Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Gömlu (góðu) vinnubrögðin á líf- tryggingamarkaði HINN 25. janúar sl. birtist grein í Morgunblaðinu um starfsemi er- lendra líftryggingafélaga, þ. á m. Sun Life International, hér á landi. Greinin, sem ber yfirskriftina Ný (og slæm) vinnubrögð á líf- tryggingamarkaði, er eftir Bjarna Þórðarson, sem er kynntur sem tryggingastærðfræð- ingur. Þess er hinsveg- ar ekki getið að hann er 'einnig forstjóri ís- lenskrar endurtrygg- ingar hf., en aðaleig- endur þess eru Sjóvá- Almennar hf., Vátrygg- ingafélag íslahds hf., Tryggingamiðstöðin hf. og Trygging hf. Þessi félög eiga síðan a.m.k. tvö líftryggingafélög. Bjarni boðar í grein sinni gömlu (góðu) vinnubrögðin. Sun Life tryggingar eru, í dagblaðsauglýs- ingu eða stuttri biaðagrein, en þetta eru einu upplýsingarnar sem vísað er til í greininni. Svo vitað sé hefur Bjarni ekki reynt að afla sér upp- lýsinga, hvorki hjá Sun Life né vátryggingam- iðlun. Vátryggingaeftirlit- ið, sem er með skrif- stofu í sama húsi og tryggingastærðfræð- ingurinn, hefur fengið eintök af öllum upplýs- ingabæklingum Sun Life, ýmist á ensku og/eða í íslenskri þýð- ingu, ásamt ítarlegum upplýsingum á ís- lensku, samskonar og öllum umsækjendum um líftryggingu hjá Sun Life eru afhentar. ' ofangreindum Sun Life er 185 ára gamalt breskt. og alþjóðlegt líftryggingafélag og hefur starfsleyfi hér á landi, án starfsstöðvar, sbr. auglýsingu í Lög- birtingarblaðinu dags. 20. júlí 1994, þ. á m. er starfsemi allra þeirra sjóða, m.a. lífeyrissjóða (Pension Funds), sem félagið annast. Sem löggiltur vátryggingamiðlari miðlar undirritaður upplýsingum um líf- tryggingar og fjárfestingar Sun Life til umsækjenda hér á landi. Ávöxtun sjóða og gengi íslensku krónunnar Samtímis því sem Bjarni dregur getu hinna erlendu félaga til að bjóða góða ávöxtun í efa, segir hann að íslensk líftryggingafélög, lífeyris- sjóðir og verðbréfasjóðir geti hæg- lega boðið ævintýralegan sparnað miðað við ávöxtun síðustu ára. Þeim Ekki er hægt að gefa tæmandi upplýsingar um líftryggingar, segir Guðjón Styrkársson, í dagblaðsauglýsingu eða stuttri blaðagrein. sem skikkaðir eru með lögum til að greiða til lífeyrissjóða verkalýðsfé- laganna þætti efalaust fróðlegt að sjá hvaða lífeyrissjóður hefur sýnt svo ævintýralega ávöxtun undanfar- in ár að hægt væri að nota til slíks samanburðar. - í samstarfssamningi núverandi stjórnarflokka um ríkisstjórn er því heitið að „tryggja aukið valfrelsi í lífeyrissparnaði" og viðskiptaráð- ¦ t herrann hefur lýst því, að efla þurfi ' samkeppni á þessum markaði. Á útskýringarmynd í auglýsingu í Morgunblaðinu er reiknað með 7,5% ársávöxtun, en í sömu auglýs- ingu kemur fram, að ársávöxtun sumra sjóða Sun Life hefur náð allt að 16% meðalávöxtun á sl. 18 árum. Ef verðbólga hefur verið 3,1%, eins og greinarhöfundur heldur fram, eru raunvextir sjóða Sun Life meira en 7,5%. í þessu sambandi er fróðlegt að kynna sér gengisþróun íslensku krónunnar síðan 1981, en þá var meðalgengi