Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 35 : : i i i í i f < < ( < < < < < i i JÓFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR + Jófríður Stef- ánsdóttir fædd- ist á Galtará í Gufudalssveit í A- Barð. 17. septem- ber 1900. Hún lést á heimili sínu i Stafni í Reykjadal í S-Þing. 24. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin María Jó- hannsdóttir og Stefán Gíslason í Gufudalssveit. Hún átti sex systkini og er hún sú síðasta úr hópnum að kveðja. 24. apríl 1927 giftist Jófríð- ur Helga Sigurgeirssyni, f. 13. sept. 1904. Hann er látinn. Dætur þeirra hjóna eru fimm. Elst er María Kristín, f. 14. mai 1928, maki Hallur Jósefsson; þá Ólöf, f. 3. mars 1930, maki Kristján Jósefsson, hann er látinn; Ingibjörg, f. 26. júní 1932, maki Guðlaugur Valdi- marsson, hann er látinn; Asgerður, f. 13. april 1936, maki Jón Hannesson; Guðrún, f. 3. febr. 1944, maki Gunnar Jakobsson. Útför Jófríðar fer fram frá Einarsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ELSKULEG vinkona mín er látin, rúmlega 95 ára að aldri, andlega hress fram á síðustu stundu, en líkaminn farinn að gefa sig. Hefur hún að mestu verið rúmföst hin síðari ár en lengst af getað verið heima í Stafni. Þar hefur hún notið umsjár dóttur sinnar Óiafai og hennar fólks. Hinar dæturnar voru lengra undan en fóru marga ferðina heim til að iétta undir. En einstakt var hversu vel Ólöf sinnti um for- eldra sína fram á síðustu stundu. Allt gerði hún fyrir þau, sem í henn- ar valdi stóð, með sinni elskusemi. Ekki er ég að rýra hlut annarra ættmenna Fríðu er ég skrifa þessar línur, en ég veit að þeir eru mér sammála í þessu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Fríðu og Helga ung að árum og naut ég gestrisni þeirra og góðvildar frá því að ég fyrst kom í Þingeyjarsýslu haustið 1948 og settist á skólabekk á Laugum ásamt Ingu dóttur þeirra og Hullu frænku okkar frá Völlum. Eftir það var Stafnsheimilið mér sem annað heimili og þessi elskulegu hjón mér sem aðrir foreldrar. Ennþá er ég að koma heim þegar ég kem í Stafn. Foreldrar mínir og Stafnshjónin voru mjög nánir vinir. Þeir bræður gengu í Hólaskóla og kynntust konum sínum þar. Faðir minn lenti vestur á land en Vestfirðingurinn Jófríður norður í Stafn. í bréfi sem Helgi skrifar Tómasi bróður sínum vestur að Miðhúsum, biður hann hann að athuga fyrir sig um jarðnæði þar vestra því að hann sé hræddur um að Fríðu sinni muni leiðast fram á heiðinni. En það fór þó svo að vestra var jarðnæði ekki á lausu. Helgi kom svo til að sækja unnustuna. í Flat- ey á Breiðafirði voru þau gefín saman 24. apríl 1927. Fluttu þá strax norður og bjuggu óslitið í Stafni upp frá því. Og ég held að unga stúlkan að vestan hafi unað hag sínum vel á heiðinni, þótt hug- urinn flygi stundum í vesturátt á bemsku- og æskuslóðir. Fríða var ákaflega vel gerð kona og var jafnræði með þeim hjónum og bera dætumar það með sér að hafa átt góða foreldra, sem létu sér annt um þær og þeirra hag. Afkomendurnir eru orðnir 58 og er mestur hluti þeirra norðan heiða. Svo ótal margt kemur í hugann þegar vinir era kvaddir. Hér stend- ur upp úr minningin um mæta konu, sem vann heimili sínu og fjöl- skyldu öllum stundum, en átti líka tíma aflögu fyrir gesti og gangandi. Fríða fylgdist með hag afkom- enda sinna fram á síðustu daga og vissi hversu margir þeir voru orðn- ir, enda ættingjarnir viljugir að láta heyra frá sér. Frá Ebbu systur minni ber ég sérstakar kveðjur, en Fríða var henni einkar kær. Systk- ini mín og við Máni sendum dætram og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég kveð þig, Fríða mín, með þessum ljóðlínum og þakka þér fyrir það sem þú varst mér. