Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 VIKU m snillingar Gullnir GETUR verið áð gít- arinn sem Sessa frænka keypti í Bandaríkjunum í kringum 1950 hafí eitthvert söfnunargildi og sé því verðmætur?“ Vera kann að ýmsir hafí ástæðu til að spyrja viðlíka spuminga. Réttnefndir safnaragripir ganga kaupum og sölum íyrir störfé úti í hinum stóra heimi. Það er þó einungis í undan- tekningartilfellum sem gamli heimilisgítarinn hefur söfnun- argildi þótt hann kunni að eiga sér sögu, sem er merk í huga eigandans. Menn hafa löngum haft áráttu til að sanka að sér hinum furðulegustu hlutum eins og tepoka- og ösku- bakkasöfn bera glögglega vitni. Tónlistarmenn hafa alltaf haft unun af því að hafa sérstök og vönduð hljóðfæri tiltæk en réttnefndir gítarsafnarar tóku fyrst að láta að sér kveða í Bandaríkjunum á . sjöunda áratugnum. Nú er svo komið að sérstök og sérlega áhugaverð fræði- grein hefur litið dagsins ljós. Hún hefur náð mestum þroska í Bandaríkjunum enda hafa löngum verið smíðuð þar framúrskarandi hljóðfæri. En áhuginn fer vaxandi víða um heim og þróast hefur markaður án nokkurra landamæra. Einungis vönduð hljóðfæri öðlast söfnunargildi. Gítarinn þarf á einhvern hátt að vera einstakur og gildir það jafnt um hljóm, smíði og útlit. Raunar er það þetta sem gerir hljóðfærasöfnun svo heillandi sem raun ber vitni þótt fjár- ráðin kunni að koma í veg fyrir kaup á raunverulegum safn- aragripum. Hver gæðagítar er einstakur og ekkert hljóðfæri hljómar eins f höndum tveggja hljóðfæraleikara. Síðan má hafa unun af slíku hljóðfæri rétt eins og hverju listaverki; það má lofa útlitið og handverkið, fjalla um hljóð- færið sem sögulegt fyrirbrigði, hljómurinn getur fyllt menn undrun og jafnvel lotningu, tæknin sem að baki smíðinni býr og búnaðurinn getur verið sérstakt umfjöllunarefni og síðast en ekki síst má skoða tiltekinn gítar sem fjárfestingu. Bandaríski gítarfræðingurinn George Gruhn sagði einhverju sinni að fáar listgreinar byðu upp á að unnt væri að njóta gripanna með svo margvís- legum hætti. A.hiur ag upplag Gítar getur öðlast söfnun- argildi og þar með orðið mjög verðmætur einkum og sér í lagi sökum aldurs og takmarkaðs upplags. Söfnunargildi getur og orðið nokkuð haíi þekktur tónlistarmaður átt hljóðfærið og notað. Af þessum sökum getur tiltekið hljóðfæri aukist nokkuð í verðmæti og jafnvel öðlast söfnunargildi á afmörk- Gamlir raf- og kassagítarar geta haft söfnunargildi og fyrir slík hljóðfæri greiða menn gjarnan stór- fé erlendis. Asgeir Sverrisson segir frá gítarfræðum, merkum hljóð- færum og TVEIR aldurhnignir Precision-bassar frá Fender. Sá til vinstri er frá 1953 en sá til hægri var smiðaður snemma á sjöunda áratugnum. Hljóðfærið lik- tist í upphafí Telecaster-gí- tar en ný teikning leit dagsins ljós 1954 og hafði búkurinn þá verið sniðinn eftii- Stratocaster. söfnun þeirra. uðum markaði, t.a.m. á íslandi, þótt það höfði ekki til safnara utan hans. í slíkum tilfellum er yfirleitt um vönduð hljóðfæri að ræða enda nota þekktir tónlistarmenn flestir _ aðeins réttnefnda gæðagripi. Ómerki- legur