Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 39 af mannavöldum sem gengið hafa þar yfír á síðustu árum og átti reynd- ar mjög erfitt með að sætta sig við þær afleiðingar sem það hafði í för með sér, nokkuð sem var mjög ólíkt honum. Það var mjög ríkt í fari Gumma að standa við það sem hann hafði lofað og var hjálpsamur væri til hans leitað eða hann sæi að hans væri þörf. Þetta sýndi sig t.d. vel í erfiðum veikindum tengdadótturinn- ar þegar hann gerði syni sínum kleift að annast hana um nokkurra mán- aða skeið áður en hún féll frá. Fyrir þetta veit ég að Jón telur sig standa i mikilli þakkarskuld við hann. Guðmundur Bjarni var lánsmaður í sínu einkalífi. Hann kvæntist ungur eftirlifandi konu sinni, Fríðu Péturs- dóttur frá Hafnardal í Nauteyrar- hreppi. Var hún manni sínum stoð og stytta alla tíð og kom það einkar vel fram í erfiðum veikindum hans hvaða umhyggju hún bar fyrir hon- um. Þegar maður hennar lést skömmu eftir að hafa gengið til náða fannst Fríðu ekki rétt að ónáða börn sín með því að tilkynna þeim látið fyrr en næsta morgun, til að raska ekki þeirra nætursvefni. Lýsir þetta betur en mörg orð þeirri konu sem staðið hefur vaktina, oft allan sólarhringinn, í veikindunum und- anfarin ár. Með Gumma B. er genginn mað- ur, sem ég á aðeins góðar minningar um. Þetta eru ekki bara orðin tóm, heldur er það svo, auk þess sem ég er viss um að margir sem hann þekktu geta tekið hér undir. Maður- inn var þeirrar gerðar. Það er undar- legt og því fylgir tregi að eiga þess ekki lengur kost að fá að aka um með Gumma Bjarna. Blessuð sé minning hans. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. I I I I I I I I I I Tengdafaðir minn, Guðmundur B. Jónsson, varð bráðkvaddur 28. janúar. Margs er að minnast frá rúmlega aldarfjórðungs kynnum. En allt frá því ég steig fyrst fæti inn í húsið að Sólbergi í Bolungarvík var mér tekið af þeirri Ijúfmennsku og alúð sem einkenndi húsráðendur þar og gerði það að verkum að maður var alltaf svo óskaplega velkominn. Á þessi löngu kynni ber engan skugga. Hveijum fundi eða sam- verustund lauk þannig að tilhlökkun var til þess næsta. Guðmundur B. Jónsson var fædd- ur í Bolungarvík. Hann ólst þar upp í glöðum hópi sex systkina sem áttu heima á Sólbergi. Þau voru böm hjónanna Jóns Guðna Jónssonar og Elísabetar Bjarnadóttur. Margir hafa sagt mér frá þeim mikla mynd- arskap og dugnaði sem ráðandi var á því heimili. Guðmundur fór ungur til Akureyrar og lærði þar járn- smíði. Hann starfaði síðan í Vél- smiðjunni Þór á ísafirði í nokkur ár. En 1958 flytur hann til Bolung- arvíkur og tekur að sér að stjórna Véismiðju Bolungarvíkur af miklum dugnaði og myndarskap fram á síð- ustu ár. Oft var vinnudagurinn lang- ur því að skylduræknin við þau verk sem hann tók að sér var mikil. Hjá honum unnu oft margir menn og ég held að öllum hafi líkað þar vel og margir unnu þar áratugum saman. Þrátt fyrir umsvifamikinn atvinnu- rekstur og oft mjög erilsaman, gaf hann sér tíma fyrir margháttuð fé- lagsstörf, enda með afbrigðum fé- lagslyndur maður. Hann var í hreppsnefnd og bæjarstjórn Bolung- arvíkur um tveggja áratuga skeið frá 1962. í stjórn Sambands sveitar- félaga frá 1978-1982. Formaður og í stjórn kjördæmisráðs sjálfstæðisfé- laganna á Vestfjörðum árum saman. Starfandi í Frímúrarahreyfingunni og forsvarsmaður að stofnun Lions- klúbbs Bolungarvíkur 