Morgunblaðið - 03.02.1996, Side 37

Morgunblaðið - 03.02.1996, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 37 FRIÐGEIR JÓNSSON + Friðgeir Jóns- son var fæddur í Yztafelli í Suður- Þingeyjarsýslu 28. janúar 1927. Hann lést á sjúkrahúsinu á Húsavík hinn 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga Friðgeirsdóttir frá Finnsstöðum og Jón Sigurðsson bóndi og rithöfund- ur í Yztafelli. Að loknu námi við Al- þýðuskólann á Laugum í Reykjadal þar sem hann stundaði m.a. smíðanám vann hann auk bústarfa heima í Yztafelli oft við byggingar og ýmsar smíðar. Hann bjó síð- an félagsbúi í Yztafelli á móti bróður sínum Sigurði og konu hans Kolbrúnu Bjarnadóttur. En allt fi á því að skógrækt var hafin í Fellsskógi í samvinnu við Skógrækt ríkis- ins um 1960 stund- aði Friðgeir skóg- rækt og umhirðu nýskóga í vaxandi mæli. Hin síðari ár tóku skógræktar- störfin allan tíma Friðgeirs á meðan að þeim var hægt að vinna. En hann hafði þá í sinni umsjá auk Fells- skógar, skógrækt- arsvæði Skógrækt- arfélags Suður- Þingeyinga í Foss- seli. Auk þess vann hann við gróðursetningu bændaskóga. Frá 1. maí 1992 bjó Friðgeir Jónsson á Húsavík með sam- býliskonu sinni Klöru H. Har- aldsóttur frá Kaldbak á Rang- árvöllum. Útför Friðgeirs fer fram frá Þóroddsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Á HVERJU sumri fram á unglings- ár fórum við systkinin með foreldr- um okkar norður í Yztafell. Þessar ferðir höfðu mikil áhrif á okkur. í þeim sköpuðust ekki bara tengsl við afa, ömmu og ættingjana heldur líka við landið og náttúruna. Fyrir norðan er náttúra landsins fegurst, er skoðun sem þá tók bólfestu í hugum okkar. í minningu okkar var og verður Geiri frændi hluti af þess- ari náttúru. Fyrstu kynni okkar af Geira tengdust alltaf náttúrunni. Hann fór austur í skóg á daginn að vinna og veiða. Sem krakkar munum við eftir skottum af rebba sem hann hafði skotið, yrðlingum sem hann tók með heim og löxum sem voru á stærð við okkur. Þegar við vorum orðin eldri fórum við í skóginn með pabba að hitta Geira. Það voru margir trjáreitirnir sem hann gat sýnt okkur og alltaf urðu trén stærri og fallegri eftir því sem árin liðu. Skógurinn var hans ríki- dæmi og ævistarf. Það er ekki fyrr en núna þegar okkur er hugsað til hans að okkur verður ljóst að hann hefur byggt sér minnisvarða sem mun endast lengur en mörg önnur mannanna verk. Það sem Geiri tók sér fyrir hend- ur gerði hann af mikilli eljusemi og sýndi mikið úthald. Hann gerði vel það sem hann vildi gera og þar náði hann árangri. Hann gat hugs- að fyrir hverri plöntu og vandað sig þegar henni Var valinn réttur stað- ur, en gat verið eins og í öðrum heimi þegar hann ók bíl. Þannig gerði hann upp á milli dauðlegra hluta og þess sem hafði líf og til- gang í náttúrunni. Hann var ekki með fleiri eða betri verkfæri og hluti en hann þurfti og átti það jafnt við um heimili, vinnu og veiði- skap. Hann var nægjusamur og lét hluti duga þótt þeir létu á sjá. Með listrænum útskurðí í tré geymdi hann minningar, sagði sögur og túlkaði það sem hann sá í náttúr- unni en við hin sáum ekki. Skógar- fell, húsið, sem hann byggði í Fells- skógi og skreytti að innan með út- skurði, á sér fáa líka. Það er margt í lífi Friðgeirs sem vert væri að minnast en verður ekki gert hér. Einn kafla í lífi hans verðum við þó að nefna en það eru árin sem hann átti með Klöru Har- aldsdóttur frá því að þau kynntust upp úr 1990 og fram á síðasta dag. Geiri og Klara kynntust og eignuð- ust hvort annað í gegnum sameigin- legt áhugamál sitt, skógræktina. Ef segja ætti sögu af