Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMT.UDAGUR 1. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÁHUGAVERÐAR
TILLÖGUR
BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins hafa lagt
fram áhugaverðar hugmyndir og tillögur við gerð
fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Ein þessara tillagna
er sú, að sett verði á stofn Eignaumsýsla Reykjavíkurborg-
ar, sem hafi það verkefni að verðleggja allt húsnæði borg-
arinnar með tilliti til leigu og í framhaldi af því verði
gerðir húsaleigusamningar og innheimt leigugjald af stofn-
unum borgarinnar. Þá er gert ráð fyrir, að Eignaumsýslan
hafi umsjón með sölu fasteigna borgarinnar, sem ástæðu-
laust er fyrir borgina að eiga og að hún geri tillögur um
sölu á fyrirtækjum í eigum borgarinnar.
Þetta eru skynsamlegar tillögur. Nýlega hefur komið
fram í máli borgarstjóra, að Reykjavíkurborg á ótrúlegan
fjölda íbúða, og er leigugjald, sem greitt er fyrir þær, í
engu samræmi við markaðsverð á leiguhúsnæði. í mörgum
tilvikum er um að ræða leigu á íbúðum til fólks, sem
notið hefur félagslegrar aðstoðar borgarinnar m.a. í því
formi að borgin hefur séð fólki fyrir ódýru húsnæði. Full
ástæða er til að kanna rækilega, hvort hægt er að draga
úr þessari íbúðaeign með því í sumum tilvikum að selja
leigjendum viðkomandi íbúðir með viðráðanlegum kjörum,
en í öðrum tilvikum kunna hagir leigjenda að hafa breytzt
svo mjög, að þeir geti borgað eðlilegt leiguverð.
Þá er ekki ólíklegt, að í eigu borgarinnar sé margvís-
legt annað húsnæði, sem ástæða er til að koma í verð eða
hafa eðlilegar tekjur af. Það er áreiðanlega hyggilegt að
koma allri umsýslu um þessar eignir í einn farveg.
Þá leggja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að til-
raun verði gerð með að bjóða út rekstur nýrra leikskóla,
sem taka á í notkun á þessu ári. Þetta er líka áhugaverð
tillaga og væri óneitanlega fróðlegt að sjá, hvernig til
tækist um rekstur leikskóla, sem einhver hópur fóstra eða
annarra tæki að sér að reka fyrir eigin reikning skv. slíku
útboði. Þá er vel hugsanlegt, að með útboði á innheimtu
fasteignagjalda og útsvars sé hægt að ná fram umtalsverð-
um sparnaði, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
telja, að geti numið 50-60 milljónum króna.
Að baki þessari tillögugerð liggur ný hugsun og hugvits-
semi, sem ástæða er til að fagna. Bersýnilegt er, að
borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna er að ná sér á
strik eftir tapið í borgarstjórnarkosningunum fyrir tæpum
tveimur árum. '
ENÐURHEIMT
VOTLENDIS
VOTLENDI á íslandi hefur minnkað stórlega á þessari
öld vegna framræslu í þágu landbúnaðar. Framræslu-
tímabilið hófst um 1930 og voru mýrar í fyrstu þurrkaðar
með skurðgreftri til að rækta tún, en á síðari áratugum
hefur framræslan einkum þjónað þeim tilgangi að gera
betra beitiland úr votlendinu. Talið er að framræslan hafi
haft þau áhrif að einungis um tíundi hluti votlendis á
Suðurlandi sé ósnortinn, svo dæmi sé tekið.
Þurrkun votlendisins hefur haft alvarlegar afleiðingar
fyrir umhverfið. Varpland fjölmargra fuglategunda hefur
verið skemmt og þrengt er mjög að þeim sumum, til
dæmis flórgoðanum, sem á mjög undir högg að sækja.
Silungslækir og -tjarnir hafa fyllzt af framburði úr fram-
ræsluskurðum og margir telja skurðina til lýta í landslag-
inu.
í ljósi samdráttar í landbúnaði og síaukinnar áherzlu á
náttúruvernd er orðin full ástæða til að snúa þróuninni
við og stuðla að endurheimt votlendis. Náttúruverndarfólk
hefur hvatt til þess að gerð verði „áætlun um endurheimt
votlendis“, sem væri sambærileg við núverandi land-
græðsluáætlun. Að áeggjan formanns Fuglaverndarfé-
lagsins hefur landbúnaðarráðuneytið, í samráði við um-
hverfisráðuneytið, nú ákveðið að hefjast handa um að
endurheimta mýrar á nokkrum ríkisjörðum með því að
fylla upp í framræsluskurðina.
