Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 15 ÞEIR Einar S. Einarsson, forstjóri Visa íslands, og Ólafur Ragn- arsson, forstjóri Vöku-Helgafells hf., undirrituðu samninginn um Fríðindakort fjölskyldunnar nýverið. Gull- og farkorthafar fá aðild að Fríðindaklúbbnum VISA ísland - Greiðslumiðlun hf. hefur samið við Fríðinda- klúbbinn um að allir handhafar Gull- og Farkorta Visa fái Fríð- indakort fjölskyldunnar til af- nota en það veitir afslátt og önnur fríðindi hjá um 340 versl- unum og þjónustufyrirtækjum um allt land. Fríðindaklúbburinn hefur verið rekinn á vegum bókaút- gáfunnar Vöku-Helgafells und- anfarin ár. Fram kemur í frétt að Fríðindakortið sé eina af- sláttarkortið hér á landi sem allir meðlimir fjölskyldunnar geti nýtt sér en sé ekki bundið við ákveðið nafn eins og önnur slík kort. Dæmi séu um að kort- hafar eigi kost á allt að 25% afslætti og sparnaður geti skipt tugum þúsunda króna á hveiju ári fyrir hvert heimili. Korthafar fá sérstaka Fríð- indabók senda tvisvar á ári með skrá yfir samstarfsaðila Fríð- indaklúbbsins og upplýsingum um fríðindi hjá hverjum og ein- um. Eru upplýsingarnar flokkaðar eftir svæðum og landshlutum annarsvegar og þjónustugreinum hins vegar. Samstarf VISA íslands og Fríðindaklúbbsins verður kynnt á Ferðakynningu Flug- leiða í Kringlunni á morgun, sunnudaginn 4. febrúar. Gert er ráð fyrir að Fríðinda- kortið og Fríðindabókin verði send handhöfum umræddra VISA-korta í byijun aprílmán- aðar. * Utgerðarfélag Akureyringa hf. Kaupir 8% hlutí Skagstrendingi ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. keypti í gær um 8% hlutafjár í Skagstrendingi hf. á Skagaströnd eða sem nemur um 14,3 milljónum króna að nafnvirði. Þar með er ÚA orðið næststærsti hluthafinn í Skagstrendingi með um 20% hlut á eftir Hólahreppi sem á 25% bréf- anna. Þriðji stærsti hluthafinn er síðan Burðarás hf., fjárfestingar- fyrirtæki Eimskips, með tæplega 12% hlut. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins keypti ÚA bréfin af verðbréfasjóðum í vörslu Verð- bréfamarkaðs Islandsbanka. Eru þetta að hluta til sömu bréfin og áður voru í eigu Þormóðs ramma hf. á Siglufirði. Söluandvirði 71,5 milljónir Bréfin voru seld á genginu 5,0 sem er langt yfir gengi þeirra í viðskiptum á síðasta ári. Nam sölu- andvirðið í þessum viðskiptum því alls um 71,5 milljónum króna. Eft- ir aðalfund félagsins í maí á síð- asta ári urðu viðskipti með bréfin á genginu 2,15 og hafa þau því hækkað um 132% á níu mánaða tímabili. Miklar hækkanir á hlutabréfum Marel Gengi hlutabréfa í Marel hækk- aði verulega í viðskiptum á Verð- bréfaþingi íslands í gær. Við lokun nam söluvirði viðskipta dagsins rúmlega 9,6 milljónum króna 'og hafði gengi bréfanna stigið í 7,05, en það samsvarar um 8,5% hækk- un frá því á fimmtudag. Hlutabréf- in hafa stigið jafnt og þétt í verði að undanförnu og hafa þau nú hækkað um rúmlega 53% frá því um miðjan desember, er félagið kynnti nýjan vélþræl sem það hef- ur unnið að þróun á í samvinnu við nokkur evrópsk fyrirtæki. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ástæðan fyrir þessum hækkunum nú fyrst og fremst getgátur um stóraukinn hagnað fyrirtækisins á síðasta ári og er velta fyrirtækisins sögð hafa farið yfir 1 milljarð króna. Hagnaður Marels árið 1994 nam tæpum 15 milljónum króna eftir skatta. Aukinn hagnaður Alusuisse Ztirich. Morgunblaðið. HREINAR tekjur svissneska ál-, efna- og umbúðafyrirtækisins Alusuisse-Lonza jukust um yfir 80% á síðasta ári. Búist er við að þær verði meira en 380 milljónir sviss- neskra franka, eða um 21 milljarð- ur íslenskra króna. Hreinn hagnað- ur fyrirtækisins árið 1995 var 115 milljónir svissneskra franka, eða um 6,4 milljarðar íslenskra króna. Hagnaður Alusuisse árið 1994 var 92 milljónir svissneskra franka. Stjórn fyrirtækisins ákvað á stjórn- arfundi í gær, föstudag, að leggja til á aðalfundi fyrirtækisins í lok mars að arður hluthafanna verði hækkaður um 25%, úr 12% í 15%, í ljósi velgengni fyrirtækisins. VIÐSKIPTI Lánastarfsemi ört vaxandi hjá Kreditkortum hf. Hagnaður um 64 milljónir króna á liðnu ári KREDITKORT hf., útgefandi Eurocard greiðslukorta, skilaði alls um 105 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á síðasta ári, en 64 milljóna hagnaði eftir skatta. Rekstrartekjur félagsins námu alls um 409 milljónum og jukust um 18% frá árinu áður. Eurocard tókst að auka sína markaðshlutdeild á liðnu ári úr 25,6% í 26%, en hún hefur farið smátt og smátt vax- andi frá árinu 1992. Tryggvi Pálsson, stjórnar- formaður Kreditkorta, sagði í ræðu sinni á aðalfundinum að haldið hefði verið lengra á þeirri braut að auka lánveitingar „í lok árs 1994 kynnti Eurocard raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. Tókst mark- aðssetning þeirra vel og hefur mik- il aukning orðið í notkun rað- greiðslna. Kaupa nú korthafar dýr- ari hluti með kortunum svo sem innréttingar, heimilistæki, bygg- ingarvörur og jafnvel bíla.