Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ELÍSABET JÓHANNSDÓTTIR + Elísabet Jó- hannsdóttir fæddist að Bálka- stöðum við Hrúta- fjörð 18. desember 1949. Hún lést á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg 15. jan- úar síðastliðinn. Eftirlifandi for- eldrar hennar eru Jóhann M. Jó- hannsson og Guð- rún Magnúsdóttir. Elísabet ólst upp að Bálkastöðum til 14 ára aldurs í hópi átta systkina. Þau eru Guðrún, Hildigunnur sem lést 1. janúar síðastliðinn, því næst er Hafsteinn, Berg- sveinn, Hörður, Erna og Ragn- heiður. Eftirlifandi eiginmaður El- ísabetar er Torfi Einarsson frá Isafirði, fæddur 7. desember 1949. Útför Elísabetar verður gerð frá Isafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ELÍSABET, eða Lísa eins og hún var alltaf kölluð, kynntist því frá blautu barnsbeini að ganga ekki heil til skógar. Hún fæddist með hjartagalla sem læknavísindin kunnu ekki ráð við í þá daga. En allt var reynt svo hún fengi bata. Þegar hún var 16 ára hafði hún tvívegis leitað sér lækninga í Dan- mörku og ennfremur haldið vestur um haf til Bandaríkjanna. Lísu tókst að lifa með sjúkdóm sinn á undraverðan hátt. Með þrautseigju og festu auðnaðist henni að lifa eðlilegu lífi. Fyrstu kynni mín og fjölskyldu minnar af Lísu var þegar hún og Torfi mágur minn komu í heimsókn til okkar til Keflavíkur árið 1967. Þau voru nýtrúlofuð og ástfang- in. Ég get ekki neitað því að mér brá í brún þegar ég sá þessa grönnu, veikbyggðu stúlku við hlið mágs míns, sem var mikill á velli í samanburði við hana. En ég kynntist því fljótt hvesu mikill þróttur bjó í þessum veikburða lík- ama. Henni var líka margt til lista lagt. Hverslags hannyrðir léku í höndum hennar. Hún saumaði draktir og herraföt þrátt fyrir að hún hefði ekki lært tii þeirra hluta. Það sýnir best handbragð og leikni hennar að hún tók iðulega að sér að sauma fyrir aðra. Lísa vann um árabil við að leiðbeina öldruðu fólki á elliheimilinu Hlíf um hannyrðir. Lísa var mjög hænd að bömum, en þeim Torfa varð ekki bama auð- ið. Um tíma dvöldust hjá þeim drengir sem þau unnu mjög og vildu vel. David Arnason var hjá þeim um skeið og frá 11 ára aldri dvaldi Simon Barr Haraldsson hjá Torfa og Lísu. Hann var þeim afar kær. Lísa talaði ætíð um böm hans sem sín eigin bamaböm og mestu ham- ingjustundimar voru þegar bama- börnin fengu að dvelja hjá þeim um stundarsakir. Einn þriggja sona Símonar ber nafn Lísu og Torfa. Lísa og Torfi giftu sig að Bálka- stöðum árið 1970. Sú ferð var sögu- leg, meðal annars fyrir það að hreyfill flugvélarinnar sem þau MININIIIMGAR voru í losnaði af. En þar fór betur en á horfðist fyrir alkunna snilld Harðar Guðmundssonar flug- manns. Honum tókst að lenda flug- vélinni heilli með brúðhjónin ný- giftu innanborðs. Það gilti hér sem endrarnær — fall er fararheill. Hjónaband þeirra hefur verið ein- staklega hamingjuríkt og þau stóðu saman í blíðu sem stríðu. Lísa var mjög ástrík eiginkona og studdi mann sinn í einu sem öllu, hvort sem var í leik eða starfi. Ahuga- mál þeirra fóru saman og höfðu þau yndi af tónlist og einkanlega kórsöng, enda var heimili þeirra iðulega athvarf fyrir söngelskt fólk, bæði þegar þau bjuggu í Hnífsdal og í Gautaborg. Lísa lét sjúkdóm sinn ekki stöðva sig á neinn hátt, né bar hún hann fyrir sig. Oneitanlega vaknaði mik- il von í aprílmánuði 1993 þegar kallið kom um að hún væri komin á biðlista yfir ný líffæri í Gauta- borg. A nokkrum mánuðum komu þau sér vel fyrir í nýjum heimkynn- um í Gautaborg þrátt fyrir að biðin mikla væri oft slítandi. Ytra áttu þau margar góðar