Endurheimt votlendis er í samræmi við alþjóðlegar
skuldbindingar íslands samkvæmt náttúruverndarsamn-
ingum og getur stuðlað að því að bæta ímynd lands og
þjóðar. Hún er verðugt verkefni, ekki sízt fyrir bændur.
Átak í endurheimt mýrlendisins væri eðlilegur þáttur í
uppbyggingu vistvæns landbúnaðar hér á landi.
Reglur um skiptingu lyfjakostnaðar og verð læknisþjónustu breytast í dag
Hluti ellilífeyrisþega
67-70 ára missir fyrri rétt
Það verð sem sjúklingar greiða fyrir ýmis lyf
breytist í dag. Morgunblaðið fékk í gær dæmi
um lyf, sem hækkar um 38,4% í verði til elli-
og örorkulífeyrisþega. Meðalverð
lyfseðils hækkar úr 1.200 í 1.400 krónur.
Jafnframt tekur í dag gildi ný verðskrá
fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu.
Ný reglugerð heilbrigðisráð-
herra tekur gildi í dag.
Sú breyting verður m.a.
að þeir ellilífeyrisþegar
67-70 ára, sem ekki nutu örorkulíf-
eyris fyrir 67 ára aldur, eða hafa
meira en 822 þúsund krónur á ári,
eða um 68.500 kr. á mánuði, í tekj-
ur aðrar en bætur almannatrygg-
inga og greiðslur úr lífeyrissjóðum,
missa þann rétt til afsláttar af verði
læknisþjónustu og lyfjaverðs sem
þessi hópur hefur notið. Til tekna
teljast atvinnu- og leigutekjur og
einnig skerða fjármagnstekjur rétt
til afsláttar af verði heilbrigðisþjón-
ustu.
Tveir hópar lífeyrisþega 67-70
ára njóta enn sama réttar til afslátt-
ar af verði lyfja og þeir sem náð
hafa sjötugsaldri. Þar er annars veg-
ar um að ræða þá sem nutu örorku-
lífeyris fram til 67 ára aldurs, og
hins vegar ellilífeyrisþega sem hafa
ekki auk bóta almannatrygginga og
greiðslna úr lífeyrissjóði tekjur sem
ná fyrrgreindu 822 þúsund króna
tekjumarki á ári.
Óvíst um hve stóran
hóp er að ræða
Svala Jónsdóttir, deildarstjóri
fræðslu- og útgáfudeildar Trygg-
ingastofnunar ríkisins, hafði ekki á
takteinum í gær upplýsingar um hve
stórt hlutfall ellilífeyrisþega undir
sjötugu missti rétt við breytinguna
eða um hve stóran hóp væri að
ræða en sagði ljóst að stór hluti líf-
eyrisþega á þessum aldri nyti áfram
óskertra réttinda.
Sá hópur, sem fyrir skerðingunni
verður, greiðir frá deginum í dag
700 krónur fyrir viðtal við heimilis-
lækni, í stað 300 króna sem ellilíf-
eyrisþegar yfir sjötugu greiða, og
greiðir 1.400 krónur og 40% af
umframkostnaði við komu til sér-
fræðings, í stað þeirra 500 króna
og 13,3% af umframkostnaði, sem
lífeyrisþegar yfir sjötugu og þeir
sem ekki ná tekjumarki greiða.
Sú breyting sem verður í dag nær
ekki aðeins til lífeyrisþega. Almennt
gjald fyrir þjónustu heimilislæknis
verður 700 krónur í stað 600 króna
og gjald það sem lífeyrisþegar og
börn yngri en 16 ára greiða hækkar
í 300 krónur úr 200 krónum. Gjald
fyrir komu til sérfræðings verður
1.400 krónur auk 40% af umfram-
kostnaði en fyrir lífeyrisþega, sem
ekki verða fyrir skerðingu, 500
krónur auk 13,3% af umframkostn-
aði, eins og fyrr sagði.
