Morgunblaðið - 03.02.1996, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Gennadíj Zjúganov, leiðtogi rússneskra
kommúnista, í New York Times
Sovétríkin endur-
reist og staða
Rússlands styrkt
New York. Reuter.
KOMIST kommúnistar til valda í
Rússlandi munu þeir leitast við að
endurreisa Sovétríkin með friðsam-
legum hætti og treysta stöðu
landsins sem stórveldis. Kemur
þetta fram í grein eftir Gennadíj
Zjúganov, leiðtoga rússneska
kommúnistaflokksins, í bandaríska
dagblaðinu New York Times í
fyrradag.
Zjúganov segir einnig, að komm-
únistaflokkurinn sé andvígur
stækkun Atlantshafsbandalagsins,
NATO, í austur og hann segist álíta
komu NATO-herliðs til Bosníu og
hinnar gömlu Júgóslavíu vera fyrsta
skrefið í beinum afskiptum yfirþjóð-
legrar stofnunar af sérmálum ann-
arra ríkja.
Zjúganov leggur þó áherslu á,
að kommúnísk ríkisstjóm í Rúss-
landi muni leita eftir samstarfi við
Bandaríkin í efnahags-, mennta-
og vísindamálum og búa banda-
rískri fjárfestingu í Rússlandi betri
skilyrði en nú eru.
Zjúganov sagði, að Rússar yrðu
að forðast óþarfan fjáraustur til
hermála. Það gæti heldur ekki ver-
ið eftirsóknarvert fyrir Bandaríkin
að vera eina stórveldið og axla þær
byrðar, sem því fylgdu.
Sætta sig ekki
við niðurlægingu
„Þeim skjátlast, sem treysta á,
að Rússar muni sætta sig við núver-
andi niðurlægingu og láta sér nægja
að hlíta leiðsögn Bandaríkja-
manna,“ sagði Zjúganov. Kvaðst
hann telja ójafnvægið, sem hrun
Sovétríkjanna hefði valdið, vera
hættulegt og því væri endurreisn
þeirra af fúsum og fijálsum vilja
söguleg nauðsyn vegna hagsmuna
Rússa og heimsfriðarins.
Zjúganov sagði, að í utanríkis-
stefnu sinni myndu kommúnistar
hafna öllum hugmyndum um
heimsbyltingu en treysta þess í stað
á almenn, siðferðileg gildi og al-
þjóðalög.
Zjúganov, sem var þátttakandi í
alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Dav-
os í Sviss, sagði í gær í viðtali við
Reuíers-fréttastofuná, að aftur-
hvarf til ríkiseinokunar væri óhugs-
andi í Rússlandi.
Reuter
LEITAÐ var enn í gær að fólki, lifandi eða látnu, í húsarústunum í Shaoyang. Þúsundir manna
deyja árlega i Kína vegna kæruleysislegrar meðferðar á ýmiss konar sprengiefni.
10 tonn af dínamíti sprungu í kínversku fjölbýlishúsi
Húsið hvarf og öll
gatan rústir einar
ARGENTÍNA AUSTURRÍKI A5TRALÍÁ BANDARÍKIN BELGÍA BÓLIVÍA BRASILÍA BRETLAND
AFS vill gera öllum kleifl að gerast
SKIPTINEMAR
Yfír 25 lönd eru í boði o
0
í öllum heimsálfum. *
m Ogleymanleg repsla. g
il Eykurþroska
og víðsýni.
H Gagnlegt
tungumálanám.
H 50 ára reynsla af
nemendaskiptum.
íslenskir netnar og fararstjóri t'Venezuela. ® BrottfÖr ÍVÍSVtir 3 UfÍ.
Þess vegna býður félagið mjög viðráðanleg greiðslukjör.
Erum að taka á móti umsóknum til Bandaríkjanna, Evrópu,
/
Asíu og S-Ameríku í sumar og Astralíu í janúar 1997.
Upplýsingar og umsóknarblöð fást á skrifstofu AFS á íslandi, j§ iCQ Á |Oi
Laugavegi 26, 3. hæð, milli kl. 10 og 16 virka daga. nu w Ai
Sími 552-5450 Alþjóöleg fræðsla og samskipti
PORTÚGAL PARAGUAY MEXÍKÓ LETTLAND JAMAÍKA ÍTALÍA INDÓNESÍA HOLLAND GVATEMALA
Peking. Reuter.
FJÖLBÝLISHÚS gjöreyddist og hverfið í kring er í rústum eftir gífurlega
dínamítsprengingu í borginni Shaoyang í Hunan-héraði í Kína á miðviku-
dagskvöld. Óttast er, áð allt að 100 manns hafi týnt lífi í sprengingunni
og mörg hundruð slösuðust en kínverskir embættismenn segja, að dínamít-
ið hafi verið geymt í kjallara fjölbýlishússins.
