Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Gróður eykst í Þjórsárverum NÚ HILLIR undir að lokið verði við síðasta áfanga Kvíslaveitu og framkvæmdin þá loks að komast í arðsemi, með innkomu hluta Þjórsár í Þórisvatn og virkjun fallsins úr jöfn- unarþró niður í Sigöldu- lón, 85 m, mun gefa ea 100 - 120 mw (um pípu frá stíflu fram á brún, svipar til Þing- vallav.miðlunar, sbr. Steingrímsstöð). Þá fara menn að tala um uppblástur og landeyðingu, (úlfur, úlfur). Vissu- lega fara svolitlar lyng- og mosalaut- ir undir vatn þarna, en mest eru það melar og farvegir Þjórsár ásamt urðarköstum hér og þar. Þessi stífla mun ekki taka Þjórsárjökuiskvíslar fremri, en þær koma í Þjórsá á móts við Hreysiskvísl, þannig verður farvegurinn ekki þurr nema ca 2 km sunnan stíflunnar. Því verður ekki bílfært í Arnarfell eftir sem áður, enda fjarstæð hugmynd. Það er alr- angt að Kvíslaveitur auki gróðureyð- ingu í verunum, þvert á móti virðist gróður dafna betur nú en áður, eftir tilkomu Kvíslaveitu. Raki hefur auk- ist þar af eðlilegum ástæðum, sand- arnir í lónbotnum eru ekki þéttir, en vatnið skilar sér upp síðar, vítt og breitt um verin, jörðinni til bóta. Gæs hefur fækkað verulega í verunum, einnig sauðfé, en álftum fjölgar um of. Minna land undir vatn Ekki ber að líta svo á að öll fyrirhuguð uppi- stöðulón séu réttlætan- leg um langa framtíð, (eða aldrei) svo sem í Laxárdál Þingeyinga, Eyjabakka Fljótsdæl- inga, eða svonefnda LSD áætlun (langstærsti draumur- inn), en þá gæti orðtækið landeyðing átt við. En líklega eru þessi áform um stóru iónin og vatnaflutninga milli héraða að víkja fyrir hagkvæm- ari og náttúrulegri virkjunaraðferð- um, sem sagt virkjun vatnsins sem næst í sínum farvegi, stall af stalli eftir aðstæðum með nauðsynlegu inntakslóni. Melgresi og lúpína á hálendið Sá ágæti siður hefur komist á við mannvirkjagerð í óbyggðum og víð- ar, að bæta gróður nágrennisins með sáningu grasfræs og áburðargjöf, en nú á seinni árum hefur vaxtar- hæfni lúpínujurtar verið að sanna sig á gróðursnauðum söndum án Gróður eykst í Þjórsár- verum. Halldór Eyj- ólfsson segir gróður dafna betur eftir til- komu Kvíslaveitu. áburðargjafar. Er það mikill sparn- aður, því gras kemur með náttúru- legum hætti þegar lúpínan hefur bætt jarðveginn og horfið síðan. Nytsamar tilraunir Ein af mörgum tilraunum land- græðslunnar er sáning lúpínu og melgresis á hásléttunni milli jökla og í Ódáðahraun vestan Þríhyrnings nálægt Eyvindargötu, sem er líkleg- ur framtíðarvegur og raflínustæði frá Mývatni og suður að Eyvindar- hreysi. Um þessar götur er lítið vit- að síðan 1772 en töldust þá greið- færar milli Innrahreysis og Græna- vatns (sunnan Mývatns). Fróðiegt verður að sjá hvernig þessum tilraunum vegnar þarna í 600 - 700 m.y.s., en vitað er að lúp- ínan dafnar í 400 m hæð við líkar aðstæður, en melgresið í 900 - 1.000 m hæð. Vonandi verður forystufólk náttúru- og landverndarsamtaka ekki í andstöðu við framtakið eins og gerðist á Hólasandi í Þingeyjar- sýslu þegar umrædd samtök lögðust gegn uppgræðslu þeirrar auðnar, en heimamenn með sinni þjóðkunnu framsýni höfðu betur, undir traustri forystu landgræðslustjóra. Höfundur er áhugamaður um samgöngu- og umhverfismál. Gullkistan Þórisvatn Halldór Eyjólfsson ISLENSKT MAL ÞEIR félagar, Bjarki Elíasson og Eiríkur Þormóðsson, hafa enn sent mér gott bréf, og mun ég fleyta af því ijómann um hríð: I. Þeir vilja síður „að gantast sé mikið með orðtök. Nógur er ruglingurinn samt.