ungu og róm- antísku pari þá mætti allt eins segja sögu þeirra þann tíma sem þau áttu saman, þannig ljómaði af þeim. Við bróðurbörn Friðgeirs þökk- um honum nú að leiðarlokum allt sem hann kenndi okkur og var okk- ur og sendum Klöru innilegar sam- úðarkveðjur. Sigrún, Helga, Jón Erlingur og Úlfhildur Jónasarbörn. Ég vil með þessum línum minnast frænda míns; Friðgeirs Jónssonar frá Ystafelli. Ég kynntist honum sem ungur drengur þegar afi minn og amma, foreldrar Geira stóðu fyrir búi í Ystafelli. Smám saman varð breyting á - þeir móðurbræður mín- ir Friðgeir og Sigurður tóku að mestu við búinu, eins og eðlilegt var. Þeir skiptu að nokkru með sér búskapnum bræður og var féð meira á höndum Geira. Lengst af bjó hann í Ystafelli í félagi við Sig- urð og konu hans Kolbrúnu Bjarna- dóttur. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að vera mikið með þessum frændum mínum á sumrin, og þá einkum Geira, því hentugt þótti að hafa strákling til að hlaupa fyrir ærnar. Þær stundir lifa í minning- unni. Jafnframt og ekki síður þær stundir sem við áttum saman úti í náttúrunni við veiðiskap, lax- og silungsveiðar að sumri og rjúpna- veiðar að hausti. Friðgeir var mik- ill náttúruunnandi og hafði þann fágæta eiginleika að kunna að lesa náttúruna sér til gagns. Þetta var væntanlega það sem gerði hann að þeim slynga veiðimanni sem hann var. Mér, ungum manninum, þótti það í fyrstu jaðra við galdur hvern- ig hann bar sig að. Hann virtist vita hvar og hvenær veiði var von. Hann kunni öðrum betur að lesa straumfall og hegðun vatnsins. Hann hafði einnig þessa nauðsyn- legu náttúru veiðimannsins að átta sig á hegðun bráðarinnar og skilja viðbrögð hennar við breytileika náttúrunnar. Það var mér því mikill skóli í veiðum og náttúruupplifun að verða þess aðnjótandi að hefja veiðiferil minn undir handleiðslu hans þegar ég fór að fara með honum til veiða í Skjálfandafljót. Fara í Fljótið eins og það var kallað. Ánægjustundir okkar Geira í Fljótinu urðu margar og munu lifa í minningunni. Friðgeir var ekki bara mikill veiðimaður heldur var honum mjög umhugað um að vernda og fegra náttúruna. Hann gerðist snemma handgenginn skógræktarhugsjón- inni og má með sanni segja að hann hafi helgað henni líf sitt öðru frem- ur. Um það bera skógræktargirð- ingin í Ystafelli, Ystafellsskógur og Fossselsskógur fagurt vitni, því sú skógrækt sem þar hefur verið stunduð er að stórum hluta hans verk. Engum sem þekkti Geira blandaðist hugur um að hann undi sér hvergi betur en í skóginum, þar var hans draumaland. Með skóg- ræktarstarfmu reisti hann sér minn- isvarða sem óx með honum síðustu árin og mun standa sem vitni um eljusemi hans um ókomin ár. Hin seinni árin mátti með sanni segja að hann væri skógarbóndi einn örfárra hér á landi, því hann liafði meginhluta tekna sinna af skógamytjum bæði í eigin skógi og við skógrækt á vegum Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags Suð- ur-Þingeyinga. í Ystafellsskógi byggði hann sér einnig veiðihús, Skógarfell, og sameinaði þar hin ýmsu áhugamál sín. Ánægjustund- irnar í Skógarfelli urðu margar. Þessum sérstæða frænda mínum var margt til lista lagt. Hann hafði mikla ánægju af að skera út í birk- ið úr skóginum. Hann renndi og skar út ýmsa muni og húsgögn sem ættmenni hans og vinir geta glaðst yfir að eiga, og „ekta“ veiðisögu skar hann út í innviði hússins í skóginum. Hann var ekki smásmíði laxinn sem þar kom á land. Úr ferð- um okkar í Fljótið er djúp og falleg bassarödd Geira hluti þeirrar stemmningar sem ég upplifði. Á slíkum stundum fannst okkur við standa