Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Mikið mannlión í
sprengju í Colombo
Colombo. Reuter.
FIMMTÍU og fímm manns að
minnsta kosti biðu bana og um
1.400 slösuðust er öflug bílsprengja
sprakk við seðlabanka Sri Lanka í
höfuðborginni Colombo í gær. Tals-
maður hersins skellti skuldinni á
skæruliðasveitir Tamíla sem beijast
fyrir sjálfstæðu ríki á norðaustur-
hluta eyjunnar. Lögreglan kvaðst
hafa handtekið tvo Tamíla, sem
grunaðir væru um aðild að tilræð-
inu, er þeir reyndu að flýja á stol-
inni skellinöðru úr miðborginni.
Um var að ræða sjálfsmorðsárás
og var sprengjunni, sem var gífur-
lega öflug, komið fyrir á vörubíls-
palli. Talsmenn hersins sögðu að
um 200 kíló af sprengiefni hefði
verið að ræða. Atvikið átti sér stað
klukkan 10:45 að staðartíma í gær-
morgun, 5:15 að íslenskum tíma í
fyrrinótt. Þremur klukkustundum
síðar var enn verið að flytja látna
og særða í sjúkrahús borgarinnar.
A.H.M. Fowzie, heilbrigðisráð-
herra Sri Lanka, sagði að 55 hefðu
látið lífið og hundrað manns væru
í lífshættu. Útvarpsstöð í Colombo
hélt því fram að 91 hefði látist.
Mikill viðbúnaður var á öllum
sjúkrahúsum í Colombo og ná-
grenni vegna sprengitilræðisins.
Læknum og hjúkrunarfólki, sem
ekki voru við vinnu, var skipað að
mæta til starfa. Ekki hafðist undan
að veita særðum hjálp og löng bið
var eftir meðhöndlun á skurðstof-
UI'Ki
SALA
hjá H&M ■ Evrópu
Minnst 40% afsláttur
Hefst í dag
m
ROWELLS
Kringlunni 7, SÍMI 588 4422
•• FYRIR ALLA I
fFJOLSKYLDUNNN
SLÖKKYILIÐSMENN berjast við elda í skrifstofubyggingum í miðborg Sri Lanka.
■Reuter
um. Biðraðir eftir læknishjálp voru
gífurlegar og gangar sjúkrahúsa
enn fullir af særðu fólki í gærkvöldi.
Ringulreið í miðborginni
Miðborgin var krökk af fólki og
varð því gífurleg ringulreið og ör-
vinglan er sprengjan sprakk. Bygg-
ingar innan 500 metra radíuss frá
sprengistaðnum löskuðust. Sund-
urtættir bílar, sumir logandi, lágu
eins og hráviði um allt.
Eldar loguðu fram eftir degi í
byggingum í miðborginni. Óttast
var að tala látinna ætti eftir að
hækka því fjöldi manns var enn
innlyksa í byggingu seðlabankans.
Engin samtök höfðu lýst ábyrgð
á hendur sér. Tamíltígrar, skæru-
liðasveitir Tamíla, hafa staðið fyrir
fjölda sprengjutilræða í borginni og
víðar á Sri Lanka frá 1983, en þá
hófu þeir vopnaða baráttu fyrir eig-
in ríki. Síðast frömdu þeir tilræði í
Colombó 15. nóvember sl. Hafi þeir
verið að verki hafa þeir hefnt falls
höfuðvígis þeirra, Jaffna, með af-
drifaríkum hætti.
Sarath Munasinghe hershöfðingi
. og talsmaður herafla landsins var
í engum vafa um hverjir tilræðis-
MIKIL ringulreið varð í miðborg Colombo, höfuðborgar Sri
Lanka, í kjölfar sprengjutilræðisins í gærmorgun. Hér forða
menn sér á hlaupum og fremstur fer blóði drifinn skrifstofumaður.
mennirnir væru og skellti skuldinni
á Tamíla. „Það hljóta vera þeir,
hveijum hefði dottið í hug að gera
annað eins,“ spurði hann blaða-
menn.
Talsmenn skrifstofu aðskilnaðar-
samtaka Tamíla í London sögðust
hins vegar engar upplýsingar hafa
um sprengjutilræðið. Leyniþjón-
ustumenn fengu pata að því fyrir
nokkrum vikum að sjálfsmorðssveit
Tamíltígra undirbyggi árás á
Colombo og höfðu varað her- og
lögreglu við.
Enn hrjáir ágreinginur breska íhaldsflokkinn
Clarke andmælir Major
London. Rcuter.
JOHN Major, forsætisráðherra
Bretlands, sem reynir nú að sam-
eina fylkingar Ihaldsflokksins,
varð fyrir áfalli í gær þegar Kenn-
eth Clarke fjármálaráðherra and-
mælti ummælum hans um hversu
langt ætti að ganga í að minnka
útgjöld ríkisins.
Clarke sagði í viðtali við Financ-
ial Times að ekki bæri að stefna
að því að útgjöld ríkisins yrðu
minni en 40% af þjóðartekjunum,
en þau eru nú um 42%.
Pjármálaráðherrann andmælti
þannig forsætisráðherranum sem
sagði á sunnudag: „Ég tel að við
getum komist niður fyrir 40% og
örugglega enn neðar síðar. Vissu-
lega vildi ég ná 35% en ég spái
því ekki að það takist.“
Gordon Brown, talsmaður
Verkamannaflokksins í fjármál-
um, var fljótur að saka forystu-
menn Ihaldsflokksins um stefnu-
leysi. „Þetta er mjög skaðlegur
ágreiningur á efsta þrepi stjórn-
kerfisins. Major og Clarke verða
að útskýra strax hver stefna
stjórnarinnar er.“
Clarke sagður
einangraður
Margir líta á Clarke sem leiðtoga
vinstrivængs íhaldsflokksins og
hann hefur þurft að vísa á bug orð-
rómi um að hann sé að einangrast
i
I
I
I
í
I
I
f
I
I
*
I
innan stjórnarinnar. Fjármálaráð-
herrann gaf út yfirlýsingu í vikunni
sem leið þar sem hann neitaði frétt
um að hann kenndi Major um of
miklar skattalækkanir fyrir þing-
kosningarnar 1992 sem hefðu leitt
til mikils fjárlagahalla.
Clarke sagði í viðtalinu að stjórn-
in ætti ekki að stefna að því að
ríkisútjöldin yrðu minni en 40% af
þjóðartekjunum. „Það kæmi mér
mjög á óvart ef hægt væri að koma
þróuðu vestrænu ríki mikið undir
40%. í þjóðfélagi eins og okkar er
raunsætt að ætla að eftir því sem
fólk verður auðugra vilji það eyða
meira í mál eins og heilbrigðis- og
menntamál.“
í
t
I
t)
f:
»
1