stundir. Torfi var fljótur að fmna sér nýja kórfé- laga í íslendingakórnum og þar var hægt að syngja þótt ekki væri á milli „blárra fjalla“. Og svo var hægt að láta gamla drauminn um skútuna rætast. Þau nutu þess að sigla um skerjargarðinn þegar færi gafst. Það samfélag sem þau kynntust í Gautaborg var þeim mikils virði, því samfélag gleði og sorgar er innihaldsríkt. Þau lögðu sinn skerf af mörkum til þess fé- lags. Þar eignuðust þau marga vini, bæði meðal þeirra sem líkt var komið á með og meðal íslendinga, lækna og hjúkrunarfólks. Tíminn ytra var um margt góður. Minni tími fór í brauðstritið og hún hafði Torfa sinn meira fyrir sig en heima og það var henni mjög mikils virði. Einnig var vonin um bata sterk. Rétt tveimur árum eftir að þau fluttu út rann stóra stundin upp, ný líffæri voru fundin. Allt gekk að óskum í fyrstu eftir erfiða að- gerð. Lísa sýndi nú sem fyrr ótrú- legan dugnað og kraft, enda hafði hún Torfa sinn hjá sér öllum stund- um. Hann taldi í hana kraft og von þó svo að hann væri að þrotum kominn. Með þeim börðust einarðri baráttu læknar og hjúkrunarfólk innan sjúkrahússins sem utan. Jafnframt séra Jón Dalbú og vina- hópurinn ytra og hérlendis. Þetta gerði að verkum að hún entist í níu mánuði, oft við dauðans dyr. Hinn 15- janúar síðastliðinn dró að leikslokum — orusturnar urðu ekki fleiri. Lísa var trúuð kona, hún tók kaþólská trú og í trúnni átti hún daglegt samband við Krist. Hún dvelst nú í húsi hans. Elsku Torfi, Torfhildur tengda- manna, foreldrar og systkini, ég bið Guð að gefa ykkur styrk og þrek á erfiðum tímum. Sólveig Þórðardóttir. Einu getum við gengið út frá, við fæðumst og við deyjum. Hvað tíminn þar á milli verður langur eða hvað hendir okkur á lífsleiðinni vit- um við ekki. Ég velti því stundum fyrir mér hvort lífíð sé röð tilviljana eða hvort allt sé ákveðið fyrirfram. Einhverra hluta vegna vil ég trúa því síðamefnda. Hvemig stendur líka á því að sumir komast í gegnum lífíð eins og á silkimjúkum flauels- borða á meðan aðrir þurfa að leysa ýmsar þrautir sem stundum virðast óyfirstíganlegar og kynnast þján- ingum og sorgum. Við þessu fást engin svör hérna megin og við aum- ar manneskjurnar stöndum oft sem eitt stórt spurningarmerki og spyrj- um hvert annað hvers vegna þetta og hvers vegna hitt? Elísabet Jóhannsdóttir, eða Lísa eins og hún var alltaf kölluð, dó á Sahlgrenska sjúkrahúsinu hér í Gautaborg 15. janúar sl. eftir 9 mánaða baráttu fyrir lífí sínu. Sú þrautseigja, sem þessi lífsglaða kona sýndi, var með ólíkindum og að öllu óskiljanleg. En Lísa barðist ekki ein. Við hlið hennar stóð ein- stakur eiginmaður hennar, Torfi Einarsson, og veitti henni stuðning og kraft svo aðdáun vakti allra þeirra sem með fylgdust. Fyrir unga listakonu sem er að stíga sín fyrstu skref á grýttum vegi atvinnumennskunnar er það mikill skóli að kynnast sorgum og þjáningum annarra af eigin raun, að læra að ekki er allt sjálfgefið í þessu lífi og að stundum ættum við að staldra ögn við og meta hvert annað meira en við gerum. Að þakka fyrir hvern dag sem við lifum og að peningar og öll heims- ins gæði eru ekki allt. Það var dýrmæt reynsla að fá að kynnast þessum heiðurshjónum og ég á þeim mikið að þakka. Ég bið Guð og alla góða vætti að styrkja elsku Torfa og með ljóð- línum Davíðs Stefánssonar langar mig að kveðja Lísu og bið henni Guðsblessunar í nýjum heimkynn- um þar sem hún er laus við allar líkamlegar þjáningar og þar sem án efa ríkir eilíft sólskin. