Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞORFINNUR Guðnason, Kristín Atladóttir, Agúst Guðmundsson, Oskar Jónasson og Eva María Jónsdóttir fagna að lokinni úthlutun úr Kvikmyndasjóði Islands. Úthlutað var úr Kvikmyndasjóði íslands í gær Hæsti styrkur 24 millj. ÁGÚST Guðmundsson fékk vilyrði fyrir hæstu upphæð til framleiðslu bíómyndar fyrir mynd sína „Það á að dansa“ þegar_ úthlutað var úr Kvikmyndasjóði íslands í gær. í hans hlut komu 24 milljónir króna auk einnar milljónar í undir- búningsstyrk. Upphæðin nemur 25% að heildarkostnaðaráætlun myndarinnar. Einar Heimisson fékk vilyrði fyrir 13,5 milljónum króna fyrir mynd sína „María“ og íslenska kvikmyndasamsteypan fékk vil- yrði fyrir 12,5 milljónum króna fyrir gerð myndar Oskars Jónas- sonar, „Perlur og svín“. Ásdís Thoroddsen fékk hæsta styrk til handritsgerðar, eða 450 þúsund, fyrir myndina Spánveija- vígin, en aðrir sem fengu slíkan styrk voru Helgi Jónsson, Tíu Tíu, Rún film og Sigurður Guðmunds- son og Bjöm Helgason. Þorfinnur Guðnason fékk 3,3 milljóna framlag til framleiðslu myndarinnar „Heimsins stærsta hagamús" í flokki heimildarmynda en þá mynd vill höfundur kalla vegamynd og er hún „leikin“ heim- ildarmynd um ástarlíf hagamúsa sem hittast í músagildru en hefja búskap eftir að þær sleppa úr gildrunni. „Þetta er kómi-tragidía“ sagði Þorfinnur. í flokki stuttmynda fékk Ax hf. þriggja milljóna framlag til fram- leiðslu myndarinnar „Kalt borð“, leikstjóri hennar er Anna Th. Rögnvaldsdóttir. Islenska kvikmyndasamsteypan fékk staðfestingu á vilyrði fyrir um 20 miljónir frá í fyrra fyrir myndina Djöflaeyjuna auk fimm milljóna framlags á þessu ári. 54.550.000 krónur voru til út- hlutunar að þessu sinni og bárust 107 umsóknir til sjóðsins. Bryndís Schram forstöðumaður Kvik- myndasjóðs sagði við þetta tilefni að framlagið yrði greitt út þegar fjármögnun myndanna væri lokið. Enginn styrkur er hærri en sem nemur 25% af heildarkostnaði. Ódýr mynd „Nú fer maður að afla meira fjármagns. Þessi peningur er gott grunnframlag og gefur verkinu ákveðið öryggi og líkur á fram- haldi. Það er alltaf erfiðast að fá einhverja grunnpeninga,“ sagði Óskar Jónasson. Hann sagði að umræður um frekari fjármögnun væru komnar í gang og íslenska kvikmyndasamsteypan væri m.a. í samstarfi við danskan aðila. Auk þess er áætlað að sækja um styrk úr Norræna kvikmynda- og sjón- varpssjóðnum. Hann sagðist vonast eftir að geta byrjað tökur með haustinu. Myndin mun kosta 50 milljónir og er ódýr, að hans sögn. „Ég er ekki að fara út í mikinn kostnað í búningum og sviðsmynd því myndin gerist í Þingholtunum í Reykjavík í nútímanum. Þetta er fólk í venjulegu fötum,“ sagði hann. Myndin segir af fólki sem rekur bakarí af kunnáttuleysi og van- mætti og þannig fer að starfsfólk- ið snýst gegn því og eijurnar sem af þessu leiða hlaða utan á sig. 12 ár frá síðustu bíómynd 12 ár eru síðan Ágúst Guð- mundsson sendi síðast frá sér bíó- mynd, en það var myndin „Gull- sandur". „Það á að dansa“ er byggð á smásögu eftir William Heinesen og segir frá brúðkaupi á lítilli eyju úti á miðju Atlants- hafi. Það gerir vont veður og ýmsir furðulegir hlutir fara að gerast. „Ég er með mjög traustan meðframleiðanda í Danmörku og er að leita fyrir mér í Þýskalandi, en þetta á allt eftir að koma í ljós. Það er mikil vinna framundan, sem ég þekki ekki vel inn á, því þegar ég gerði mynd síðast þá voru jiess- ir sjóðir ekki til,“ sagði Ágúst Guðmundsson. Davíð Oddsson í viðtali í Alþýðublaðinu Dónaskapur að útiloka framboð DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist telja það dónaskap gagnvart embætti forseta íslands ef .hann útilokar hugsanlegt framboð sitt tii embættisins. Hann segir ekki marga hafa hvatt sig til framboðs, mun fleiri hafi hvatt sig til að leita ekki eftir því að verða forseti. Þetta kemur fram í viðtali við Davíð í Alþýðublaðinu í gær. í viðtalinu segir hann að það muni ótvírætt gagnast forseta að hafa verið stjórnmálamaður og um slíkt megi nefna dæmi. Hann segir að ekki eigi að auka völd forsetans en með þau megi fara með ákveðn- um hætti. „Það mætti kannski gera meir en gert hefur verið,“ segir hann. Lágt seilst í samsæriskenningu Davíð segist hafa tekið það nærri sér þegar menn hafi haldið því fram að landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi verið frestað vegna hugsanlegs forsetaframboðs hans og hags- muna því tengdu. Fundinum hafi verið frestað vegna náttúruham- fara á Flateyri. „Mér finnst lágt seilst í samsæriskenningu, þegar menn geta ekki, við slíka atburði, hafið sig yfir þær og trúað því að það sé einhver maður heill í ein- hveiju sem hann gerir.“ Aðspurður um það hvort Sjálf- stæðisflokkurinn geti án hans verið segist Davíð ekki hafa það álit að hann sé ómissandi en hins vegar gæti það verið óþægilegt fyrir flokkinn ef hann færi núna, sér- staklega ef menn væru ekki tilbún- ir til að sameinast um formann. Hann segist ekkert hafa ákveðið með eftirmann sinn, flokkurinn hafi varaformann sem hafi staðið sig vel en hann telji að margir menn gætu vaxið upp í formanns- embættið. Alþýðuflokkurinn gerði sér erfitt fyrir Davíð segir samstarfíð við Fram- sóknarflokkinn í ríkisstjórn að sumu leyti auðveldara en við Al- þýðuflokkinn, m.a. vegna þeirra átaka sem hafi verið innan Alþýðu- flokksins á sínum tínra og vegna ráðherraskipta hans. Áframhald- andi stjórnarsamstarf hefði vel komið til greina ef Alþýðuflokkur- inn hefði haft tvo til þrjá þingmenn til viðbótar eftir síðustu alþingis- kosningar. Hann segir Alþýðu- flokkinn að vísu hafa gert sér afar erfitt fyrir því hann hafi farið í kosningabaráttuna með málefni þar sem hann hafi ekki átt sam- stöðu með neinum öðrum flokki. í því sambandi nefnir hann Evrópu- sambandsmálið, GATT-málið og veiðileyfagjaldið. Davíð segir að þeir Jón Baldvin hafi átt vel heppnað samstarf - árangur rlkisstjórnarinnar beri því vitni - þótt þeir hafi ekki verið sammála um allt. „Við vorum ekki hjón og við erum ólíkir menn. Sumt mislíkaði mér og honum sjálfsagt líka, eins og gengur. Mér fannst hann óvarkár í ummælum, til að mynda stundum erlendis og ég var órólegur vegna þess,“ segir Davíð. Hvenær er nógu langt gengið? Aðspurður um viðhorf sín til Evrópumála sagðist Davíð fagna samrunanum í Evrópu vegna sögu hennar og fortíðar. En það mætti líka spyija hvenær nógu langt væri gengið. í samrunanum í Evr- ópu væri verið að drepa þjóðar- þrána en sú þrá sé afar sterk. „Við sjáum fyrrum Júgóslavíu. Við sjáum Québec. Er þessi samruni ekki orðinn dálítið hættulegur? Býður hann ekki upp á hroðaleg viðbrögð?" spyr forsætisráðherr- ann. Davíð segir í lok viðtalsins að hann gæti vel lifað án stjórnmál- anna. „Pólitíkin er ekki mitt líf. Ég get lifað í pólitíkinni, en ég lifí ekki fyrir pólitíkina. Ég sé aðra menn, sem sjá engan annan veru- leika en pólitíkina. Ég geri ekki lít- ið úr þeim, margir þeirra eru stór- kostlegir menn. En pólitíkin er allt of þröngur veruleiki, finnst mér. Pólitíkin er ekki haldreipi mitt.