Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐBEINANDINN • Eydís Eyjólfsdóttir í „sjáifskoóun“ meó stelpunum, Heigu Eínarsdóttur, Evu Dögg Guómundsdóttur, Berglindi Hermannsdóttur, Maríu Sólvetgu Kolbeinsdóttur, Báru Þóróardóttur, Björgu Tómasdóttur, írisi Þórarinsdóttur, Margréti Hrefnu Ríkharósdóttur og Ótöfu Ösp Guómundsdóttur, en þær eru á aldrinum 13 til 15 ára.. Fyrin L^srrmtr. . . ■ ***, ' - - Ók-tfasMk mnNNNto I. ag i*. tími ÞÆR eru sammála um að það hafi ekki endilega verið draumurinn um fyrir- sætustörf sem fékk þær til að fara á námskeiðið. „Það sem vakti áhuga minn var að námskeiðið býður upp á ýmislegt til að styrkja sjálfstraustið. Maður lærir framkomu, sjálfs- vörn, dans og ýmislegt fleira,“ sagði Eva Dögg Guðmundsdóttir, 14 ára, nemandi á módel- námskeiði World Class og Club Dance Hinar stelpurnar taka undir þetta en játa þó, að marg- ar stelpur á þeirra aldri sjái fyrirsætustörf í hillingum. Og hvað er það sem heillar? „Frægð og frami í útlöndum, myndir af manni í blöðum og sjónvarpi, ferðalög um allan heim. En kann- ski bara aðaílega það að vera frægur.“ En þær stöllur segjast þó ekki gera sér neinar grillur um fyrirsætustörf í framtíðinni og því síður heimsfrægðina. Þær eru níu saman á námskeiðinu. Reyndar byrjaði líka strákur, en hann hætti af því að hann var einn. Á námskeiðinu fyrir jól voru hins vegar tveir strákar og héldu það út. Stelpunum finnst að þessi námskeið passi alveg eins fyrir stráka. Þeir þurfa líka að læra rétta framkomu, styrkja sjálfstraustið og ganga uppréttir og frjálslega, fyrir nú utan allt það jákvæða í mannlegum samskiptum, sem lögð er áhersla á á námskeiðinu. Þar er líka talað um skaðsemi vímuefna og nauðsyn þess að lifa heilbrigðu lífi. Byrjaði fjagurra ára að dansa Leiðbeinandi á námskeiðinu er Eydís Eyjólfsdóttir, en Jóhann Ingi Gunnarsson sál- fræðingur annast hinn sálræna þátt, sem ekld er síður mikilvægur. Þar ræðir hann meðal ann- ars um sjálfstyrkingu. Eydís byrjaði í dansskóla hjá Eddu Scheving þegar hún var fjögurra ára. Síðan hefur hún verið dansandi auk þess sem hún er hár- greiðslumeistari. Hún hefur meðal annars FRAMHALDSFLOKKURINN - Þær Sigrún Runólfsdóttir, Sigrún Bima Blomsterberg, Þóra Bríet Pétursdóttir og Guðbjört Erlendsdóttir voru á haust- námskeiði og héldu svo áfram á dansnámskeiði hjá Eydísi. Eins og sjá má eru þær með „pósuna“ á hreinu UNGLIÐARNIR - Svanhildur Magnúsdóttir, Sigrún Kristín Skúladóttir og Jóhanna Gísladóttir voru í flokki 10 til 12 ára. Þær voru ánægðar með árangurinn og sögðust vera mun öruggari í framkomu en áður. dansað í Þjóðleikhúsinu og víðar og fimmtán ára var hún orðin kennari hjá Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur í dansskólanum Dansnýjung. Undanfarin ár hefur hún leiðbeint á módel- námskeiðum hjá Módelmynd og John Casablancas, en byrjaði svo með námskeiðið í World Class síðastliðið haust. Eydís sér aðallega um faglega þáttinn, það er framsögn, göngulag, sjálfsvöm, hárgreiðslu og dans svo nokkuð sé nefnt og í hverjum tíma sáir hún „frækomi“ i hjörtu nemenda sinna, þeim til umhugsunar og uppbyggingar. Frækorn þessarar viku var: Gefðu þér tíma til að þjálfa hugann og mennta þig. Lestu nýjar bækur, farðu á námskeið, listsýningar og fyrirlestra. Reyndu líka að leggja stund á andlega iðkun. Hnilhrigt sjálfstraust Jóhann Ingi kvaðst leggja höfuðáherslu á sjálfsefiingu, sem fælist einkum í því að krakkarnir tileinki sér ákveðni í samskiptum við annað fólk, án þess að sýna hroka eða yfir- gang, enda væri hroki oft hin hliðin á feimni, hlédrægni og óákveðni. „Sá sem er hrokafullur er yfirleitt með mjög lélegt sjálfsmat," sagði Jóhann Ingi. „Við sjáum þetta því miður mjög oft hjá fullorðnu fólki. Sumir komast reyndar stundum langt á hrokanum um stundarsakir, en njóta sjaldnast virðingar þegar til lengdar lætur. Maður gefst fljótlega upp á því að eiga samskipti við hrokafulla menn. En til að ná árangri í samskiptum við aðra þurfa menn auðvitað að standa á rétti sínum og ala með sér heilbrigt sjálfstraust.“ Jóhann Ingi kvaðst einnig kenna krökkunum slökun og hugþjálfun, sem fælist meðal annars í því að einstaklingamir reyndu að sjá sig gera hlutina rétt, samanber knattspyrnumann, sem sér sjálfan sig í anda skora sigurmark í úrslita- leik bikarkeppninnar. „Ég reyni að vinna með þessa huglægu þætti og krakkarnir eru mjög opnir fyrir þessu,“ sagði sálfræðingurinn. Dagskrá: Stundvísi, ganga, framsögn, líkamlegar stöður, mataræði, dans. Hvað lærði ég af tímanum?: Ég lærði margt í sambandi við mat og núna er ég meira meðvituð um það hvað ég læt ofan í mig. Ég lærði rétta líkamsbeitingu og hvernig á að ganga fyrirsætuspor. Stundvísi var líka eitt af því sem ég lærði, og ef maður er ekki stundvís þá er maður bara að tefja og sóa tíma annarra. Ég lærði smá framsögn og í lokin nokkurskonar „Vouge“-dans. Frækom vikunnar: Gefðu þér tíma fyrir líkamsrækt og að hugsa um mataræði og heilsumál. Leggðu einnig áherslu á að sinna tómstundum og skemmtanalífi. Skemmtanir gegna því hlutverki að endur- nýja lífsorkuna. 11. ag yg. tími Dagskrá: Hárgreiðsla, dagleg umhirða hárs, þvottur, næring og fleira, ganga, pósur. Hvað lærði ég af tímanum?: Af þessum tíma lærði ég mitóð í sambandi við hár. Hvemig shampó á að nota og hvernig maður á að þvo það (með fingurgómunum). Við lærðum einnig göngu og pósur. Frækorn vikunnar: Gefðu þér tíma til að sinna vinnu, skóla og fjármálum, legðu til hliðar sérstakar stundir til að stópuleggja þessa þætti bæði til að þér gangi vel og til að hvortó fari of lítill eða of mikill tími í vinnu. Hver er lækningamáttur sólarljóssins ? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hver er lækninga- máttur sólarljóssins? Mig minnir að hafa heyrt að Niels Finsen hafi stundað rannsóknir á þessu sviði. Er ef til vill skynsamlegt fyrir okkur íslendinga að stunda ljósa- böð í hæfílegum mæli yfir vetrar- tímann? Svar: Niels R. Finsen var dansk- ur læknir af íslenskum ættum, sem varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1882. Hann stundaði rannsóknir á lækningamætti sólarljóssins og fékk