“ Umsjónar- maður veit ekki alltaf hvenær menn rugla saman orðtökum vilj- andi, en oft er það víst af van- kunnáttu. Lítum á nokkur dæmi frá þeim félögum: a) „Að kalt vatn rennur milli stafs og hurðar.“ Þetta er vel hugsanlegt, en við segjum stund- um að okkur renni kalt vatn milli skinns og hörunds; ef okk- ur hryllir við einhveiju. I Fljóts- dæla sögu segir: „Honum var sá hrollur sem vatni væri ausið milli skinns og hörunds." Hér þarf að gæta þess, að hörund hefur breytt um merk- ingu. í fornu máli merkti það einna helst hold. Milli skinns og hörunds er óþægilega þröngur vegur og enn þrengri nú, eftir að hörund er farið að merkja skinn. Hörund er líklega skylt latínu caro = kjöt, hold, eignarf. carn- is, og corium = skinn. Latneskt k-hljóð verður h í germönskum málum eftir lögmálunum. b) „Gott er að hafa tungur tvær og tala með þeim báðum.“ Umsjónarmanni finnst þetta bara nokkuð gott (og fyndið), þótt hann sé vanari hinu: gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. c) Viðmælandi í „þjóðarsál" talaði um að vera „undir hand- raðanum á föður sínum“. Hann hefur líklega meint að vera und- ir handarjaðri föður síns, sama sem undir vernd hans, í skjóli hans. Kannski hefur manninum verið í mun að halda fram fjár- hagslegu ósjálfstæði ungs fólks. Sparibrandari um þessar mundir heyrist mér vera: Hvað er sam- eiginlegt með Jesú og íslenskum nútímaunglingum? Svar: Hanga heima hjá foreldrunum fram um Umsjónarmaður Gísli Jónsson 834. þáttur þrítugt, og ef þeir svo gera eitt- hvað, þá er það kraftaverk! II. Þá vitna þeir félagar í dag- blaðið Tímann 18. ágúst 1995 og þykir þeim (eins og umsjónar- manni) málfar þar heldur dönskuskotið: „Fjöldi þeirra hefur nú meira en 20-faldast, í tæplega 450 um síðustu áramót, hvar af 370 eru konur. íbúaskrá telur aðeins um tvö hundruð manns sem eiga föður- land í þeirri álfu hvar af hátt í þriðjungurinn var fæddur í Suð- ur-Afríku.“ Síðan spyija þeir: „Ætli íbúa- skráin kunni ekki að telja nema upp að tvö hundruð? Er ekki hvar af runnið frá danska orða- laginu hvor af?“ Umsjónarmaður: íbúaskráin kann ekkert að telja, en á henni eru svo og svo margir. Svar við síðari spurningunni er hiklaust já. III. Eignarfall af garður er garðs, ekki „garðar“. Eitthvað er innan þjóðgarðsins á Þing- völlum. IV. Bréfritarar fóru svolítið út í landafræði í fæðingarsveit minni vegna sjónvarpsþáttar. Umsjónarmaður veigrar sér við skrifum um þá fræðigrein. En hann man að í skóla nokkrum varð til eftirfarandi prófúrlausn: „Húnavatnssýsla er hálendasta sýsla landsins. Þar er ekkert nema fjöll og firnindi. - Þó er þar einn dalur og heitir Svarfað- ardalur. Um hann rennur Svarf- aðardalsá út í Svarfaðardalsvatn - sem er lokað í annan endann.“ V. Til er fyrirbæri sem í setn- ingafræði nefnist óbeygð ein- kunn. Dæmi: Hún vinnur í versl- uninni Blóm og ávextir. Þarna er heiti verslunarinnar óbeygð einkunn. Hún á oft vel við, ef heitið er fleiri orð en eitt. Betra er að segja: Hann leikur stórt hlutverk í Vér morðingjar eftir Kamban, heldur en „Oss morð- ingjum“. Óbeygð einkunn á hins vegar lítinn rétt á sér, ef heitið er eitt orð. Þá er betra að segja: Hann vinnur í vélsmiðjunni Héðni en „Héðinn" og rætt var um eignarhald á jörðinni Reykj- um fremur en „Reykir“. VI. Ekki finnst umsjónar- manni frekar en bréfriturum merkingarmunur á orðunum löpp ogTótur, heldur blæmunur. Löpp er fremur á skepnum en mönnum, eða þá óvirðulegra. Svo er að sjá sem ensku orðin leg og foot rugli suma Isiendinga. Að Iokum þótti þeim félögun- um meira en hæpið að tala um „landvinninga í