Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR1.FEBRÚAR1996 31 stu breytast í dag ega rrirétt og lyfjakostnaðar er tekjutengdur og í meginatriðum eftirfarandi: Sjúklingar með fjölskyldutekjur undir 1 milljón króna á ári eiga rétt til að fá læknis- og lyfjakostnað endurgreiddan um 90% eftir að út- gjöld einstaklings, eða samanlögð útgjöld hjóna eða sambýlisfólks og barna, fara umfram 18 þúsund krón- ur á hálfu ári. Séu fjölskyldutekjur á bilinu 1-2 milljónir króna er kostnaður umfram 30 þúsund krónur á hálfu ári bættur að þremur fjórðu hlutum. Þeir sem hafa fjölskyldutekjur á bilinu 2-3 milljónir króna fá kostnað umfram 42 þúsund krónur á hálfu ári bættan um 60% en nái árstekjur fjölskyldu 3 milljónum er ekki um endurgreiðslur að ræða, að sögn Svölu Jónsdóttur. Þegar talað er um læknis- og lyfjakostnað á hálfu ári er átt við annars vegar tímabilið 1. janúar til 30. júní og hins vegar 1. júlí til 31. desember. Að sögn Svölu Jónsdóttur öðlast maður, sem hefur 1-2 millj. kr. í árstekjur og greiðir meira en 30 þúsund krónur í læknis- og lyfja- kostnað á tímabílinu t.d. mars til október, ekki rétt til endurgreiðslu. 158 fengu endurgreiðslur vegna verulegs kostnaðar í fyrra Hins vegar hefur umsóknarfrest- ur um þessar greiðslur verið rýmk- aður frá því sem var. Áður féll rétt- ur til endurgreiðslu niður væri ekki sótt um innan tveggja mánaða frá því að tímabili lauk. Sú takmörkun hefur verið felld niður. Á síðasta ári voru sjúklingum endurgreiddar 4 milljónir króna vegna læknis- og lyfjakostnaðar. 300 umsóknir bárust á fyrri hluta síðasta árs, samkvæmt upplýsingum Svölu Jónsdóttur, og fengu 158 ein- hverja endurgreiðslu. Þar af voru endurgreiddar um eða yfir 40 þús- und krónur til 12 einstaklinga og fjölskyldna en hæsta endurgreiðslan var 74 þúsund krónur. Auk endurgreiðsluréttinda eru gefin út lyfjakort fyrir sjúklinga sem þurfa á dýrum lyfjum að halda í lengri tíma eða fleiri en einni tegund lyfja. Þeir fá, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, ýmist afslátt af verði lyfjanna eða lyfjakort sem hefur í för með sér að lyf er verðlagt eftir öðrum og ódýrari flokki en til al- mennings. Færri bílakaupastyrkir veittir öðrum en þeim sem eru í hjólastól Loks hefur heilbrigðisráðherra með reglugerð gert breytingu á þeim reglum sem gilt hafa um fjölda bíla- kaupastyrkja til hreyfihamlaðra. Bílakaupastyrkjunum er skipt í tvo flokka. Árlega eru veittir 50 styrkir, hver að fjárhæð 700 þúsund krónur, til fólks í hjólastólum sem þarf sérútbúnar bifreiðar. Skerðing- in nær ekki til þess hóps, að sögn Svölu Jónsdóttur. Hins vegar hafa til þessa verið _________ veittir árlega 600 styrkir, hver að fjárhæð 235 þús- und, til þeirra sem eru ekki bundnir hjólastól, t.d fólks sem á erfitt um gang og fólks sem þjáist af langvinnum hjarta- og lungnasjúkdómum. reglugerðinni er þessum styrkjum fækkað í 335 á ári, sem þýðir að biðtími umsækjenda leng- ist. Ekki fengust í gær upplýsingar um þann meðalbiðtíma sem verið hefur eftir þessum styrkjum fyrir breytingar á reglugerðinni. rðir ekki t þeirra n mest- kostnað bera Með Neysla vímuefna meðaí nemenda í 10. bekk grunnskóSa 1995 « 54,1 .......... Rft 79.0 .....................................: 40 Neysla áfengis 80 20 10 2,5 Afleiðingar drykkju ¦¦ Drukkið 1-2 r~lDrukkið>40 ...........38,2........... 