Nóbelsverðlaunin í læknis- fræði 1903 en dó ári síðar aðeins 44 ára gamall. Eitt af því sem þótti merkilegt við rannsóknir Nielsar R. Finsens var að hann notaði útfjólublátt ljós með góðum árangri við að lækna húðberkla. Nú á tímum er vitað að út- fjólublátt ljós, m.a. sólarljós, drepur ýmsar tegundir sýkla auk Sólar- Ijósið þess sem það stuðlar að myndun D-vítamíns í húðinni. Útfjólublátt ljós bætir suma sjúkdóma eins og t.d. sóríasis (psoriasis) en gerir aðra verri. Fyrir heilbrigt fólk á öllum aldri gildir almennt að útfjólublátt Ijós er ektó hollt nema í mjög litlum skömmtum. Skaðleg álirif útfjólublás ljóss eru að það stuðlar að húðkrabbarneini og gerir það að verkum að húðin eld- ist óeðlilega fljótt og verður hrukkótt. Sumir eru viðkvæmari fyrir þessu en aðrir og má þar nefna einstaklinga með ljósa húð, blá augu og ljóst eða rautt hár, en þeir hafa oft tilhneigingu til að sólbrenna en verða síður brúnir. Einnig má nefna fólk með vissa sjúkdóma eða þá sem taka sum lyf. Af þessum ástæðum er ektó hægt að mæla með ljósaböðum yfir veturinn og sólböðum að sumri til ætti einnig að stilla mjög í hóf. Hér má einnig geta þess að þynning ózonlagsins leiðir til aukins magns útfjólublárra geisla í sólarljósinu og gerir sólböð enn varasamari. Spurning: Undanfarna mánuði hef ég að staðaldri tetóð inn verkjalyf fyrir svefn, þar sem mér finnst ég sofa betur af því. Er þetta varhugavert að einhverju leyti, t.d. getur maður orðið háður slíkum lyfjum? Af hverju fæst ekki asperín hér á landi, eins og í öllum nágrannalöndum okkar? Svar: Ekki kemur fram í spurningunni hvaða verkjalyf spyrjandi tekur reglulega en gert er ráð fyrir þvi að það sé eitt af Verkjalyf fyrir svefn þeim lyfjum sem seld eru án lyf- seðils. Þar er um að ræða lyf sem innihalda virku efnin acetýlsal- isýlsýru (lyfin Magnýl, Asperin, Globentyl o.fl.), paracetamól (lyfin Panodil, Paratabs o.fl.) eða íbúprófen (lyfin Ibumetin, íbúfen, Nurofen o.fl.). Ef spyrjandi tekur eitthvert þessara lyfja fyrir svefn, í venjulegum skömmtum, getur það ekki talist hættulegt og engin hætta er á að það sé vanabind- andi. Langvarandi notkun lyfja er þó að sjálfsögðu óæskileg nema nauðsyn beri til. Oft hefur borið á misskilningi með orðin asperín og Asperin, sem ég ætla að reyna að leiðrétta. Um síðustu aldamót setti lyfjafýr- irtætóð Bayer á markað nýtt lyf undir nafninu Asperin en virka efnið í þessu lyfi heitir apetýlsal- isýlsýra. Vegna þess hve orðið acetýlsalisýlsýra er langt og óþjált, hefur nafn upphaflega lyfs- ins (Asperin) iðulega verið yfir- fært á virka efnið og þannig hefur nafnið asperin verið notað í stað acetýlsalisýlsýru. Þannig þýðir acetýlsalisýlsýra og asperín það sama en Asperin (með upphafs- staf) er nafnið á lyfinu frá Bayer. Þetta lyf hefur lengst af verið á markaði hérlendis undii- nafninu Magnýl, en á undanförnum árum hafa fleiri lyf komið hér á markað og nú nýlega einnig lyfið Asperin. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta, tekið er á máti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.