Morgunblaðið - 03.02.1996, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞIÐ FYRIRGEFIÐ þó ég komi bara svona í vinnugallanum ...
Kröfur á þingi um
breytt kosningalög
Bréf frá Alþingi
Alþingi hófst á þríðjudag eftir jólaleyfí.
Guðmundur Sv. Hermannsson fjallar
hér um eitt þingmál vikunnar.
FYRSTA þingvika ársins ein-
kenndist af umræðu um
fiskveiðistjómun þótt hún
hafi ekki verið formlega á
dagskránni. Þingmenn tóku smá
kvótasnerru um frumvarp um um-
gengni við auðlindir sjávar og síðan
aðra um frumvarp um samningsveð,
þótt í því sé raunar ekki minnst á
aflakvóta.
En í vikunni var einnig tæpt á
máli sem sjálfsagt á eftir að vera
fyrirferðarmeira þegar líður á kjör-
tímabilið, nefnilega endurskoðun
kosningalöggjafarinnar.
Siv Friðleifsdóttir þingmaður
Framsóknarflokksins spurði Davíð
Oddsson forsætisráðherra í fyrir-
spurnatíma hvað þessari endurskoð-
un liði, en í stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjómar Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks er því markmiði lýst að
endurskoða eigi kosningalöggjöfma
með það fyrir augum að hún verði
einfaldari og tryggi jafnara vægi
atkvæða milli kjördæma.
Siv sagðist spyijast fyrir um málið
vegna þeirrar reynslu sem fengist
hefði af síðasta kjörtímabili. Þá hafi
það einnig verið á stefnuskrá ríkis-
stjómar Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks að endurskoða kosningalögg-
jöfina, en menn sofið værum svefni
fram í desember 1994, eða rétt fyrir
kosningar. Þá hefði verið sest niður
.en árangurinn verið eiginlega enginn.
Davíð Oddsson sagðist telja að það
væri fullur vilji innan stjórnarflokk-
anna og raunar í þinginu öllu til að
taka á þessu máli.
Hann sagði að nefndin, sem skipuð
var veturinn 1994, hefði unnið mikla
grundvallarvinnu, þótt í kjölfarið
hefðu ekki verið gerðar aðrar breyt-
ingar á kosningalögunum en flytja
flakkarann svonefnda til Reykjavíkur.
Og Davíð sagði að það hefði einn-
ig verið niðurstaða nefndarinnar að
halda ætti starfinu áfram og vinna
að stjórnarskrárbreytingum varðandi
kosningaskipulag. Davíð sagðist
raunar líta svo á að þessi nefnd
væri enn til þótt eðlilegt væri að
huga að skipan hennar og skipun.
Hann hefði rætt við Friðrik Sophus-
son fjármáláráðherra, sem var for-
maður nefndarinnar, um að leita eft-
ir umræðum innan hennar um áfram-
haldandi starf. Því væri engin ástæða
til að ætla annað en Alþingi myndi
losna við að lenda í sama tímahraki
og síðast.
Kosningalaganefndin var
skipuð 2. desember 1994
og skilaði áliti 25. febrúar
eftir að hafa haldið 16
fundi. Nefndin ræddi meðal annars
möguleika á að einfalda reiknireglur,
breyta kjördæmamörkum, stækka
kjördæmi og fækka þeim eða minnka
þau og fjölga þeim, fjölga eða fækka
þingsætum, breyta úthlutun jöfnun-
arsæta, draga úr misvægi milli kjör-
dæma og um valfrelsi kjósenda á kjör-
degi þannig að persónukjör geti að
einhveiju leyti farið fram á kjördegi.
Friðrik Sophusson segirekki liggja
fyrir hvemig þessu starfi verði hald-
ið áfram en eðlilegt sé að formenn
stjómarflokkanna ræði við stjómar-
andstöðuflokkana um framhaldið.
Nauðsynlegt sé að undirbúningur
hefjist fyrr en á síðasta kjörtímabili,
þótt mönnum sé ljóst, að nauðsynleg-
ar laga- og stjórnarskrárbreytingar
verði varla gerðar fyrr en í lok kjör-
tímabilsins.