2,5 AkM 1-2 3-5 6-9 10-19 20-39 >40 Síagsmá/ Stys FjöWi skipta mf Hm Svefn- Anftta- Afeæís m&n Aidrei 1-2 3-5 6-9 10-19 20-39 >40 töíur tnin FjöidisWpta Nýkönnun á vímuefnaneyslu unglinga í grunnskóla Þ AÐ ER hægt að snúa þró- uninni í fíkniefnaneyslu unglinga við. Stærstur hluti íslenskra unglinga neytir alls ekki ólöglegra fíkniefna og það er rangt að við séum búin að tapa baráttunni við fíkniefnin. Við getum sigrað með markvissu og samfelldu starfí. Fræðsla um skaðsemi er auðvitað góð og gild, en hún nægir ekki. Við verðum að búa unglingum þær aðstæður, að þeir leiti ekki í vímuna," segir Þór- ólfur Þórlindsson, prófessor og for- stöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála. Stofnun- in hefur um árabil kannað vímu- efnaneyslu grunnskólanemenda og niðurstöður í könnun sem gerð var á síðasta ári liggja nú fyrir. Helstu niðurstöður könnunarinn- ar eru þær, að 1,6% nemenda í 10. bekk, eða um 70 unglingar, hafa neytt E-töflu, 9,8% reykt hass og um 79% neytt áfengis. Um 10% nemenda höfðu sniffað, 9,1% tekið svefntöflur og 2,5% amfetamín. Þá finnast dæmi um það í 10. bekk grunnskóla, að nemendur hafi próf- að heróín. Neysla vímuefna hefur aukist á síðustu 2-3 árum og er nú orðin svipuð og árið 1984, þegar hún var hvað mest. Neysla hér virðist svipuð og í nágrannalöndunum, en áfeng- is- og hassneysla í hærra lagi mið- að við hin Norðurlöndin. Þá virðist E-taflan vera sérstakt vandamál, þar sem tilfinnanlega skortir upp- lýsingar um skaðsemi hennar og hún virðist ekki fylgja hefðbundn- um leiðum. Afengið sem fyrr stæf sti vandinn „Áfengisdrykkja unglinga er eft- ir sem áður stærsti vímuefnavand- inn," segir Þórólfur. „Áfenginu fylgja svo ýmis önnur vandamál, svo sem slagsmál, ofbeldi, slys og óæskileg kynlífsreynsla." í könnuninni kom fram að 19,7% pilta og 11,1% stúlkna í 10. bekk höfðu lent í slagsmálum, sem þau röktu til áfengisdrykkju. Um 14% beggja kynja höfðu orðið fyrir slysi í áfengisvímu og rúm 15% höfðu tapað verðmætum. Þá sögðust 14,3% piltanna hafa orðið fyrir óæskilegri kynlífsreynslu á meðan þeir voru undir áhrifum áfengis og 15,4% stúlkna höfðu sömu sögu að segja. Þetta hlutfall hækkar verulega ef aðeins er litið til þeirra sem drekka að staðaldri, þ.e. höfðu neytt áfengis 40 sinnum eða oftar þegar könnunin var gerð. í hópi þessara unglinga höfðu 54,1% lent í slags- málum, 38,2% orðið fyrir slysi, 40,8% tapað verðmætum _______ og 43,8% orðið fyrir óæski- legri kynlífsreynslu. Meðal þeirra unglinga, sem drukkið höfðu áfengi 1-2 . sinnum, höfðu 2,5-3,2% orðið fyrir sam- bærilegri reynslu. Engin dæmi fundust um að ungl- ingar, sem ekki neyta áfengis, reyki hass. „Fullyrðingar um að sá hópur unglinga, sem fer beint í neyslu sterkari efna en áfengis, hafi stækkað, eru rangar," segir Þórólf- ur. „Hassneytendur koma að lang- Getum snúið þróuní neyslu við Stærsti hluti íslenskra unglinga neytir ekki ólöglegra fíkniefna, segir Þórólfur Þórlindsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, í viðtali við Ragnhildi Sverrisdóttur. Niðurstöður úr könnun Rannsóknastofnunarinnar á neyslu- venjum unglinga í grunnskólum liggja nú fyrir. ÞÓRÓLFUR Þórlindsson, prófessor og forstöðumaður Rannsókna- stofnunar uppeldis- og menntamála. stærstum hluta úr hópi unglinga, sem neytt hafa áfengis um nokkurn tíma. I hópi þeirra sem drekka reglulega hafa tæp 40% reykt hass. Þá má ekki gleyma tóbaksreyking- um, en erlendar rannsóknir sýna að börn og unglingar, sem byrja að reykja mjög ung, eru miklu lík- legri til að halda áfram í sterkari' fíkniefni. Hér á landi sýna rann- ________ sóknir einnig að reyking- arnar eru undanfari hassneyslu. Tæpur þriðj- ungur þeirra unglinga, sem hafa reykt tóbak 40 sinnum eða oftar á ævinni, hefur einnig reykt hass. Áhættuþætt- irnir eru þeir sömu, hvort sem um er að ræða tóbaksreykingar, áfeng- isdrykkju eða neyslu ólöglegra fíkniefna." Forvarnir í 7. og 8. bekk Þórólfur segir að forvarnir eigi Getum sigr- að með markvissu og sam- felldu starfi fyrst og fremst að beinast að ungl- ingum