Smugunni“, enda sé hún á sjó, en ekki landi. Hafi þeir svo kæra þökk fyrir skemmtilegt bréf. ★ Hlymrekur handan kvað: Þegar frostkalt er veðrið á fróni, við fleygjum út brauðskorpu og gijóni handa ýmislags fuglum, jafnvel fálkum og uglum, og einstaka lambi handa ljóni. ★ Með feginshug hef ég móttek- ið svofellt bréf frá Sigurði Egg- ert Davíðssyni sálsagnfræðingi: „Kæri vin, Gísli. Afskaplega er það lágkúrulegt að laga nafn Mannsonarins að íslensku málkerfi í stað þeirrar klassísku beygingar sem Ey- steinn munkur og Hallgrímur Pétursson og aðrir snillingar létu sér sæma. Getum við ekki barist fyrir vocativ (ávarpsfalli) Jesú, accusativ (þolfalli) Jesúm o.s.frv.? Eða vilja tindátar tungunnar e.t.v. skrifa Ésús? Kærar kveðjur.“ Umsjónarmaður hefur hvað eftir annað barist fyrir því að halda sígildri beygingu og hefur þar haft stuðning margra góðra manna. Baráttunni verður haldið áfram: Víst ertu, Jesú, kóngur klár. Jesú, þú ert vort jólaljós. Ó, Jesú, bróðir besti. Lenti skýrsla rík- isendurskoðunar í ruslakörfunni? LÍTIÐ hefur verið rætt um niðurstöður skýrslu ríkisendurskoð- unar á rekstri Sjúkra- húss Suðumesja, Sjúkrahúss Suðurlands, Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað og Fjórð- ungssjúkrahússins á ísafirði. Þá hefur lítið farið fyrir fréttum af tillögum tilsjónarmanns sem skipaður var til að fara yfir rekstur sjúkra- húss og heilsugæslu Suðurnesja. Ráðherra skipaði til- sjónarmann og lagðist stjómin ekki gegn því, en lagði áherslu á að ekki yrði lengra gengið í niðurskurði á framlögum til þessa reksturs. Nóg væri komið af niðurskurði og stjórnin þess fullviss að frekari spamaður leiddi til niðurskurðar á þjónustu. Frekari niðurskurður leiddi til þess að loka þyrfti deildum. Þá stendur valið milli þess að loka fæðingardeild- inni, hætta rekstri Víðihlíðar eða loka alinennri sjúkradeild. Stjóm sjúkra- hússins vildi ekki og mun ekki taka ábyrgð á slíkri aðgerð. Stjórnin vísaði alltaf til þess að rétt væri að bíða eftir niðurstöðum ríkisendurskoðunar, enda fullviss um að niðurstöður hennar staðfestu það álit stjórnarinnar að vel væri farið með fjármuni á þessum stofnunum. Skýrslan staðfestir mikið álag á starfsfólki Hér á eftir koma nokkrar tilvitnan- ir í skýrsluna. „Ríkisendurskoðun hefur metið umfang þeirrar vinnu sérfræðinganna sem hægt er að mæla og meta til eininga, þ.e.a.s. vinnu á skurðstofum, hvort sem er vegna sjúklinga innan eða utan spít- ala. Starf stoðdeiida, þ.e. röntgen- deildar og rannsóknarstofu, gefur ennfremur vísbendingu um umfang þeirrar starfsemi sem fram fer á sjúkrahúsunum. Sjúkrahúsþjónustan var umfangsmest á Sjúkrahúsi Suð- umesja. Þar voru læknisverkin flest, hvort sem var á inniliggjandi sjúkling- um eða sjúklingum utan spítala, auk þess sem þar var veitt viðamesta þjón- usta stoðdeilda af sjúkrahúsunum fjórum." Síðar segir: „Fjöldi verka miðað við hvert metið stöðugildi var mestur hjá Sjúkrahúsi Suðumesja hvar sem borið var niður. Að jafnaði má segja að álagið á starfsfólkið þar sé hvað mest borið saman við hin þijú sjúkra- húsin. Læknisverk á hvert metið stöðugildi eru þar 40% fleiri en á því sjúkrahúsi þar sem eru næst flest og rúmlega fímmfalt fleiri en þar sem læknisverkin eru fæst. Álag við hjúkr- un og umönnun virðist þar mest og sama á við um starfsemi röntgen- og rannsóknarstofu sé miðað við fjölda rannsókna þar.“ „Einingaíjöldi þeirra verka sem unnin eru á skurðstofum sjúkrahús- anna bögurra, hvort sem um er að ræða sjúklinga innan eða utan spítala og var metinn af Ríkisendurskoðun, reyndist mestur á Sjúkrahúsi Suður- nesja.