Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Yerður orkurann- sóknum hætt? Endurskoðun á Orkustofnun í SEPTEMBER sl. skipaði iðnaðarráðherra, Finnur Ingólfs- son, nefnd til þess að endurskoða þann kafla orkulaga, er fjallar um Orkustofnun og Iðntæknistofnun. Nefndin skyldi gera tillögur um heppilega leið til þess að greina ráðgjöf og stjórnsýslustörf Orku- stofnunar frá rannsóknum og þjón- ustu stofnunarinnar. Jafnframt skyldi nefndin fara yfir rannsóknir á stofnununum báðum og meta þörf á að ríkið sinni þeim áfram. í desember skilaði nefndin áfangaskýrslu með tillögum um skipan rannsókna í orkumálum. Þar leggur nefndin til að Orku- stofnun verði lögð niður í núver- andi mynd. í stað hennar verði komið á fót 20 manna skrifstofu (stjómsýslustofnun) á vegum ríkis- ins, sem varðveiti þekkingu á sviði orkumála og verði ráðherra til ráð- gjafar. Skrifstofunni er ekki ætlað að stunda eigin rannsóknir heldur bjóða þær út á almennum markaði og kaupa þær af einkaaðilum eins og frekast er unnt. Nefndin gerir ráð fyrir því að aðrir starfsmenn Orkustofnunar, sem eru um 70 talsins og ekki verða ráðnir á stjórnsýslustofnunina, stofni smá- fyrirtæki á sérhæfðum sviðum og selji skrifstofunni þjónustu sína. Þessar tillögur bera þess ljós merki að nefndin og starfsmenn hennar hafa lítt aflað sér upplýs- inga hjá einstaklingum, er hafa reynslu af eigin rannsóknum og skilja eðli vísindalegra starfa við þær aðstæður er ríkja hér á landi. Ríki eða einkafyrirtæki Islensk fyrirtæki eru smá. Meira að segja stærstu fyrirtæki landsins eru smáfyrirtæki á mælikvarða nágranna- þjóða okkar. Þetta á ekki síður við um verk- fræðistofur og önnur fyrirtæki, sem veita tæknilega þjónustu og ráðgjöf. Fyrirtækin nota nánast eingöngu þekkingu, sem hefur orðið til annars staðar, þ.e. í rannsóknarum- hverfi stærri stofnana eða háskóla, innan lands og utan. Þessi smáu fyrirtæki geta- unnið hefðbundin þjón- ustuverk ágætlega, en þau hafa engan veginn bolmagn til þess að stunda eigin rannsóknir eða þróa og aðlaga nýjar aðferðir að þörfum mark- aðarins. Eini aðilinn, sem getur tryggt að hér verði stundaðar nauðsynlegar hagnýtar undir- stöðurannsóknir, er ríkið sjálft og það verður best gert á öflugum rannsóknarstofnunum. Reyndar má benda á nokkur fyrirtæki, sem hafa lagt fé í grunnrannsóknir og náð árangri á mjög takmörkuðum sviðum, en það er útilokað að tryggja grunnþekkingu og nýsköp- un í flóknum rannsóknum á sviði orkumála á þann hátt. Verði farið að tillögum nefndar- innar mun grunnþekking á sviði orkurannsókna og hagnýtra jarð- fræðirannsókna brátt glatast hér á landi. Það mun leiða til þess að óvissa eykst og meiri áhætta verð- ur tekin við virkjanir og aðra mannvirkjagerð. Framkvæmdir á þessu sviði munu verða dýrari og mistökin verða fleiri og stærri. Lífskjör munu einfaldlega versna vegna óeðlilega hás kostnaðar við orkuveitur. Stjórn- málamenn og fram- kvæmdaaðilar sem þá standa frammi fyrir framkvæmda- og fjár- hagsáætlunum, sem ekki stóðust, munu afsaka sig með því að jörðin sé flókin og ekki hafi verið unnt að sjá vandræðin fyr- ir. Ónnur starfsemi, tengd Orkustofnun, eins og Háskóli Sam- einuðu þjóðanna í jarðhitafræðum, mun koðna niður þegar hún slitnar úr sam- hengi við lifandi rann- Árangur Orkustofnunar Unnt er að fara aðra leið en nefndin leggur til. Ef grunnrann- sóknir verða efldar má draga úr áhættu, komast hjá mistökum og lækka þannig framkvæmdakostn- að. Forrannsóknir vegna