smíðisgripur öðlast aldr- ei söfnunargildi. Vitað er að hingað til lands hafa í gegnum tíðina borist hljóðfæri sem nú hafa um- talsvert söfnunargildi. Er þá einkum um að ræða gítara og bassagítara frá bandarísku Martin, Gibson og Fender- fyrirtækjunum. Aimennt og yfirleitt gildir það um íslenskar hljóðfæraversl- að ekki eru veittar upplýsingar um gæðagítara sem þar koma til sölu. Heppilegast er því að styðjast við vandaðar erlendar bækur auk þess sem unnt er í mörgum tilfellum að rekja framleiðslunúmerið og lesa úr því ýmislegt um hljóðfærið. Færst hefur í vöxt að metnaðarfull erlend fyrirtæ- ki og hljóðfæraverslanir bjóði margvíslega þjónustu og' upplýsingar á Intemetinu. I gítarfræðum gildir ná- kvæmni ogsmáatriði eru í raun ekki til. í flestum tilfellum verða einungis hljóðfæri í upp- NOKKRIR sérkennilegir Gibson-gítarar. Efstur er Flying V árgerð 1958 einn sá fyrsti sem fyrirtækið framleiddi. Fyrir neðan hann er Explorer-gítar en framleiðslu þeirra var hætt 1959 vegna þess að gítarleikurum þá þóttu þeir of framúrstefnu- legir. Gítarinn á myndinni er hins vegar endurútgáfa frá áttunda áratugnum. Til hægri er endurútgáfa af Firebird-gítar frá 1972 með Maestro-víbratóbún- aði við stólinn. Eric Clapton notaði stundum á árum áður slíkan grip. FENDER Broadcaster ár- gerð 1948 undanfari Tele- castersins. Gítarinn er í eigu David Gilmour og fyrir hann fengist stórfé á uppboði. MARTIN HD-28 kassa- gítar. Hljóðfærið var fyrst framleitt 1931 og eru nú með þeim virtustu sem koma frá Martin-fyrirtæk- inu. runalegu ástandi verulega verðmæt. Mikilvægt er að þekkja söguna og hvaða •sérkenni voru viðtekin á hverj- um tíma. Það auðveldar greiningu og getur einnig komið í veg fyrir að menn lendi í klónum á fólsurum, sem sífellt láta meira að sér kveða er- lendis. Úrvalshljóðfæri Gullöld rafgítarsins var á sjötta áratugnum og fram á miðjan þann sjöunda og flestir safnaragripir eru frá þeim tíma. A þessum árum komu fram úrvalshljóðfæri, sem í flestum tilfellum slá út þau sem nú eru framleidd. Fender- rafgítarinn var í raun fullskap- aður á árunum 1948-1954 og Gibson Les Paul leit fyrst dagsins Ijós 1952. Fyrir slík hljóðfæri gefá safnarar aleiguna með bros á vör. Nokkuð hefur verið um endurútgáfur á slíkum hljóðfærum og hafa þær tekist misjafn- Sérstakt söfnunar- gildi hafa rafgí- tarar frá Gibson, Fender og Gretsch frá sjöt- ta og sjöunda áratugnum, Frá Fender eru það einkum Stratocaster (fyrst framleiddur 1954) og Teleeaster-gít- arar (1951) og Precision- (1951) og Jazz-Bass- bassagítarar (1960) sem hafa söfn- unargildi. Auk fyrirtækis Leo Fender var Gibson-fyrir- tækið ráðandi á mark- aðnum á þessum tíma. Fyrirtækið framleiddi mar- gar tegundir sannkallaðra úrvalshljóðfæra og nægir þar auk Les Paul gítarsins að nefna ES-335 gítarinn sem fyrst var framleiddur 1958 og hefur löngum notið mikil- lar hylli blús- og jazz-gít- arista. Gibson framleiddi einnig mjög sérstaka gítara sem gengu undir nöfnun- um Explorer,Flying V og Firebird og fást ótrúlegar upphæðir fyrir slík hljóðfæri í upprunalegu ásigkomulagi. Gretsch-fyrirtækið