“ > > > > i > l I Embætti ríkislögrnanns í álitsgerð um eftirlitsmenn í skipum á Flæmingjagrunni Brot á reglugerð- inni geta varðað við hegningarlög EMBÆTTI ríkislögmanns hefur sent frá sér lögfræðiálit, þar sem komizt er að þeirri nið- urstöðu að reglugerð sjávarútvegsráðherra um skyldu íslenzkra útgerða, sem veiða rækju á Flæmingjagrunni, til að hafa eftirlitsmann um borð í skipum sínum, sé sett á grúnd- velli gildandi laga og bijóti ekki í bága við stjómskipulega jafnræðisreglu. Ríkislögmað- ur telur það jafnframt geta varðað við hegn- ingarlög að neita að taka við eftirlitsmönnum Fiskistofu. Álit ríkislögmanns er andstætt lögfræði- áliti hæstaréttarlögmannanna Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Hróbjarts Jónatanssonar, sem unnið var fyrir Félag úthafsútgerða. Lögmennirnir komust að þeirri niðurstöðu að í íslenzkum lögum væri ekki að fínna laga- heimild til að haga eftirliti með fiskveiðum þannig að eftirlitsmönnum væri viðvarandi og ótímabundið komið fyrir í fiskiskipi. Þá töldu þeir það bijóta gegn jafnræðisreglunni að koma eftirliti fyrir þannig að sá, sem eftir- liti sætir hveiju sinni, beri af því kostnað. Iieimild ráðherra til reglusetningar óumdeild í áliti ríkislögmanns, sem Jón G. Tómasson ríkislögmaður og Einar Karl Hallvarðsson hdl. undirrita, kemur fram að samkvæmt lögum um veiðar íslenzkra skipa utan ís- lenzkrar fiskveiðilögsögu skuli sjávarútvegs- ráðherra setjá reglur „sem nauðsynlegar þykja til þess að framfyigt verði ákvæðum alþjóðasamninga, sem Islendingar eru að gerast aðilar að, eða þá samninga, sem gerð- ir eru milli íslenzkra og erlendra stjórn- valda." Lögmennirnir segja óumdeilt að það fyrirkomulag að setja eftirlitsmenn í rækju- skipin á Flæmingjagrunni sé nauðsynlegt til að uppfylla þá skyldu, sem fylgi aðild íslands að N orð vestu r-Atl antsh afsfískveiði stofnun inni, NAFO. Reglugerðin sé gild heimild að þjóðarétti og heimild ráðherra til reglusetn- ingar óumdeild. Þá séu hendur ráðherrans lítt bundnar um það, hvernig hann hagi þeim reglum, sem hann setur á grundvelli lag- anna, ef við setningu þeirra sé farið eftir almennum reglum stjórnsýsluréttar og þær gangi ekki lengra en efni standa til. Ekki brot á jafnræðisreglu Embætti ríkislögmanns segir hæstaréttar- lögmennina tvo fjalla ítrekað um löggæzlu í áliti sínu, en þar sé annað hvort misskilning- ur eða mistúlkun á ferð, því að eftirlitsmenn- irnir fari ekki með löggæzluvald. Þá bijóti það ekki gegn jafnræðisreglu að sá, sem eftirliti sætir hveiju sinni, skuli bera af því kostnað. Vitnar ríkislögmaður til hliðstæðra ákvæða í lögum um stjórnun fiskveiða, þar sem segir að útgerð skips skuli „greiða fæði veiðieftirlitsmanna og sjá þeim endurgjalds- laust fyrir aðstöðu meðan þeir stunda eftir- litsstörf um borð“, og í lögum um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum, þar sem segir að útgerð skuli sjá- eftirlitsmönnum fyrir fæði og aðstöðu og greiða allan kostn- að, sem hljótist af veru þeirra um borð. Sekt, varðhald eða fangelsi Ríkislögmaður telur að bijóti útgerð eða skipstjóri ákvæði reglugerðar sjávarútvegs- ráðherra geti það varðað við lögin um veiðar utan efnahagslögsögunnar. Slíkt brot geti varðað sektum og upptöku afla og veiðar- færa. Líklegra sé þó að slíkt brot, hvort sem það væri framið innan lögsögu eða utan, myndi varða beint við ákvæði hegningarlaga, þar sem það varði sektum, varðhaldi eða fangelsi, allt að tveimur árum, ef maður hindri opinberan starfsmann í að gegna skyldustörfum sínum. I I I I/ I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.