Morgunblaðið - 03.02.1996, Side 12

Morgunblaðið - 03.02.1996, Side 12
12 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurstöður skoðanakönnunar Gallups á afstöðu fólks til veiðileyfagj alds Fylgi við veiðileyfa- gjald vex með aldri Þau sem svöruðu mjög fylgjandi og frekar fylgjandi, skipt eftir aldri Mjög fylgjandi Frekar fylgjandi 55-75 ára 45-54 ára 43,4% 23,9% 43,7% 27,2% 67,3% 70,9% STUÐNINGUR við veiðileyfagjald er meiri meðal eldra fólks en yngra. Þó er meirihluti allra aldurshópa fylgjandi veiðileyfagjaldi nema í yngsta aldurshópnum, 15-24 ára, þar sem rúm 44% eru fylgjandi veiði- leyfagjaldi sem renni í ríkissjóð. Þá er meira fylgi við veiðileyfagjald meðal karlmanna en kvenna og áber- andi meiri stuðningur er við gjaldið á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni og meirihluti í öllum stétt- um er fylgjandi veiðileyfagjaldi ef undan eru skildir sjómenn og bænd- ur, þar sem meirihlutinn er andvígur gjaldinu. Þetta kemur fram þegar niður- stöður skoðanakönnunar Gallups um afstöðuna til veiðileyfagjalds eru skoðaðar, en könnunin var gerð fyr- ir Samtök iðnaðarins. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) að greitt verði veiðileyfagjald fyrir að- gang að fiskimiðunum, sem rennur í ríkissjóð? Könnunin fór fram í gegnum síma 24.-28. janúar og náði til 1.200 manna tilviljunarúrtaks úr þjóðskrá. Fólkið var á aldrinum 15-75 ára og var alls staðar að af landinu. Heildarfjöldi svarenda er 846, þeir sem neituðu að svara voru 164 og ekki náðist í 169 manns. Þegar þeir hafa verið dregnir frá sem ekki reyndust búsettir hér á landi, voru dánir eða veikir samanstóð úr- takið af 1.179 einstaklingum og var nettósvörun 71,8%. Niðurstaða könnunarinnar var að mjög fylgjandi töku veiðileyfagjalds reyndust 31,5%, frekar fylgjandi 28,1%, 6,6% voru hvorki fylgjandi né andvíg, 16,5% voru frekar andvíg og 17,3% voru mjög andvíg töku slíks gjalds. Ef eingöngu eru teknir þeir sem taka afstöðu eru 64% fylgj- andi veiðileyfagjaldi og 36% andvíg því. Niðurstöðurnar voru greindar eft- ir aldri, búsetu, kyni, tekjum og starfi. Meira fylgi við veiðiieyfagjald reyndist vera á meðal karla en kvenna. Þannig er tæplega 37% karla mjög fylgjandi veiðileyfagjaldi, en tæplega 25% kvenna. Rúmlega 26% karla eru frekar fylgjandi gjald- inu en 30,4% kvenna og hlutfall kvenna er einnig talsvert hærra meðal þeirra sem ekki taka afstöðu, eða rúmlega 10% samanborið við um 4% hjá körlunum. Hlutfall karla og kvenna sem andvíg eru gjaldinu er hins vegar svipað. Mest meðal 45-54 ára Þá kemur fram að fylgi við veiði- leyfagjald vex með aldri. Fylgið er mest í aldurhópnum 45-54 ára, þar sem tæplega 71% fólks í könnuninni er fylgjandi gjaldinu og í elsta aldurs- hópnum, 55-75 ára, eru rúmlega 67% fylgjandi gjaldinu. Tæp 64% í aldurs- hópnum 35-44 ára eru fylgjandi gjaldinu og rúm 58% fólks á aldrinum 25-35 ára samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Það er aðeins í yngsta aldurshópnum sem meirihluti er ekki fyrir gjaldinu, en þar er hlut- fall þeirra sem fylgjandi eru og and- vígir gjaldinu mjög svipað, tæp 45% eru fylgjandi gjaldinu en rúm 46% eru andvíg því. Þegar niðurstöður könnunarinnar eru greindar eftir búsetu kemur fram mismunandi niðurstaða eftir því hvort fólk er búsett á höfuðborg- arsvæðinu eða á landsbyggðinni. 68,5% fólks á höfuðborgarsvæðinu eru fylgjandi töku veiðileyfagjalds, en fylgið á landsbyggðinni er 46,5%. Á landsbyggðinni er hlutfall þeirra sem eru andvígir töku veiðileyfa- gjalds svipað, eða rúm 46%, en hlut- fall andvígra á höfuðborgarsvæðinu er um 25%. Mest fylgi við veiðileyfagjald kem- ur fram meðal sérfræðinga og fag- lærðra iðnaðarmanna, en andstaðan er mest meðal sjómanna og bænda þegar niðurstöður könnunarinnar eru greindar eftir starfsstétt. Um 60% verkafólks eru fylgjandi veiðileyfa- gjaldi og rúm 30% teljast andvíg, en fylgið er um 34% meðal sjómanna og bænda og þar teljast tæp 57% andvíg gjaldinu. 68% faglærðra eru fylgjandi og tæp 23% andvíg. 61% skrifstofufólks og opinberra starfs- manna er fylgjandi gjaldinu og 31% andvígt, 78% sérfræðinga eru fylgj- andi gjaldinu og tæp 18% andvíg. 64% atvinnurekenda og stjórnenda eru fylgjandi gjaldinu og rúmlega 31% andvígt. 48% nema eru fylgj- andi gjaldinu og um 45% andvíg og rúmlega 60% ellilífeyrisþega, at- vinnulausra, heimavinnandi og ör- yrkja eru fylgjandi gjaldinu og rúm 32% þeirra eru andvíg gjaldinu, en þess ber að geta að vikmörk eru mjög mikil þegar niðurstöður könn- unarinnar eru greindar eftir starfs- stéttum. Morgunblaðið/Þorkell Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna SAMKOMULAG um starfrækslu Ráðgjafarstofu heimilanna var undirritaður í gær, en um tilrauna- verkefni er að ræða, sem 16 aðilar standa að. Ráðgjafarstofan mun starfa sjálfstætt að alhliða ráðgjöf í samstarfi við aðila að tilrauna- verkefninu, en viðfangsefni henn- ar er fyrst og fremst fólk sem á í verulegum greiðsluerfiðleikum og komið er í þrot með fjármál sín. Hefur Ráðgjafarstofa það verkefni að fá fram yfirlit um stöðu mála og aðstoða fólk í vanda við að leita leiða til úrræða og lausna. Samhliða undirskrift um starfrækslu Ráðgjafarstofu var í gær skrifað undir nýtt samkomu- lag um aðgerðir til að leysa greiðsluvanda fólks sem á í erfið- leikum með að standa skil á lánum sínum til íbúðarkaupa og eða aðr- ar fjárskuldbindingar. Að sam- komulaginu standa félagsmála- ráðuneytið, Húsnæðisstofnun, bankastofnanir, samtök lífeyris- sjóða og Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Á annarri myndinni sést Páll Pétursson við undirritun- ina í gær, en við hlið hans eru Ingi Valur Jóhannsson, formaður undirbúnings um tilraunaverkefn- ið Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, og Árni Gunnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra. Á hinni myndinni sést Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri undirrita samkomulagið fyr- ir hönd Reykjavíkurborgar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.