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlustið englar Guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann eg út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjöm, og sumir verða alltaf lítil böm. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt, um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinboma dís, svo hlustið englar Guðs í paradís. Guðrún Jónsdóttir. EVERT ÞORKELSSON + Evert Skag- fjörð Þorkels- son fæddist á Siglu- firði 23. júlí 1918. Hann lést á Land- spítalanum 27. jan- úar síðastliðinn. ‘Foreldrar hans voru Þorkell Frið- riksson og kona hans, Jóhanna Evertsdóttir. Evert kvæntist 19.12. 1942 Sigrúnu Ólöfu Snorradóttur, 11.3. þeirra eru: 1) Guð- laugur Jens Björn, f. 16.2.1942, kvæntur Ingibjörgu Stefáns- dóttur. 2) Snorri Jörundur, f. 8.11. 1944, kvæntur Stefaníu Jónsdótt- ur. 3) Jóhanna, f. 31.1. 1946, gift Gylfa Geiraldssyni. 4) Stefán Þorkell, f. 4.1. 1951, kvænt- ur Oddnýju Matthí- asdóttur. 5) Karl- otta, f. 13.3. 1952, gift Sverri Elefsen. 6) Tómas Ásgeir, f. 14.1. 1954, sam- býliskona Adena Ferefe. Barnabörn- in eru 17 og barna- barnabörnin fjögur. Útför Everts fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ÉG VEIT ekki hvenær eða hvar ég sá Evert Þorkelsson fyrst. Ég veit það hins vegar að svo langt aftur sem ég man, voru Evert, Rúna frænka og krakkarnir þeirra hluti af tilverunni. Einhvem veg- inn fór það svo, að þó ég ætti margt frændfólk á Króknum og manni væri alls staðar vel tekið, lenti ég langoftast heima hjá Evert og Rúnu þegar komið var á Krók- inn. Hjá þeim var alltaf húsaskjól og hressingu að fá, hvort heldur viðdvölin var dagstund eða sest upp í nokkrar vikur. Þó var heimil- ið stórt því bömin voru sex og auk þess dvöldu foreldrar þeirra hjóna beggja hjá þeim um árabil, þó ekki á sama tíma. Vafalaust hefur verið þröngt í búi á stundum eins og hjá mörgum fjölskyldum á Sauðárkróki upp úr miðri öldinni. Þess varð lítill, gestkomandi frændi ekki var, né heldur var haft um þó þröng væri á þingi. Allir voru velkomnir. Það fann maður hjá þeim hjónum báðum þó tjáð væri sitt með hvoru mót- inu. Hjá Evert var hlýjan frekar tjáð með viðmóti en orðum. Þau hjón vora raunar ólík um margt. Hann frekar fátalaður, hæglátur og yfirvegaður. Hún skrafhreifín, opin og ör. Þetta ólíka lundemi féll vel saman og þau bættu hvort ahnað uþp og veittu hvort öðra gagnkvæman stuðning þegar á móti blés og á reyndi. Evert var afskaplega mikið snyrtimenni og trúmennska var honum í blóð borin. Þéssir eigin- leikar nýttust honum ve! við versl- unarstörf, sem hann stundaði lengst af, ýmist sem sjálfstæður kaupmaður eða starfsmaður ann- arra. Hann var afar handlaginn og góður smiður. Byggði hann sjálfur að stærstum hluta hús þeirra hjóna á Bárustíg 10 á Sauð- árkróki. Þar uppi á lofti kom hann sér upp smíðastofu og vann þar m.a. að innrömmun hin síðari árin. Þegar Evert greindist með þann sjúkdóm, sem nú hefur dregið hann til dauða, tók hann því af æðraleysi. Ég efast þó ekki um að honum hafí verið ljóst um all- langa hríð hvert stefndi. Hann gat dvalist heima að mestu leyti og naut þar umhyggju eiginkonu, barna, tengdabarna og barna- barna. Fyrir það var hann þakklát- ur. Nú, þegar Evert Þorkelsson hefur hafíð þá för, sem við leggjum öll upp í að lokum, vil ég biðja honum Guðs blessunar. Snorri Björn Sigurðsson. Elsku afí. Minningamar sem við eigum um þig geymum við ávallt í hjarta okkar. Það var alltaf gaman að fara norður á Krók til þín og ömmu því að við vissum að þar yrði okkur tekið opnum örmum og vel um okkur hugsað. Nú þeg- ar við kveðjum þig í hinsta sinn er það með miklum söknuði og eftirsjá. En um leið erum við