80 tonn af loðnu á sólarhring en nú hefur fyrirtækið fært út kvíarnar og gert samning við eig- anda Dagstjörnunnar hf. í Hafnar- firði um samvinnu á loðnuvertíð- inni. Hraðfrystistöð Þórshafnar mun í samvinnu við eiganda Dag- stjörnunnar hf. koma upp búnaði til flokkunar á loðnu í verksmiðju- húsinu við Vesturgötu í Hafnarfirði en frystigeta hjá Dagstjörnunni hf., sem áður hét Norðurstjarnan hf., er 30-40 tonn af loðnu á sólar- hring. Frysting í Hafnarfirði Að sögn Hilmars Þórs Hilmars- sonar, framleiðslustjóra loðnuverk- smiðjunnar á Þórshöfn, er áætlað að frystingin hjá Dagstjörnunni hf. geti hafist um miðjan febrúar. Það er til mikilla hagsbóta fyrir Hrað- frystistöðina að loðnufrysting fyrir- tækisins sé framkvæmanleg bæði hér á norðausturhorninu og fyrir sunnan, þann skamma tíma sem loðnufrysting stendur yfir. Fjöl- mörg fiskvinnslufyrirtæki hafa fært út kvíarnar síðustu ár og aukið við frystigetu sína og er nú Hraðfrysti- stöð Þórshafnar þeirra á meðal. Veður og færð hafa ráðið því hvort hægt er að aka loðnu til Þórs- hafnar í frystingu og er því hæpið að treysta á það; raunhæfara er því að færa út kvíarnar og eiga frystimöguleika annars staðar á landinu, sagði Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar hf. A Litla^ Búrfelli í Svínavatnshreppi er búskapurinn lífrænn Morgunblaðið/Atli Vigfússon NOKKRIR nemendur í búfræðivali á leið í helgardvöl hjá bændum. Efri röð f.v.: Borgar Páll Braga- son, María Svanþrúður Jónsdóttir ráðunautur og Ingimundur Jónsson. Fremri röð f.v.: Berglind Stefánsdóttir, Stefán Jökull Jónsson og Róbert Orri Skúlason. Kynningarnám í búfræði Laxamýri - Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í Framhaldsskól- anum á Laugum i Reykjadal að búfræði er kennd sem valgrein og er aðaltilgangurinn með því að vekja athygli ungs f ólks á búnaðarnámi. Tilraun þessi var gerð í samvinnu við Bændaskól- ann á Hvanneyri og vonast er til að efla megi þennan þátt í skóla- starf inu á Laugum er tímar líða. Kynningaráf angi sá sem settur hefur verið upp nefnist búfræði 102 og skiptist í tvo flokka, ann- ars vegar kynningu á almennri búfræði og hins vegar kynningu á landgræðslu og landnýtingu. í almenna hlutanum verður farið yfir fóðurefni og fóðurþörf, nautgriparækt verður kynnt og þar komið inn á einkenni ís- lenskra kúa. Fóðrun, hirðing og mjaltir verða á dagskrá auk um- fjöllunar um júgurbólgu. í sauðfjárrækt verður komið inn á sögu sauðfjárræktar, inn- flutning sauðfjár og afleiðingar hans, meðferð ullar og fjallað verður um baráttuna við riðu- veiki. Þriðjungur námsins er dvöl á sveitabæ þar sem nemendum gef st kostur á að taka þátt í störf- um bænda og safna þar upplýs- ingum. Verkefnablöð eru fyllt út í viðurvist bóndans og í lok heim- sóknar er gef in umsögn um nem- andann að kennaranum viðstödd- um. Kennslu í almennri búfræði mun María Svanþrúður Jónsdótt- ir, nýskipaður ráðunautur hjá Búnaðarsambandi S-Þingeyinga, annast en landnýtingarþátturinn mun verða í umsjá Guðrúnar Láru Pálmadóttur ráðunautar og starfsmanns Landgræðsltinn- ar. Vatnsleysuströnd Umsókn um húsaflutn- ing hafnað BYGGINGARNEFND Vatns- leysustrandarhrepps hefur hafnað á nýjan leik umsókn um að flytja sex timburhús af Kefíavíkurflugvelli til uppsetn- ingar í Vogum. Byggingarnefndin hafði áður hafnað erindinu en það var tek- ið fyrir að nýju að ósk umsækj- anda á fundi nefndarinnar á þriðjudag. í bókun nefndarinnar segir að erindinu sé hafnað þar sem nefndin vilji ekki gefa fordæmi fyrir innflutningi gamalla timb- uríbúðarhúsa af Keflavíkur- flugvelli í hreppinn. MorgunblaðiðÁJón Sigurðsson RAIMUND bóndi mjólkar kúna Mjallhvíti og hænurnar hamingjusömu fylgjast með. Mjallhvít og hænurnar hamingjusömu Blönduósi - Fyrirsögnin er eins og heiti á ævintýri. En er það ekki ævintýri þegar maður hitt- ir hamingjusamar hænur og kú, sem ber nafnið Mjallhvít, á beit í byrjun þorra? Á bænum Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi búa hjónin Raimund B.B. Urbschat og Mæva ásamt tveimur börnum sínum. Það er einmitt á þessum stað sem Mjallhvít á heima og hænurnar hamingjusömu. Mjallhvít og hænurnar deila húsum, svo og þrír kálfar sem þarna eru. Vel menntuð Raimund bóndi og Mæva sem eru þýsk að ætt og uppruna fluttu til Islands fyrir fimmtán árum vitandi það eitt um landið að þar væru engin kjarnorku- ver. Sú vissa réð úrslitum um framtíðar landið. Bæði eru þau hjón allvel menntuð, hann er eðlisfræðing- ur en hún hefur BS-próf í þjóð- hagsfræði og saman luku þau kandídatsprófi í búvísindum frá Hvanneyri sl. vor. Síðan þá haf a þau verið að byggja upp lífrænan búskap á býli sínu og þessa dagana eru að koma á markað lífræn egg frá þeim. Lífrænn búskapur byggist á því að engin aukaefni eru í fóðri dýranna og því eiga afurðir frá þeim að vera hollari vara en ella. Að sögn Raimunds er þessi framleiðsluaðferð töluvert dýr- ari en hefðbundin landbúnaðar- framleiðsla. Þar af leiðandi verða lífrænar landbúnaðaraf- urðir eitthvað dýrari í verslun- um. Raimund sagði ennfremur að hann stefndi að því að verða fyrstur bænda norðan heiða til að fá vottun á sína framleiðslu og bjóst hann við að af því gæti orðið mjög fljótlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.