Svala Jónsdóttir, deildarstjóri í
fræðslu- og útgáfudeild Trygginga-
stofnunar ríkisins, segir að þær
breytingar sem nú eru gerðar á verði
læknisþjónustu og skiptingu lyfja-
kostnaðar skerði ekki rétt þeirra sem
mestan kostnað bera og eigi rétt á
endurgreiðslu hluta kostnaðar við
heilbrigðisþjónustu þegar ákveðnu
hámarki er náð. Enn sé miðað við
sama hámark útgjalda í krónutölu.
Fjórir flokkar lyfja
Við lyfjaverðlagningu eru lyf
flokkuð í fjóra flokka, að
sögn Rannveigar Gunnars-
dóttur í heilbrigðisráðu-
neytinu. í fyrsta flokki eru
lyf sem Tryggingastofnun
greiðir að fullu, í öðrum
og þriðja flokki lyf sem
Tryggingastofnun greiðir
að hluta og í þeim fjórða lyf sem
sjúklingar greiða að fullu.
í fyrsta flokki eru t.d. lyf við syk-
ursýki og ýmsum blóðsjúkdómum,
lyf við gláku, flogaveiki og parkin-
sonsveiki, svo og ýmis krabbameins-
lyf, - en krabbameinssjúklingar fá
að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur
flest lyf endurgjaldslaust án tekju-
tengingar. Þessi lyf greiðir Trygg-
ingastofnun að fullu og snertir
breytt reglugerð því ekki sjúklinga
sem þurfa á þeim að halda.
í öðrum flokki eru t.d. ýmis al-
geng lyf við ýmsum hjartasjúkdóm-
um, of háum blóðþrýstingi, þarma-
bólgum, lyf við skjaldkirtilssjúkdóm-
um, og ýmis geðlyf og lyf við astma.
Frá og með deginum í dag hækk-
ar úr 500 í 600 krónum fastur hluti
sjúklinga í verði þessara lyfja. Af
verði milli 600 og 1.500 krónur
greiðir sjúklingur 20% en þegar
1.500 króna marki er náð greiðir
Tryggingastofnun lyfið að fullu.
Grunngjald elli- og örorkulífeyris-
þega, 70 ára og eldri, og þeirra sem
náð hafa 67 ára aldri og hafa tekjur
undir hámarki, vegna lyfja i þessum
flokki er í dag 200 krónur, en var
150 krónur. Þeir greiða síðan 8%
af verði frá 200-400 króna en
Tryggingastofnun það sem umfram
er að fullu.
í þriðja flokk falla flest almenn
lyf, að sögn Rannveigar Gunnars-
dóttur. Ýmis geðlyf eru í þeim flokki,
verkjalyf og lyf við meltingarfæra-
sjúkdómum. Líkt og í öðrum flokki
hafa sjúklingar greitt 500 króna
grunngjald vegna lyfja í þessum
flokki og það hækkar frá deginum
í dag í 600 kr.
Að auki greiðir sjúklingur nú 30%
í stað 25% áður af þeim hluta verðs-
ins sem liggur á bilinu 600-3.000
krónur en eftir það greiðist verðið
af TryggingaStofnun rík-
isins.
Fyrir lyf í þriðja flokki
greiða elli- og örorkulíf-
eyrisþegar, auk 200
króna grunngjaldsins, nú
12,5% í stað 10% af þeim
kostnaði sem er á bilinu
200 til 800 krónur.
í fjórða flokk eru felld þau lyf sem
sjúklingar greiða að fullu og hefur
reglugerðin því ekki áhrif á kostnað
sjúklinga vegna þeirra. Þar er m.a
um að ræða sýklalyf.
Rannveig Gunnarsdóttir segir að
með reglugerðarbreytingunum nú
sé verið að vinna gegn þeirri þróun
sem orðið hefur síðan 1993 en frá
þeim tíma hafi hlutur ríkisins í
greiðslu lyfjakostnaðar stöðugt auk-
ist og hlutur sjúklinga í lyfjakostn-
aði farið úr 33% í 29,5%. Með breyt-
ingunum sé hlutfallið að nýju fært
í 33%, sem sé einu prósentustigi
lægra hlutfall en er meðaltal kostn-
aðarþátttöku sjúklinga í þróuðum
löndum.
Meðalverð lyfseðils
hækkar úr 1.200 í 1.400 kr.