„Við héldum fyrst, að orðið hefði
mikill jarðskjálfti,“ sagði einn
þeirra, sem stýrðu björgunarstarf-
inu, en hundruð manna, hermenn,
lögreglumenn og sjálfboðaliðar,
unnu að því að grafa fólk úr rústun-
um. Starfsmaður sjónvarpsins í
borginni sagði, að öll gatan, sem
fjölbýlishúsið stóð við, væri rústir
einar og allt, sem eftir væri af hús-
inu, væri 30 metra breiður gígur
og 10 metra djúpur.
Fjöldi látinna óviss
Um miðjan dag í gær var búið
að finna lík 77 manna í rústunum
en ljóst þótti, að talan ætti eftir að
hækka verulega. Kváðust björgun-
armenn ekki búast við að finna fleiri
á lífi en ekki er nákvæmlega vitað
hve margir bjuggu í húsunum vega
þess, að farandverkamenn tilkynna
oft ekki um aðseturstað sinn.
Heista dagblaðið í Hunan sagði,
að öll hús í 100 metra fjarlægð frá
fjölbýlishúsinu hefðu hrunið til
grunna og gluggarúður í tveggja
km fjarlægð splundrast.
Blaðið sagði sprenginguna vera
„einstaklega alvarlegt slys“ én einn
íbúi hússins átti dínamítið, heil 10
tonn, og geymdi það í kjallaranum
þar sem hann rak ólöglega sprengi-
efnaverslun. Talsmenn borgarinnar
vildu hins vegar ekkert tjá sig um
þann orðróm, að lögregluna grun-
aði, að sprengingin væri viljaverk
einhvers, sem hefði viljað ná sér
niðri á eiganda sprengiefnisins.
Sprengingin í Shaoyang varð um
klukkan átta á miðvikudagskvöld,
um það leyti sem fólk er að setjast
við sjónvarpið, og eru margir þeirra,
sem komust lífs af, alvarlega slas-
aðir.
Sprengiefni inni
á heimilum
Embættismenn segja, að viðkom-
andi maður hafi nýlega tekið við
miklu sprengiefni í stað peninga frá
einum skuldunaut sínum og komið
því fyrir í kjallaranum. í Kína er
algengt, að fjölskyldur, sem eru í
námagrefti upp á eigin spýtur,
geymi sprengiefni á heimili sínu
enda eru slys af þess völdum mjög
tíð.
Samkvæmt opinberum skýrslum
deyja árlega eða slasast í Kína
60.000 manns af völdum kærleysis-
legrar meðferðar á púðri og öðru
sprengiefni og af þeirri ástæðu
hafa flugeldar og annað þess háttar
sprengidót verið bannað í flestum
kínverskum stórborgum.
-------» ♦ ♦
Útsala
% 5Prr y ríf rí bft I
Persía
Sérverslun
meb stök teppi
og mottur
hf rré rf tT Suðurlandsbraut v/Faxafen - sími: 568 6999 V,SA' IS.
Frakkland
Alnetið lúti
alþjóðleg-
um reglum
París. Reuter.
FRÖNSK stjórnvöld segjast ætla
að beita sér fyrir því að Evrópusam-
bandið (ESB) setji reglur um tölvu-
samskiptanet eins og alnetið.
Slíkar hugmyndir hafa sætt
gagnrýni alnetsnotenda, sem segja
að samskiptanetið hafi þróast eins
hratt og raun ber vitni vegna þess
að það hafi ekki verið háð reglum
stjórnvalda. Þeir segja stjórnleysið
einn af meginkostum alnetsins.
Ein af ástæðum þess að Frakkar
vilja takmarka notkun alnetsins er
sú að bókinni „Le Grand Secret“
(Leyndarmálið mikla) var dreift á
netinu þótt franskur dómstóll hefði
bannað útgáfu hennar. Claude
Gubler, einkalæknir Francois Mitt-
errands, skrifaði bókina og heldur
því þar fram að Mitterrand hafi
vitað að hann hafi verið með
krabbamein árið 1981 en fyrirskip-
að að því yrði haldið leyndu sem
„ríkisleyndarmáli".
Francois Fillon, ráðherra upplýs-
ingatæknimála, sagði að tillaga
Frakka yrði lögð fram á ráðherra-
fundi ESB 23.-25. þessa mánaðar
og kvaðst vona að reglurnar leiddu
til alþjóðasamnings á borð við haf-
réttarsáttmálann.