þakk- lát fyrir allar þær stundir sem við áttum svo góðar með þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér. Þrautir magnast, þijóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er. Honum treystu, hjálpin kemur, Hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar yfir sjónum þér, hræðstu eigi hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem hingað þig leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pét.) Elsku amma og aðrir ástvinir, við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni og viljum við votta ykk- ur okkar dýpstu samúð. Jóhanna, Evert og Karlotta. RÓSA ÓLAFSDÓTTIR + Rósa Ólafsdóttir var fædd í Vík í Mýrdal 3. október 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi Nes- kaupstaðar 27. jan- úar síðastliðinn. Rósa var dóttir l\jón- anna Ólafs Ólafs- sonar og Ragnhildar Gunnarsdóttur, hún var næst yngst sjö systkina: Óskar Jónsson var elstur, þá Gunnar Ólafsson, Ingibjörg Ólafsdótt- ir, Ragnheiður Ólafsdóttir, sem lést ung, Ásta sem einnig lést ung og yngst og MEÐ ÞESSUM fátæklegu orðum vil ég minnast frænku minnar Rósu Ólafsdóttur. Upp í hugann kemur þakklæti og virðing. Þakka ég þann tíma sem ég átti með Rósu. Hún var mjög dugleg kona og snyrtimennska einkenndi heimili hennar. Gott var að koma á Hrísateiginn. Á þeim tíma var ég ungur en maður skynjaði hve Rósu og Guðmundi þótti vænt hvoru um annað og leiddust þau jafnan er þau voru saman á göngu, bíl eign- uðust þau aldrei. Mikill samgangur var á milli for- eldra minna, Kjartans og Lilju systur Rósu, og þeirra Rósu, Guðmundar og Maríu. Iðulega var farið á Hrísa- teiginn og þau komu einnig til okkar og var þá gjarnan tekið í spil. Það var tilhlökkunarefni að hitta þetta glaðlynda og skemmtilega fólk. Alla tíð höfðu systurnar Lilja og Rósa samband nærri daglega í gegnum síma. Rósa átti við veikindi í mjöðm að stríða í langan tíma, en gekkst undir aðgerð fyrir ekki svo ýkja löngu og náði undraverðum bata. Lét hún ekk- ert aftra sér, setti niður kartöflur og tíndi ber um holt og hæðir. Lýsir það ein eftirlifandi Lilja Ólafsdóttir. Rósa giftist Guðmundi Jóhannessyni, múrara frá Súg- andafirði og bjuggu þau alla tíð á Hrísa- teigi 3 í Reykjavík, en hann lést árið 1972. Árið 1974 fluttist hún til Nes- kaupstaðar með dóttur sinni, Maríu Kjartansdóítur, f. 28.2. 1952, sem hún átti fyrir. Útför Rósu verður gerð í dag frá Norðfjarðarkirkju og hefst athöfnin klukkan 14. elju og dugnaði sem einkenndi Rósu alla tíð. Rósa var mjög þægileg í öll- um samskiptum og einkenndi hana sérstök ró og hefur örugglega þurft mikið til að koma henni úr jafnvægi því aldrei sá ég hana skipta skapi. Rósa flutti til Neskaupstaðar með dóttur sinni, Maríu Kjartansdóttur, árið 1974 er hún hóf búskap með manni sínum, Þór Haukssyni vél- stjóra ættuðum þaðan. Byggðu þau sér fallegt heimili að Valsmýri 4. Bamabömin eru fjögur, Guðmundur Haukur húsasmiður, unnusta hans er Sigrún Haraldsdóttir og eiga þau einn son Harald Þór, Valur er í bak- aranámi í Danmörku, Rósa Dögg í grunnskóla og Hjalti yngstur sem einnig er í grunnskóla á Neskaupstað. Erfitt er að kveðja kæran vin, og ég veit að fjölskyldan öll fyrir austan hefur misst mikið, en gott er að vita til þess að hún hefur fengið hvíld- ina. Ég veit að góður Guð hefur tekið vel á móti Rósu. Hafðu þökk fyrir allt, elsku frænka mín. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur Maju, Þór, börnum, tengdafólki og vinum innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Ingi Ingason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.