Meðalverð á lyfseðli hefur verið
um 1.200 krónur en hækkar í 1.400
krónur við þessa breytingu, að sögn
Rannveigar Gunnarsdóttur.
Ingolf J. Petersen apótekari í
Mosfellsapóteki reiknaði í gær út
að beiðni Morgunblaðsins áhrif
reglugerðarinnar á verð þriggja al-
gengra lyfjategunda sem valin eru
af handahófi. Að sögn hans og ann-
arra apótekara sem rætt var við
verður verðlagningin ekki ljós í dag
þar sem tölvufærð verðskrá var ekki
færð inn í kerfí apótekanna fyrr en
að loknum vinnudegi í gær.
Um er að ræða mikið notað maga-
lyf, Asyran í 150 mg 60 stykkja
umbúðum. í gær kostaði lyfið 1.484
krónur til almennings en í dag 1.592
krónur. Hækkunin er 7,3%. Til elli-
og örorkulífeyrisþega hefur lyfið
kostað 658 krónur en kostar 663
krónur frá deginum í dag. Hækkun-
in er 0,8%.
Blóðþrýstingslyfið Tensol, í 50
mg 100 stykkja skömmtum, kostaði
í gær 589 krónur en í dag
697 krónur til almennings.
Hækkunin er 18,3%. Til
elli- og örorkulífeyrisþega
kostaði lyfið 203 krónur í
gær en 281 krónu í dag.
Hækkunin er 38,4%.
125 ml flaska af Fung-
oral flösusjampói kostaði í gær
1.006 krónur en í dag 1.165 krón-
ur. Hækkunin til almennings er
15,8%. Til lífeyrisþega hækkar lyfið
úr 387 krónum í 485 krónum eða
um 25,3%.
Réttur til endurgreiðslu læknis-
og lyfjakostnaðar er tekjutengdur
og í meginatriðum eftirfarandi:
Sjúklingar með fjölskyldutekjur
undir 1 milljón króna á ári eiga rétt
til að fá læknis- og lyfjakostnað
endurgreiddan um 90% eftir að út-
gjöld einstaklings, eða samanlögð
útgjöld hjóna eða sambýlisfólks og
barna, fara umfram 18 þúsund krón-
ur á hálfu ári.
Séu fjölskyldutekjur á bilinu 1-2
milljónir króna er kostnaður umfram
30 þúsund krónur á hálfu ári bættur
að þremur fjórðu hlutum.
Þeir sem hafa fjölskyldutekjur á
bilinu 2-3 milljónir króna fá kostnað
umfram 42 þúsund krónur á hálfu
ári bættan um 60% en nái árstekjur
fjölskyldu 3 milljónum er ekki um
endurgreiðslur að ræða, að sögn
Svölu Jónsdóttur.
Þegar talað er um læknis- og
lyfjakostnað á hálfu ári er átt við
annars vegar tímabilið 1. janúar til
30. júní og hins vegar 1. júlí til 31.
desember. Að sögn Svölu Jónsdóttur
öðlast maður, sem hefur 1-2 millj.
kr. í árstekjur og greiðir meira en
30 þúsund krónur í læknis- og lyfja-
kostnað á tímabílinu t.d. mars til
október, ekki rétt til endurgreiðslu.
158 fengu endurgreiðslur
vegna verulegs
kostnaðar í fyrra
Hins vegar hefur umsóknarfrest-
ur um þessar greiðslur verið rýmk-
aður frá því sem var. Áður féll rétt-
ur til endurgreiðslu niður væri ekki
sótt um innan tveggja mánaða frá
því að tímabili lauk. Sú takmörkun
hefur verið felld niður.
Á síðasta ári voru sjúklingum
endurgreiddar 4 milljónir króna
vegna læknis- og lyfjakostnaðar.
300 umsóknir bárust á fyrri hluta
síðasta árs, samkvæmt upplýsingum
Svölu Jónsdóttur, og fengu 158 ein-
hveija endurgreiðslu. Þar af voru
endurgreiddar um eða yfir 40 þús-
und krónur til 12 einstaklinga og
fjölskyldna en hæsta endurgreiðslan
var 74 þúsund krónur.
