Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Krislján Ragnarsson telur koma til greina að yfirgefa NEAFC Stofnuð verði nefnd um karfann með Grænlandi KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegs- manna, segir í grein í Útveginum, fréttabréfi LÍÚ, að skoða eigi þann kost að ísland yfirgefi Norðaustur- Atlantshafsfískveiðinefndina (NE- AFC) og stofni sameiginlega stjómunamefnd með Grænlandi til að stjóma karfastofninum á Reykjaneshrygg, auk þess sem öðrum ríkjum verði boðin aðild. í greininni, sem rituð er seint í síðasta mánuði og fjallar um stöð- una í ýmsum deilum um veiðar á úthafínu, segir Kristján meðal ann- ars: „Þjóðir sem aldrei hafa veitt [á Reykjaneshrygg] ætla sér að senda tugi skipa á þessi mið á næstu vertíð. Þetta mun valda okkur miklum erfiðleikum með að komast að niðurstöðu. Ég óttast að á fundinum, sem halda á í Lond- on í byijun febrúar, verði málinu ekki ráðið til lykta. Ef svo fer hljót- um við að spyija okkur hvað sé til ráða. Þá hljótum við að skoða það með Grænlendingum hvort skynsamlegt geti verið að yfirgefa Norðausturatlantshafsfískveiðiráð- ið (NEAFC) og stofna sameigin- lega stjórnunamefnd með þeim. Einnig þarf að bjóða þeim þjóðum sem hafa stundað veiðar þama til samstarfs og freista þess að ná samkomulagi á þeim vettvangi um skiptingu karfastofnsins." Fundinum, sem Kristján vitnar til, lauk nú í vikunni án niðurstöðu en nýr fundur hefur verið boðaður í marz og hafa menn ekki gefíð upp alla von um samkomulag. Sættum okkur við umtalsvert minni kvóta í Smugunni Um deilumar um veiðar ís- lenzkra skipa í Smugunni í Bar- entshafi segir í grein Kristjáns: „Við höfum mælt með því við ís- lenzk stjórnvöld að þau ljúki þess- ari deilu með samningum, þar sem við sættum okkur við umtalsvert minni kvóta en nemur þeim afla sem við höfum veitt undanfarin ár, enda yrði þetta framtíðarkvóti okkar á þessu svæði. Þess vegna eigum við einskis annars kost á næsta ári en að halda veiðunum áfram, frekar að auka þær en minnka, ef ekki semst á þeim fundi, sem nú er framundan. Við teljum nokkuð gefandi fyrir það að fá ákveðinn framtíðarkvóta á þessu svæði, því það er nokkurri óvissu háð hvort við getum veitt í Barentshafi." Norðmenn bjóða Færeyjum fisk fyrir að loka á Island Loks segir Kristján í grein sinni að hann hafí „sannar heimildir fyrir því að Norðmenn hafí boðið Færeyingum ótakmarkað magn af síld úr norsk-íslenzka síldarstofn- inum, ef þeir aðeins lokuðu sinni lögsögu fyrir íslendingum og hættu samstarfí við okkur um síld- ina. Á sama tíma er þeim hótað að samningur á milli Norðmanna og Færeyinga um veiðar í Barents- hafí verði ekki endurnýjaður." Hrafn Gunnlaugsson heldur gæsir í Laugarnesinu Morgunblaðið/Þorkell GÆSIR Hrafns við hús hans í Laugarnesinu, Hús andanna, sem nú er hús gæsanna. Hin myndin sýnir egg í hreiðri í byrjun febrúar, en það er heldur en ekki óvenjuleg sjón. „MAÐUR öfundar gæsimar af fjömgfu ástarlífi í kringum húsið. Eggin hafa verið héma út um alla móa í góðvirðinu. Hrafnarnir hafa kæst og verið kámugir um munninn eins og eftir ommelettu- át,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður og ábú- andi í Laugarnesinu. Gæsirnar tóku upp á því að verpa í hlýind- unum að undanförnu. Hrafn sagðist hafa haldið gæs- ir við húsið frá því í fyrrasumar. Hann fékk 4 heiðargæsir austan af landi og 3 grágæsir af Suður- landi. Tveir bastaðrar eru fengn- ir úr gæsastofni Stefnis heitins