mann- virkja kosta ekki nema brot af því sem framkvæmdirnar kosta og skila margfalt til baka því sem í þær er lagt. Starfsemi Orkustofn- unar síðustu tvo áratugina sannar þessa staðreynd. Eitt besta dæmið um árangursríkar rannsóknir er hitaveituvæðing landsins á áttunda áratugnum. Árið 1970 nutu aðeins um 40% landsmanna húshitunar með jarðvarma, flestir aðrir notuðu innflutta olíu. Nú er þetta hlutfall yfir 85% og þeir sem ekki hafa heitt vatn nota flestir rafmagn. Það gefur augaleið hvað þessi þró- un hefur skapað mikinn auð í þjóð- arbúið, því húshitun er um þriðj- ungur allrar orkunotkunar á ís- Axel Björnsson sóknarstarf. Eina leiðin til þess að tryggja hagkvæmustu virkjanaleiðimar og lágt orkuverð í framtíðinni, segir Axel Björnsson, er að efla markvissar undirstöðurannsóknir á sterkri rannsóknar- stofnun. landi (heimilisnot og stóriðja sam- anlagt). Orkustofnun á drýgstan þátt í því hversu vel tókst til. Sér- fræðingar hennar rannsökuðu upp- runa og eðli jarðhitans. Þeir þróuðu og reyndu nýjar aðferðir og tækni við jarðhitaleit. Ýmist voru þessar aðferðir þróaðar á stofnuninni sjálfri eða fengnar frá útlöndum og lagaðar að innlendum aðstæð- um. Vegna sérstöðu jarðhitans var ekki unnt að kaupa þessa vinnu frá útlöndum og íslenskar verk- fræðistofur höfðu ekki þá, frekar en nú, undirstöðuþekkingu sem til þurfti. Fullyrða má að jarðhitavæð- ingin hafi verið árangursríkasta nýsköpunarátak hér á landi síðustu áratugina. Það átak byggist að mestu á íslensku hugviti og öflugri rannsóknarstofnun á vegum ríkis- ins. Þessari vinnu lauk ekki með öflun jarðhitans. Jarðhitinn er tak- mörkuð orkulind, sem verður að nýta með gát. Starfsrnenn Orku- stofnunar hafa síðustu árin þróað nákvæmar aðferðir til að sinna eftirliti með vinnslu jarðhitasvæða, sem er önnur mikilvægasta nátt- úruauðlind okkar, næst á eftir sjáv- arafla. Það er mikið vafamál hvort einstakar hitaveitur hefðu getað unnið þessa þróunarvinnu. Það má einnig spyija þeirrar spurningar hvort eftiriit með þessari auðlind eigi ekki frekar að vera í höndum yfirvalda en þeirra sem nýta hana. Er eðlilegt að leggja Hafrann- sóknastofnun niður og láta LÍÚ sjá alfarið um fiskirannsóknir og Það hálfa væri nóg ÁGÆTU íslendingar. Fyrir síðustu alþingiskosningar lagði Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, nokkrar spurningar fyrir þá stjómmálaflokka sem í fram- boði voru. Þessar spumingar voru byggðar á skilmælum Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra (The Standard rules on the Equalization of Opportunities for Persons with Disabilities). Þar kemur fram að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna skulu m.a.: - Tryggja að í boði sé endur- hæfingarþjónusta handa fötluðum svo þeir megi ná sem mestu sjálf- stæði og bestu athafnastigi. - Tryggja þróun og framboð stoðþjónustu, þ.m.t. hjálpartæki fyrir fatlaða, til að hjálpa þeim að auka sjálfstæði sitt í daglegu lífi og notfæra sér réttindi sín. - Gera sér grein fyrir mikilvægi aðgengis og að jafna tækifæri þjóðfélagsþegnanna á öllum svið- um samfélagsins og gera fram- kvæmdaáætlun í því skyni að gera umhverfið aðgengilegt fyrir fólk með fötlun af ýmsu tagi. - Hafa þá meginreglu að fötluð börn, unglingar og fullorðnir njóti jafnréttis til náms í grunnsk'ólum, framhaldsskólum og háskóla. Að- ildarríkin ættu að tryggja að menntun fatlaðra sé óaðskiljanleg- ur hluti menntakerfisins. - Viðurkenna þá . meginreglu að gera verði fötluðum