Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 9 FRETTIR Vatn úr tærðum lögrium drykkjarhæft eftir að litur er horfinn 4,2 tonn af zínki í frá- rennsli í Reykjavík FJÖLDI kvartana hef- ur borist Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur vegna brúnleits drykkj- arvatns í nýrri hverfum Reykjavíkurborgar og hefur stofnunin unnið að rannsóknum á or- sakavaldinum, innri tæringu í lögnum. z p j cn 02 - Lislhúsinu í Luusuninl s Gallerí Gjafavörur í SÉRFLOKKI Myndlist, Leirlist Glerlist, Smíðajárn Listspeglar, Vindhörpur L 2HeC.tö W‘ ! , Ih &' ft Hinir vinsælu velourgallar eru komnir Nýtt snib • Nýir litir .póstVtró*°" Gullbrá, snyrtivöruverslun, ^ Nóatúni 17, sími 562-4217. Morgunblaðið/Kristinn HEILBRIGÐISEFTIRLITIÐ vinnur að rannsókn á efna- innihaldi neysluvatns Reykvikinga. SIGURÐUR Hallsson verkefna- stjóri hjá Heilbrigðiseftirlitinu segir enga gerlamengun í vatninu og það sé því ekki skaðlegt, en hins vegar geti járn farið yfir þau mörk sem miðað er við. Hann segir tæringuna stafa af hönnun- argöllum í pípulögnum og röngu efnisvali, auk þess sem vatnið sé nú basískara en áður. „Fólk er hins vegar það skyn- samt að drekka ekki litað vatn og lætur það renna þangað til lit- urinn hverfur. Sem betur fer er vatnið drykkjarhæft þegar litur- inn er horfinn, eri það tekur mis- munandi langan tíma að gerast, eftir því hversu tæringin er mik- il,“ segir Sigurður. Þarf að taka fyrir Hann segir mælingar á zínki í frárennsli frá Reykjavík sýna að það er um 4,2 tonn á ári, en ekki eigi að vera mikið zínk í fersk- vatni eða hitaveituvatni, þannig að mest megnis komi þetta úr pípulögnum. Þetta sé óeðlilega mikið magn. „Þetta er eitthvað sem þarf að taka mjög alvarlega fyrir og verður sjálfsagt gert núna þegar menn átta sig á því hvað þetta er víðtækt," segir hann. Heilbrigðiseftirlitið hefur efna- greint vatnið og er þar að finna zínk og járn í talsverðum mæli. Það er gruggugt eða mórautt ásýndum, sérstaklega sýni sem tekin hafa verið í byggingum þar sem vatnið nær að standa í pípum og hitna. „Það er í fyrsta lagi mæli- kvaröi á tæringuna hvað vatnið hitnar mikið og hversu lengi það stendur. Vatnið hitnar bæði nærri hitavatnspípum og inni í vel ein- angruðum húsum. Yfir 30% af súrefni getur losnað úr vatninu, sem er orsök tæringarinnar. Hún er dreifð og ef súrefni er í mis- munandi styrkleika á flötum sem eru í návígi við hvor annan, leiðir það til þess að tæring getur orðið á súrefnislausa svæðinu þó að þar sé sami málmur. Aðrar orsakir má rekja til þess að vatnið okkar er tiltölulega bas- ískt og meira en það var, því að nú tökum við vatn úr jörðu en ekki af yfirborði sem hefur sín áhrif. Sumir telja þetta hafa breyst um 1984-86, og það er ástæða til að athuga hvort sýra þurfi vatnið," segir Sigurður. Lagt langar leiðir Hann kveðst telja ijóst að ef lagnirnar eru nýlegar finnist meira magn af zínki en snúist þetta við, þannig að meira ber á járni, bendi það til að zínkið sé að miklu leyti horfið. Tiltölulega auðvelt sé að finna þær lagnir sem tæringin á sér upptök í, og þá sé hægt að skipta um þá hluta sem um ræðir eða lagfæra. „Eitt