sterlingspundsins 14,56 krónur en 1995 102,22 krónur. Á síðastliðnum 15 árum hefur því krónan rýrnað um 85,77% miðað við sterlingspundið. Þetta svarar til 5,84% rýrnunar á ári, til jafnaðar. Til upplýsingar Eins og hlýtur að vera ljóst er ekki hægt að gefa tæmandi upplýs- ingar um svo flókið efni sem líf- Guðjón Styrkársson gögnum kemur fram m.a. að vel- gengni undanfarinna ára, í ávöxtun fjármuna, er ekki hægt að ábyrgjast til frambúðar. Ávöxtunin getur orðið annaðhvort hærri eða lægri. Þar er einnig skýrt frá að endur- kaupsverð líftryggingarinnar geti verið lægra en greidd iðgjöld, fram- an af gildistímanum og ennfremur að tryggingabætur, sem greiddar eru út í einu lagi, séu skattfrjálsar, en mánaðarlegar úttektir muni vera skattskyldar eins og launatekjur og eftirlaunagreiðslur. Greinarhöfundur segir, að sér sé kunnugt um „að menn hafi talið að iðgjöldin mætti draga frá tekjum til skatts með svipuðum hætti og ið- gjöld til lífeyrissjóða". Mér er ekki kunnugt um að vátryggingamiðlar- ar, sem bjóða til sölu líftryggingar Sun Life, hafi nokkru sinni gefið slíkt til kynna, né heldur fyrirtækið sjálft, enda eru iðgjöld til Sun Life ekki frádráttarbær frá skatttekjum frekar^ en annarra líftryggingafé- laga. I þessu sambandi má einnig benda á að greiðslur almennings til lífeyrissjóðakerfisins hafa ekki verið frádráttarbærar þar til nú. Viðurkenningar veittar Sun Life Greinarhöfundur segir að fróðlegt væri að fá upplýsingar um við- urkenningar og verðlaun, sem Sun Life hafi hlotið og skal nú orðið við því. Líftryggingafélag nr. 1 í Evrópu Eitt fremsta viðskiptatímarit Evr- ópu, Management Today, gerði 1992 og 1993 könnun meðal 500 stærstu vátryggingafélaga í Evrópu. Útkom- an var sú að bresku félögin væru best, en af þeim væri Sun Life á toppnum. Fyrirtæki ársins '93, '94 og '95 PIMS „Personal Investment Marketing Show", kaupstefna þar sem aðilar sem sjá um fjárfestingar sýna og bjóða fram þjónustu sína. PIMS valdi Sun Life fyrirtæki ársins árin 1993, 1994 og 1995. Fyrirtæki ársins 1995 Besta fjárf estingafyrirtækið Besti eftirlaunasjóðurinn fyrir einstaklinga Ofangreindar viðurkenningar fyr- ir árið 1995 voru veittar af Money Marketing/Express Newspapers. Að lokum má vitna í Bjarna Þórð- arson forstjóra íslenskrar endur- tryggingar hf. Hann segir í um- ræddri grein, að Sun • Life „njóti trausts og virðingar heima og er- Iendis". Höfundur er lðggiltur vátrygg'mg- amiðlari. Þar var vatnið ódrekkandi SYKUR er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar minnst er á tannvernd. Ástæð- an er auðvitað sú að mikil sykurneysla get- ur stuðlað að tann- skemmdum. Þessi sæta afurð sem við köllum sykur er ýmist unnin úr sykurrófum eða sy- kurreyr. Það skiptir engu máli úr hvorri jurtinni sykurinn er unninn því lokaafurðin er sú sama. Tannskemmdir eru algengar á íslandi, einkum meðal barna og unglinga. Þetta kemur engum á óvart, því sykurneysla þeirra er mikil. Stóran hluta af þessum sykri innbyrða þau í formi sælgætis, sætra gosdrykkja og annarra