1959 og þar starfandi alla tíð síðan. Auk þessara starfa sinna var hann einstaklega umhyggjusamur fjölskyl- dufaðir. Börnunum mínum var hann afinn sem þau elskuðu, virtu og dáðu. Guðmundur B. var mikill gæfu- maður í sínu einkalífi. Hann var gift- ur Fríðu Pétursdóttur frá Hafnardal í ísafjarðardjúpi og eiga þau sex börn. Veikindi settu nokkuð mark sitt á líf Guðmundar síðustu árin. 1980 fór hann til London og gekkst þar undir hjartaaðgerð. Hann náði góð- um bata næstu árin á eftir. En 1992 þurfti hann í annað skipt- ið að gangast undir hjartaaðgerð og eftir það var starfsgetan lítil. Sú erfiða aðgerð gekk mjög nærri hon- um og mér er næst að halda að sá jákvæði lífsvilji og bjartsýni sem hann í svo ríkum mæli bjó yfir hafi fært honum þá heilsu sem hann þó komst til. En það er ljóst að svo starfsamur sem hann var átti hann erfitt með að sætta sig við að geta ekki starfað af krafti. Á liðnu sumri var haldið ættarmót foreldra hans í Syðridal í Bolungar- vík. Gott veður, góð mæting og glatt fólk gerði þá samverustund mjög ánægjulega. Þar var Guðmundur svo sannarlega hrókur alls fagnaðar, svo vel átti það við hann að hafa fólk sitt hjá sér. Einri skugga bar þó þar á, eldri bróðir hans Pétur var þá orðinn al- varlega veikur og komst því ekki. Hann dó svo tæpum mánuði síðar, í ágúst sl. Milli þeirra bræðra var sérstaklega gott og náið samband. Eg átti því láni að fagna að vera nokkuð oft viðstaddur þegar þeirra fundum bar saman. Það sem ein- kenndi þeirra samfundi var hláturinn og þetta græskulausa gaman þegar þeir voru að segja sögur og rifja upp atburði frá liðinni tíð. Oft var farið hratt yfir og ég mátti hafa mig allan við að fylgjast með, skjóta inn spurn- ingum og skilja gamanið. Þeir sáu menn og liðna tíð oft í svo ljómandi skemmtilegu og skondnu samhengi. Hugsunin um samfundi þeirra nú getur verið okkur huggun í harmi. Fyrir hálfum öðrum áratug byggðu þau Gummi og Fríða sér sumarbústað á æskustöðvum Fríðu í Hafnardal í ísafjarðardjúpi. Þar hefur verið gott að koma. Sérstak- lega hefur verið eftirtektarvert hve barnabörnunum hefur þótt gaman að vera þar. Húsbóndinn þar sá til þess að alltaf væru framkvæmdir í gangi, nú síðustu árin skógræktin. Áður vatnsveita og vegagerð. Fram- kvæmdir við skjólvegg gátu breyst og orðið að húsbyggingu. Séð var um að framkvæmdin yrði til gleði, en ekki íþyngjandi. Allir, jafnveí þeir yngstu, fengu verkefni. Þá var Guðmundur í essinu sínu. Að loknu góðu dagsverki var gott að hvílast með því að taka smá hring út í Kaldalón. Ég átti þess kost að fara í þó nokkur skipti í ferðalög með Gumma og Fríðu. Eg á margar góðar minn- ingar frá þeim ferðum. Fyrir tveimur árum fórum við Hringveginn og komst ég þá að því að þeir voru fáir staðimir sem hann hafði ekki heimsótt. Þó var hægt að finna ný- lagða vegarspotta og afdalavegi á stöku stað. Einn slíkur var innsti hlutinn af Jökuldalnum. Og mikið var hann glaður þegar hann hafði lokið þeim spotta. Elsku Fríða mín, þinn missir er mikill, en góðar minningar munu hjálpa til og vera okkur huggun. Eg sjálfur sakna vinar og félaga og er efst í hug þakklæti fyrir að hafa mátt kynnast honum jafn vel og raun varð á. Björgvin Bjarnason. Þegar ég sest niður til að rita nokk- ur kveðjuorð um tengdaföður minn, Guðmund B. Jónsson, sé ég fyrir mér glaðan og kvikan mann, sem kom með kæti með sér hvar sem hann