dæmið sem við höfum um tæringu er þar sem vatnið fer upp í gegnum blokk sem byggð var 1972 og síðan lárétt niður í gegn- um sömu blokk. í leggnum sem vatnið fer niður um eru alls stað- ar fyrstu bunurnar brúnar og þá er ætlunin að breyta lögninni Nefnd SÞ um réttindi barna Langur vinnutími foreldra áhyggjuefni NEFND Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna segir í lokaathuga- semdum sínum um réttindi barna á íslandi að langur vinnutími for- eldra kunni að ganga gegn þeim meginhagsmunum barna að dvelj- ast meðal fjölskyldna sinna. Nægi- legar ráðstafanir hafi ekki verið gerðar af hálfu íslenskra stjórn- valda til að koma í veg fyrir að börn séu ein heima meðan foreldr- ar þeirra eru að vinna. Skortur á dagvistarrými á Islandi sé áhyggjuefni. Nefndin hvetur til þess að ís- lensk stjórnvöld grípi til viðeigandi ráðstafana til að vinna gegn mis- rétti milli karla og kvenna hvað þannig að vatnið fari upp báðum megin, í stað þessa að fara langa leið. Þetta er eitt vandamálið í mörgum lögnum hér, að verið er að leiða lagnirnar þvers og kruss, kannski hundruð metra eftir endi- löngum byggingum," segir hann. Ekki hefur verið leyft að leggja annað en galvaníseruð neyslu- vatnsrör í Reykjavík en hinar Norðurlandaþjóðirnar eru al- mennt hættir því, Svíar t.d. fyrir fjörutíu árum að sögn Sigurðar. Þar er kopar algengur og pípur sverar. „Þetta er hönnunaratriði og þarf að taka efnið í pípunum fyr- ir, en bæði ryðfrítt stál, plast og kopar koma til greina. Að ýmsu leyti erum við mjög aftarlega í pípulögnum, eins og sést t.d. á að heitavatnslagnir eru sums staðar í mjóum koparpípum og menn geta séð tæringuna sem brennisteinsvetnið veldur, auk þess sem mjóu pípurnar leiða til að vatnið fer hratt, þannig að þær skemmast hratt,“ segir Sigurður. MaxMara JLJtsala Mari OpiðídagkL 12-17 Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - s. 562-2862. I sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! Húsgagnaútsala 15-70% afslætti Selum næstu daqa mikið úval húsgagna með Armstólar króm hv/leður 4 saman kr. 31.900, núkr. 20.000. snertir laun, þar sem mikill launa- munur kynjanna geti skaðað hags- muni barna, elnkum á heimilum einstæðra mæðra. Nefndin mælist til þess að máls- meðferðarreglur um forsjá og um aðskilnað barna frá foreldrum sín- um sæti frekari endurskoðun svo tryggt sé að hagsmunir bams séu ætíð fyrst hafðir að leiðarljósi. Nefndin er ekki ánægð með að samningurinn um vernd og umönnun barna hefur ekki verið tekinn upp í íslensk lög. Það veld- ur nefndinni áhyggjum að nokkuð skorti á að samningurinn endur- speglist að fullu í landslögum og reglugerðum. Eldhúsborð, míkið úrval, t.d. 80x80 kr. 17.100, nú kr. 6.840. Hjónarúm hv/beyki kr. 77.900, nú kr. 40.000. Hilla lúg m/júrnstoðum kr. 6.400, nú kr. 2.900. Borðstofuborð 6 kantað hv/sv. kr. 44.900, nú kr. 30.000. Veggsamstæða, hvít, kr. 89.500, nú kr. 44.700. Sófasett 3-1-1 tau, kr. 141.600, nú kr. 106.000. Jórnrúm 150 cm kr. 41.000, nú kr. 30.700. O.fl, O.fl ... OPIÐ I DAG FRA KL. 10-16. 24 mán. HÚSGAGNAVERSLUN 36mán Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.