Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónar tuttugnstn aldarinnar Hallfríður Ólafsdóttir flautu- leikari þreytir frumraun sína sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit íslands á tónleik- um í Háskólabíói í kvöld. Við sama tækifærí verður frumflutt nýtt verk eftir Áskel Másson tónskáld. Orri Páll Ormarsson tók þau tali af þessu tilefni. ÁSKELL Másson tónskáld. Morgunblaðið/Ásdís HALLFRÍÐUR Ólafsdóttir kveðst hafa verið önnum kafin frá því hún sneri heim frá námi árið 1992. AÐ er mikill heiður að vera beðin um að koma fram með Sinfóníu- hljómsveit íslands enda er þetta stærsta verkefni sem hljóðfæraleikari getur tekist á hendur hér á landi,“ segir Hall- fríður Ólafsdóttir flautuleikari sem verður einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói í kvöld. Tuttugustu aldar tónskáld verða sett í önd- vegi á tónleikunum en verk Áskels Mássonar, sem verður frumflutt, Carls Nielsens og Dmitris Sjos- takovitsj eru öll frá öldinni sem er að líða. Hljómsveitarstjóri er En Shao. Hallfríður lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1988 og lagði síðan stund á nám í Englaridi. Hún brautskráð- ist frá Royal Academy of Music þremur árum síðar og var eftir það einn vetur við nám í París. Frá 1992 hefur Hallfríður starfað hér heima. „Hér gera allir allt,“ segir hún og vísar þar til fjölhæfninnar sem sé í fyrirrúmi hjá íslenskum hljóð- færaleikurum. „Sumir starfa með sinfóníunni, aðrir leika kammer- tónlist og enn aðrir kenna — en flestir gera allt þetta.“ Hallfríður unir hag sínum vel i lausamennskunni en hún hefur fast starf við kennslu til að vinna fyrii' salti í grautinn. „Ég hef til dæmis verið að spila í leikhúsum og óperunni, auk þess að efna reglulega til tónleika, bæði sem einleikari og með Camerarctica, kammerhópnum sem ég starfa með. Það er hins vegar útilokað að sérhæfa sig sem einleikari hér á landi." Mozart á geislaplötu Hallfríður hefur mörg jám í eldinum um þessar mundir en Camerarctica hefur nýlokið við að spila kammertónlist eftir Moz- art inn á geislaplötu, sem væntan- leg er á markað í bytjun mars næstkomandi. Þá er plata með verkum fyrir einleiksfiðlu jafn- framt í farvatninu. Að mati Hallfríðar stendur tón- leikahald í miklum blóma hérlend- is nú um stundir. Mikil breyting til batnaðar hafí til að mynda átt sér stað meðan hún var við nám ytra. „Munurinn var sláandi: Tón- listarflutningur hafði aukist á öll- um sviðum þegar ég sneri heim. Ég hef verið önnum kafin.“ Hallfríður segir þó að böggull fylgi skammrifi. Stuðningur hins opinbera við tónlistarfólk og tón- leikahald mætti til að mynda vera öflugri. Kveðst hún vera þakklát fyrir þá styrki sem veittir eru en þeir mættu að ósekju vera fleiri. Þá sérhæfi allt of fáir aðilar sig í því að hafá umsjón með tónleika- haldi. „Það er allt of tímafrekt að sjá um slíkt sjálfur og ef mað- ur þarf að halda tónleika á þeim forsendum að hafa kannski rétt fyrir kostnaði verður tónleika- haldið ekkert annað en dýrt tóm- stundagaman." Hallfríður vill jafnframt sjá áheyrendahópinn breikka í fram- tíðinni. „Það er ekki nógu mikil hefð fyrir því að fara á tónleika á íslandi, sem stafar að hluta til af því að við eigum ekkert tónlist- arhús. Ástandið í húsnæðismálum er gegnumsneitt slæmt hér á iandi; við eigum ekki einu sinni sal sem er virkiiega góður fyrir kammertónlist, svo ekki sé rninnst á Háskólabíó. Listasafn íslands er ágætt ef hægt er að fylla sal- inn, eins Listasafn Sigurjóns. Þá eru nokkrar af smærri kirkjunum frambærilegar en ekki er alltaf við hæfi að leika í kirkjum. Það er ljóst að byggja þarf tónlistar- hús á íslandi.“ Hallfríður mun leika flautukon- sert eftir Carl Nielsen á tónleikun- um. „Ég hef alltaf fundið mig vel í þessu kraftmikla verki enda er þetta tuttugustu aldar tungumál — okkar tungumál og stendur okkur Norðurlandabúum sérstak- lega nærri. Það fer í gegnum fjöl- breyttar tilfinningar enda hafði Nielsen brennandi áhuga á fólki og skapgerð þess.“ Nielsen skrifaði verkið fyrir danskan blásarakvintett, sem fé- lagar í hljómsveit danska útvarps- ins, sem tónskáldið þekkti vel, settu á laggirnar. „Fyrst skrifaði hann blásarakvintett fyrir þessa menn,“ segir Hallfríður, „sem mun vera mikil skapgerðarlýsing á þeim. Síðan ætlaði hann að skrifa konsert fyrir hvern þeirra um sig en náði hins vegar einung- is að ljúka við tvo þeirra, flautu- konsertinn og klarínettukonsert- inn, áður en lífi hans lauk.