Það er ekki líklegt að þingmenn
vilji binda sig varðandi kosningalaga-
breytingar fyrr en hyllir í kosningar
og pólitíska landslagið hefur mótast
betur. Þetta segir Siv raunar vera
ranga hugsun, því fyrir kosningamar
fari allir í hagsmunastellingar, bæði
fyrir sig og sinn flokk. Því sé mjög
brýnt að hefja starfið sem fyrst, en
Siv segir að svar forsætisráðherra
hafí staðfest grun sinn um að ekki
væri verið að vinna í málinu og það
valdi sér vonbrigðum.
Stjórnmálaflokkarnir eru sam-
mála um að jafna verði
vægi atkvæða en hins vegar
gæti orðið erfitt að sam-
ræma sjónarmið um hve stíga eigi
stór skref. Friðrik Sophusson segir
að vandamálið sé að ná bæði fram
jafnræði milli flokka og kjósenda
eftir búsetu og slíkt sé ekki hægt
með góðu móti nema kjördæmin séu
svipuð að stærð eða að fólksfjölda.
Ymsar hugmyndir hafa verið
ræddar og þær sem lengst ganga í
andstæðar áttir eru annars vegar,
að gera landið allt að einu kjördæmi
og hins vegar að skipta Iandinu upp
í 50-60 jafnfjölmenn einmennings-
kjördæmi.
Siv Friðleifsdóttir vill að landið
verði gert að einu kjördæmi og kjós-
endur geti valið fólk af landslista.
Hún segist telja það úrelt fyrirbrigði
að skipta landinu upp eftir kjördæm-
um eins og nú er gert. Slíkt leiði til
þess að þingmenn telji sig bundna
af þröngum kjördæmasjónarmiðum
en fari síður eftir heildarhagsmunum.
Það er þó ólíklegt að pólitísk sam-
staða náist um þetta. Það viðhorf á
sterkt fylgi bæði innan Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks, og sjálf-
sagt í fleiri flokkum, að þingmenn
verði að hafa rætur í einhverjum
landshlutum. Hins vegar gæti hugs-
anleg málamiðlun verið að kjósa
helming þingmanna af landslista og
hinn helminginn í kjördæmum. Hall-
dór Ásgrímsson formaður Framsókn-
arflokksins hefur m.a. bent á þessa
leið.
Atak til athafna
Framtíðin er á
sameiginlegri
ábyrgð íbúanna
Hákðn Sigurgrímsson
BÆNDASAMTÖK Ís-
lands, Ungmenna-
félag íslands og
Bændaskólinn á Hvanneyri
hafa ákveðið að taka upp
samstarf um almenna full-
orðinsfræðslu í dreifbýli.
Tilgangurinn er að efla
þekkingu og sjálfstraust
fólks og auðvelda því að
takast á við viðfangsefni
sín og skapa sér starfs-
grundvöll til framtíðar í
breyttu starfsumhverfi.
yerkefnið hefurverið nefnt
Átak til athafna og hefur
Hákon Sigurgrímsson,
fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Stéttarsambands
bænda, verið ráðinn verk-
efnisstjóri.
„Verkefnið felst í því að
halda námskeið fyrir fólk í
stijálbýli, til að kynna þá
möguleika í ráðgjöf og menntun
af ýmsu tagi sem völ er á og hvetja
fólk til að nýta sér það sem í boði
er. Með öðrum orðum að hvetja
fólk til átaka í breyttu starfsum-
hverfi,“ segir Hákon.
Hver er ástæðan fyrir því að
farið er af stað með þetta verkefni
nú?
„Vegna samdráttar í landbún-
aði, minnkandi stuðnings ríkis-
valdsins við landbúnaðinn, neyslu-
venjubreytinga og aukinnar sam-
keppni á matvörumarkaðnum í
kjölfar GATT-samningsins hefur
á stuttum tíma orðið mikil breyt-
ing á stöðu fólks í dreifbýli. Nýr
búvörusamningur um sauðfjár-
framleiðsluna sem gerður var í
haust skerpir þessa mynd enn
frekar og gorbreytir í raun þeim
hefðbundna grunni tilverunnar
sem fólk í stijálbýli hefur búið
við. Sú mikla vernd sem landbún-
aðurinn bjó við um áratugi veldur
því að það samkeppnisumhverfi
sem fólk stendur nú frammi fyrir
er mörgum mjög framandi og
margir hafa ekki áttað sig á því
hvað þarna hefur gerst. Markmið
átaksins er að hjálpa fólki til að
átta sig á því.“
Hvernig verður staðið að mál-
inu?