“ Starfsfólk við þessar stofnanir hef- ur þrátt fyrir stöðugan niðurskurð og ávæningar um að ekki sé ýtrasta aðhalds gætt skilað meiri árangri en nokkur hefur þorað að vona. Það er hins vegar mikilvægt að heilbrigðis- yfírvöld átti sig á því að ekki er enda- laust hægt að níðast á sama fólkinu, því stöðugt eykst hættan á að það gefíst upp og leiti annað í vinnu, þar sem vinnuframlag þess er metið að verðleikum. Skýrslan staðfestir lágan kostnað Flestir rekstrarþættir eru lægstir á Sjúkrahúsi og Heilsugæslu Suður- nesja. Lítum á nokkur dæmi úr skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Kostnaður við heil- brigðisþjónustu á starfs- svæði Sjúkrahúss Suð- umesja var lægstur af samanburðarstöðunum, eða 75,6 þúsund krónur á hvern íbúa.“ „Kostnaður við sjúkrahúsþjónustu í heimahéraði var lægstur hjá Sjúkrahúsi Suður- lands, eða 15,3 þús. kr. á íbúa. Kostnaðurinn var litlu meiri hjá Sjúkrahúsi Suðurnesja, eða 17,6 þús. kr. á íbúa.“ „Kostnaður við öldr- unarþjónustu nam 9,2 þús. kr. á íbúa á Suður- nesjum og var lægstur af stöðunum fjórurn." „Samanlagður kostnaður við stofn- anaþjónustu innan og utan héraðs á hvern íbúa var lægstur á Suðurnesj- um eða 51,6 þús. kr.“ „Kostnaður við heilsugæsluþjón- ustu var langlægstur á Suðurnesjum, eða 7,7 þús. kr. á íbúa.“ Það eru ekki eðlilegir stjórnarhættir, segir Eyjólfur Eysteinsson, að fjármunir fari ekki á þá staði þar sem þeir gefa mest af sér. Las ráðherra ekki skýrsluna? Vonast var til og reiknað með að tekið yrði mið af skýrslunni við af- greiðslu fjárlaga fyrir þetta ár. Það gekk ekki eftir. Þegar stjóm SSS var véluð til að samþykkja frestun á bygg- ingu D-álmu var gefið í skyn að íjár- veitingar til sjúkrahúss og heilsu- gæslu yrðu hækkaðar í ljósi niður- stöðu Ríkisendurskoðunar. Þær „efndir“ sem hingað til hafa sést lofa ekki góðu. I byijun árs fékk stjórnin „samkomulag“ frá heilbrigðisráðu- nejdinu, sem lýsti betur en flest ann- að framkomu ráðherra við stjóm sjúkrahússins. Þar er sett fram fullmótað „sam- komulag“, sem ekki var einu sinni kallað „drög að samkomulagi", þó engar viðræður hefðu átt sér stað. við stjómina um gerð þess. Þar er um tilskipanir að ræða, með tímasetning- um og hótunum um að ekki verði veitt fé til að mæta halla, nema stjórn- in geri eins og henni er sagt. Það hlýtur að vera lágmarkskurt- eisi að hafa samband við viðsemjanda þegar „samkomulag" er gert, það hlýtur líka að vera eðlilegt að ákvarð- anir um rekstur stofnunar sé rædd við stjóm hennar. Stjómin hafnaði þessu „samkomulagi“, þar sem það hefði haft í för með sér lokun deilda, en stjórnin hefur margítrekað þá af- stöðu sína að hún samþykki ekki nið- urskurð sem leiðir til skerðingar á þjónustu. Mikið hefur verið rætt um að auka kostnaðarvitund almennings. Það er því mikilvægt að auka kostnaðarvit- und ráðuneytisins. Það er eðlilegt að aukið sé við starfsemi þar sem hún er ódýr og þannig unnið að raun- hæfri lækkun á kostnaði án þess að þjónusta minnki. Það geta ekki talist eðlilegir stjórn- arhættir að ijárveitingar fari ekki á þá staði þar sem þær gefa mest af sér, eða komi íbúunum að sem mest- um notum, heldur á þá staði sem eru það heppnir hveiju sinni að hafa alið ráðherra eða aðstoðarmann hans. Þannig fá bæði Sjúkrahús Akraness og Suðurlands aukningu á meðan Sjúkrahús Suðumesja er í áframhald- andi fjársvelti. Höfundur er í sljórn Sjúkrahúss og Heilsugæslu Suðurnesja. Eyjólfur Eysteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.