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. MINNIIMG En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Megi minning um góða konu lifa með afkomendum hennar og vinum. Krístín Ingibjörg Tómasdóttir. Mig setti hljóðan og ég fann til þegar mér var tilkynnt um lát ömmu minnar, Jófríðar Stefáns- dóttur frá Stafni í Reykjadal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Amma, sem þó er ekki amma mín heldur afasystir mín, var gift Helga Sigurgeirssyni bónda og söðlasmið. Bjuggu þau lengst af að Stafni, þar sem afi Helgi var borinn og barnfæddur, en sama ættin hefur búið þar frá byijun nítjándu aldar. Jófríður var fædd 17. seþtember 1900 og var því rúmlega 95 ára er hún lést í svefni á heimili sínu að Stafni 24. janúar sl., eftir langa gifturíka ævi. Amma og afi kynntust á Reyk- hólum, en afi hafði þá komið þang- að til að vera við nám í bændaskól- anum. Amma starfaði þá á Reyk- hólum sem starfsstúlka, en hafði undanfarin ár verið starfandi hjá presthjónunum að Stað á Reykja- nesi, þeim séra Jóni og konu hans Ólínu, en alla tíð síðan lét hún vel af þeim hjónum. Það hefur verið stórt skref fyrir ömmu að flytja með afa austur í Þingeyjarsýslu, þar sem hún síðar bjó yfír 70 ár. Mikil ótrúleg lukka var það fyrir mig að fá að kynnast ömmu og afa í Stafni. Fyrst kom ég í Stafn til þess þá að vera fyrir, eins og svo oft síðar, aðeins fjögurra ára gam- all. Allt frá því hefur amma reynst mér vel. Vissulega áttu fleiri þátt í því að koma mér til manns á öll- um þessum sumrum sem ég dvaldi í Stafni, en þeir sem þekkja til ömmu vita það að hennar þáttur á uppvaxtarárum svo margra barna skilaði sér fyrst og fremst í heil- brigðri hugsun og fullkominni virð- ingu fyrir mönnum og dýrum. Fyr- ir mig og mína nánustu náði hún að skapa okkur skjól sem við höfum öll getið farið í, hvort sem er á gleði- eða sorgarstundum. Vissulega var amma orðin gömul og eins og alitaf þá voru ekki allir búnir undir það að amma væri að kveðja. Ég varð þó ánægðari þegar Ólöf, dóttir hennar, tjáði mér að amma hefði dáið á þann hátt sem hún óskaði sér; í svefni í rúminu sínu í Stafni. Hún hefði á engan hátt verið kvalin og líklegt er að allir sem þekkja til hennar séu sátt- ir við bón hennar. Oft var hlaupið inn í vesturbyggð til að hitta ömmu. Alltaf var amma til staðar þegar hennar þurfti við og veit ég fyrir víst að þúsundir btjóstsykurmola hafa verið gefnir úr krúsum ömmu síðustu ár. Mörg barnabarnabörnin og barnabarna- barnabörnin eiga líklegast eftir að spyija oft eftir ömmulöngu og bijóstsykurkrúsunum. Við hin sem eldri erum verðum að láta okkur nægja að hugsa, enda líklegast kominn tími til að hætta í sælgæt- inu. „Gunnar minn, hvað áttu við þegar þú segir manninn vera gleði- pinna?“ Ömmu var ekkert gefíð um nýyrði, sérstaklega ekki þegar við af þriðju kynslóð hennar fórum að sletta mállýskum. Ég hafði þó ailt- af jafn gaman af að spjalla við ömmu, hvort sem var nú hin síðari ár þegar hún var orðin rúmföst eða þegar maður fékk sting í augun af því að horfa á pijónanna hennar fljúgast á. Maður varð virkilega að vanda sig í tali, velja réttu orðin og ekki nóg með það, heldur voru þau orð sem bárust til eyrna minna oft svo ólík hinum dags daglegu. Ég kem mikið til með að sakna orðanna hennar ömmu. „Skírðir þú stúlkuna Tinnu. Er það ekki ein- ungis nafn á hundum?“ Oftar en ekki hef ég komið í Stafn, annaðhvort einsamall eða með fjölskyldu minni. Jafnvel hefur það gengið svo langt að ég hef teymt vini og kunningja mína með mér. Alltaf var það siður að heilsa sem fyrst upp á ömmu. Ég vissi að henni leið betur ef hún fékk tækifæri til að ræða við gestina sem fyrst og láta þá finna að þeir væra velkomnir. Það var líka þessi ótrú- lega upplifun sem maður varð vitni að. Virðing gestanna fyrir ömmu varð ljós, strax frá fyrstu kynnum. Margir sem aðeins hafa kynnst henni stutta stund spyija mig oft- sinnis hvernig henni líði og lýsir það vel