Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 100 ara afmæli ÚLFAR Karlsson hélt upp á hundrað ára afmæli sitt á mánudag á elli- heimilinu Grund þar sem hann er til heimilis. Mynd- in var tekin á af- mælisdaginn af Úlfari og börnum hans. Standandi frá vinstri eru Eva, Emelía, Mar- grét, Ágústa og Asgeir og sitjandi hjá föður sínum er Karl. ¦ Morgunblaðið/Kristinn Helstu þjóðar- og kirkjuleiðtogar taki á vandamálum sem steðja að heiminum Glíman fari fram á Þingvöllum um aldamótin ÞINGVELLIR þykja tilvalinn fund- arstaður helstu þjóðar- og trúarleið- toga heims um aldamótin 2000 þar sem tekist yrði á við helstu vanda- mál sem steðja að lífkerfi jarðar eins og offjölgun, mengun og fyrir- sjáanlegan skort á orkugjöfum, t.d. olíu. Þetta kom fram í máli doktors Geralds 0. Barneys, forstjóra Mill- enium Institute í Bandaríkjunum, á fundi í Seðlabanka íslands sl. þriðjudagskvöld. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Steingríms Hermannssonar, seðlabankastjóra. Barneys hefur ferðast til um 60 landa til að vinna að framgangi þessa máls og segir að vel hafi verið tekið í hugmyndir sínar. Ráðstefna í september í september næstkomandi verður haldin ráðstefna á íslandi þar sem skoðað verður hvernig best sé að standa að undirbúningi slíks leið- togafundar. Barneys segist búast við að 40 til 50 manns sæki ráð- stefnuna. Á sjálfum leiðtogafundinum von- ast hann eftir að um 200 þjóðar- og kirkjuleiðtogar komi saman. „Með hverjum þeirra yrði siðan væntanlega í för fjöldi aðstoðar- manna," segir hann. „Að mínu mati þyrfti að takmarka fjöldann við 10 til 15 þúsund til að spilla ekki náttúrufegurðinni á Þingvöll- um." Á þröskuldi nýrra tíma Þegar Barney hóf að vinna fyrir Jimmy Carter, þáverandi forseta Bandaríkjanna, árið 1977, vaknaði áhugi hans á því að nota aldamótin til að beina athygli heimsins að þeim vandamálum sem steðja að. „Flestallir sem ég hef rætt við taka vel í þá hugmynd að láta þetta Morgunblaðið/Þorkell DR. GERALD O. Barney, Steingrímur Hermannsson, seðla- bankastjóri, og Jón Helgason, fyrrv. ráðherra. tækifæri ekki ónotað," segir hann. Máli sínu til stuðnings vitnar hann í kannanir þar sem fram kemur að fólk lítur á aldamótin sem þröskuld nýrra tíma. Það sé því tilvalið að nota þessi tímamót til að vekja fólk til umhugsunar. En í hvað stefnir, að mati Barneys, ef ekkert verður aðhafst? Þarf að hægja á lífsgæða- kapphlaupinu „Ég vinn mikið í Bangladesh þar sem fólk er á mörkum þess að eiga í sig og á," segir hann. „Slíkt ástand er ekki fjarri því sem gæti skapast í þeim löndum sem nú búa við vel- megun. Sum þjóðfélög munu geta varist pví til að byrja með, en fólks- flutningar, loftslagsbreytingar, mengun og eiturlyf munu setja strik í reikninginn. Fátækar þjóðir geta náð sér nið- ur á þeim ríkari á margan hátt. Ein leiðin er að selja ungu fólki í Bandaríkjunum eiturlyf. Þá skap- ast stórt vandamál í Bandaríkjun- um á meðan þjóðir Suður-Ameríku græða á tá og fingri. Ef ekkert verður aðhafst mun það bitna á öllum." Barney segir að ekki sé orðið of seint að grípa til aðgerða: „Að mínu mati ráðum við yfir auðlindum og tækni til að skapa börnum okkar fýsilegan heim. Við þurfum þó ákveðið hugrekki til að breyta lifn- aðarháttum okkar. Á meðan fátækar þjóðir þurfa að halda fólksfjölgun í skefjum þurfa ríku þjóðirnar að hægja á lífs- gæðakapphlaupinu. Þær þurfa að spara orku, stuðla að endurnýtingu og varðveita auðlindir. Þannig draga þær úr sóun og skapa for- dæmi fyrir fátækari þjóðir." „Erfðaalgrím og hermd kólnun" rædd á námskeiði AÐGERÐARANNSOKNAFÉ- LAG íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna námskeiðs sem það stendur fyrir í dag, en þar verður fjallað um „heuristic" aðferðir við skipulagningu og hönnun. Að