Auk endurgreiðsluréttinda eru
gefin út lyfjakort fyrir sjúklinga sem
þurfa á dýrum lyfjum að halda í
lengri tíma eða fleiri en einni tegund
lyfja. Þeir fá, að sögn Rannveigar
Gunnarsdóttur, ýmist afslátt af verði
lyfjanna eða lyfjakort sem hefur í
för með sér að lyf er verðlagt eftir
öðrum og ódýrari flokki en til al-
mennings.
Færri bílakaupastyrkir
veittir öðrum en þeim
sem eru í hjólastól
Loks hefur heilbrigðisráðherra
með reglugerð gert breytingu á þeim
reglum sem gilt hafa um fjölda bíla-
kaupastyrkja til hreyfihamlaðra.
Bílakaupastyrkjunum er skipt í
tvo flokka. Árlega eru veittir 50
styrkir, hver að fjárhæð 700 þúsund
krónur, til fólks í hjólastólum sem
þarf sérútbúnar bifreiðar. Skerðing-
in nær ekki til þess hóps, að sögn
Svölu Jónsdóttur.
Hins vegar hafa til þessa verið
veittir árlega 600 styrkir,
hver að fjárhæð 235 þús-
und, til þeirra sem eru
ekki bundnir hjólastól, t.d
fólks sem á erfitt um gang
og fólks sem þjáist af
langvinnum hjarta- og
lungnasjúkdómum.
Með reglugerðinni er þessum
styrkjum fækkað í 335 á ári, sem
þýðir að biðtími umsækjenda leng-
ist. Ekki fengust í gær upplýsingar
um þann meðalbiðtíma sem verið
hefur eftir þessum styrkjum fyrir
breytingar á reglugerðinni.
Sjúklingum
endur-
greiddar 4
milljónir á
síðasta ári
Skerðir ekki
rétt þeirra
sem mest-
an kostnað
bera
Neysla áfengis
Aldrei 1-2 3-5 6-9 10-1920-39 >40
Fjöldi skipta
% 50 54,1
40
20—
10
2,5 o"
nemenda í 10
Afleiðingar drykkju “
43,8
— Drukkið1-2
I " Drukkið >40
38,2
40,8
2,5
3,2
2,3
Ori
6m.....
kynHfareynslu
Hlutfall nemenda sem
hafa neytt mismunandi
vímuefna
Hlutfall þeirra sem
hafa prófað hass
eftir afengisneyslu
10j3... 9j8..9.1
m »
' Áfengi Sm'ff Hass Srefn- Amfata- Alsæla HerHn
töflur min
Aldrei 1-2 3-5 6-9 10-19 20-39 >40
Fjöidi skipta
Ný könnun á vímuefnaneyslu unglinga í grunnskóla
Getuni snúið
þróun í
neyslu við
Stærsti hluti íslenskra unglinga neytir ekki
ólöglegra fíkniefna, segir Þórólfur Þórlindsson,
forstöðumaður Rannsóknastofnunar
uppeldis- og menntamála, í viðtali við
Ragnhildi Sverrisdóttur. Niðurstöður úr
könnun Rannsóknastofnunarinnar á neyslu-
venjum unglinga í grunnskólum liggja nú fýrir.
ÞÓRÓLFUR Þórlindsson, prófessor og forstöðumaður Rannsókna-
stofnunar uppeldis- og menntamála.
AÐ ER hægt að snúa þró-
uninni í fíkniefnaneyslu
unglinga við. Stærstur
hluti íslenskra unglinga
neytir alls ekki ólöglegra fíkniefna
og það er rangt að við séum búin
að tapa baráttunni við fíkniefnin.
Við getum sigrað með markvissu
og samfelldu starfí. Fræðsla um
skaðsemi er auðvitað góð og gild,
en hún nægir ekki. Við verðum að
búa unglingum þær aðstæður, að
þeir leiti ekki í vímuna,“ segir Þór-
ólfur Þórlindsson, prófessor og for-
stöðumaður Rannsóknastofnunar
uppeldis- og menntamála. Stofnun-
in hefur um árabil kannað vímu-
efnaneyslu grunnskólanemenda og
niðurstöður í könnun sem gerð var
á síðasta ári liggja nú fyrir.