naut einnig verulegrar velgengni á þessum tíma. Einkum seldist vel tegund sem kennd er við gítarleikarann snjalla Chet Atkins. Auk Gretseh nutu gít- arar frá Rickenbacker nokk- urra vinsælda ekki síst þar sem BLUS-snillingurinn B.B. King hefur notað Gibson ES-335 gítara frá árinu 1958. Á myndinni Ieikur hann á eftirlætisgítarinn sinn „Lueille“. Eitt sinn árið 1949 bjargaði B.B. King hljóðfæri sínu út úr brenn- andi næturkiúbbi. Daginn eftir komst hann að því að eldurinn hafði kviknað eftir áflog tveggja manna sem voru að berjast um hylli sömu stúlkunnar sem nefndist „Lucille". Eftir það hefur hann ávailt kallað uppáhaldsgitarinn sinn þessu nafni. EINN magnaðasti jazz-gítar- leikari sögunnar, Sígauninn Django Reinhardt, með Maccaferri/Selmer-kassagít- ar, einstæð hljóðfæri sem gítarsmiðurinn Mario Maccaferri hannaði fyrir franska Selmer-fyrirtækið á árunum 1932-1933. Reinhardt lenti ungur í slysi og gat aðeins beitt þremur fingrum vinstri handar. Hann náði hins vegar að þróa upp einstæða tækni og hraða. ERIC Clapton með Fender Stratocaster-gítar. þekktir hljómlistarmenn á borð við Bítlana notuðu slík hljóðfæri. Miðaldra Ricken- í góðu ásig- hafa löngum verið en sögulega eru það ekki jafn merkileg hljóðfæri og þau sem Gibson, Fender og Gretsch framleiddu. Hvað rafgítara varðar telja safnarar flestir að hljóðfæri frá seinni hluta sjöunda áratugar- ins og fram á miðjan þann síðasta séu ekki sérlega eftirsóknarverð. Fjöldaframleiðslan tók öll völd á þessum tíma, handbragði hrakaði og viður í þessum hljóð- færum er yfirleitt ekki sam- bærilegur við þann eldri. Á síðustu tíu árum eða svo hafa Gibsón og Fender bætt fram- leiðslu sína verulega og eru nú aftur fáanleg úrvalshljóðfæri frá þeim. Nokkrar endurútgáfur hafa litið dagsins Ijós og þótt nákvæmni mætti í sumum tilfell- um vera meiri eru þar yfirleitt mjög vandaðir gripir á ferð. Þeir munu hins- vegar seint öðlast raunverulegt söfnunargildi á al- þjóðlegum markaði. Bandarískir hassa- ag jam- gítarar Gullöld kassagítarsins rann eðlilega upp fyrr. Safnarar víða um heim eru einkum á hött- unum eftir bandarískum hljóð- færum frá því fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þar er eink- um um að ræða hljóðfæri frá Martin, Gibson, Larson- bræðrum í Chicago og Lyon & Healy í sömu borg. Jazz-kassa- gítarar (það sem greinir þá frá hefðbundnum kassagíturum er einkum tvennt; hljómopið og topp-platan á sjálfum hljóm- kassanum sem er bogadregin) frá Epiphone, Gibson, D’Ang- elico og Stromberg sem framleiddir voru langt fram á sjöunda áratuginn eru einnig verðmæt hljóðfæri. Vitanlega hafa fjölmörg önn- ur fyrirtæki og gítarsmiðir en hér hafa verið nefnd hannað mikil og merk gæðahljóðfæri. Um flest þeirra gildir á hinn bóginn að þau hafa ekki öðlast söfnunargildi á markaði þótt hugsanlegt sé að breyting verði þar á í einhverjum tilfellum í framtíðinni. Vandað hljóðfæri í góðu ásigkomulagi er á hinn bóginn alltaf eftirsóknarverður gripur. > i I t I í i í I í I I E í ; L : í t I : í (f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.