sögn Snjólfs Ólafs- sonar formanns ARFI er þarna verið að ræða um notkun á brjóstviti manna við fyrrgreinda vinnu. Fleiri hugtök gætu vafist fyr- ir leikmönnum í fréttatilkynn- ingu félagsins, er þar er meðal ánnars talað um að á síðustu árum hafi orðið „miklar framfar- ir á sviði leitaraðferða (sem sum- ir kalla „betrunaraðferðir"), sem tryggja ekki bestu lausnir en finna oftast mjög góðar lausnir á stuttum tíma. Meðal þeirra eru Erfðaalgrím og Hermd kólnun. Styrkur þeirra kemur vel í ljós þegar glímt er við mjög flókin reiknilíkön, sem t.d. koma oft fram við hönnun, þar sem geta verið mörg staðbundin útgildi (global optimization)". Staðbundin útgildi Snjólfur segir að erfðaalgrím sé bein þýðing úr enskri tungu, en þarna er verið að lýsa tals- vert flókinni stærðfræðiaðferð sem felst í því að tölva líkir eft- ir svipuðu ferli og finna má í náttúrunni og býr t.a.m. til litn- inga og næstu kynslóðir á eftir. Einnig geti orðið stökkbreyting- ar. Hermd kólnun er samlíking að sögn Snjólfs, tekin úr eðlis- fræði. Þegar til dæmis loftteg- undir eru heitar einkennast þær af mikilli óreiðu en þegar þær er kældar minnkar óreiðan, og á hugtakið hermd kólnun við þetta ferli. Staðbundin útgildi er að sögn Snjólfs heiti á lausn sem er betri en allar aðrar líkar lausnir. Ef henni er breytt lítillega versnar hún. Á námskeiði sem haldið yar í véla- og iðnverkfræðiskor HÍ var fjallað um þessar aðferðir og þeim beitt á hönnunarverkefni. Á námskeiðinu 'verða þessi verk- efni kynnt með stuttum erindum og sýningum á tölvum. Þar á meðal er fjallað um „bestun við hönnun hitaveitukerfa", „erfða- algrím við verkröðun", „vandi farandsalans leystur með erfða- algrími og hermdri kólnun" og loks „samanburður á erfðaal- grími, hermdri kólnun og heil- tölubestun við ákvörðun á bestu slátrunarröð úr fiskeldiskvíum". Vandi farandsala Aðspurður um þessi verkefni, segir Snjólfur að „vandi farand- salans" sé að finna leið til að aka sem minnst á mörgum ferðum sínum í þeim tilgangi að heildar- leiðin verði styst. Þarna sé verið að finna stystu leið milli margra staða með erfðaalgrími, sem áður var fjallað um. Heiltölubestun er nafn á stærðfræðilegri aðferð að sögn Snjólfs, en ekki kveðst hann treysta sér til að útskýra hana, enda sé það erfitt. Námskeiðið verður haldið í sal við hlið kaffistofu Þjóðarbókhlöðu í dag, 1. febrúar, klukkan 16.30. Fréttatilkynning Aðgerða- rannsóknafélags íslands HER fer á eftir í heild frétta- tilkynningin fra Aðgerða- rannsóknafélagi íslands: Á SÍÐUSTU árum hafa orðið miklar framfarir á sviði leitaraðferða (sem sumir kalla „betrunaraðferðir") sem tryggja ekki bestu lausn- ir en finna oftast mjög góðar lausnir á stuttum tíma. Meðal þeirra eru Erfðaalgrím og Hermd kólnun. Styrkur þeirra kemur vel í ljós þegar glímt er við mjög flókin reiknilíkön, sem t.d. koma oft fram við hönnun, þar sem geta verið mjög staðbundin útgildi (global optimization). I námskeiðinu Hönnun og bestum í Véla- og iðnaðar- verkfræði var fjallað um þessar aðferðir og þeim beitt á hönnunarverkefni. Kynnt verða nokkur nemendaverk- efni á þessu sviði með stuttum erindum og sýningum á tölv- um: Bestun við hönnun hita- veitukerfa (Ásbjörn Ólafs- son); Erfðaalgrím við verk- röðun (Heiðar Einarsson); Vandi farandsalans leystur með erfðaalgrími og hermdri kólnun (Pétur Snæland) og Samanburður á erfðaalgrími, hermdri kólnun og heiltölub- estun við ákvörðun á bestu slátrunarröð úr fiskeldis- kvíum (Hörður Kvaran, Páll Jensson kynnir). Þjóðarbókhlaðan, sal við hlið kaffistofu, fimmtudaginn 1. febrúar kl. 16.30. riSALAM hefst í dag - Aóeins 3 verð 1.990,1.990,3.990 Scendur adeins eina viku Skóverslun Kópavogs Mamt-abot-g 3, sími 554 I 754
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.