Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 46
t6 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vönduð, ekta, sígild ullarteppi, _ , . - það er okkar sérgrein Opið laugardag kl. 10-16 ____ Gæði í hverjmn þræði! (XiL) Góð greiðslukjör! Raðgreiðslur til allt að 36 mánaða Friðrik Bertelsen FÁKAFENI9 • SÍMI568 6266 Control" kuldaskórnir frá Baffin í Kanada Sólinn er ísprautaður í einu lagi úr „thermo“-plasti sem harðnar ekki í kulda. Bolurinn er úr olíuverkuðu leðri, innri skórinn, sem er úrtakanlegur, er m.a. samsettur úr „Fleetek“ og er mjög kuldaþolinn (-5-50C). Stærðir 42-44. Verð 13.700. „Trapper" kuldastígvél Bolurinn er úr „thermo“- plasti og innri skórinn, sem er úrtakanlegur, er byggður upp á sama hátt og í „Control“. Stærðir 41 —45. Verð 7.700. Einnig úrvals útilífs „Fleece"-undirfötin frá „Obermeyer" í Bandaríkjunum. Polartec * I00 — síðerma tre/ja með renndu hálsmáli.Verð 2.900. Síðar buxur. Verð 2.500. Polartec * 200 - með „Lycra“-blöndu „Stretch" - sfðerma treyja með renndu hálsmáli. Verð 4.200. Síðar buxur. Verð 3.500. Fyrirliggjandi i stærðunum S - M - L og XL, rautt og svart. Upplýsingar í síma 557 3296 í dag og á morgun, sunnudag, frá kl. 12.00—18.00. S. Einarsson — heildverslun Rosenthal _ jjegflr l’W velnr 8!0Í • Brúökaupsgjafir (7) V • Tímamótagjafir • Verö við allra hæfi Hönmm oggæði í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. I DAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í úr- slitaskákinni á Hoogovens- mótinu í Wijk aan Zee í Hollandi. Úkraínumaðurinn sterki Vasílí Ivantsjúk (2.735) hafði hvítt og átti leik, en Búlgarinn tvítugi, Veselin Topalov (2.700) var með svart. Skákin var tefld í síðustu umferð og ívantsjúk dugði jafntefli tii að tiyggja sér sigur. í þess- ari stöðu var Topalov að enda við að leika 36. — Rg6-e5??, en eftir 36. — Hf2! 37. Del hefði staðan verið nokkurn veg- inn í jafnvægi. 36. — Dxb6 37. Be4! var hins vegar varhuga- vert. Nú fann ívant- sjúk leik sem dugði til sigurs, en er þó ekki sá besti: 37. Be4+ - Hxe4 38. dxe4 - Rf3? (Svartur gat reynt að þreyja þorrann með skiptamun und- ir) 39. Hxf3 - Hxf3 40. Dg2 með þre- faldri hótun. Svart- ur getur gert við þeim í bili með 40. — Df8, en þá kem- ur 41. Rd7 - Df7 42. Re5. En sumir lesenda hafa vafa- laust séð glæsilegasta og besta leikinn sem vinnur heilan hrók: 37. Dxf4! — Hxf4 38. Be4+ og eftir 38. - Hxe4 39. Hg7+ - Kh8 40. Hxg8-f— Kh7 41. Hlg7 er svartur mát! 38. — Rg6 39. Hxg6 er einnig vonlaust með öilu. Hvítur leikur og vinnur Arnað heilla ÉG vona að ekki hafi verið mikil leðja á gangstígnum. HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Til hamingju Verslingar MIG langar að vekja at- hygli á frábærri sýningu Verslunarskólanema á söngleiknum „Cats“. Þar er vel að verki staðið og öllum sem að standa til mikils sóma. Eg hvet fólk til þess að fara og njóta skemmtunarinnar. Einn- ig langar mig að nefna sérlega glæsilegt skóla- blað sem er nýkomið út og er þess virði að þvi sé gaumur gefinn, bæði að efni og útliti. Steinunn. Tillaga um forseta ÞÓRA hringdi og er með tillögu um forsetaefni, Friðrik Ólafsson, skák- meistari og núverandi skrifstofustjóri Alþingis. Hann er ekki stjórnmála- maður en er þó í návígi við stjórnmálin og fylgist þ.a.l. vel með gangi mála. Friðrik yrði glæsi- legur fulltrúi lands og þjóðar þar sem hann er vel gefinn maður og kemur mjög vel fyrir. Góður þeytingur ANNA hringdi og vildi lýsa ánægju sinni með þáttinn Þeyting sem tek- inn var upp í Vík í Mýrd- al. Sérstaka athygli vakti hvað konumar voru glæsilegar í íslenska búningnum og einnig hve unglingarnir sem spiluðu voru snyrtilegir og fal- lega klæddir (ekki hver í sinni „múnderingu" eins og oft er). Einnig var barnakórinn yndis- legur á að hlýða. Gaman er að sjá fólk koma svona vel fyrir í sjónvarpi. Anna vill þakka þessu fólki. Það var augnayndi og til sóma. Tapað/fundið Hálsmen tapaðist GULLHÁLSMEN, Jerú- salemkross, með fjórum bláum steinum tapaðist síðastliðið sunnudags- kvöld, líklega við Kirkjú- stræti. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 552 2858. Fundarlaun. Armband týndist GULLARMBAND með múrsteinsmynstri tapað- ist 30. janúar. Armband- ið gæti hugsanlega hafa týnst á Hagamel eða á Njálsgötu. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 552 2936. Fundarlaun. Næla týndist NÆLA merkt Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræð- inga tapaðist 31. janúar sl. í Skipholti, nálægt Áklæði og gluggatjöld- um, Radíóbúðinni, við Skúlagötu 10, Kleppsveg 62 eða í nágrenni við Hrafnistu í Reykjavík. Finnandi vinsamlega láti vita eða skili nælunni til Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga að Suður- landsbraut 22, sími 568 7575. TAKK, Karen mín. Ef gaurarnir samþykkja þetta ekki, lem ég þá bara í klessu með heimabakaða brauðinu þínu. TAKTU þá bara. Banka- stjórinn var að segja mér upp áðan. Víkveiji YÍKVERJA hefur borizt at- hugasemd frá Hrefnu Ingólfs- dóttur, blaðafulltrúa Pósts og síma, vegna skrifa hans síðastliðinn laugardag: „Víkverji gamli er enn við sama heygarðshornið og sendír Pósti og síma tóninn í pistli sínum laugardaginn 27. janúar. Að þessu sinni vakti það furðu Víkverja að símnotendur fá ekki að sjá tvo síð- ustu stafina í þeim símanúmerum sem þeir hafa hringt í, þegar þeir fá sendan sundurliðaðan reikning. Þessi háttur hefur verið hafður á frá því þessi þjónusta var fyrst boðin 1992. Var það gert að kröfu tölvunefndar sem þannig taldi sig vera að vernda friðhelgi þess sem hringt er í en þetta mun vera regla víða erlendis. Reyndar á þetta ekki að koma blaðamanni Morgunblaðs- ins á óvart þar sem þetta atriði hefur komið fram þó nokkrum sinnum í fréttum blaðsins á liðnum árum. Póstur og sími hefur frá upphafi haft búnað til þess að skrá númer að fullu og í náinni framtíð verður hægt að veita þeim sem gerir alvarlegar athugasemdir við skrifar... símreikninginn sinn ítarlegri upp- lýsingar um hvert hann hringdi og hvað hvert símtal kostaði." xxx HREFNA heldur áfram: „Ann- að mál sem hvildi þungt á þeim sem skrifaði undir nafni Víkverja þennan dag var út- lit hússins sem stendur við Thor- valdsensstræti 2. Hann rakti merkilega sögu hússins en benti á að nú hefði húsið verið múrhúðað og svo virtist sem það hefði hlotið lítið viðhald. Til fróðleiks skal Vík- veija bent á grein í Mbl. 8. sept. 1995 en þar stendur: „Árið 1941 eignaðist Sjálfstæðisflokkurinn þetta hús. Þá var því breytt, mikið byggt við það- og það múrhúðað að utan.“ Póstur og sími keypti húsið 1968 og var það þá mjög illa farið. M.a. þurfti að endurnýja gólf og eldhús og nýlega var gert við þakið. En ef færa ætti húsið í upprunalegt horf yrði það gífur- lega kostnaðarsamt. Vafalaust myndu margir gagnrýna það að símnotendur um allt land yrðu látn- ir grfeiða fyrir það. En hugmyndin er góð.“ xxx HVAÐ fyrri athugasemd Hrefnu varðar, hefur hún að þessu sinni gripið Víkveija í landhelgi. Auðvitað hefði átt að beina gagn- rýninni að tölvunefnd frekar en Pósti og síma. Hvað þá síðari varð- ar, skiptir auðvitað engu máli að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eyðilagt húsið við Thorvaldsensstræti, þótt það sé honum auðvitað til lítils sóma. Það, sem máli skiptir, er að Póstur og sími á húsið núna og sú skylda hlýtur að hvíla á fyrirtæk- inu, líkt og öllum öðrum eigendum gamalla og sögufrægra húsa, að halda eign sinni við og sýna henni tilhlýðilegan sóma. Sú tíð er liðin að almenningur sætti sig við að gömul hús séu látin drabbast niður þar til eigandinn hefur þá afsökun fyrir að rífa þau að þau séu ónýt. Abyrgð Pósts og síma sem opinbers fyrirtækis og eiganda húseignar við eitt af aðaltorgum miðborgarinnar er enn meiri en ella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.