þeirri góðvild sem fólk varð áskynja. Afí var bryti í Laugaskóla í marga vetur og veit ég það fyrir víst að margir gamlir Laugaskóla- nemendur svo og Reykdælingar eiga eftir að hugsa með miklum hlýhug til þeirra hjóna, því öllum veittu þau hjálparhönd ef þess þurfti með. Amma var einnig víð- lesin kona og kímnigáfa hennar var einstök og gat hún verið hrókur alls fagnaðar ef hún vildi það með hafa, en alltaf fór hún þá vel með það, enda einstök kona. Aldrei man ég eftir að amma kæmi suður, þau ár sem ég hef lif- að, enda hefur henni líklegast ekki þótt nein ástæða til. Amma var nægjusöm og líklega hefur henni verið nægjusemin í blóð borin. Það þurfti ekki mikið til að gleðja ömmu og oftar en ekki var nóg að skila kveðju frá einhveijum sem hún þekkti. Því miður fer því fækkandi fólkinu sem er nægjusamt og mun ég alla tíð hugsa til ömmu þegar nægjusemi ber á góma. Vinna og atorka fylgir bænda- konum. Aldrei man ég eftir að hafa séð ömmu missa verk úr hendi. Þær mæðgur amma og Olla unnu saman mörg erfíð dagsverkin hvort sem var við heimilisrekstur- inn eða annað. Vissulega hafði þrekið hjá ömmu farið minnkandi undanfarin ár, þar til hún varð rúmföst að mestu, en þá bætti Olla bara við sig, svo oft á tíðum fannst mér nú nóg um. Þær leggja mikið á sig bóndakonurnar á Islandi og aldrei kvarta þær. Þrátt fyrir þrekleysið hjá ömmu hin síðari ár var hinn andlegi styrk- ur og hin mikla ró sem fylgdi ömmu ávallt tii staðar. Minnið var hreint ótrúlegt og þrátt fyrir að hafa unn- ið með mörgum, bæði mönnum og tölvum, verð ég að taka ofan fyrir minnishæfileika ömmu. Það var sérstaklega í mannanöfnum, ættar- tengslum og kennileitum sem alltaf var hægt að leita til hennar. Síðast heyrði ég sögu af því að síminn stoppaði varla í Stafni fyrir jólin, þegar afkomendur voru að hringja til að fá upplýsingar frá henni vegna jólakortaútsendinga. Ég á mikið eftir að sakna þessa einstæða hæfileika ömmu minnar. Einu lofaði ég ömmu, sem ég hef ekki ennþá efnt og verð ég maður minni, standi ég ekki við það, en það var að taka saman niðjatölu foreldra hennar og halda síðan ættarmót. Þeir sem þekkja til vinnugleði minnar vita að þessu verki lýk ég, því ekki skal ég láta loforðið óefnt. Það var ekki það að amma beitti þvingunaraðferðum til að ná loforðinu fram, heldur barst þetta í tal einu sinni sem oftar þegar ég ræddi við hana. Ég á mikið eftir að sakna þess að geta ekki rætt við hana framar um fjöl- skyldu hennar og skyldmenni sem henni voru svo hugleikin. Að leiðarlokum þakka ég ömmu, Jófríði Stefánsdóttur, allt það sem hún hefur gert fyrir mig og mína á liðnum árum. Mér hefur alla tíð þótt óskaplega vænt um ömmu mína, sérstaklega vegna hins mikla stöðugleika og heiðarieika sem fylgdi henni og afa mínum. Með henni er gengin ein sú vandaðasta kona sem ég hef kynnst. Og ég veit að nú þegar hefur afí Helgi tekið á móti henni og þau njóta sömu ástúðar sem þau hafa ávallt sýnt öðrum. Blessuð sé minnig Jófríðar Stef- ánsdóttur. Dætrunum Mæju, Ingu, Ollu, Ásu og Gunnu og öðrum ættingjum og venslafólki sendum ég og fjöl- skylda mín og móðir hugheilar samúðarkveðjur. Minningin um Jó- fríði Stefánsdóttur lifir ofar öllu. Gunnar Svavarsson. + Fryolf Nielsen fæddist 13. apríl 1933 í Lotra í Fær- eyjum. Hann lést 24. I janúar síðastliðinn. Foreldrar Fryolfs voru Jóhannes Ni- elsen og Júlíanna María Nielsen. Fry- olf var einn af fimmtán systkinum. Eftirlifandi eigin- kona hans er Sigur- I björg Eydís Vil- hjálmsdóttir, f. 5.5. 1937 á Eyrarbakka. I Fryolf og Sigur- björg Eydís eignuðust sjö börn, þau eru 1) Vilhjálmur, f. 11.4. 1957, giftur Ruth Markúsen, þau eiga eina dóttur, Helgu, 2) Gísli, f. 26.4. 1958, 3) Einar, f. 20.7. 