Helstu niðurstöður könnunarinn-
ar eru þær, að 1,6% nemenda í 10.
bekk, eða um 70 unglingar, hafa
neytt E-töflu, 9,8% reykt hass og
um 79% neytt áfengis. Um 10%
nemenda höfðu sniffað, 9,1% tekið
svefntöflur og 2,5% amfetamín. Þá
finnast dæmi um það í 10. bekk
grunnskóla, að nemendur hafi próf-
að heróín.
Neysla vímuefna hefur aukist á
síðustu 2-3 árum og er nú orðin
svipuð og árið 1984, þegar hún var
hvað mest. Neysla hér virðist svipuð
og í nágrannalöndunum, en áfeng-
is- og hassneysla í hærra lagi mið-
að við hin Norðurlöndin. Þá virðist
E-taflan vera sérstakt vandamál,
þar sem tilfinnanlega skortir upp-
lýsingar um skaðsemi hennar og
hún virðist ekki fylgja hefðbundn-
um leiðum.
Áfengið sem fyrr
stæfsti vandinn
„Áfengisdrykkja unglinga er eft-
ir sem áður stærsti vímuefnavand-
inn,“ segir Þórólfur. „Áfenginu
fylgja svo ýmis önnur vandamál,
svo sem slagsmál, ofbeldi, slys og
óæskileg kynlífsreynsla.“
í könnuninni kom fram að 19,7%
pilta og 11,1% stúlkna í 10. bekk
höfðu lent í slagsmálum, sem þau
röktu til áfengisdrykkju. Um 14%
beggja kynja höfðu orðið fyrir slysi
í áfengisvímu og rúm 15% höfðu
tapað verðmætum. Þá sögðust
14,3% piltanna hafa orðið fyrir
óæskilegri kynlífsreynslu á meðan
þeir voru undir áhrifum áfengis og
15,4% stúlkna höfðu sömu sögu að
segja.
Þetta hlutfall hækkar verulega
ef aðeins er litið til þeirra sem
drekka að staðaldri, þ.e. höfðu neytt
áfengis 40 sinnum eða oftar þegar
könnunin var gerð. í hópi þessara
unglinga höfðu 54,1% lent í slags-
málum, 38,2% orðið fyrir slysi,
40,8% tapað verðmætum
og 43,8% orðið fyrir óæski-
legri kynlífsreynslu.
Meðal þeirra unglinga,
sem drukkið höfðu áfengi
1-2 sinnum, höfðu
2,5-3,2% orðið fyrir sam-
bærilegri reynslu.
Engin dæmi fundust um að ungl-
ingar, sem ekki neyta áfengis, reyki
hass. „Fullyrðingar um að sá hópur
unglinga, sem fer beint í neyslu
sterkari efna en áfengis, hafí
stækkað, eru rangar,“ segir Þórólf-
ur. „Hassneytendur koma að lang-
stærstum hluta úr hópi unglinga,
sem neytt hafa áfengis um nokkurn
tíma. I hópi þeirra sem drekka
reglulega hafa tæp 40% reykt hass.
Þá má ekki gleyma tóbaksreyking-
um, en eriendar rannsóknir sýna
að börn og unglingar, sem byija
að reykja mjög ung, eru miklu lík-
legri til að halda áfram í sterkari
fíkniefni. Hér á landi sýna rann-
sóknir einnig að reyking-
arnar eru undanfari
hassneyslu. Tæpur þriðj-
ungur þeirra unglinga,
sem hafa reykt tóbak 40
sinnum eða oftar á
ævinni, hefur einnig
reykt hass. Áhættuþætt-
irnir eru þeir sömu, hvort sem um
er að ræða tóbaksreykingar, áfeng-
isdrykkju eða neyslu ólöglegra
fíkniefna.“
Forvarnir í 7. og 8. bekk
Þórólfur segir að forvarnir eigi
fyrst og fremst að beinast að ungl-
ingum í 7. og 8. bekk grunnskól-
ans. „Smám saman, eftir því sem
unglingurinn eldist, verða viðhorf
hans gagnvart áfengisneyslu já-
kvæðari. Þá skiptir höfuðmáli að
hann sé búinn að tileinka sér ákveð-
inn lífsstíl. Það þarf að virkja
íþróttahreyfinguna, því unglingar
sem stunda íþróttir hefja síður
neyslu en aðrir. Alls konar
tómstundastarf þarf að
efla, sem og skólann.