bónda í Laugardalnum. Tvær gæsanna em steggir, ein hefur sýnt tvíkypja hegðun og aðrar em kvenkyns. í Húsi andanna Hrafn sagðist ekki vita hvaða áhrif varp gæsanna myndi hafa á eðlilegan varptíma í vor. „Ég veit bara að þegar þíðan og bleyt- an vom sem mest fóru þær að busla hér í mýrinni fyrir ofan með fjörmiklum látum og hrifn- ingu, enda hafa þær haldið að vorið væri komið. Nú aftur á Eggút um alla móa móti frjósa eggin,“ sagði hann. Hann sagði að gæsirnar hefð- ust við í litlu jarðhúsi á nótt- unni. „Húsið var upphaflega byggt fyrir endur og var því gefið nafnið Hús andanna, og hafa gæsirnar lagt undir sig húsakynnm og halda þar til á nóttunni. Á daginn vappa gæsirn- ar um fyrir utan og banka með nefinu í glugga til að sníkja brauð. Þær eru í leynifélagi með bakaranum í hverfinu, fá hjá honum brauð og sætindi þegar harðnar í ári. Annars virðast mér þær bíta gras og una hag sínum vel, a.m.k. sýna þær ekki á sér fararsnið." Hrafn sagðist ekki hafa trú á öðm en nágrannar hans í Laug- arnesinu hefðu skilning á lifnað- arháttum málleysingjanna. „Eg sé fólk stundum laumast hingað með brauðbita handa gæsunum á sunnudögum. Gæsirnar eru spakar og sé farið vel að þeim éta þær úr lófa. Eins og þú getur ímyndað þér er auðvitað alveg dýrlegt að hafa svona líf í kring- um sig,“ sagði hann og tók fram að af og til kæmu endur af Tjörn- inni í heimsókn til gæsanna upp í Laugarnes. „Ætli næsta fjölm- iðlafár verði ekki að endurnar á Tjörninni flytji upp í Laugarnes. Það er (jóst hveijum fjölmiðlar myndu kenna um þau náttúru- spjöll." Hrafn vinnur við skriftir og vonast til að geta fljótlega hafist handa við kvikmynd eftir Píslar- sögu Jóns Magnússonar. Hann hefur fengið í lið með sér sænska kvikmyndaframleiðandann Bo Jansson og aðalhlutverkið leikur María Bonnevie sem lét aðalhlut- verkið í Hvíta víkingnum. Hún hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í nýjustu mynd Billie Augusts. Biskup og víffslubiskup leggjast gegn opnum safnaðarfundi í Langholtssókn "i Cfast um að gengi ð verði gegn vilja biskups SÓKNARNEFND Langholts- kirkju samþykkti í gær að fela þriggja manna framkvæmda- nefnd að ákveða hvort boðað yrði til opins safnaðarfundar vegna deilnanna í kirkjunni. Sjötíu manns úr söfnuðinum höfðu skor- að á sóknarnefndina að boða til fundarins. Biskup og vígslubiskup leggjast gegn því að hann verði haldinn. Guðmundur E. Pálsson, formaður sóknarnefndarinnar og framkvæmdanefndarinnar, segist efast um að gengið verði gegn vilja biskups. Endanleg ákvörðun um hvort fundurinn verður hald- inn hefur hins vegar ekki verið tekin. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru þijú mál tekin fyrir á fundinum. Fyrsta málið varðar fjármál safnaðarins og var í því sambandi ákveðið að samþykkja skuldbreytingu til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar viðgerðir á kirkjunni og lóð hennar. Annað mál á dagskrá fundarins var beiðni Báru Friðriksdóttur, umsjónar- manns, barnastarfs, um leyfí til að njóta aðstoðar Jóns Stefánsson- ar, organista, við bamamessu. Bára hefur gert ráð fyrir hljóð- færaleik í áætlun um barnastarfið í vetur. Eins og fram hefur komið hefur sr. Flóki ekki óskað eftir þjónustu Jóns við helgihald í kirkj- unni framvegis. Niðurstaða fund- arins var að í stað hefbundins bamastarfs yrði farið í heimsókn í aðra kirkju með börnin næstkom- andi sunnudag. Biskup hrósar sóknarnefnd Að lokum var tekin fyrir áskor- un 70 