Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MIIMNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Sigur- björg Sigurð- ardóttir frá Bónda- stöðum, Seyðisfirði, síðast Smáratúni 13, Selfossi, fæddist 3. maí 1920 i Miðhúsa- seli, Fellum á Fljóts- dalshéraði. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 29. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Guðrúnar voru Sig- þrúður Gísladóttir og Sigurður Jó- hannsson. Guðrún átti fjögur systkini, Gísla Frímann, látinn 1974, Sig- ríði Valborgu, Eirík, látinn 1992, og Oddrúnu, búsett í Dan- mörku. Eiginmaður Guðrúnar var Þórður Valgeir Hannesson frá Bakka í Ölfusi, hann lést I sjóslysi 7. febrúar 1946. Guðrún og Þórður Valgeir áttu tvö börn, Reyni Valgeirsson, f. 12.6. 1943, og Þóru Valdísi, f. 12.1. 1946. Guðrún eignaðist einn son síðar, Örn Jónsson, f. 11.5.1952, maki Sigríður Gísladóttir. Útför Guðrúnar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ELSKU amma, þú hefur fengið hvíldina. Minningarnar um þig munum við geyma í hjarta okkar, því þú varst okkur svo kær. En nú þegar við kveðjum þig er efst í huga þakklæti fyrir það góða veganesti sem þú gafst okkur án þess að vita af því beint. Við söknum þín sárt en gleðjumst þó fyrir þína hönd yfir því að þú þurftir ekki að þjást úr því sem komið var varðandi veikindi þín sem + Elín Ólöf Þórarinsdóttir fæddist 13. júní 1904 á Látr- um í Mjóafirði. Hún lést 27. jan- úar síðastliðinn á ísafirði. For- eldrar Elínar voru Þórarinn Einar Einarsson, f. 25. nóv. 1876 í Gjörfudal, d. 8. apríl 1968, og kona hans Guðrún Asgeirsdótt- ir, f. 11. des. 1879 á Látrum, d. 8. maí 1961. Þórarinn og Guðrún giftust 17. okt. 1903 og bjuggu nokkur ár á Látrum en skildu. Elín var elst þeirra barna, en hin voru: Jóhannes, lengi bóndi á Skarði í Skötu- firði, f. 26. nóv. 1906, Ásgeir, vinnumaður á Keldu, f. 26. nóv. 1908, d. 8. júlí 1988, Kristjana Halldóra, f. 27. okt. 1911, d. 9. ágúst 1994, verkakona í Reykja- vík og Guðrún, f. 29. júni 1916, húsfreyja í Reykjavík. Faðir Þórarins var Einar Kristján Torfason, f. 9. okt. 1836 í Svefn- eyjum, vinnumaður í Svansvík 1870, átti Ólöfu dóttur Þórarins Hannessonar, bónda þar og víð- ar í Vatnsfjarðarsveit og Krist- ínar Friðriksdóttur, bónda á Látrum, Halldórssonar. Þau Ólöf voru húsfólk í Gjörfudal, síðan á Látrum og á Kleifum í Skötufirði. Foreldrar Einars Kristjáns voru húsfólk, lengst í HvallátrUm, þau Torfi Brands- son, f. 3. des. 1796 í Stagley og kona hans Guðrún Einarsdóttir, f. 25. okt. 1815 í Hvallátrum. Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 hafa verið að taka þig til sín smátt og smátt án þess að nokkur tæki eftir því og þú kvartað- ir aldrei. En þar sem þú kvaddir svo snöggt vorum við ennþá að meðtaka veikindin þín því þú varst alltaf svo hraust og sterk. Undanfama daga höfum við verið að ylja okkur við góðar minn- ingar um þig og hversu vel þér leið ef þú fékkst að vera heima því i ferðalög lagðir þú aldrei í og mann- fagnaðir vom ekki að þínu skapi. Þú sagðir alltaf að innan um marg- menni yrðir þú fyrst einmana en í fámenni liði þér vel. Helst ef verið væri inni í eldhúsi í Smáratúninu. Amma var góð saumakona og saumaði marga flíkina á okkur systkinin og annað sem vantaði. Og gott lesefni var henni ömmu mikið góður fengur. Gestrisni var henni í blóð borin og nísku átti hún ekki til hvorki á mat né peninga. Alltaf þurfti hún að vera að gefa öllum eitthvað og ef það var ekki áþreifan- legt þá mikla hlýju og kærleik bæði mönnum og dýrum. Ekki þýddi að ætla að kíkja rétt inn til hennar ömmu því fyrr