Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Silli FRÁ undirritun samnings, Arnar Guðlaugsson, Þorgeir B. H löðversson, Ingólfur Freysson og Jón Stefán Einarsson. Völsungar verða í Puma búningum IFULLUM GANGI LAUGAVEGI 20 • SÍMI 552-5040 FÁKAFENI 52 • SÍMI 568-3919 KIRKJUVtG110 • VESTIVl • SÍMI 481-3373 LÆKJARGÖTU 30 HAFMARF. • S. 5655230 Húsavík - íþróttafélagið Völsung- ur á Húsavík undirritaði um síð- ustu helgi fjögurra ára búninga- samning við Kaupfélag Þingey- inga og heildverslun Ágústar Ár- manns, umboðsmanns Puma á Is- landi, og munu allar deildir félags- ins fá sérhannaða búninga og keppa undir merki Puma næstu fjögur árin. Samninginn rituðu fyrir hönd Völsungs Ingólfur Freysson og Arnar Guðlaugsson og fyrir kaup- félagið kaupfélagsstjórinn Þor- geir B. Hlöðversson og Jón Stefán Einarsson. Ingólfur sagði þetta fyrsta stóra samninginn sem Völsungur hefði gert við styrktaraðila og fagnaði honum vel því hann styddi mjög við starfsemi félagsins og þó kaup- félagið hefði oft stutt félagið, hefði það aldrei gert það eins vel og með þessum samningi. Reyðarfjörður Gamlir togarar geymdir við bryggju Reyðarfirði - Á haustdögum gaf hafnarnefnd ReyðarQarðar út aug- lýsingabækling þar sem kostir hafn- arinnar og fjölþættir möguleikar voru tíundaðir. Nú skyldi höfnin geta sem best þjónustað umferð jafnt fiskiskipa sem flutningaskipa. Fréttaritari sem og aðrir Reyðfirð- ingar hafa tekið eftir skipakomum og vélta því fyrir sér hvort markaðs- setningin sé að bera árangur. Hér hafa gamlir og þreyttir togarar fund- ið sér athvarf til að ryðga niður í ró og næði í vetrarblíðunni. Um er að ræða togarana Jón Víd- alín, í eigu Samherja, og Hágang II sem gerður hefur verið út frá Vopnafirði. Einnig liggur hér úreld- ingarbáturinn Haftindur. Hann hef- ur nú reyndar legið við bryggju það lengi að hann hlýtur að teljast hafn- armannvirki. Hinir, þeir stærri, eru nýlega komnir og gert ráð fyrir að þeir liggi hér a.m.k. til vors. Morgunblaðið/Hilmar Siguijónsson JÓN Vídalín liggur nær bryggju, Hágangur II utan á og Haftindur þvert. MALVERKAOPPBOD Á HÓTEL SÖGU SUNNUDAGINN 4. FEBRÚAR KL. 20.30 BOÐIN VERÐA 80 VERK, T.D. EFTIRJ.S. KJARVAL, ÁSGRÍM JÓNSSON, FINN JÓNSSON, JÓN STEFÁNSSON, ÞÓRARINN B. ÞORLÁKSSON, ÞORVALD SKÚLASON, JÓN ENGILBERTS OG MUGG. UPPBOÐSVERKIN ERU SÝND í HINUM NÝJU SALARKYNNUM GALLERÍ BORGAR ÍAÐALSTRÆTI6 (MORGUNBLAÐSHÚSINU) ÍDAG OG Á MORGUNKL. 12.00-18.00. ANTIKVEBSLÐN OKKAR HEFUR VERIÐ FLUTT ÚR FAXAFENI5. VIÐ EIGUM VONÁ STÓRRISENDINGUAF GLÆSILEGUMANTIKHÚSGÖGNUM OG OPNUM EFTIR NOKKRA DAGA í 350 M2 HÚSNÆÐIÍAÐALSTRÆTI6. við INGÓLFSTORG SÍMI552 4211 Morgunblaðið/Svanur/Theodór AFREKSFÓLK í íþróttum í Borgarbyggð, fremri röð frá vinstri, Einar Trausti Sveinsson, boccia og fijálsar íþróttir fatlaðra, Hanna Lind Ólafsdóttir fijálsíþróttakona og íþróttamaður árs- ins 1995, Ragnar Freyr Þorsteinsson, sund. Efri röð, frá vinstri, Emil Sigurðsson, badminton, Sigurður Ingvar Ámundason, hestaíþróttir, Tómas Holton, körfubolti, Jakob Hallgeirsson, knattspyrna, og Haraldur Már Stefánsson, golf. íþróttamað- ur Borgar- byggðar 1995 ^ Borgarnesi - íþróttamaður Borg-, arbyggðar 1995 var valin Hanna Lind Olafsdóttir 18 árafrjáls- fþróttakona. Hún varð Islands- meistari 1995 í kringlukaSti í flokki fullorðinna. Hanna sigraði á öllum þeim mótum sem hún tók þátt í innanlands 1995. Það eru stjórnir deilda innan ungmennafélaga í Borgarbyggð, hestamannafélaga, Golfklúbbs Borgarness og Kveldúlfs, íþrótta- félags fatlaðra sem senda inn til- nefningar á íþróttamanni ársins og veittar voru viðurkenningar til afreksfólks í viðkomandi greinum. Einnig voru þeim veittar viður- kenningar sem náð höfðu það HANNA Lind Ólafsdóttir íþróttamaður Borgai'byggðar 1995. langt að keppa fyrir íslands hönd á árinu. Tómstundanefnd Borgar- byggðar hafði veg og vanda af valinu og mæltist það vel fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.