kieift að njóta mannréttinda sinna, einkum á sviði atvinnumála. Jafnt í þétt- býli sem til sveita skuli þeir njóta jafnréttis til launaðra og skapandi starfa á vinnumarkað- inum. - Bera ábyrgð á því að fatlaðir njóti mann- sæmandi réttinda úr almannatrygginga- kerfinu, m.a. lífeyris og tekjutryggingar. Eins og fyrr segir voru þessi skilmæli Sameinuðu þjóðanna nýtt til spuminga til stjórnmálaflokkanna. Sjálfsbjörg áskildi sér rétt til að birta svör þeirra. Af langri reynslu geri ég mér grein fyrir því að sumir alþingis- menn gera sér ekki rellu út af ein- hveijum samþykktum sem gerðar eru á Alþingi, reglur em hiklaust sniðgengnar, - þeim má alltaf breyta eða láta þær falla í gleymsku, - einnig skjalfestum loforðum stjórnmálaflokkanna til landsmanna. En nú er komið nóg, það hálfa væri nóg. Svo stutt er síðan, í júlí sl., að Framsóknar- flokkurinn sendi svör sín til Sjáifs- bjargar, þar sem skýrt var kveðið á um stefnu flokksins í málefnum hreyfihamlaðra. M.a. álit flokksins á styrkveitingu til bifreiðakaupa fatlaðra. Svo það fari ekki framhjá neinum þá birti ég svör flokksins hér: „Varðandi 2. og 3. lið telur Framsóknarflokkurinn mikilvægt að fötluðum verði gert mögulegt að nýta sér þjónustu al- menningsfarartækja en rekstur þeirra er víðast á ábyrgð sveit- arfélaga. Hins vegar leggur Framsóknar- flokkurinn áherslu á að sjálfstæði þeirra, sem þurfa á bifreið að halda vegna fötl- unar sinnar verði auk- ið, með því að þeir verði aðstoðaðir við að, eignast og reka eigin bifreið. Framsóknarflokk- urinn metur það sem forgangsverkefni að gera úttekt á öllum opinberum byggingum hvað varðar aðgengi fatlaðra og að gerð verði framkvæmdaáætlun um breytingar á þeim þannig að að- gengiskröfum verði fullnægt og að sérstakt átak verði gert í að gera menntastofnanir aðgengileg- ar öllum. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að vinnustaðir verði þannig hannaðir að þeir séu aðgengilegir öllum.“ Heljar mikil barátta hófst í haust hjá samtökum fatlaðra, þegar ljóst var hver stefna ríkisstjórnarinnar er í málefnum fatlaðra, sem alls ekki samræmist fyrrgreindum svörum. Dæla skal þessu fólki nið- ur á sjónarmið ölmusu, það skal ekki njóta réttinda, því skal skammtað og skammtað þröngt. Nú á síðustu dögum hafa gerst enn ■ýýy % Guðriður Ólafsdóttir Mikil ábyrgð hlýtur að hvíla á þeim, segir Guðríður Ólafsdóttir, sem halda um stjórnvöl- inn hveiju sinni. ein tíðindin, sem ekki eru í sam- ræmi við þau svör sem Sjálfsbjörg, lsf., fékk frá þeim flokkum sem fara með umboð kjósenda að þessu sinni. Með nýrri reglugerð hefur styrkur til bifreiðakaupa hreyfi- hamlaðra lækkað um 80 milljónir króna. Þeir sem áður gátu fengið styrk til bifreiðakaupa á fjögurra ára fresti hafa eftirleiðis kost á þeim á fimm ára fresti. Á meðan bifreiðar hafa hækkað á undan- fömum árum um 24% geta stjórn- völd að virðist samviskulaust leyft sér fyrrgreinda aðgerð. Auk þess sem styrkjum er fækkað úr 600 í 335 og eru því ekki tæplega 400 eins og heilbrigðis- og félagsmála- ráðherrar halda fram. „Okkur er gert að spara, því miður,“ segir heilbrigðisráðherra. Auðvitað á þar hlut að máli guð fjárlaga, Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra. Það er illt að heil- brigðisráðherra skuli ekki lemja í borðið þegar hingað er komið. Það gerði fyrrverandi félagsmálaráð- herra, Jóhanna Sigurðardóttir, þegar henni fannst of langt gengið í íjárhagslegum skerðingum við málefni fatlaðra. Núverandi