en varði voru klukku- stundimar farnar að líða því hún hafði alltaf eitthvað að spjalla um og kom því margoft upp tilvitnun að austan, en Austurlandi unni hún ofur heitt. Mikið dálæti hafði hún á langömmudrengjunum tveimur og komu þeir ófáar ferðimar til langömmu sinnar og gáfu kisu að borða og fengu sjálf.r líka í gogginn um leið. Torfi varð heilsulaus á miðjum aldri en Guðrún kona hans vann fyrir sex börnum þeirra af dæmafárri orku, reri vanfær á vertíð úr Dritvík og féll aldrei verk úr hendi. Móðir Elínar, sem hér er minnst, Guðrún Ás- geirsdóttir, var dóttir Ásgeirs Krisljánssonar, bónda á Látr- um, f. 1. des. 1828 á Látrum, d. 9. júní 1907 og bústýru hans, Guðrúnar Elíasdóttur frá Hesti. Foreldrar Ásgeirs bónda á Látr- um voru Kristján Þórarinsson bóndi á Hálshúsum og svo Látr- um, f. 3. júní 1798, d. 21. nóv. 1858 og kona hans Anna Ás- geirsdóttir frá Rauðamýri. For- eldrar Kristjáns voru Þórarinn bóndi á Látrum, Halldórsson bónda á Látrum Eiríkssonar en kona Þórarins var Þórdís Sig- urðardóttir bónda í Ögri Ólafs- sonar bónda á Eyri i Seyðis- firði, Jónssonar. Anna, kona Krisljáns Þórarinssonar, var dóttir Ásgeirs bónda á Rauða- mýri, Þorsteinssonar bónda á Laugalandi, Pálssonar en kona Ásgeirs var Guðrún Þorsteins- dóttir prests á Stað í Súganda- firði Þórðarsonar. Elín var ógift, barniaus og annarra hjú alla ævi. Útför Elínar verður gerð frá Vatnsfjarðarkirkju við Isafjarð- ardjúp og hefst athöfnin klukk- an 14. Þegar nóttin kemur taktu henni fegins hugar. Hún mun loka hurðinni að baki deginum og lyfta byrði hans af herðum þínum. Elsku amma, þó við værum ekki tilbúin og hefðum sjálfsagt aldrei orðið það þá varst þú sjálf orðin tilbúin og reyndir hvað þú gast til þess að undirbúa okkur hin. En nú er komið að kveðjustund og kveðjum við þig með kökk í hálsi og tár í augum og við erum sann- færð um að við munum hittast aftur einhvers annars staðar. Minningin um mjög góða mömmu, ömmu og langömmu mun lifa meðal okkar. Blessuð sé minning þín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigfinnur, Hildur, Guðrún, Jónas, Hannes, Soffía og fjölskyldur þeirra. Elsku langamma, þar sem þú kvaddir svo snöggt og við getum ekki fylgt þér til hinstu hvílu hugs- um við því meira til þín. Við geym- um vel minninguna um þig. Elsku ömmu, Reyni, Erni og fjöl- skyldum þeirra ásamt öðrum að- standendum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk á þessari stund. Ég vil ganga til náða nú, nú bið ég, Guð, mig geymir þú. Vertu hér minni hvílu hjá, hjá mér vak þú og að mér gá. Veittu mér, drottinn, værð og ró. Vek mig í réttan tíma þó. Líkaminn sofi sætt sem ber, ■ sálin og andinn vaki í þér. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Karel Fannar og Aron Freyr. Hún, sem geymir fortiðina og safnar óskunum, mun vita hvert skal leiða þig og vídd hennar er önnur. (Þóra Jónsdóttir) Þegar við vorum lítil áttum við heima fyrir vestan. Þá var eilíft sumar. Lífíð var Ieikur frá morgni til kvölds. Lækjasull og drulluköku- bakstur, tamdir kálfar og reistir kofar. Þegar svengdin rak halaróf- una heim voru auðvitað allir sull- andi blautir í fæturna, en það var allt í lagi því Ella sokkamálaráð- herra tók okkur fagnandi. Sumir verða af verkum sínum ómissandi og því fleiri plögg sem við bleyttum, þeim mun betur fann Ella hvert hennar hlut.verk var, hlutverk sem enginn mátti ganga í, ekki einu sinni móðir barnanna. Ymis verk á heimilinu voru henni falin og þeim sinnti hún af stakri trúmennsku. Við vorum orðin stálpuð þegar við áttuðum okkur á því að ókunn- ugir skildu ekki