fór. Fyrst þegar ég veit af honum rek- ur hann hér Vélsmiðju Bolungarvík- ur af miklum myndarskap með marga menn í vinnu. Árrisull var hann og mættur snemma til vinnu og segir mér hugur um að þá hafi gefist góð stund með starfsmönnum hans, sem voru á sömu nótum og hann sjálfur og má þar nefna Hann- es Sigurðsson og Örn Jóhannsson. Guðmundur vildi fara vei með og voru ljós ekki látin loga að óþörfu, og þótti honum það ljótur siður enda alinn upp við dyggð sparseminnar. í áraraðir hafa þau Fríða farið er vora tekur á föstudögum, fyrstu ár inn í Hestfjörð þar sem þau voru með tjaldvagn, og síðan í Hafnardal í sumarbústaðinn sem þau reistu þar, en til baka var komið á sunnu- dag til að mæta næsta vinnudegi og lágu þá 500 km að baki. Eftir að Guðmundur hætti dagleg- um rekstri kom hann oft niður í smiðju en hafði orð á að hann mætti ekki stoppa lengi því þá hefði hann menn frá vinnu með spjalli og það var of dýrt að hans mati. í Hafnar- dal höfðu Guðmundur og Fríða mikla tijárækt og þótti sumum það mikil bjartsýni með næðinginn frá Drangajökli og ísafjarðardjúpi stór- an hluta árs. 1 En með bjartsýni og natni er kom- inn góður árangur. Mikil vinna hefur verið lögð í gróðursetningu, áburð- argjöf, vökvun og ekki síst við að hlúa að hverri plöntu að hausti með- an hún var að komast á legg, og setja nýjar í stað þeirra sem dóu næsta vor á eftir. Skipta nú plönt- urnar orðið fleiri hundruðum. í Hafnardal er alltaf nóg að starfa á vorin fyrir utan tijárækt við að taka dráttarvélina út úr vélarhúsinu, setja á hana öryggisgrindina og fara svo á rúntinn, þar á margt barnið góða minningu. I vélarhúsinu leynd- ist líka bátur og var vélin í honum líka ræst til að kanna ástandið. Yndislega minningu á ég um ferð um djúpið yfir í Reykjanes og út í Borgarey og sjá lundann stinga sér í djúpin til að forðast ófriðinn. í Hafnardal er höfn og mikill skipa- floti, þar hefur margur átt góða tíma ungur sem eldri, svo má ekki gleyma bíltúrunum sem enduðu með góðum göngutúr niðri í fjöru. Hann Guð- mundur sá um að nóg væri alltaf að gera svo engum leiddist. Oftast var hann með bók sér við hönd og miðlaði fróðleik eða kom af stað umræðu um horfna tíma, fólk og ættfræði. Það var alltaf af nógu að taka og allir hafðir með í umræð- unni. Og hún Fríða sá svo um að enginn væri svangur og galdraði fram veislur. Lífið er ekki alltaf auðvelt, enda ekki til þess ætlast, en þegar svo stóð á var Guðmundur sá sem huggaði og veitti af sálar- styrk sínum og hlýju. Mér finnst ég rík að hafa fengið að eiga samleið með Guðmundi, hann á ekki eftir að koma í heimsókn í kvöldbíltúmum brosandi og kátur, fagna mér þegar ég kem á Sólberg, kveðja innilega með kossi, en ég þakka þér þetta allt og þú Iifir áfram í huga mínum og okkar allra. Elsku Fríða mín, enn færð þú að taka á í lífinu og bið ég góðan Guð að leiða þig um ófarinn veg. Minn- ingin um Guðmund verði þitt ljós á sorgarstund. Guðríður. Sú harmafregn barst á mánudag- inn að hann Guðmundur Bjarni Jón mágur minn hefði látist þá um nótt- ina þar sem hann var staddur á Heilsuhæli náttúrulækningafélags- ins í Hveragerði ásamt konu sinni. Gummi Bjarni, eins og hann venju- lega var kallaður, átti við vanheilsu að stríða vegna hjartasjúkdóms, sem hijáð hafði hann í nærri tvo ára- tugi. Það hafði leitt til þess að hann var tvisvar skorinn upp vegna krans- æðaþrengsla. Eftir