Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ftott$mM$foÍb STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AHUGAVERÐAR TILLÖGUR BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram áhugaverðar hugmyndir og tillögur við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Ein þessara tillagna . er sú, að sett verði á stofn Eignaumsýsla Reykjavíkurborg- ar, sem hafi það verkefni að verðleggja allt húsnæði borg- arinnar með tilliti til leigu og í framhaldi af því verði gerðir húsaleigusamningar og innheimt leigugjald af stofn- unum borgarinnar. Þá er gert ráð fyrir, að Eignaumsýslan hafi umsjón með sölu fasteigna borgarinnar, sem ástæðu- laust er fyrir borgina að eiga og að hún geri tillögur um sölu á fyrirtækjum í eigum borgarinnar. Þetta eru skynsamlegar tillögur. Nýlega hefur komið fram í máli borgarstjóra, að Reykjavíkurborg á ótrúlegan fjölda íbúða, og er leigugjald, sem greitt er fyrir þær, í engu samræmi við markaðsverð á leiguhúsnæði. í mörgum tilvikum er um að ræða leigu á íbúðum til fólks, sem notið hefur félagslegrar aðstoðar borgarinnar m.a. í því formi að borgin hefur séð fólki fyrir ódýru húsnæði. Full ástæða er til að kanna rækilega, hvort hægt er að draga úr þessari íbúðaeign með því í sumum tilvikum að selja leigjendum viðkomandi íbúðir með viðráðanlegum kjörum, en í öðrum tilvikum kunna hagir leigjenda að hafa breytzt svo mjög, að þeir geti borgað eðlilegt leiguverð. Þá er ekki ólíklegt, að í eigu borgarinnar sé margvís- legt annað húsnæði, sem ástæða er til að koma í verð eða hafa eðlilegar tekjur af. Það er áreiðanlega hyggilegt að koma allri umsýslu um þessar eignir í einn farveg. Þá leggja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að til- raun verði gerð með að bjóða út rekstur nýrra leikskóla, sem taka á í notkun á þessu ári. Þetta er líka áhugaverð tillaga og væri óneitanlega fróðlegt að sjá, hvernig til tækist um rekstur leikskóla, sem einhver hópur fóstra eða annarra tæki að sér að reka fyrir eigin reikning skv. slíku útboði. Þá er vel hugsanlegt, að með útboði á innheimtu fasteignagjalda og útsvars sé hægt að ná fram umtalsverð- um sparnaði, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja, að geti numið 50-60 milljónum króna. Að baki þessari tillögugerð liggur ný hugsun og hugvits- semi, sem ástæða er til að fagna. Bersýnilegt er, að borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna er að ná sér á strik eftir tapið í borgarstjórnarkosningunum fyrir tæpum tveimur árum. ' ENDURHEIMT VOTLENDIS VOTLENDI á íslandi hefur minnkað stórlega á þessari öld vegna framræslu í þágu landbúnaðar. Framræslu- tímabilið hófst um 1930 og voru mýrar í fyrstu þurrkaðar með skurðgreftri til að rækta tún, en á síðari áratugum hefur framræslan einkum þjónað þeim tilgangi að gera betra beitiland úr votlendinu. Talið er að framræslan hafi haft þau áhrif að einungis um tíundi hluti votlendis á Suðurlandi sé ósnortinn, svo dæmi sé tekið. Þurrkun votlendisins hefur haft aivarlegar afieiðingar fyrir umhverfið. Varpland fjölmargra fuglategunda hefur verið skemmt og þrengt er mjög að þeim sumum, til dæmis flórgoðanum, sem á mjög undir högg að sækja. Silungslækir og -tjarnir hafa fyllzt af framburði úr fram- ræsluskurðum og margir telja skurðina til lýta í landslag- inu. í ljósi samdráttar í landbúnaði og síaukinnar áherzlu á náttúruvernd er orðin full ástæða til að snúa þróuninni við og stuðla að endurheimt votlendis. Náttúruverndarfólk hefur hvatt til þess að gerð verði „áætlun um endurheimt votlendis", sem væri sambærileg við núverandi land- græðsluáætlun. Að áeggjan formanns Fuglaverndarfé- lagsins hefur landbúnaðarráðuneytið, í samráði við um- hverfisráðuneytið, nú ákveðið að hefjast handa um að