nema brot af því sem Ella sagði. Hún talaði óskýrt og nokkuð bjagað en það kom ekki að sök heima, því þar skildu allir hvað Ella var að segja. Ella var ekki læs eða skrifandi en hún hafði endalausa þolinmæði að spila svartapétur og lönguvitleysu við okkur og dagur við kommóðuna hjá Ellu við að rísla við talkúm-dósirnar hennar og vasaklútasafnið var sjaldgæf skemmtun sem ekki býðst lengur. Hún var afar barngóð og leit á okkur systkiríin sem börnin sín. Við vorum öll sem hennar fjöl- skylda. I hugum okkar sem höfum yfir- gefíð sveitina er Ella gamla minnis- varði um áhyggjulausa bernsku- daga, sem varðveitast að eilífu í minningunni. Grasið grær yfir spor- in okkar eins og það mun gróa yfir gröf Ellu í kirkjugarðinum í Vatns- firði. Systkinin frá Þúfum. + Guðmundur Bjarni Jón Jóns- son fæddist 2. nóvember 1926 í Bol- ungavík. Hann lést á heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði 28. jan- úar sl. Foreldrar hans voru Elisabet Bjarnadóttir hús- móðir f. 9.5. 1895, d. 26.8. 1980 og Jón Guðni Jónsson sjó- maður, bóndi og verkstjóri í Bolunga- vík. f. 20.1. 1899, d. 5.1. 1958. Guðmund- ur var þriðji elstur af 7 systkin- um. Systkini Guðmundar eru Ingibjörg Jóna kjólameistari, f. 1923, búsett í Reykjavík, Friðrik Pétur, sjó- og verkamaður í Bolungavík og Þorlákshöfn, f. 1921, d. 12.8.1995, Guðrún Hall- dóra, húsmóðir, f. 1928 búsett í Garðabæ, Georg Pétur f. 1931, andaðist á fyrsta ári, Sólberg, sparisjóðsstjóri, f. 1935, búsett- ur í Bolungavík, Karitas Bjarn- ey kjólameistari, f. 1937, búsett í Reykjavík. Guðmundur kvæntist 25.9. 1948 eftirlifandi eiginkonu sinni Fríðu Pétursdóttur, f. 11.4.1926 í Hafnardal í Nauteyrarhreppi. Foreldrar hennar voru Pétur Pálsson og Sigríður Guðmunds- dóttir. Guðmundur og Fríða eiga 6 börn. Þau eru: Björg Sig- ríður, bankastarfsmaður í Bol- ungavík, f. 8.12. 1948, giftist Rúnari Jóhannssyni, bifvéla- virkja. Þau skildu. Þau eiga 3 börn og 1 barnabarn. Elísabet, kennari og húsmóðir í Bolunga- vík, f. 18.3. 1951, gift Björgvin Bjarnasyni, framkvæmdasljóra, Þau eiga 4 böm. Ása, sálfræð- ingur í Reykjavík, f. 16.12.1952, gift Georg Karonína, kerfis- fræðingi. Þau eiga 2 börn. Jón Guðni, framkvæmdastjóri í Bol- ungavík. Fyrri kona hans var SÍÐSUMARS 1977 kom ég öðru sinni til Bolungarvíkur. Hafði komið þangað með vini mínum að vori til þremur árum áður og fundist mikið til staðarins koma, þarna virtist dijúpa smjör af hveiju strái og bar allur bærinn þess merki. Allavega fékk ég þá tilfinningu þessa björtu vordaga. En nú var ég kominn í allt öðrum erindagjörðum en í fyrra skiptið, hafði um vorið verið að eltast við stúlku úr plássinu, stúlku sem átti heima í húsi sem heitir Sólberg og þangað var ferðinni heitið. Hafi ein- hver ótti bærst með sunnanmanni hvernig húsráðendur, foreldrar stúlkunnar, tækju honum, reyndist hann með öllu tilhæfulaus. Þetta reyndist við fyrstu kynni hið ágæt- asta fólk sem virtist ekki hafa neina fordóma gagmvart honum. Húsmóð- irin hafði meira að segja haldið matnum heitum. Þar sem fréttatími stóð einmitt yfir, sem ekki leyndi sér þegar gengið var inn í húsið, gafst húsbóndanum í fyrstu ekki mikill tími til að sinna komumanni en á því varð breyting þegar honum lauk. Þá var staðið upp, slökkt á tækinu og sá að sunnan tekinn tali og innt- ur tíðinda. Þarna ræddi ég í fyrsta en ekki síðasta skiptið við tendaföð- ur minn, Bofvíkinginn Guðmund Bjarna Jónsson. Seinna um kvöldið bauðst hann svo til að aka stúlkunni og komumanni til systur hennar sem bjó ofar í plássinu, á bíl sínum, sem reyndist vera af Volvo-gerð. Hann væri hvort sem er að fara kvöldrúnt- inn. Ekki var nú farinn alveg bein- asta leið á áfangastað heldur ekið um bæinn og komumanni veittar þá þegar helstu grunnupplýsingar. Þá var í leiðinni litið eftir hvernig vega- gerðarmenn sem voru að malbika götur bæjarinns hefðu skilið við um kvöldið. Þetta var fyrsti rúntur minn Eyrún Gunnarsdótt- ir, d. 17.6. 