“ Að sögn Hallfríðar er flautu- konsertinn að sama skapi portrett af flautuleikara umrædds kvint- ' etts. „í þessu verki teflir Nielsen saman ýmsum karakterum úr hljómsveitinni, einkum flautuleik- aranum, fáguðum menntamanni, og básúnuleikaranum, grófum rusta. Þá virðast flautuleikarinn og klarinettuleikarinn einnig hafa haft gaman af því að rökræða, en Nielsen lætur þá spila mikið saman.“ Konsertinn er í tveimur köflum og einkennist, að sögn Hallfríðar, að leitinni að hinni réttu tónteg- und. í þessari leit er flautan í hlutverki hins greinda og slynga en básúnan virðist hafa það eina markmið að þvælast fyrir. Þó mun það vera básúnan sem rambar á rétta lausn í lokakaflanum og endirinn er giftusamlegur. Hallfríður segir ánægjulegt að fá tækifæri til að flytja Flautu- konsert Nielsens fyrir áheyrendur Sinfóníuhljómsveitar íslands. „Það mætti mjög gjarnan flytja meira af tónlist hans hér á landi.“ RÚN frumflutt Tónleikarnir í kvöld heijast á frumflutningi nýs verks eftir eitt af kunnustu tónskáldum landsins, Áskel Másson. Nefnist það RÚN. Um er að ræða stutt verk fyrir sinfóníuhljómsveit, samið á árun- um 1993-94. „Verkið hefst á níu kraftmiklum hömruðum slögum sem síðan breytast í síendurtekn- ar nótur, sem eru gegnumgang- andi í verkinu, oftast í bassa. Það er mikið um ólíka stemmningu í verkinu og ég spila mikið inn á liti,“ segir tónskáldið. Áskell segir að það sé alltaf stór stund þegar Sinfóníuhljóm- sveit íslands frumfljdji verk hans. Þá hafi samstarfið við hljómsveit- ina og hljómsveitarstjórann En Shao verið til eftirbreytni. „Það var sérlega gaman að móta frum- flutninginn á verkinu." Síðasta verkið á efnisskránni er Sinfónía nr. 5 eftir rússneska tónskáldið Dmitri Sjostakovitsj. Sagt hefur verið að tónverk hans séu innileg og persónuleg, spanni vítt svið tilfinninga en séu oft þversagnakennd. Jafnframt megi oft merkja pólitískt innihald og samúð með þeim er hafa mátt þola ofsóknir stjórnvalda en Sjos- takovitsj átti löngum við ramman reip að draga á Sovéttímanum. Til að mynda var óperan Lafði Macbeth frá Mtsensk tætt niður í ritstjórnargrein flokksmáls- gagnsins, Pravda, og átti fimmta sinfónían, með orðum tónskálds- ins sjálfs, að vera „andsvar lista- mannsins við réttmætri gagn- rýni“. Var hún frumflutt árið 1937 og féll þegar í kramið hjá áheyrendum. Kristján Helgason baritonsöngvari Einsöngs- tónleikar í Norræna húsinu KRISTJÁN Helgason bariton- söngvari og Iwona Jagla píanóleik- ari halda einsöngstónleika í Nor- ræna húsinu á laugardag kl. 17. Á efnisskránni eru íslensk söng- lög eftir Elías Davíðsson, Jón Ás- geirsson og Karl 0. Runólfsson, ljóðaflokkurinn Childhood Fables for Grownups efir Irving Fine, ljóðasöngvar eftir Schubert, Wolf, Rangström, Grieg og Howells og aría úr óratóríunni Elijah eftir Mendelssohn. Kristján er búsettur í Hafnar- firði en fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi árið 1983, stundaði um tveggja ára skeið nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, en hóf nám við Söngskólann í Reykja- vík 1988. Hann lauk prófi úr al- mennri deild skólans vorið 1994 undir leiðsögn Snæbjargar Snæ- bjarnar. Kristján hefur sungið með Kór Islensku óperunnar undanfarin ár. Hann hefur tekið þátt í óperuupp- færslum nemenda Söngskólans og fór þar meðal annars með ein- söngshlutverk í Orfeusi í Undir- heimum eftir Offenbach og Töfra- heimi prakkarans eftir Ravel. Kristján stundar nú nám við kennaradeild Söngskólans undir leiðsögn Garðars Cortes og Iwonu Jagla. Hann lauk fyrri hluta burt- fararprófs síðastliðið vor og eru tónleikarnir lokaáfangi burtfarar- prófs hans frá Söngskólanum í Reykjavík. Iwona Jagla píanóleikari er af pólskum ættum. Hún ’nefur verið búsett hér á landi síðastliðin fimm ár og kennir nú við Söngskólann í Reykjavík. Diddú á tónleik- um í Lundúnum SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, Diddú, hélt tvenna tónleika í Lundúnurn í janúar við undirleik Onnu Guðnýar Guðmundsdóttur. Tónleik- arnir fóru fram í St. Mart- in-in-the-Fields kirkjunni við Trafalgar Square, en þar eru jafnan haldnir há- degistónleikar. Fyrri tón- leikar Sigrúnar voru 22. janúar, en þá söng hún mikið til íslensk lög, verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Pál ísólfsson og Jón Þórar- insson, en einnigþjóðlag í útsetningu Jóns Asgeirs- sonar. Einnig söng hún verk eftir Richard Strauss, Rossini og Adam. Síðari tónleikarnir voru svo 26. janúar, en þá söng Sigrún verk eftir Respighi, Benj- amin Britten, Gounod, Puccini, Leonard Bern- stein og Verdi. Aðsókn var góð á tónleikana. Ljósmynd/Björg Sveinsdðtlir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.