fé- lagsmálaráðherra finnst ekkert athugavert við að hreyfihamlaðir eigi bifreið sína í fimm ár, því það hafi hann gert sjálfur. Ég vona að hin ágæta þjóð mín úthlutun kvóta? Auk jarðhitarann- sókna stundar Orkustofnun um- fangsmiklar rannsóknir á vatns- orku landsins. Þar má sem dæmi nefna Vatnamælingar, sem hafa í áratugi safnað ómetanlegum upp- lýsingum um rennsli fallvatna landsins. Er eðlilegt að afhenda þessi gögn og frekari gagnaöflun og framþróun aðferða í framtíðinni litlum einkafyrirtækjum, sem oft lifa skamman tíma í harðri sam- keppni? Framtíðarskipan orkurannsókna Ég treysti því að iðnaðarráð- herra íhugi skipulag orkurann- sókna gaumgæfilega áður en breytingar verða gerðar á Orku- stofnun. Það yrði verulegt tjón fyrir þjóðfélagið ef Orkustofnun yrði lögð niður og undirstöðurann- sóknir legðust af. Eina leiðin til þess að tryggja hagkvæmustu virkjanaleiðirnar og Iágt orkuverð í framtíðinni er að efla markvissar undirstöðurannsóknir á sterkri rannsóknarstofnun. í öllum ná- grannalöndum okkar, bæði austan hafs og vestan, eru sambærilegar rannsóknir í höndum öflugra rík- isstofnana. Það er óraunhæft að einkavæða þessa starfsemi í okkar litla þjóðfélagi án þess að það bitni á gæðum hennar og leiði til stöðv- unar. í stað þess að draga úr jarðvís- indalegum rannsóknum á vegum ríkisins er mun arðvænlegra að efla þær og auka. Nefnd iðnaðar- ráðherra ætti því að íhuga leiðir til þess að efla og útvíkka starfs- svið Orkustofnunar. Þetta má gera með því að hagræða og færa und- ir stofnunina skylda starfsemi, sem nú heyrir undir önnur ráðuneyti og koma þannig á fót öflugri jarð- fræðastofnun er sinni orkurann- sóknum, grunnvatnsrannsóknum, rannsóknum á jarðefnum, rann- sóknum vegna mannvirkja og öðr- um nauðsynlegum hagnýtum undirstöðurannsóknum á tengdum sviðum. Höfundur er eðlisfræðingur og hefur unnið við orkurnnnsóknir og stjórnsýslu á sviði vísinda í 25 ár. sé sammála um að ekki sé saman að jafna, félagsmálaráðherra, sem getur farið allra sinna ferða út og suður án takmarka líkamlegrar fötlunar, og hreyfihömluðum ein- staklingum. Mér finnst að ráðherra félagsmála eigi ekki að sýna annan eins þekkingarskort á málefnum fatlaðra, að halda því fram að hreyfihamlaðir standi jafnfætis honum í kaupum á bifreiðum. Ég man ekki betur en að ráðherrar ríkisstjórnar íslands fái ágætan styrk til bifreiðakaupa. Að endingu, ágætu landsmenn. Mikil ábyrgð hlýtur að hvíla á þeim mönnum sem halda um stjórnvöl- inn hveiju sinni. Það ætti að vera umhugsunarefni að nú er ísland farið að fá einkunn fyrir efnahags- legt fijálsræði og kemst þar á blað meðal annarra þjóða, þ. á m. Nýja- Sjálands. Þar þurfa ýmsir að betla út daglegan kost. Það getur varla verið markmið fijálsræðisins. Mér finnst stjórnmálamenn síðustu ára leitast við að tæta í sundur það samtryggingarkerfi sem byggt hefur verið upp um áratuga skeið. Þeir vilja koma þeirri skoðun á, að veita beri þeim hjálp sem minnst mega sín - öreigum - (sem ég er þeim alveg hjartanlega sammála um) en ekki beri að líta til þeirra sem þurfa e.t.v. örlitla fjárhags- lega aðstoð til að standa jafnfætis öðrum; þeirra sem gætu orðið nýt- ir skattgreiðendur með lítilli fjár- hagsaðstoð eins og bifreiðastyrkj- um til hreyfihamlaðra, sem sann- anlega eru atvinnuskapandi og þar af leiðandi gildandi endurgreiðsla í formi skattgreiðslna í sameigin- legan sjóð okkar allra. Höfundur er formaður Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.