1987, þau eignuðust 3 börn. Seinni kona hans er Guðríður Guðmunds- dóttir, húsmóðir og starfsstúlka á sjúkra- húsi. Guðríður á 4 dætur. Ragna, bóka- safnsfræðingur í Kópavogi, f. 16.6. 1957, gift Sveinbirni Sveinbjörnssyni, lög- manni. Þau eiga 3 börn. Ingibjörg, stj ór nmálaf ræð ingur í Hafnarfirði, f. 1.5. 1964, gift Magnúsi Birgissyni, þroskaþjálfa. Þau eiga 1 barn á lífi. Guðmundur stundaði iðn- nám í Iðnskólanum á Akureyri og var járnsmiðameistari að mennt. Hann vann í Vélsmiðj- unni Þór á ísafirði til 1958 er hann flutti til Bolungavíkur og tók við rekstri Vélsmiðju Bol- ungavíkur og var þar fram- kvæmdastjóri fram á síðustu ár. Guðmundur tók virkan þátt í félagsmálum alla tíð. Hann sat í hreppsnefnd og síðar bæjar- stjórn Bolungavíkur 1962-1982 og var í sljórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 1978- 1982. Auk þessa gegndi Guð- mundur fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum á sviði sveit- arstjórnarmála. Hann starfaði mikið innan Sjálfstæðisflokksins og var m.a. formaður og í sljórn kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum um langt skeið. Guðmundur var einn af þeim sem beittu sér fyr- ir stofnun Lionsklúbbs Bolunga- víkur 1959 og starfaði þar til dauðadags. Þá var hann meðlim- ur í Frímúrarareglunni um ára- tugaskeið. Utför Guðmundar B. Jónsson- ar fer fram frá Hólskirkju, Bol- ungavík, í dag og hefst athöfnin kl. 11. um götur Bolungarvíkur með Gumma Bjarna en ekki sá síðasti og það sem merkilegra er að þrátt fyrir að farinn væri sami rúnturinn eða svipaður í hvert skipti þá varð hann seint leiðigjarn. Bílstjórinn óspar að uppfræða um staðhætti, söguna, menn og málefni, einkum varðandi sveitarstjórnina og at- vinnulífíð milli þess sem harmon- ikkumúsíkin var skrúfuð upp. E.t.v. stundum aðeins of hátt, en það var nú bara í stuttan tíma því fljótlega þurfti að halda áfram að spjalla. í næsta húsi við heimili stúlkunn- ar minnar átti heima föðuramma hennar, öldruð kona sem hafði verið ekkja um 20 ára skeið. Dugnaðar- og sómakona sem bjó þarna í skjóli Sólbergs sonar síns. Bræðurnir bjuggu því við hliðina hvor á öðrum og hefur alla tíð verið mikill sam- gangur þar á milli, enda börn Betu Bjarna mjög samheldin. Sl. sumar lést sá elsti úr þeim hóp, Pétur, þannig að stutt var á milli þeirra bræðranna. Veit ég að Gummi tók andlát hans nærri sér, enda kært með þeim bræðrum. Og ef að Pétri hefur fundist daufleg vistin þar efra er næsta víst að breyting hefur orð- ið þar á við komu Gumma bróður. Gummi Bjarni var mikill félags- málamaður og sjálfstæðismaður með stóru essi. Er erfitt að ímynda sér að sá flokkur nafi átt öllu tryggari stuðningsmann, alla vega ekki Matt- hías. En þrátt fyrir það kom það oft fram hjá honum að hann mat að verðleikum ekki síður en sína eigin flokksbræður menn úr öðrum flokk- um sem að hans mati höfðu unnið vel að sveitarstjórnarmálum með honum í Bolungarvík og víðar. Þá var hann ekki síður mikill Bolvíking- ur og bar hag síns sveitarfélags mjög fyrir bijósti. Hann tók því mjög nærri sér þau gjömingaveður GUÐRÚN SIG URBJÖRG SIG URÐARDÓTTIR ELÍN ÓLÖF ÞÓRARINSDÓTTIR GUÐMUNDUR BJARNIJÓN JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.