endurheimta mýrar á nokkrum ríkisjörðum með því að fylla upp í framræsluskurðina. Endurheimt votlendis er í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar íslands samkvæmt náttúruverndarsamn- ingum og getur stuðlað að því að bæta ímynd lands og þjóðar. Hún er verðugt verkefni, ekki sízt fyrir bændur. Atak í endurheimt mýrlendisins væri eðlilegur þáttur í uppbyggingu vistvæns landbúnaðar hér á landi. Reglur um skiptingu lyfjakostnaðar og verð læknisþjónusti Hluti ellilífeyrisþe 70 ára missir fyr Ný reglugerð heilbrigðisráð- herra tekur gildi í dag. Sú breyting verður m.a. að þeir ellilífeyrisþegar 67-70 ára, sem ekki nutu örorkulíf- eyris fyrir 67 ára aldur, eða hafa meira en 822 þúsund krónur á ári, eða um 68.500 kr. á mánuði, í tekj- ur aðrar en bætur almannatrygg- inga og greiðslur úr lífeyrissjóðum, missa þann rétt til afsláttar af verði læknisþjónustu og lyfjaverðs sem þessi hópur hefur notið. Til tekna teljast atvinnu- og leigutekjur og einnig skerða fjármagnstekjur rétt til afsláttar af verði heilbrigðisþjón- ustu. Tveir hópar lífeyrisþega 67-70 ára njóta enn sama réttar til afslátt- ar af verði lyfja og þeir sem náð hafa sjötugsaldri. Þar er annars veg- ar um að ræða þá sem nutu örorku- lífeyris fram til 67 ára aldurs, og hins vegar ellilífeyrisþega sem hafa ekki auk bóta almannatrygginga og greiðslna úr lífeyrissjóði tekjur sem ná fyrrgreindu 822 þúsund króna tekjumarki á ári. Óvíst um hve stóran hóp er að ræða Svala Jónsdóttir, deildarstjóri fræðslu- og útgáfudeildar Trygg- ingastofnunar ríkisins, hafði ekki á takteinum í gær upplýsingar um hve stórt hlutfall ellilífeyrisþega undir sjötugu missti rétt við breytinguna eða um hve stóran hóp væri að ræða en sagði ljóst að stór hluti líf- eyrisþega á þessum aldri nyti áfram óskertra réttinda. Sá hópur, sem fyrir skerðingunni verður, greiðir frá deginum í dag 700 krónur fyrir viðtal við heimilis- lækni, í stað 300 króna sem ellilíf- eyrisþegar yfir sjötugu greiða, og greiðir 1.400 krónur og 40% af umframkostnaði við komu til sér- fræðings, í stað þeirra 500 króna og 13,3% af umframkostnaði, sem lífeyrisþegar yfir sjötugu og þeir sem ekki ná tekjumarki greiða. Sú breyting sem verður í dag nær ekki aðeins til lífeyrisþega. Almennt gjald fyrir þjónustu heimiíislæknis verður 700 krónur í stað 600 króna og gjald það sem lífeyrisþegar og börn yngri en 16 ára greiða hækkar í 300 krónur úr 200 krónum. Gjald fyrir komu til sérfræðings verður 1.400 krónur auk 40% af umfram- kostnaði en fyrir lífeyrisþega, sem ekki verða fyrir skerðingu, 500 krónur auk 13,3% af umframkostn- aði, eins og fyrr sagði. Svala Jónsdóttir, deildarstjóri í fræðslu- og útgáfudeild Trygginga- stofnunar ríkisins, segir að þær breytingar sem nú eru gerðar á verði læknisþjónustu og skiptingu lyfja- kostnaðar skerði ekki rétt þeirra sem mestan kostnað bera og eigi rétt á endurgreiðslu hluta kostnaðar við heilbrigðisþjónustu þegar ákveðnu hámarki er náð. Enn sé rniðað við sama hámark útgjalda í krónutölu. Fjórir flokkar lyfja Við lyfjaverðlagningu eru lyf flokkuð í fjóra flokka, að _______ sögn Rannveigar Gunnars- dóttur í heilbrigðisráðu- neytinu. í fyrsta flokki eru lyf sem Tryggingastofnun greiðir að fullu, í öðrum og þriðja flokki lyf sem _ Tryggingastofnun greiðir að hluta og í þeim fjórða lyf sem sjúklingar greiða að fullu. í fyrsta flokki eru t.d. lyf við syk- ursýki og ýmsum blóðsjúkdómum, lyf við gláku, flogaveiki og parkin- sonsveiki, svo og ýmis krabbameins- lyf, - en krabbameinssjúklingar fá Það verð sem sjúklingar greiða fyrir ýmis lyf breytist í dag. Morgunblaðið fékk í gær dæmi um lyf, sem hækkar um 38,4% í verði til elli- og örorkulífeyrisþega. Meðalverð lyfseðils hækkar úr 1.200 í 1.400 krónur. Jafnframt