„Fyrirhugað er að halda nám-
skeið í öllum landshlutum til að
hvetja fólk til að nýta sér þá end-
urmenntunarmöguleika sem það á
völ á. Þar er fyrst og fremst um
að ræða endurmenntunarnám-
skeið bændaskólanna, námskeið á
vegum Félagmálaskóla Ung-
mennafélags Islands og hugsan-
lega námskeið á vegum Iðntækni-
stofnunar, Tómstundaskólans og
fleiri aðila. Hlutverk verkefnis-
stjórans verður að greiða fyrir því
að slík námskeið verði haldin."
Hvernig verður
námskeiðið byggt upp?
„Það hefst á því að
fjallað verður um
breytt starfsumhverfi
fólks í dreifbýli. Fjall-
að verður um þá miklu breytingu
sem orðið hefur á atvinnuþróun
og tíðaranda að undanförnu. Rætt
um það hvernig fólk getur brugð-
ist við breytingum og lögð áhersla
á að þær þurfi ekki að vera nei-
kvæðar heldur geti þær opnað
nýja möguleika. Fjallað verður um
það hvernig fólk getur unnið úr
hugmyndum sínum. Á hveiju
námskeiði verður síðan hópstarf
þar sem farið verður yfir þá mögu-
leika til nýrrar atvinnusköpunar
sem fólk telur vera á viðkomandi
svæði og hvað þurfi til að hrinda
slíku í framkvæmd. Viðbótarþekk-
►Hákon Sigurgrímsson er
fæddur í Holti í Stokkseyrar-
hreppi 15. ágúst 1937. Hann
lauk verslunarprófi frá Versl-
unarskóla íslands og stundaði
verslunamám í Englandi og
Svíþjóð. Hann hefur starfað nær
óslitið hjá samtökum bænda frá
1959, síðustu fimmtán árin sem
framkvæmdastjóri Stéttarsam-
bands bænda. Hann lét af því
starfi við sameiningu Stéttar-
sarnbands bænda og Búnaðarfé-
lag Islands í Bændasamtök Is-
lands á síðasta ári. Hákon var
aðstoðarmaður Steingríms Her-
mannssonar landbúnaðarráð-
herra 1978-79. Hann hefur nú
tekið við starfi sem verkefnis-
stjóri Átaks til athafna.
Hákon er kvæntur Unni Stef-
ánsdóttur leikskólastjóra og
varaþingmanni og eiga þau þrjú
börn.
ing er eitt af þeim tækjum sem
grípa má til í því efni. Til viðbótar
kemur síðan sú kynning á viðbót-
armenntun sem ég fór yfir áðan.“
Hvenær hefst starfið?
„Við höfum verið að þróa náms-
efni og vonumst til að gera tilraun
með það á 2-3 stöðum í vetur.
Áfram verður unnið að því í sum-
ar og síðan verður hafist handa í
haust. Augljóst er að námskeiðin
verða nokkuð mörg og er fyrir-
hugað að verkefnið geti staðið til
ársloka 1997, ef nægilegt fjár-
magn fæst.“
Þetta er greinilega ekki aðeins
endurmenntun bænda, heldur
fólks í dreifbýlinu almennt.
„Við lítum svo á að framtíð
dreifbýlisins varði alla íbúa þess,
ekki bara bændur. Þess vegna
reynum við að höfða ekki aðeins
til bænda heldur annarra íbúa
einnig. Það er á sam-
eiginlegri ábyrgð fólks
í hvetju byggðarlagi
hvað verður um fram-
tíðarbúsetu þar.“
Hvers vegna standa
UMFÍ og Hvanneyrarskólinn að
þessu með Bændasamtökum ís-
lands?
„Félagsmenn UMFÍ eru um 50
þúsund og félagsmenn Bænda-
samtakanna um 6 þúsund. Að
stærstum hluta er þetta sama
fólkið, sömu fjölskyldurnar og við
teljum að það sé mál fjölskyldunn-
ar allrar að viðhalda byggð í sveit-
um. Hvanneyrarskólinn starfræk-
ir umfangsmikið endurmenntun-
arstarf og UMFÍ hefur í mörg ár
rekið félagsmálaskóla og saman
eiga þessir aðilar að geta náð
góðum árangri."
Kenna fólki að
vinna ífram-
andi umhverfi