sætra svaladrykkja. Sætir drykkir Framleiðsla á gos- og svala: drykkjum er mikil hér á landi. í áætluðum tölum frá Hagstofu ís- lands fyrir árið 1994 hefur fram- leiðslan verið sem samsvarar 140 lítrum á hvert mannsbarn í landinu. Þetta er mun meiri framleiðsla en í nágrannalöndum okkar. Hér þarf auðvitað að taka tillit til þess að eitthvað fer til spillis, því oft er hent lögg sem eftir verður í flösku. í umræðunni um sykur þarf auk þess að taka tillit til þess að í hluta af þessari framleiðslu eru notuð gervisætuefni eða jafnvel engin sætuefni eins og t.d. í sódavatn. Hugsum okkur fornleifafræð- inga framtíðarinnar, sem eftir nokkur hundruð ár fara að rann- saka mannlífið í þessu merkilega landi. Þegar þeir finna þessar him- inháu tölur yfir framleiðslu á gos- og svaladrykkjum hér á landi er ekki óeðlilegt að þeir álykti sem svo: „Vatnið hlýtur að hafa verið ódrekkandi í þessu landi eða að þarna hefur verið hitabeltisloftslag Brynhildur Briem og allir mjög þyrstir." Það er trúlega margt sem ýtir undir mikla neyslu á sætum gos- og svaladrykkjum hér á landi. Ma þar bæði benda á verð og aðgengi. Þessir drykkir eru oft lítið dýrari en mjólk, sérstaklega ef þeir eru keyptir í stór- um pakkningum. Áður fyrr voru gosdrykkir gjarnan í glerflöskum sem eru þungar og brothættar og erfiðar í flutningum. Þegar dósir komu til sögunn- ar voru umbúðirnar léttari og aðgengilegri og salan jókst. Með tilkomu stóru plast- flasknanna var enn frekar ýtt und- ir neyslu þessarar vöru. Hér áður fyrr var kókakóla aðeins selt í litlum flöskum (1,9 desilítrar) og í þungum trékassa voru 24 slíkar flöskur. I einum svona kassa eru rétt rúmlega fjórir og hálfur lítri af gosdrykk. Mér finnst ólíklegt að margar ís- lenskar fjölskyldur hafi keypt rúm- lega tvo og hálfan svona kassa fyr- ir venjulega helgi, en það er sama magn og er í 6 tveggjalítra flöskum sem oft sjást pakkaðir í plast í stór- mörkuðum. I verslunum eru líka til ýmsar tegundir af þykkum, sætum vökv- um með ávaxtabragði sem neytand- inn þynnir með vatni. Þessir drykk- ir eru vinsælir meðal barna og ungl- inga og ganga gjarnan undir nafn- inu djús. Með því að nota þessar vörur spara menn sér vatnsburðinn svo þær eru enn aðgengilegri en tilbúnir gos- og svaladrykkir. Samkvæmt könnun Manneldis- ráðs íslands frá 1993 á mataræði skólabarna er munur á gos- og svaladrykkjaneyslu eftir búsetu. Börn og unglingar sem búa í strjál- býli drekka minna af þessum drykkjum en þau sem búa í þétt- býli. Vatnsneysla er aftur á móti meiri í strjálbýli. Ekki er ólíklegt að bæði verð og aðgengi spili þarna inn í, því þessir drykkir eru oft dýrari úti á landi en í Reykjavík. Ef börn alast upp við það að hafa alltaf aðgang að sætum drykkjum er hætt við að þau venj- ist á hið sæta bragð og kunni ekkí að meta aðra drykki. Það er því seint ofbrýnt fyrir uppalendum að halda vatni og öðrum ósætum drykkjum að ' börnunum en nota sætu drykkina frekar spari. Þetta gildir auðvitað jafnt fyrir skólana og heimilin, því börnin dvelja þar