næst almættinu. Landið, við, söngurinn, blandaður fljótsniðnum og fuglasöng, rann saman í einstak- an náttúruóð. Fyrir nokkrum árum bættist ný vídd í líf Geira. Hann kynntist Klöru H. Haraldsdóttur sambýliskonu sinni og bjuggu þau saman á Húsavík síðustu árin. Ég er viss um að fátt hefur verið hon- um meira virði í lífinu en að kynn- ast henni. Það var unun að upplifa þá útgeislun sem frá þeim stafaði hvar sem þau fóru. Nú er Geiri farinn frá okkur yfir í hinar eilífu veiðilendur, en eftir lifir hjá okkur dýrmæt minning um góðan dreng. Jón Árnason. Hann Geiri frændi er dáinn, frétt- in kom ekki á óvart, við vissum að hveiju dró, þó aðdragandinn væri ekki langur. Þegar leiðir skiljast er margs að minnast. Geiri var alltaf fastur gunktur í lífi okkar systkin- anna. Ég held að ég muni fyrst eftir honum sitjandi á dráttarvélinni „Grána gamla“ eins og við kölluðum hana, ég fékk að dingla með, Geiri var með pípuna í munninum og söng hástöfun. Hann var alltaf syngjandi, kannski ekki alltaf lag sem maður þekkti, svo bommaði hann eins og við sögðum. Athafna- semin fylgdi honum fram í andlát- ið, á dánarbeðinum hafði hann áhyggjur af því sem hann átti ógert. Við lofuðum honum að sjá til þess að hlutirnar yrðu unnir, og það verðum við að standa við. Geiri var sannkallað náttúrubarn, hann undi sér best úti í náttúr- unni, með gróðri jarðar og lífsstarf hans einkenndist af því. Skógrækt og náttúruvernd voru hans líf. Hann hafði ofurtrú á því sem jörðin gefur og sýndi að sú trú var á rökum reist. Hans bestu stundir voru vafa- laust þegar hann var staddur í Fells- skógi og sá trén sem hann hafði gróðursett orðin einnar, tveggja eða jafnvel þriggja mannhæða há og ræktunarstarfið var farið að bera arð í eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Stærsta gæfusporið í lífi Geira var þegar hann kynntist Klöru og hóf með henni sambúð. Þegar ég hitti Klöru fyrst, á sólbjörtum og hlýjum sumardegi, var hún eins og sólargeislarnir sem glömpuðu á Skjálfanda, svoleiðis kynntumst við Klöru. Hún lýsti upp umhverfið og lífið hans Geira, þau áttu saman nokkur yndisleg ár, ár sem aldrei verða fullþökkuð og óskandi hefði verið að þau hefðu orðið fleiri. Heimilið þeirra er fallegt og ber þess Ijósan vott hvað Geiri var mik- ill listamaður. Útskornir stólar, myndir, hillur og fleira eru fallegur minnisvarði og eiga eftir að bera lístrænum hæfileikum Geira fagurt vitni um ókomin ár. Ánægðastur var hann með þá hluti, sem liann vann úr birki úr Fellsskógi, enda hafa þeir sérstaka þýðingu í hugum þeirra sem þá eiga. Á meðan Geiri lá á Sjúkrahúsinu á Húsavík, áttaði ég mig enn betur en áður á því að þó Geiri ætti enga afkomendur, leit hann á okkur systkinabörn sín sem afkomendur sína, þannig að í rauninni átti hann stóran afkomendahóp. Hann var okkur systkinunum meira en föður- bróðir, liann tók þátt í uppeldi okk- ar á sinn hátt og fylgdiset vel með okkur í gleði og sorgum. Þegar við eignuðumst okkar börn, var eins og hann væri að eignast sín barna- börn. Á afmælum þeirra var Geiri ávallt ómissandi gestur, eins og afar og ömmur. Þegar við vissum að það var að koma að leiðarlokum hjá Geira, hjálpaði hann okkur á ótrúlegan hátt að sætta okkur við orðinn hlut. Hann var ákveðinn í að taka því sem að höndum bar með æðruleysi og með Klöru sér við hlið voru síð- ustu dagarnir fallegir og gefandi. Þegar ég kom inná sjúkrastofuna til þeirra einn janúarmorguninn, voru glitský á himni, Klara stóð við gluggann og dáðist að útsýninu og hún lét snúa rúminu hans Geira svo hann gæti notið fegurðar himinsins með