í 7. og 8. bekk grunnskól- ans. „Smám saman, eftir því sem unglingurinn eldist, verða viðhorf hans gagnvart áfengisneyslu já- kvæðari. Þá skiptir höfuðmáli að hann sé búinn að tileinka sér ákveð- inn lífsstíl. Það þarf að virkja íþróttahreyfinguna, því unglingar sem stunda íþróttir hefja síður neyslu en aðrir. Alls konar _______ tómstundastarf þarf að efla, sem og skólann. Unglingurinn verður að eiga stuðning þessara að- ila vísan, að ég tali nú ekki um fjölskylduna. Það verður að gera foreldrum mögulegt að eyða tíma með börnun- um, fylgjast með þeim, setja þeim skýrar reglur og styðja þau til góðra verka, því börn sem fá slíkan stuðn- ing eru í minni hættu en ella. Jafn- ingjahópurinn hefur mikið að segja, en áhrif hans eru breytileg eftir því úr hvaða umhverfi unglingarnir koma. Ef þeir ráða sér sjálfir og taumhald heimilis, skóla og tóm- stundastarfs er lítið, þá er jafn- ingjahópurinn áhrifamikill." Þórólfur segir að meðalaldur þeirra, sem byrja áfengisneyslu, hafi ekki færst neðar, en áfengis- neysla sé meiri en áður var. „Veru- legur hluti unglinga byrjar að drekka í 10. bekk og um 80% krakka í þeim árgangi hafa ein- hvern tíma prófað áfengi. Það þarf auðvitað að gera greinarmun á þeim sem hafa fiktað einu sinni eða'* tvisvar og svo þeim sem drekka að staðaldri. Það tekur líka alltaf ákveðinn tíma að bregðast við nýj- um efnum, líkt og E-töflunni núna. Um 1970 breiddist hassneysla út í framhaldsskólum og á þeim tíma kom sú útbreiðsla á óvart. Þá var sama uppi á teningnum og með E-töfluna núna; fólk trúði því að hassið væri skaðlaust." Unglingar hafa alltaf getað orðið sér úti um áfengi og ólögleg fíkni- efni og framboð því verið verulegt. Þórólfur segir að nú sé hins vegar auðveldara að nálgast efni en áður. „Sölumenn fíkniefna eru aðgangs- harðari og þeir nota áhrifameiri aðferðir til að fá ungt fólk til að byrja. Það sem skiptir höfuðmáli er að draga úr eftirspurninni og breyta viðhorfi unglinganna þannig að þeir standist freistingarnar." Þórólfur er sannfærður um að hægt sé að snúa þróuninni við. „Neysla er mismikil eftir árgöngum og það hefur komið í ljós í þessum könnunum okkar, að ef neysla á tóbaki og áfengi er lit.il í 8. bekk, þá hrapar neyslan einnig í fram- haldsskólum, þegar sá árgangur er kominn þangað. Þetta sýnir, að ef unglingar lenda í neyslu í grunn- skóla, þá vindur það upp á sig. Þess vegna verðum við að einbeita okkur að grunnskólanum, þar sem neyslan byrjar. Það hefur áður ver- ið gripið í taumana, til dæmis þeg- ar sniffið gaus upp árið 1981. Það kom upp eins og smitsjúkdómur hér og þar um Iandið, en mikil herferð gegn þvi virtist nægja. Þar höfðu slys mikil áhrif, en dæmi voru um miklar heilaskemmdir af völdum sniffsins. Hluti vandans, þegar rætt er um vímuefnaneyslu -unglinga, er að ráðamenn og almenningur hafa ekki viljað horfast í augu við hanff. Núna hefur það breyst. Það er hins vegar varhugavert að draga upp þá mynd af íslensku æskufólki að stór hluti þess neyti ólöglegra fíkni- efna. Þar kemur tvennt til. Annars vegar að þegar unglingar trúa því að allir séu að neyta fíkniefna þá breytast viðmið þeirra og þeir fara _________ að telja að slíkt sé sjálf- sagt og eðlilegt. Hins vegar hefur mikil fjölm- iðlaumræða sefjandi áhrif á unglinga. Þeim finnst spennandi að reyna. Því skiptir miklu "™"""" máli að rétt boð séu send unglinga. Við eigum að setja Tóbak og áfengi eru undanfari annarrar neyslu til okkur það markmið að áfengi verði útrýmt úr efstu bekkjum grunn- skóla. Það markmið er kannski ekki raunhæft, en ef við stefnum ekki hátt náum við engum ár- "angri," segir Þórólfur Þórlindsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.