oft stóran hluta dagsins. Ávaxtasafar og hunang Hér hefur verið rætt um tann-' skemmandi áhrif sykurs í gos- og svaladrykkjum. í ávaxtasöfum er ávaxtasykur og í hungangi er Tannskemmdir eru al- gengar á íslandi. Bryn- hildur Briem skrifar um mataræði skóla- _______barna._______ ávaxtasykur og þrúgusykur. Þessar sykurtegundir geta líka stuðlað að tannskemmdum, þó áhrifin séu ekki eins mikil og eftir venjulegan syk- ur. Það er því ekki lausnin að snúa sér að ávaxtasöfum í staðinn fyrir sæta gos- og svaladrykki eða nota hunang í stað sykurs. Vatnið er hollasti svaladrykkurinn! Sælgæti Þó sætir drykkir hafi verið gerð- ir hér að aðalumræðuefni er sæl- gætisát síst betra fyrir tennurnar. Það er hætt við að sælgæti sem klístrast við tennurnar og liggur lengi á þeim skemmi þær enn meira en sá sykur sem kemur úr drykkj- um. Sælgæti ætti því líka helst bara að nota til hátíðabrigða. Höfundur er næringarfræðingur. ítilefniaf tannverndardegi í TILEFNI af árleg- um tannverndardegi langar mig að beina orðum mínum til for- eldra og forráðamanna barna. Betri tannheilsa Margt hefur áunnist á undanförnum árum hvað varðar tannheilsu barna og unglinga. Má þar nefna aukna og bætta tannlæknaþjón- ustu og fræðslu. Nú fá allir grunnskóla- nemar hvar sem er á landinu fræðslu sem er í höndum tannfræð- inga. Þeir starfa fyrir tannheilsu- deild heilbrigðisráðuneytisins. Þrátt fyrir öflugt starf tann- lækna, tannfræðinga og annarra sem starfa að bættri tannheilsu finnst okkur ganga hægt að ná þeim árangri með börn og unglinga sem við teljum mögulegan. Fullnaðar árangur næst ekki nema með samstilltri vinnu foreldra og forráðamanna barna ásamt tann- heilsustéttum. Guðrún Stefánsdóttir Ábyrgð f oreldra Hver er svo ykkar ábyrgð, kæru foreldr- ar og forráðamenn? Þið stjórnið neyslu- og hreinlætisvenjum barna ykkar. Hvernig er þeim málum háttað á þínu heimili? Borðar barnið þitt dísætan morgunmat? Drekkur barnið þitt mjólk og vatn í stað sykraðra drykkja? Hvaða drykkjarvöru velur barnið í skólanum? Burstar barnið tennur sínar sjálft, eða hjálp- ar þú því að bursta? Fæst börn undir 10 ára aldri ráða við að bursta tennur sínar nógu vel sjálf. Ef við foreldrar tækjum höndum saman og gættum betur að neyslu- venjum barna okkar myndi það fljótlega skila sér í betri tannheilsu. Ódýrasti drykkurinn hollastur Beinum athyglinni að þeim drykkjarvörum sem í boði eru í grunnskólum. Nýmjólk og létt- mjólk kosta 11 kr., kókómjólk 40 kr. Trópí 56 kr og Svali 33 kr. Þetta getur verið eithváð örlítið breytilegt á milli skóla. Á þessu sést að svo skemmti- lega vill til að hollasti drykkurinn er einnig sá ódýrasti. Væri ekki ráð að hvetja börnin til að kaupa mjólkina. Það ætti að vera metnaður okk- Það á að vera metnaður foreldra, segir Guðrún Stefánsdóttir, að börn séu með heilbrigðar tennur. ar foreldra að börnin séu með heil- ar og heilbrigðar tennur. Munum að tennur barnanna okkar eru á ábyrgð okkar foreldr- anna. Höfundur er tannfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.