henni. Við blasti skógræktar- girðingin í Húsavíkurfjalli, glitský á himni og sólaruppkoman. Saman nutu þau þess sem fyrir augun bar og ég fann að þetta var ekki i fyrsta skipti sem þau í sameiningu dáðust að fegurð náttúrunnar og ég veit að i' þeirra augum var ekkert til fallegra en litbrigði jarðarinnar. Það að kveðja er okkur alltaf svolítið erfitt, þó vitum við að lífið heldur áfram og það væri ekki Geira að skapi að vera að velta sér of mikið upp úr sorginni. Ég þakka fyrir samfylgdina og leiðsögnina, við eigum góðar minningar sem ekki verða frá okkur teknar, við geymum þær og minnumst samvist- anna við Geira með gleði og þökk og látum brosin hennar Klöru lýsa upp tilveruna. Regína Sigurðardóttir. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem líflð gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfír lífinu. (Höfundur óþekktur.) Mánudagurinn 29. janúar er einn þeirra daga sem festast okkur í minni. Friðgeir frændi er dáinn og þó kom andlát hans engum á óvart úr því sem komið var. Minn- ingarnar frá bernsku okkar heima í sveitinni bijótast fram. Friðgeir var einn af föstu punktunum í til- veru okkar og oft var sagt: „Við skulum bera þetta undir Friðgeir." Oftast var verið að tala um ræktun eða búskap. Þar var hann á heima- velli. Aðaláhugamál hans voru skógrækt og veiði, en svo var hann líka bóndi. Hann var léttur í spori í kringum ærnar sínar og oft var ekki sofið mikið á vorin um sauð- burðinn og minnumst við margra stunda úr fjárhúsunum. Friðgeir var listamaður með vasahnífínn sinn og margir hlutir minna okkur á snilld hans. Þar ber hæst Skógarfell, húsið sem hann byggði í Fellsskógi. Það er allt meira og minna útskorið að innan. Og margar góðar stundir átti hann í því húsi þegar hann var að veiða í Fljótinu. í Skjálfandafljóti þekkti hann alla veiðistaðina og vissi alltaf hvar best var að reyna en það gat farið eftir veðri. Friðgeir hafði yndi af söng og fyrstu minningar okkar eru tengdar Mysukvartettinum heima í stofu. í mörg ár söng hann í kirkjukór Þóroddsstaðakirkju og í karlakórnum Hreim frá stofnun hans. Friðgeir vann eingöngu við skógrækt síðustu árin bæði í Fells- skógi og Fossselsskógi. í gegnum skógræktina kynntist hann sambýl- iskonu sinni, Klöru Haraldsdóttur. Þau bjuggu á Húsavík í nokkur ár og það voru bestu ár ævi hans. Hann vann í skógunum á sumrin og á veturna smíðaði hann og skar út. Síðasta árið bjuggu þau á Gils- bakka sem hann var byijaður að endurbæta. í dag kveðjum við kær- an frænda og þökkum stuðninginn og hjálpina öll þessi ár. Ei leita láns í álfum vort lán býr í oss sjálfum í vorum reit, ef vit er nóg. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Ragnhildur og Helga Ingólfsdætur. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR frá Ljótshólum, Drápuhlíö 42, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 1. febrúar. Anna Grímsdóttir, Runólfur Þorláksson, Eiríkur Grímsson og barnabörn. Eiginkona mín og móðir, KATRÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Birkihvammi 2, Kópavogi, lést á heimili sínu að kvöldi miðvikudagsins 31. janúar. Bjarni Jóssfsson, Ragnheiður Bjarnadóttir. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÁSMUNDUR HÁLFDÁN MAGNÚSSON fyrrv. verksmiðjustjóri, Eyrarstíg 1, Reyðarfirði, lést á heimili sonar síns í Reykjavík föstudaginn 2. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Kristjánsdóttir, Halldóra Þórdís Ásmundsdóttir, Jóhanna Hrefna Ásmundsdóttir, Ásmundur Ásmundsson, Kristján Pétur Ásmundsson, Magnús Ásmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.