tekur í dag gildi ný verðskrá fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu. Sjúklingum endur- greiddar 4 milljónirá síöasta ári að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur flest lyf endurgjaldslaust án tekju- tengingar. Þessi lyf greiðir Trygg- ingastofnun að fullu og snertir breytt reglugerð því ekki sjúklinga sem þurfa á þeim að halda. I öðrum flokki eru t.d. ýmis al- geng lyf við ýmsum hjartasjúkdóm- um, of háum blóðþrýstingi, þarma- bólgum, lyf við skjaldkirtilssjúkdóm- um, og ýmis geðlyf og lyf við astma. Frá og með deginum í dag hækk- ar úr 500 í 600 krónum fastur hluti sjúklinga í verði þessara lyfja. Af verði milli 600 og 1.500 krónur greiðir sjúklingur 20% en þegar 1.500 króna marki er náð greiðir Tryggingastofnun lyfið að fullu. Grunngjald elli- og örorkulífeyris- þega, 70 ára og eldri, og þeirra sem náð hafa 67 ára aldri og hafa tekjur undir hámarki, vegna lyfja í þessum flokki er í dag 200 krónur, en var 150 krónur. Þeir greiða síðan 8% af verði frá 200-400 króna en Tryggingastofnun það sem umfram er að fullu. í þriðja flokk falla flest almenn lyf, að sögn Rannveigar Gunnars- dóttur. Ýmis geðlyf eru í þeim flokki, verkjalyf og lyf við meltingarfæra- sjúkdómum. Líkt og í öðrum flokki hafa sjúklingar greitt 500 króna grunngjald vegna lyfja í þessum flokki og það hækkar frá deginum í dag í 600 kr. Að auki greiðir sjúklingur nú 30% í stað 25% áður af þeim hluta verðs- ins sem liggur á bilinu 600-3.000 krónur en eftir það greiðist verðið af Tryggingastofnun rík- isins. Fyrir lyf í þriðja flokki greiða elli- og örorkulíf- eyrisþegar, auk 200 króna grunngjaldsins, nú 12,5% í stað 10% af þeim kostnaði sem er á bilinu 200 til 800 krónur. f fjórða flokk eru felld þau lyf sem sjúklingar greiða að fullu og hefur reglugerðin því ekki áhrif á kostnað sjúklinga vegna þeirra. Þar er m.a um að ræða sýklalyf. Rannveig Gunnarsdóttir segir að með reglugerðarbreytingunum nú sé verið að vinna gegn þeirri þróun sem orðið hefur síðan 1993 en frá þeim tíma hafí hlutur ríkisins í greiðslu lyfjakostnaðar stöðugt auk- ist og hlutur sjúklinga í lyfjakostn- aði farið úr 33% í 29,5%. Með breyt- ingunum sé hlutfallið að nýju fært í 33%, sem sé einu prósentustigi lægra hlutfall en er meðaltal kostn- aðarþátttöku sjúklinga í þróuðum löndum. Meðalverð lyfseðils hækkar úr 1.200 í 1.400 kr. Meðalverð á lyfseðli hefur verið um 1.200 krónur en hækkar í 1.400 krónur við þessa breytingu, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur. Ingolf J. Petersen apótekari í Mosfellsapóteki reiknaði í gær út að beiðni Morgunblaðsins áhrif reglugerðarinnar á verð þriggja al- gengra lyfjategunda sem valin eru af handahófi. Að sögn hans og ann- arra apótekara sem rætt var við verður verðlagningin ekki ljós í dag þar sem tölvufærð verðskrá var ekki færð inn í kerfí apótekanna fyrr en að loknum vinnudegi í gær. Um er að ræða mikið notað maga- lyf, Asyran í 150 mg 60 stykkja umbúðum. I gær kostaði lyfið 1.484 krónur til almennings en í dag 1.592 krónur. Hækkunin er 7,3%. Til elli- og örorkulífeyrisþega hefur lyfið kostað 658 krónur en kostar 663 krónur frá deginum í dag. Hækkun- in er 0,8%. Blóðþrýstingslyfíð Tensol, í 50 mg 100 stykkja skömmtum, kostaði í gær 589 krónur en í dag 697 krónur til almennings. Hækkunin er 18,3%. Til elli- og örorkulífeyrisþega kostaði lyfið 203 krónur í gær en 281 krónu í dag. Hækkunin er 38,4%. 125 ml flaska af Fung- "¦—— oral flösusjampói kostaði í gær 1.006 krónur en í dag 1.165 krón- ur. Hækkunin til almennings er 15,8%. Til lífeyrisþega hækkar lyfið úr 387 krónum í 485 krónum eða um 25,3%. Réttur til endurgreiðslu læknis- Skerðir rétt þei semmi an kost beri J_
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.