Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR —-----------■----------------------------------------------------------i Akvæði um veðsetningu skips með kvóta felld út úr frumvarpi um samningsveð \ Framsóknarþingmenn á Reykjanesi taka upp röksemdir krata Þingmenn Framsóknarflokksins, sem leggjast gegn því að leyft verði að veðsetja fískiskip með kvóta, hafa tekið upp rök- semdir Alþýðuflokksins í málinu, skrifar * Olafur Þ. Stephensen. ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra hefur endurflutt frum- varp um samningsveð á Alþingi. Úr frumvarpinu hefur nú verið fellt ákvæði um að heimilt sé, þeg- ar skip er veðsett, að láta veðrétt- inn ná einnig til aflaheimilda skips- ins. Þessi breyting er til komin vegna andstöðu þingflokks Fram- sóknarflokksins, en þar hafa gagn- rýnendur núverandi fiskveiði- stjómunarkerfis tekið upp rök- semdafærslu alþýðuflokksmanna, sem lögðust einnig gegn ákvæðinu er þeir sátu í stjórn með Sjálfstæð- isflokknum. Forsaga málsins er sú að við gildistöku nýrra laga um stjórn fískveiða í ársbyijun 1991 breyttist réttarstaðan að því er varðaði veð í veiðiheimildum. Fyrir þann tíma gilti sú regla, að varanlegt framsal kvóta var óheimilt nema viðkom- andi fískiskip væri afmáð af skipa- skrá. Afskráning var háð því skil- yrði að ekki hvíldu veðbönd á skip- inu og í rauninni mátti því ekki selja kvóta nema með samþykki sj ávarútvegsráðuneytisins. Á þessum tíma þurftu bankar, sem lánuðu útgerðarfyrirtækjum gegn veði í skipi, ekki að hafa áhyggjur af því að skipið félli í verði við það að kvóti þess væri seldur. Veð, sem voru í gildi við gildis- töku laganna, haldast áfram, en hvað varðar veðsamninga, sem gerðir hafa verið eftir 1. janúar 1991, verða veðhafar að tryggja með öðrum hætti að skipin rýrni ekki í verði vegna þess að kvóti sé fluttur af þeim. Þetta hefur verið leyst þannig að bankar krefja eigendur skipa um skriflega yfír- lýsingu um að þeir muni ekki fram- selja kvótann á meðan veðsamn- ingur sé í gildi. Samkomulaginu hefur verið þinglýst á skipið, og það tilkynnt sjávarútvegsráðu- neytinu. Bankarnir telja hins vegar að þetta veiti ekki nægilegt réttar- öryggi, því kaupanda kvóta sé ekki skylt að kynna sér þinglýsingabók. Sá möguleiki sé því í raun opinn að lántakendur selji kvótann, án þess að bankinn geti mikið við því gert. Sjávarútvegsráðuneytið stöðvi heldur ekki lengur sölu á kvóta nema veðsetning skips hafi átt sér stað fyrir 1991. Bankarnir hafa því verið tregari en ella til að lána sjávarútvegsfyrirtækjum. Alþýðuflokkur hindraði samþykkt Er frumvarpið um samningsveð var lagt fram á Alþingi í desember 1994 var það gagnrýnt harðlega af hálfu Alþýðuflokksins, sem hélt því fram að með umræddu ákvæði væri stjórnvöldum gert erfíðara fyrir að breyta fiskveiðistjórnunar- kerfínu. Fyrsta grein laga um stjóm fiskveiða, þar sem kveðið er á um að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og úthlutun veiðiheim- ilda skapi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði yfir veiði- heimildum, gerði stjórnvöldum kleift að breyta kerfinu án þess að handhafar kvóta gætu gert neinar kröfur um skaðabætur. Ef það yrði hins vegar lögfest að veð- setja mætti kvóta, mætti túlka það svo að ef ríkið breytti eða afnæmi kvótakerfíð, ættu þeir skaðabóta- skröfu, sem hefðu tekið veð í skipi og veiðikvóta. Vegna andstöðu Alþýðuflokks- ins dagaði frumvarpið uppi í þing- inu. Það var lagt að nýju fyrir ríkis- stjórn og fyrir þingflokka stjórnar- flokkanna í desember síðastliðnum og mætti þá strax harðri andstöðu þingmanna Reykjaness í þingflokki Framsóknarflokksins. Athyglis- vert er að þeir hafa nú uppi ná- kvæmlega sama rökstuðning og Alþýðuflokksmenn fyrir rúmu ári. „Við teljum að ef það er hin almenna regla í lögum að taka megi veð í kvóta, sé of langt geng- ið í að festa núverandi kerfi í sessi og færa kvóta í hendur ákveðinna fyrirtækja og einstaklinga," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Reyknesinga. „Það er heldur engin þörf á að taka ákvæðið inn í frum- varpið, vegna þess að lánastofnan- ir geta varið sig með því að taka veð af þessu tagi inn í samninga í hvert sinn. Ef þetta ákvæði hefði verið inni í frumvarpinu, hefði það gert að verkum að nánast ekkert yrði hægt að hrófla við kvótakerf- inu, vegna lagalegrar tryggingar lánastofnana fyrir veði í kvóta. í fiskveiðistjórnunarlögunum segir að fískimiðin séu sameign þjóðar- innar og lögfesting veðsetningar kvóta hefði verið skref í átt frá því.