Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 31 AÐSENDAR GREINAR Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson sem ég hef haft aðra skoðun á gjóskulaga- fræðinni en þeir. Loks nú telur Karl Grönvold ástæðu til að svara fyrir hönd þeirra allra og þá með slíkum stóryrð- um og svívirðingum, að leitun er að öðru eins í fræðilegri um- ræðu. Byggð í Þjórsárdal Til upplýsingar skal þess getið að gjóskulagafræði er tilraun til að nota aðferðir og þekkingu jarðfræðinnar til að aldursgreina fornleifar og nátt- úruleifar hvers konar. Séríslensk út- gáfa þessara fræða byggir m.a. á notkun ritaðra heimilda. Eg hef dreg- ið hiuta gjóskulagafræðinnar í efa og reynt að sýna fram á, að þrátt fyrir ýmis ágæti hennar, sem eru orðin fleiri í mínum augum en ég taldi fyrir 12 árum, hafi hún ekki nýst til að tímasetja eyðingu byggðar í Þjórsárdal rétt. Ástæða þess að ég nefni Þjórsárdalinn er sú að fomleif- arnar þar hafa verið eitt helsta rann- sóknarsvið mitt um árabil. Hingað til hefur því verið haldið fram að vikurfall í Heklugosi árið 1104 hafi lagt alla byggðina innst í Þjórsárdal í eyði. (Upphaflega héldu jarðfræðingar því fram að það hefði gerst í Heklugosi árið 1300.) Þegar ég fór að rannsaka málið árið 1983 hélt ég að vikurinn frá 1104 gæti ekki verið frá þeim tíma, vegna þess að á Stöng og öðrum bæjum í Þjórs- árdal fundust gripir sem örugglega voru yngri en frá 1104. Eg gekk einnig út frá því, eins og flestir, að Heklugos hefði eytt byggð í dalnum. Eftir rannsóknir á Stöng 1986 komst ég að annarri niðurstöðu og hef birt hana opinberlega. Gosið hefur átt sér stað árið 1104, en það eyddi ekki byggðinni í Þjórsárdal. Það er því einkennilegt að Karl haldi enn, að ég telji að Heklugos hafi ekki átt sér stað árið 1104. Forngripir og kolefnisaldursgrein- ingar (mynd 1) sýna að byggðin lagð- ist ekki af fyrr en eftir 1200. Byggð hélst lengi eftir að gosið í Heklu átti sér stað árið 1104. Á Stöng hafa fundist byggingarleifar frá landnámi fram til ca. 1250. Ein af mikilvægustu röksemdunum fyrir ald- ursgreiningunni á Stöng til ársins 1104, var að aðeins hefði fundist einn skáli og eitt byggingar- skeið á Stöng. Við rann- sóknir á Stöng 1983-4, 1986 og 1992-93 hafa tveir eldri skálar komið í ljós. Einnig hefur fundist kirkja (mynd 2) og kirkju- garður, sem lögð voru af fljótlega eftir 1100, og var kirkjan þá notuð áfram sem útihús. Sérhver rannsókn og niðurstaða er að sjálfsögðu barns síns tíma. Rannsóknir í Þjórs- árdal árið 1939 uppfylla t.d. ekki nútímakröfur. Að segja það og lýsa þeim rannsóknum er greinilega víta- vert í augum Karls. Árið 1939 voru engin þversnið teiknuð á Stöng. Við þekktum því pkki afstöðu gjóskulaga á Stöng gagnvart búsetulögum fyrr Vísindalegnr agi, segir Vilhiálmur Öm Vil- hjálmsson, hefur orðið fyrir neikvæðri útrás tilfínninga. en rannsóknir hófust að nýju á 9. áratugnum. Sigurður Þórarinsson, sem hélt þvf fyrstur fram að Stöng hefði farið í eyði árið 1104, tók ekki þátt í rannsóknunum á Stöng árið 1939 og hætti reyndar í þeim rann- sóknunum og fór til Reykjavíkur, án þess að sjá hvernig gjóskulög litu út á Stöng. Á þessum tíma hélt Sigurð- ur að vikurinn, sem hann taldi granda byggðinni, væri frá Heklu- gosi árið 1300. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður, sem hafði veg og vanda að rannsókninni, var hins veg- ar ekki sammála Sigurði, og virðist hafa verið lítt gefinn fyrir tilgátur þessa unga manns, sem þá var. Sig- urður fékk athugasemdir frá Ólafi Lárussyni og Jóni. Steffensen, sem hann svaraði á röggsaman hátt - í fræðiritum. Jón og Olafur héldu því m.a. fram að aðeins eitt bygginga- skeið hefði verið á Stöng og ein kirkja í öllum Þjórsárdal. Hálfri öld síðar LÍNURITIÐ sýnir niðurstöðu nýrrar aldursgreiningar á viðarkolum úr gröf úr kirkjugarðinum á Skeljastöðum í Þjórsárdal sem rannsak- aður var 1939. Samkvæmt viðtekinni gjóskulagafræði var hætt að búa á Skeljastöðum og grafa látna í kirkjugarðinum eftir gos í Heklu árið 1104 e.Kr. Leiðréttur aldur kolefnisaldursgreiningarinn- ar fellur hins vegar á tímabilinu 1174-1277 e.Kr. Mælingar á sýnum frá yngsta skálanum á Stöng sýna sams konar niðurstöður. {•' -X. 1ý. /A ! •: •■>>, /a\ ; . : .*\A SsÍM-jWíJ t- ;|s#3 KIRKJA er fundin á Stöng. Hún er elsta kirkja sem rannsökuð hef- ur verið á íslandi. Hún ætti ekki að geta verið til samkvæmt kenni- setningu gjóskulagafræðinnar um eyðingu byggðar í Þjórsárdal. Teikningin er hugmynd höfundar um upprunalegt útlit kirkjunnar. leiddu rannsóknir mínar hins vegar í ljós að svo er ekki. Landnám og landnámslagið Karl gefur mér afar vonda einkunn fyrir að hafa gert athugasemdir við aldursgreiningar á landnámslaginu. Lagið hefur fengið ýmsar aldurs- greiningar, sem allar voru að sjálf- sögðu hluti af leitinni að hinu „rétta“. Hins vegar hefur ávallt verið talað um sérhveija nýja aldursgreiningu á landnámslaginu sem sannaðan hlut. Ég hef sagt og skrifað, að landnám- slagið væri að mínu mati eitthvað eldra en frá því 898 e.Kr., sem er sá aldur er gefinn var laginu fyrir um 15 árum. Nýlega hefur Karl hald- ið því fram að sannað sé að lagið sé frá því 871 e.Kr. Eitthvað getum við Karl því verið sammála um, enda miklar líkur á því að Karl hafi rétt fyrir sér um aldur lagsins. Nú er hins vegar úr vöndu að ráða, því ekki er til nein skýring á því hvaða gos olli sýruaukningu í Grænlands- jökli árið 898, en það eru m.a. mæl- ingar á ískjömum frá Grænlandi, sem Karl byggir nýja tímasetningu landnámslagsins á. Karl telur landnám og landnáms- gos samtímaatburði, en nefnir ekki fjölda geislakols- aldursgreininga (C14), sem bent geta til þess að landnámið sé töluvert eldra. Umræða um aldur landnáms á íslandi hefur að mínu mati verið mjög óvísindaleg á síðustu árum. Ég hef m.a. gert mig sekan um að gagnrýna þá til- gátu, sem sett hefur verið fram um landnám fyrir hið hefðbundna land- nám á grundvelli niðurstaðna kolefn- isaldursgreininga. Þó að ég sé ekki mjög trúaður á þá tilgátu, get ég ekki hafnað henni. Ég get heldur ekki afskrifað hana eins og Karl gerir. Þrátt fyrir að margt í rök- semdafærslu þeirrar tilgátu sé mér framandi 5 fljótu bragði, hefur tilgát- an að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Allt sem styður tímatal Ara fróða hefur verið velþóknanlegt hér á landi, annað nánast goðgá. Vísindamenn, fornleifafræðingar, sagnfræðingar, öskulagafræðingar og sérfræðingar í geislakolsgreiningum verða að koma saman og ræða málið með opnum huga, skoða vandlega öll rök og mótrök. Tólf ára þögn íslenskra gjóskulagafræðinga, yfir „villutrú" minni og „lélegri vísindamennsku", er nokkuð langur tími og sýnir vel á hvaða stigi umræðan milli fræði- greina hefur verið. Hún hefur svo að segja ekki verið nein. Grein Karls Grönvolds hefði getað verið þarft framlag til slíkrar umæðu, en því miður hefur honum verið of heitt í hamsi þegar hann hóf skrift- irnar og vísindalegur agi orðið að víkja fyrir neikvæðri útrás tilfínn- inga, sem eru hinni fræðilegu um- ræðu óviðkomandi. Höfundur er fomleifafræðingur, PhD. Aukin hreyfing í daglegu lífí minnkar líkurnar á að fá ýmsa langvinna sjúkdóma, segja Jóhanna M. Konráðsdóttir og Sólrún Jónsdóttir úr faghóp um hjartaendurhæfíngu, sem fj alla hér um nauðsyn daglegrar hreyfíngar. Sjúkra- þjálfarinn segir... Hreyfum okkur . ef við fáum hæfilega hreyfingu verðum við heil- brigðari, þroskumst betur og eldumst hægar, - en ef við lifum kyrrsetulífi verður líkaminn viðkvæm- ari fyrir sjúkdómum, þroskast verr og eldist hraðar...