manns úr söfnuðinum um að haldinn yrði opinn safnaðar- fundur um deilurnar í sókninni. Guðmundur E. Pálsson, formaður sóknarnefndarinnar, sagði að fundinum hefði borist bréf frá vígslubiskupi og biskupi íslands vegna málsins og hefðu báðir lagst gegn því að fundurinn yrði hald- inn. Biskup hrósar sóknarnefnd- inni fyrir afstöðu sína í bréfinu og segist m.a. meta mikils að hún hafi frekar látið ýmislegt yfir sig ganga en að ijúfa samstöðu við sig og Eirík Tómasson við lausn málsins. Niðurstaða sóknamefndar var að fela þriggja manna fram- kvæmdanefnd að ákveða hvort boðað yrði til safnaðarfundarins. Guðmundur veitir framkvæmda- stjórninni forystu en aðrir í henni eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, gjaldkeri, og Anna María Ög- mundsdóttir, ritari. Að auki hafa varaformaður sóknarnefndarinnar og einn sóknarnefndarmaður setið fundi framkvæmdanefndarinnar. Guðmundur sagði að fram- kvæmdanefndin hefði enn ekki fundað vegna safnaðarfundarins. Hins vegar sagðist hann efast um að gengið yrði gegn vilja biskups. Guðmundur viðurkenndi að það sjónarmið hefði komið fram á fundinum að fyrst hægt væri að halda opna fundi hvar sem væri í söfnuðinum væri eins gott að halda fundinn í sjálfri kirkjunni. Ríkisútvarpið Dagskrár- sljóri sjón- varps seg-- ir upp SVEINBJÖRN I. Baldvinsson, dag- skrárstjóri sjónvarps, hefur sagt starfi sínu lausu frá 1. mars næst- komandi, en uppsagnarfrestur er 3 mánuðir. Sveinbjöm sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki tekið þessa ákvörðun í neinni skyndingu, en hins vegar hefði neitun útvarps- ráðs á erindi hans um að ekki yrði um þátttöku ís- lands að ræða í Eurovision- söngvakeppninni i ár ráðið tímasetningu þess að hann tilkynnti um uppsögn sína núna. Sveinbjörn sagði að hann hefði tekið fram í uppsagnarbréfi til framkvæmdastjóra sjónvarps að sér fyndist nauðsynlegt og blasa við að Ríkisútvarpið þyrfti að laga sig að breyttum aðstæðum og nýjum tímum og marka sér nýja stefnu, en sér fyndist engin hreyfing vera í þá átt. „Ég hef æði oft staðið í bréfa- skriftum og sett fram ýmsar hug- myndir í þessu sambandi sem ekki hafa leitt til neins. Mér finnst ég hafa annað við lífið að gera heldur en að standa í svona vonlítilli bar- áttu,“ sagði Sveinbjörn. Stúdentum boðinn aðgangur að gagnasafni Morgunblaðsins STÚDENTUM við Háskóla ís- lands býðst nú aðgangur að gagnasafni Morgunblaðsins í gegnum alnetið. I gagnasafninu eru yfír 360 þúsund greinar og fréttir sem birst hafa í Morgun- blaðinu frá 1987. Aðgangur þessi er boðinn í sam- vinnu við verk- og kerfísfræðistof- una Streng hf. Hann býðst stúd- entum Háskóla íslands fyrstum til reynslu en ef viðbrögð þeirra verða góð, verður nemendum annarra skóla boðinn hann einnig. Stúdentar geta sent Streng tölvupóst í gegnum alnetið, á net- fangið: moggistrengur.is, og keypt sér aðgang að gagnasafninu með því að gefa upp greiðslukortanúm- er eða farið í Bóksölu stúdenta og skráð sig þar. Aðgangurinn að gagnasafninu kostar 1.000 krónur á önn og hver fyrirspurn 15 krón- ur að auki. Kostirnir við þetta fyrirkomulag felast í því að á alnetinu geta stúd- entar nálgast upplýsingar úr gagnasafninu og heimildir fyrir ritgerðir og verkefni sem tengjast náminu án þess að fara úr sínu eigin vinnuumhverfi. Aðgangur að gagnasafninu fylgir áskrift að Morgunblaðinu á alnetinu. I > > > i > I I i I » I I » V » » © i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.