1959, hans kona er ÞEGAR sest er niður til að setja ( nokkur orð á blað til að kveðja og ( þakka, koma fram í hugann ótal , minningar um góðan vin og sam- starfsfélaga. Fryolf Nielsen kom ungur til Beata Profic, þau eiga einn son, Daniel, fyrir átti Einar einn son, Vil- hjálm, 4) Sigurður, f. 6.4.1961, 5) Finn, f. 2.1. 1963, hans kona er Irena Kol- odizje, þau eiga eina dóttur, Söru, 6) María, f. 29.3. 1964, og 7) Aldís, f. 27.10. 1967, eiginmaður hennar er Haukur Jónsson og eiga þau einn son, Friðjón. Fryolf stundaði lengi sjó- mennsku og nú seinni ár verk- sljórnarstörf. Útför Fryolfs fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. æskuheimili hennar og nefndu Sæból. Fjölskyldan stækkaði og alls urðu börnin 8, eitt barn misstu þau í frumbernsku, var það þeim mikið áfall, en saman gengu þau í gegnum það eins og annað því samband þeirra hjóna var einstak- lega gott alla tíð. Fryolf stundaði fyrst sjóinn en færði sig síðan í Hraðfrystistöð Eyrarbakka og eftir það vann hann alltaf við fiskvinnslu og í mörg ár sem verkstjóri, Verkstjórn fór hon- um vel úr hendi og hann naut sín vel sem stjórnandi, hann hafði sér- stakt lag á að ná fram því besta hjá öllum, góða skapið, glettnin og mikla brosið hans gat alltaf komið fólkinu hans til að brosa, ég segi fólkið hans því það voru hans orð, hann talaði alltaf um þá sem unnu undir hans stjórn sem fólkið sitt. Fryolf sagði ekki bara til um hvernig vinna skyldi verkið heldur vann hann alltaf með fólkinu sínu og oft í erfiðustu verkunum. Ég veit ég tala fyrir munn allra sem unnu hjá honum og með er ég fæ að láni erindi úr ljóði er ort var fyrir okkur starfsfólk HE þegar einn verkstjóri fór frá okkur: Allir muldra „þökk sé þér“ þunglyndir úr máta. Karlar í skeggi klóra sér en konur í flestar gráta. (M.J.J.) Já, kæri Fryolf, allir muldra þökk sé þér, það er kannski heldur seint því við töldum að við hefðum tíma til að láta í ljós þakklæti okkar, en tíminn hvarf frá okkur og þú líka. En hugsanir okkar eru hjá þér og þínum. Mig langar að þakka þér fyrir þann tíma er við störfuð- um saman í Bakkafiski hf. Þá fann ég vel hvaða mann þú hafðir að geyma, það var sama hvað mikið var að gera hjá okkur, aldrei skiptir þú skapi, alltaf tími til að leiðbeina og hjálpa, vandamál var eitthvað sem þú þekktir ekki, ef eitthvað var að sagðir þú við gerum þetta svona og svona og var lausnin fundin og síðan gengið í að vinna verkið. Mörg spor sparað- ir þú mér og komst að loknum vinnudegi hjá þér, ef ég var að bíða eftir að einhver lyki vinnu sinni og sagðir, ert þú ekki þreytt vinan, ég skal bíða og ganga frá. Það var eins og þú þreyttist aldrei, orkan og vinnugleðin var slík. Þegar þú ert nú horfin gengur mér illa að átta mig á því að við eigum ekki eftir að hittast á förnum vegi og rifja upp eitthvað skemmtilegt frá samstarfi okkar. Ég veit vel vinur að þú hefðir ekki kosið einhveija lofrullu, í mínum huga er ekki um það að ræða því staðreyndin er sú að frá þessum skemmtilega en oft erfiða tíma eru bara góðar minn- ingar sem ég á um samvinnu okkar og fyrir það þakka ég af heilum hug. Það er vandfundinn sá starfs- maður sem betur vann fyrir vinnu- veitanda sinn en þú gerðir allt til síðasta dags. Kæra Eyja og þið öll á Sæbóli, sorg ykkar og söknuður er mikill en þó Fryolf hafi verið tekinn frá ykkur alltof fljótt eigið þið dýrmæt- ar minningar um yndislegan eigin- mann, föður, tengdaföður og afa og þær minningar tekur enginn, þær munu ylja ykkur um ókomin ár. Ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Fryolfs Niel- sen. Hver minning dýrmast perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (I.S) Elín Sig. Eyrarbakka frá Færeyjum, ekki kann ég að rekja ættir hans og læt það öðrum eftir. Á Eyrarbakka kynntist hann konu sinni, Eydísi Vilhjálmsdóttur, byggðu þau sér hús á hlaðinu hjá FRYOLF NIELSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.