“ EITTHVAÐ á þessa leið niælti gríski læknirinn og heimspekingurinn Hippókrates fyrir margt löngu. Orð hans eiga ekki síður erindi til okkar í dag. Niðurstöður rannsókna - nýrra sem gamalla - sýna svo að ekki REGLULEG hreyfing í hvaða Jóhanna M. mynd sem er skilar árangri! Konráðsdóttir verður um villst hvert gildi regluleg hreyf- ing hefur fyrir heilsu okkar. Hreyfing sem hluti af daglegu lífi Með því að hreyfa okkur reglulega og nota stóra vöðvahópa, t.d. með því að synda, dansa eða ganga í a.m.k. 30 mínútur á dag samtals, getum við dregið úr hættu á að fá ákveðna sjúkdóma, s.s. hjartasjúkdóma. í dag fara flestir allra ferða sinna í bíl. Vinna margra krefst lítillar hreyfingar og að vinnu lokinni tekur oft kyrrseta við. Hvers vegna hreyfum við okkur ekki meira en raun ber vitni? Er það af einskærri leti eða er hreyfingin leiðinleg, tímafrek, sárs- aukafull eða jafnvel kostnaðarsöm? Ef við gefum okkur að hreyfingin sé ekki sárs- aukafull, þá ættu hin atriðin ekki að þurfa að koma í veg fyrir að við hreyfum okkur. Til þess að hreyfingin nái að draga úr Sólrún Jónsdóttir hættu á ákveðnum sjúkdómum er ekki tal- ið að hún þurfi að vera samfelld lengi í einu. Við getum hreyft okkur meira í dag- lega lífinu. í stað þess að taka lyftuna eig- um við að velja stigana, ganga eða hjóla styttri vegalengdir og leika við börnin og/eða barnabörnin. Hreyfingin þarf því hvorki að vera tímafrek, framkvæmd á afmörkuðum stað ákveðinn tíma dagsins né vera kostnaðarsöm. En ef við viljum bæta úthaldið þurfum við að hreyfa okkur rösklega og samfellt í a.m.k. 30-40 mínútur 2-3 í viku. Þannig er gerður greinarmunur á hreyfingu sem eykur þrek og þol og hreyf- ingu sem dugar til að minnka áhættuþætti sjúkdóma. Erum við orðin of sein? Þjálfum við þrek okkar og þol sem ung búum við á ýmsan hátt að því alla ævi. Það er auðveldara að byija að hreyfa sig á ný, hafi maður einhvern tíma stundað reglubundna þjálfun. En til þess að gott úthald vari þarf að viðhalda því. Það er ekki nóg að þjálfað sé stíft í ákveðinn tíma og láta svo þar við sitja. Regluleg hreyfing skilar árangri, hvenær sem fólk byijar að stunda hana. Hæfileg regluleg hreyfing getur: • lækkað blóðþrýsting hjá fólki með of háan blóðþrýsting, • haft jákvæð áhrif á blóðfituna (kóleste- ról) þ.e. aukið hlutfall góðu blóðfitunnar, • aukið sykurþol hjá sykursýkissjúkling- um, • viðhaldið og aukið færni hjá öldruðum og gert.þá seinna háða eða jafnvel óháða umönnun annarra, • bætt almenna líðan, Mikilvægt er að við frá unga aldri lærum að meta jákvæð áhrif hreyfingar. Ef skóla- börn koma með það veganesti úr leikfimi- tímum að hafa gaman af því að hreyfa sig og reyna á sig hefur verið lagður mikil- vægur grunnur að heilbrigðu lífi. Því er best að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í. Við þá sem eru að hugsa sér til hreyfings eftir langvarandi kyrrsetu viljum við segja: Það er aldrei of seint að byrja. Hvort sem þið viljið breyta ykkar daglega lífsmynstri eða fara út í reglulega þjálfun; ekki ætla ykkur um of og reyna að bæta fyrir langvarandi kyrrsetu á einum degi. Farið varlega af stað, hafið ánægju af hreyfingunni svo þið haldið áfram og gef- ist ekki upp. Gangi ykkur vel og gleðilegt nýtt hreyfingarár! Jóhannn M. Konrádsdóttir er yfiryúkra- þjálfi á Vífilsstaðaspítala og sjúkraþjálfari á Endurhæfingarstöð þjarta- og lungna- sjúklinga. Sólrún Jónsdóttir er sjúkraþjálf- ari á þjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og Endurhæfingarstöð lynrta- og lungna- sjúklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.