fyrri aðgerðina fékk hann góða heilsu i 10 ár, en eftir seinni aðgerðina varð þrekið aldrei mikið, en skapið var létt fram á síðustu stundu. Gummi Bjarni var fæddur í Bol- ungarvík. Foreldrar hans voru Jón Guðni Jónsson frá Hanhóli í Bolung- arvík og Elísabet Bjarnadóttir, sem alin var upp hjá ömmu sinni og stjúp- afa í Bolungarvík. Elísabet væri nú rúmlega 100 ára ef henni hefði enst aldur til. Faðir Guðmundar lést úr hjartaslagi tæplega sextugur að aldri og er líklegt að tækniþróun læknavísindanna hafi gefið Gumma þau viðbótarár, sem hann lifir um- fram föður sinn. Systkini Gumma voru 7 fædd en einn lést á barnsaldri. Jafnt var í kynjum í þessum systkinahópi og bjuggu bræðurnir lengst af í Bolung- arvík en systurnar giftust suður. Allt þetta fólk er harðduglegt til allra starfa og vinnusamt með af- brigðum. Guðmundur var þriðji í aldursröðinni af systkinunum. Sá elsti, Pétur, lést fyrir hálfu ári. Nöfn sín mörgu og algengu fékk föðursystir hans að velja og voru þetta nöfn eiginmanns hennar og barns, sem hún hafði þá misst, að viðbættu sínu eigin nafni. Að loknu unglingaprófi í Bolung- arvík fór Guðmundur til Akureyrar í iðnnám í járnsmíði. Að loknu námi SJÁ NÆSTU SÍÐU Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN ÓLADÓTTIR, Hnífsdalsvegi 10, ísafirði, lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar að kvöldi 1. febrúar. Jens Markússon, Halldóra Jensdóttir, Jóhann Marinósson, Guðmunda Jensdóttir, Halldór Halldórsson, Ásgerður Jensdóttir, Guðmundur Jónsson og barnabörn. t Bróðir okkar og mágur, SIGVALDI KRISTJÁNSSON frá Ósi i' Steingrímsfirði, andaðist í Landspítalanum 22. janúar. Útför hans hefur verið gerð. Ása G. Kristjánsdóttir, Haraldur Þórðarson, Hinrika Kristjánsdóttir, MagnúsT. Ólafsson. t Móðir mín, Petrína GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR frá Miðsitju, Skagafirði, Njálsgötu 13b, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landakots 22. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þakka öllum þeim, sem léttu henni lífsgönguna á langri ævi. Þakka auðsýnda samúð. Guð blessi ykkur öll. Lilja Kristjánsdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, ESTER SKÚLADÓTTIR, Hagamel 41, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 19. janúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Steinunn Alda Guðmundsdóttir, Ásbjörn Valur Sigurgeirsson, Guðmundur Ásbjörnsson, Ester Ásbjörnsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir hluttekningu við andlát og útför móður okkar, ÞÓRKÖTLU RAGNHEIÐAR EINARSDÓTTUR. Ellen Svava Stefánsdóttir, Sólveig Bára Stefánsdóttir, Hulda Stefánsdóttir, Karl H. Cooper og aðstandendur. ................-..-1 t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar PÉTURS GEIRSSONAR, Hverfisgötu 92. Anna María Pétursdóttir, Þorlákur Kjartansson, Ástríður Thorarensen, Stefán Thorarensen. Áslaug Guðmundsdóttir, Ragnhildur Geirsdóttir. t Við þökkum auðsýnda vináttu og samúð vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jóhönnu ÁRNÝJAR INGVALDSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Jóna Fríða Leifsdóttir, Birgir Guömannsson, Svanhildur Leifsdóttir, Þorvaldur S. Hallgrímsson, Kristján I. Leifsson, Margrét Björnsdóttir, Halldór Leifsson, Anna Rósa Sigurgeirsdóttir, Ásta Sólrún Leifsdóttir, Gestur Ó. Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.