“ Eftir langar rökræður í þing- flokki Framsóknarflokksins náðist loks samstaða innan hans um að leggjast gegn því að umrætt ákvæði yrði í frumvarpi dómsmála- ráðherra. Lítil áhrif Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra sagði fyrir rúmu ári, er deilt var um málið milli þáverandi stjórnarflokka: „Aflaheimildir eru að sjálfsögðu veðsettar í dag. Það er forsenda þorra lánaviðskipta við útgerðirnar í landinu og um leið það öryggi, sem innstæðueigendur hafa. „Það væru ekki margir fúsir að leggja sparifé sitt í banka ef bankastjórunum væri óheimilt að taka veð í aflaheimildunum, því ekki er mikils virði að taka veð í skipi, sem ekki hefur veiðirétt. Við búum hér við löggjöf, þar sem er með skýrum hætti kveðið á um að fiskimiðin eru sameign þjóðarinn- ar, en veiðirétturinn er á höndum útgerðarinnar. Sá réttur felur í sér verðmæti og er því takmörkuð eignarréttindi. Það er heimilt að framselja hann og það væri skringilegt ef menn gætu ekki ráð- stafað honum með takmarkaðri hætti með því að veðsetja hann.“ Þegar Þorsteinn er nú spurður hvaða áhrif hann telji það hafa, að fella kvótaákvæðið út úr veð- lagafrumvarpinu, segir hann að það hafi eitt og sér lítil áhrif, þar sem veðsetning kvóta viðgangist í raun. Annað mál væri ef menn ætluðu að banna veðsetningu veiði- heimilda. „Frumvarpið í fyrri mynd gerði ráð fyrir að setja nokkrar takmarkanir á rétt útvegsmanna til að framselja veðsettan kvóta, í þeim tilgangi að tryggja betur stöðu lánastofnana," segir Þor- steinn. „Það eina, sem gerist þegar ákvæðið fer út, er að þessi lög- bundna vernd lánastofnananna fellur niður og réttur útgerðar- mannanna til að framselja veðsett- an kvóta verður rýmri. Það er ein- faldlega sú framkvæmd, sem er á þessum málum í dag. Málið hefur því ekkert að segja um það, hvort heimilt sé að veðsetja kvóta eða ekki; það hefur alla tíð verið heim- ilt. Eg tel sjálfur eðlilegt að setja útgerðarmönnum takmörk að því er varðar veðsetningar, með svip- uðum hætti og öðrum atvinnurek- endum, en þarna er hópur fram- sóknarþingmanna, sem vill slá sér- staka skjaldborg um hagsmuni útvegsmanna. Sjávarútvegsráð- . herrann lætur sér það kannski í ' léttu rúmi liggja, en dómsmálaráð- } herranum finnst að útvegsmenn | eigi að vera háðir sömu leikreglum og aðrir.“ Kemur fiskveiðisljórnun ekki við Aðspurður, hvort hann hafi áhyggjur af þeirri samstöðu, sem að verulegu leyti hafi ríkt milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks j um núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi, segir Þorsteinn: „Þetta kem- ’ ur fiskveiðistjórnun ekkert við. ) Málið lýtur einvörðungu að því, hvort eigi að skapa lánveitendum tryggari rétt, lagalega, en þeir hafa í dag gagnvart útvegsmönn- um. Þeir geta auðvitað tryggt sér slíkan rétt í samningum, eins og nú tíðkast. Það að flokkur banka- málaráðherrans hefur ekki áhyggj- ur af málinu, sýnir bezt hvað mál- ) ið er lítið og það er ekki tilefni deilna. Það væri annað mál, ef . menn deildu um hvort veðsetning væri heimil eða ekki.