“ Þá sagði Tryggvi að greiðsludreifing til allt að sex mánaða hefði fallið í góðan jarðveg og 71% aukning orðið á liðnu ári í þessari þjónustu. Sömuleiðis hefðu korthafar tekið vel þeirri nýjung að hægt sé að taka út reiðufé í bönkum með kred- itkortum, en alls tóku þeir út 312 milljónir á árinu.“ I ársreikningi kemur fram að vaxtatekjur námu alls 96 milljón- um í fyrra og jukust um 29% frá árinu á undan. Vaxtagjöld námu um 43 milljónum króna. Óeðlilega staðið að RÁS-þjónustu Tryggvi lýsti hins vegar yfir þungum áhyggjum vegna svo- nefndrar RÁS-þjónustu sem ann- ast m.a. uppsetningu og viðhald útstöðva eins og posa, en hún er í höndum VISA Islands. „Það að fela samkeppnisaðila okkar, Greiðslumiðlun hf., að annast þessa þjónustu er óeðlilegt og er aðkallandi að gera þjónustuna sjálfstæða. Sem dæmi má nefna að yfirmaður RÁS-þjónustunnar er einnig forstöðumaður markaðs- þjónustu VISA. Þessi aðstaða ger- ir okkur erfitt fyrir með allar tæknilegar nýjungar þar sem aðal- keppninauturinn heldur um stjórn- völinn og getur þróað og komið með nýjungar tengdar RAS-þjón- ustunni án vitneskju Kreditkorts, banka eða sparisjóða sem einnig eru notendur RÁS-þjónustunnar.“ Nefndi hann sem dæmi svonefnd myntkort sem framkvæmdastjóri VISA hefur boðað að verði innleidd á þessu ári. „Hvorki eigendurnir sem eru bankar og sparisjóðir, né Kreditkort, fá upplýsingar um hvað er í bígerð.“ Heildarvelta með Eurocard greiðslukort var alls 15,6 milljarð- ar á árinu 1995 og jókst um 12,4% á árinu. Korthöfum fjölgaði um 5,3% og voru 35 þúsund talsins í árslok. Mikil kortanotkun var er- lendis og jókst hún t.d. um 21% í október og nóvember. Ennfremur jókst notkun erlendra ferðamanna hérlendis um 29% á árinu. Samþykkt var að greiða 10% arð. í stjórn voru kjörnir þeir Tryggvi Pálsson, formaður, Björg- vin Vilmundarson, Jón Adolf Guð- jónsson, Hallgrímur Jónsson og Ragnar Önundarson. Opel kallar inn Frontera bíla Gull á hæsta verðiísexár London. Reuter. VERÐ á gulli hefur ekki verið hærra í sex ár og fjárfestar hug- leiða þann möguleika að verðið haldi áfram að hækka. „Meiriháttar hækkanir á verði gulls kunna að vera í uppsiglingu," sagði sérfræð- ingur. Gull var skráð á 416,25 dollara únsan, hæsta verði síðan 22. febr- úar 1990, en það ár komst verðið hæst í 424,50 dollara. Við lokun hafði verðið lækkað í 415,15 dollara, en var þó 5 dollurum hærra en á fimmtudag. „Verðið getur farið í 425 dollara," sagði sérfræðingur, „og þá getur allt gerzt.“ Þegar gullverðið hækkaði í 409,10 dollara á fimmtudag var það orðið hærra en eftir innrásina i Kúveit í ágúst 1990 þegar mikið uppnám varð í kauphöllum. Gullverð yar á bilinu 370-390 dollarar mestállt ár í fyrra, en hef- ur hækkað frá áramótum. Sérfræð- ingar segja ástæðuna óvissu á mörkuðum um stöðu dollars, marks og jens. Russelsheim. Reuter. ÞÝZKI bílaframleiðandinn Adam Opel AG og brezka systurfyrirtækið Vauxhall hafa ákveðið að kalla inn 48.220 Frontera fjórdrifa bíla vegna hugsanlegra tæknigalla. Um er að ræða bíla framleidda fyrir febrúar 1995, þar á meðal 32.000 selda i Bretlandi. Sameignar- fyrirtæki Isuzu í Japan og Bedford deildar Vauxhall í Luton norður af London framleiðir alla Frontera bíla. Opel segir að enginn eigandi gall- aðra Frontera bíla þurfi að bera kostnað af viðgerðum. Sagt er að ekkert slys hafí hlotizt af göllunum og umræddir bílar séu innkallaðir i varúðarskyni. Sértilboð til Kanarí 21. febrúar kr. 69.960 Við höfum nú fengið viðbótargistingu á Kanaríeyjum þann 21. febrúar, þar sem þú getur notið sólarinnar í yndislegu veðri á þessum árstíma. Góðar íbúðir á ensku ströndinni, Tinache, allar með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi og svölum. Móttaka og garður. Bókaðu strax, síðustu sætin. á ensk« stv6»<U»»' Verð kr. 69.960 m.v. 3 í íbúð, Tinache, 21. febrúar. Venezuela 21. febrúar- 3 vikur 6 viðbótarsæti Verð kr. 99.700 m.v. 2 i herbergi. íslenskur fararstjóri 74.960 Verð kr. m.v. 2 í íbúð, Tinache, 21. febrúar. Innifalið í verði: Flug, gisling, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjóm, skattar. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.