Unglingurinn verður að
eiga stuðning þessara að-
ila vísan, að ég tali nú
ekki um íjölskylduna. Það
verður að gera foreldrum
mögulegt að eyða tíma með börnun-
um, fylgjast með þeim, setja þeim
skýrar reglur og styðja þau til góðra
verka, því börn sem fá slíkan stuðn-
ing eru í minni hættu en ella. Jafn-
ingjahópurinn hefur mikið að segja,
en áhrif hans eru breytileg eftir því
úr hvaða umhverfi unglingarnir
koma. Ef þeir ráða sér sjálfir og
taumhald heimilis, skóla og tóm-
stundastarfs er lítið, þá er jafn-
ingjahópurinn áhrifamikill.“
Þórólfur segir að meðalaldur
þeirra, sem byija áfengisneyslu,
hafi ekki færst neðar, en áfengis-
neysla sé meiri en áður var. „Veru-
legur hluti unglinga byrjar að
drekka í 10. bekk og um 80%
krakka í þeim árgangi hafa ein-
hvern tíma prófað áfengi. Það þarf
auðvitað að gera greinarmun á
þeim sem hafa fiktað einu sinni eða^
tvisvar og svo þeim sem drekka að
staðaldri. Það tekur líka alltaf
ákveðinn tíma að bregðast við nýj-
um efnum, líkt og E-töflunni núna.
Um 1970 breiddist hassneysla út í
framhaldsskólum og á þeim tíma
kom sú útbreiðsla á óvart. Þá var
sama uppi á teningnum og með
E-töfluna núna; fólk trúði því að
hassið væri skaðlaust.“
Unglingar hafa alltaf getað orðið
sér úti um áfengi og ólögleg fíkni-
efni og framboð því verið verulegt.
Þórólfur segir að nú sé hins vegar
auðveldara að nálgast efni en áður.
„Sölumenn fíkniefna eru aðgangs-
harðari og þeir nota áhrifameiri
aðferðir til að fá ungt fólk til að
byija. Það sem skiptir höfuðmáli
er að draga úr eftirspurninni og
breyta viðhorfi unglinganna þannig
að þeir standist freistingarnar.“
Þórólfur er sannfærður um að
hægt sé að snúa þróuninni við.
„Neysla er mismikil eftir árgöngum
og það hefur komið í ljós í þessum
könnunum okkar, að ef neysla á
tóbaki og áfengi er lítil í 8. bekk,
þá hrapar neyslan einnig í fram-
haldsskólum, þegar sá árgangur er
kominn þangað. Þetta sýnir, að ef
unglingar lenda í neyslu í grunn-
skóla, þá vindur það upp á sig.
Þess vegna verðum við að einbeita
okkur að grannskólanum, þar sem
neyslan byijar. Það hefur áður ver-
ið gripið í taumana, til dæmis þeg-
ar sniffið gaus upp árið 1981. Það
kom upp eins og smitsjúkdómur hér
og þar um landið, en mikil herferð
gegn því virtist nægja. Þar höfðu
slys mikil áhrif, en dæmi voru um
miklar heilaskemmdir af völdum
sniffsins. Hluti vandans, þegar rætt
er um vímuefnaneyslu unglinga, er
að ráðamenn og almenningur hafa
ekki viljað horfast í augu við haníf.
Núna hefur það breyst. Það er hins
vegar varhugavert að draga upp
þá mynd af íslensku æskufólki að
stór hluti þess neyti ólöglegra fíkni-
efna. Þar kemur tvennt til. Annars
vegar að þegar unglingar trúa því
að allir séu að neyta fíkniefna þá
breytast viðmið þeirra og þeir fara
að telja að slíkt sé sjálf-
sagt og eðlilegt. Hins
vegar hefur mikil fjölm-
iðlaumræða sefjandi
áhrif á unglinga. Þeim
fínnst spennandi að
reyna. Því skiptir miklu
máli að rétt boð séu send
til unglinga: Við eigum að setja
okkur það markmið að áfengi verði
útrýmt úr efstu bekkjum grunn-
skóla. Það markmið er kannski
ekki raunhæft, en ef við stefnum
ekki hátt náum við engum ár-
angri,“ segir Þórólfur Þórlindsson.
Getum sigr-
að með
markvissu
og sam-
felldu starfi
Tóbak og
áfengi eru
undanfari
annarrar
neyslu