“ Ekki hægt að veðsetja kvótann einan og sér Ýmis sjómannafélög hafa and- mælt ákvæðinu, sem nú er horfið úr frumvarpinu, en Landssamband íslenzkra útvegsmanna studdi það . á sínum tíma. Jónas Haraldsson, lögfræðingur LÍÚ, segir að löngu hafi verið kominn tími til að gefa i út ný heildarlög um veð og veð- 1 setning skips með aflaheimild eigi auðvitað heima þar, enda eigi slík veðsetning sér stað í reynd. „Það er hins vegar trúaratriði að slíkt megi ekki sjást. Þetta er eins og í ijölskyldum, þar sem má ekki tala um fyllerí og framhjáhald," segir Jónas. Hann segir misskiln- ing að hægt sé að veðsetja kvótann einan og sér og bendir á að kvóti sé bundinn skipi og geti ekki lifað sjálfstæðu lífi ótengt einhveiju skipi. „Það er eingöngu verið að veðsetja skipið með kvóta,“ segir Jónas. Vegna mikillar þátttöku í keppni um nýtt nafh á breyttan Átthagasal á Hótel Sögu hefur dómnefnd ákveðið að fresta tilkynningu á úrslitum til 9. febrúar nk. < U) m (O cr> u. < o Cj -þin saga! Fr amkvæmdastj ór i SL vísar á bug staðhæfingum um talnaleik Lækkun í krafti stærðar í HELGI Jóhannsson framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar kveðst telja sýnt að sambandsleysi ríki innan Flugleiða, hafí fram- kvæmdastjóri markaðssviðs ekki haft spurnir af viðræðum milli þess- ara aðila um leiguflug í sólarlanda- ferðir, eins og fram kom í Morgun- blaðið í gær. „Við eigum skriflegt tilboð frá þeim í leiguflug okkar til Mallorca og einnig ræddum við um möguleika á sólarlandaferðum almennt við Flugleiðir. Við vorum að kanna þann möguleika að fljúga með breiðþotu í leiguflugi, en réttilega telja Flug- leiðamenn ekki grundvöll fyrir breiðþotu í áætlunarflugi þannig að þeir hafa ekki þann vélakost sem við leituðum eftir," segir Helgi. Ótrúleg meðhöndlun Hann kveðst telja fullyrðingar framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða, um að ailt að 18% verð- lækkun á sólarlandaferðum SL sé talnaleikur og í raun hvít lygi, vera með_ ólíkindum. „í ljósi þess að fyrirtækið skipti við Flugleiðir á seinasta ári fyrir 900 milljónir króna, fínnst mér það vera ótrúleg meðhöndlun á einum stærsta viðskiptavini félagsins, að væna hann um hvíta lygi og reyna að gera hann tortryggilegan í fjöl- miðlum. Talsmaður þessa sama samstarfsaðila notar tækifærið til að auglýsa litla ferðaskrifstofu úti í bæ sem er varla orðin til í dag, en gleymir að upplýsa almenning um að þessi umrædda ferðaskrif- stofa er í eigu Úrvals-Útsýnar sem Flugleiðir eiga að rnestu," segir Helgi. Helgi kveðst telja einkennilegt og koma sér á óvart ef Flugleiða- menn geri sér ekki grein fyrir hag- kvæmni þess að fljúga á háannatíma með breiðþotu á borð við þá sem notuð verður í leiguflug Atlanta í sumar, í stað þess að vera með helm- ingi minni vélar. Þeir hljóti að sjá að stærðin leiði til hagkvæmni. Verðlækkun ekki tilboð „Við erum ekki að ráðast á Flug- leiðir, enda seljum við mikinn fjölda fargjalda með þeim til staða eins og Glasgow, Lundúna og Kaup- mannahafnar og höfum hagkvæma samninga þar að lútandi. En eins og við seljum hagstæðar ferðir með vélum Flugleiða getum við boðið upp á viðbótarstaði í Evrópu og í því sambandi eru engar sjónhverfingar. Lægsta skráða verð er miklu hærra en þau fargjöld sem við get- um boðið og þau eru engin tilboð heldur komin í verðskrá og munu halda í sumar meðan flogið verður. Þetta verð miðast ekki við eina brottför eða tíu sæti í vél eða eitt- hvað þess háttar,“ segir Helgi. Hann tekur fram að verðlækkun SL byggist ekki á minni gæðum i gistingar eða þjónustu, þvert á móti sé hvergi slakað á. „Við erum ein- göngu að gefa fólki kost á að njóta | stærðarinnar. Auðvitað tökum við ákveðna áhættu, en teljum hana þess virði til að ná fram þessu markmiði, og ef eitthvað er aukum við þjónustuna," segir Helgi. Samkeppni jákvæð „Þó að Flugleiðir séu að gera okkur tortryggilega í ijölmiðlum er það þeirra mál og við ætlum ekki að svara því. Mín skoðun er sú að hér þurfi að vera eitt sterkt flugfé- | lag í áætlunarflugi til og frá landinu og því hlutverki þjóna Flugleiðir mjög vel. Það virðist hins vegar vera skoðun framkvæmdastjóra markaðssviðs að aðeins eigi að vera ein sterk ferðaskrifstofa á markað- inu, þ.e. þeirra eigin, en ég vil hryggja hann með því að SL er komin til að vera, enda kemur sam- | keppnin öllum til góða. Þó að Flug- leiðamenn virðist ekki sammála mér, er ég þess fullviss að almenn- I ingur sé það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.