Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 13 AKUREYRI Vinnueftirlit ríkisins á Norðurlandi eystra Skráðum vinnuslysum fækkar milli ára Morgunblaðið/Kristján VINNUEFTIRLITIÐ hefur áhyggjur af öryggismálum í ýmsum atvinnugreinum og þá sérstaklega í byggingariðnaðinum. Sólbakur tók niðri í Njarð- víkurhöfn SÓLBAKUR EA, togari Útgerðar- félags Akureyringa hf. tók niðri í Njarðvíkurhöfn sl. miðvikudags- kvöld. Stýrisbúnaður og skrúfublöð skemmdust og var farið með togar- inn til Hafnarfjarðar, þar sem unn- ið er að viðgerð í flotkvínni. Sólbakur var að bakka frá bryggju á háfjöru þegar óhappið varð. Gunnar Larsen, tæknistjóri ÚA, segir að ekki sé um stórvægi- legar skemmdir að ræða og að gert verði við bæði stýrið og skrúfu- blöðin. Menn frá Vélsmiðju Orms og Víglundar og Héðni eru að vinna að viðgerð og reiknaði Gunnar með að verkið tæki 5-7 daga. „Þetta var eins og hvert annað óhapp og togarinn var innan allra merktra siglingaleiða þegar þetta skeði,“ sagði Gunnar. MESSUR AKUREYRARPRESTAKALL: Messa kl. 14 á morgun, Kór Akur- eyrarkirkju syngur. Vöfflukaffi selt í safnaðarheimili eftir messu á vegum Kvenfélags Akureyrar- kirkju. Öldruðum er boðinn akstur að og frá kirkjunni, rúta fer frá Víðilundi kl. 13.40 og kemur við í Hlíð á leiðinni. Lagt af stað frá kirkjunni aftur kl. 16 þannig að fólki gefst kostur á að drekka messukaffi. Æskulýðsfundur í kapellunni kl. 15.30, allir ungling- ar hjartanlega velkomnir. Biblíu- lestur í safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudag. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í kirkjunni í dag, laugardag, kl. 13. Fjölskylduguðs- þjónusta í kirkjunni kl. 11 á sunnu- dag. Barnakór kirkjunnar syngur. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Fundur æsku- lýðsfélagsins kl. 20. Ath. breyttan fundartíma. ■HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morg- un, bænasamkoma kl. 19.30, al- menn samkoma kl. 20. Heimila- samband kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur á miðvikudag, bibl- íulestur kl. 20.30 á fimmtudag. H VÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30. Safnaðarsamkoma á morgun kl. 11, vakningasam- koma kl. 15.30. Krakkaklúbbur 9-12 ára á miðvikudag kl. 17.30, biblíulestur sama daga kl. 20.30, krakkaklúbbur á föstudag kl. 17 og bæn og lofgjörð á föstudag kl. 20.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26: Messa kl. 18 á laugardag og kl. 11 á sunnudag. VINNUEFTIRLITI ríkisins á Norð- urlandi eystra bárust tilkynningar um 50 vinnuslys í umdæminu á síðasta ári. í 20 tilfellum voru slys- in þess eðlis að þau voru rannsökuð sérstaklega af Vinnueftirlitinu og rannsóknarlögreglunni. Á árið 1994 bárust 55 tilkynningar um vinnuslys í umdæminu. Skráðum vinnuslysum hefur fækkað nokkuð á síðustu árum, árið 1991 voru um 80 vinnuslys skráð, 73 árið eftir og 68 árið 1993. Á þessu fimm ára tímabili er mest um skráð vinnuslys í fiskiðnaði og í málmsmíði, véla- og skipaviðgerðum. Helgi Haraldsson, umdæmis- stjóri Vinnueftirlitsins á Norður- landi eystra, segir að meiri harka sé að færast í eftirmála vinnuslysa og málaferlum alltaf að fjölga. Helgi segir að mun harðar sé tekið á þeim sem bera ábyrgð á öryggis- málum á vinnustöðum. Hann benti á nýlegt dæmi í umdæminu, þar sem framkvæmdastjóri og verk- stjóri voru sektaðir í framhaldi af slysi, vegna þess að starfsmenn á lyftara fyrirtækisins voru ekki með réttindi. Að auki voru starfsmenn- irnir sektaðir fyrir að vera réttinda- lausir. „Við höfum nokkrar áhyggjur af öryggismálum í ýmsum atvinnu- greinum og þá sérstaklega í bygg- ingariðnaðinum. Það hefur ekki gengið nógu vel að fá menn til GLEÐI og hamingja er yfírskrift myndlistarsýningar sem opnuð verð- ur í Listasafninu á Akureyri á morg- un, laugardaginn 3. febrúar, en hún er sótt í ummæli Van Gogh um jap- anskar tréristur í bréfí til bróður síns. I austur- og miðsal safnsins verða sýndar japanskar tréristur frá byijun 19. aldar fram á hina 20. auk sýnishoma af kímanóum, óbis (mittislindum) og rullum. Margar myndanna eru eftir ótví- ræða meistara síns tíma, s.s. Kuniy- oshi, Hiroshige og Toyokuni 111. Myndimar koma frá bandaríska galleríinu „Things Japanese" í New York og aðstoðaði Hannes Sigurðs- son listfræðingur Listasafnið á Ak- ureyri við útvegun sýningarinnar. þess að hafa öryggismálin í nógu góðu lagi. Rætt hefur verið um að breyta okkar vinnuaðferðum og að menn sem ekki standa rétt t.d. að fallvörnum á byggingastað verði kærðir.“ Hlutverk atvinnurekenda að tilkynna slys Helgi segir það hlutverk atvinnu- rekenda að tilkynna um vinnslys. í vestursal safnsins er sýning á lýs- ingum úr ís- lenskum hand- ritum, 13 ljós- myndir af myndskreyt- ingum frá 14. öld og fram á þá 17. Meðal mynda er m.a. mynd af Mið- garðsormi að gína við uxarhöfði á öngli Þórs, mynd af Agli Skalla- Grímssyni og upphafsstafur með mynd af fórn Aþrahams. Þessar myndir eru fengnar að láni hjá Árnastofnun. Markmiðið með rannsókn þeirra sé að komast að því hvað fór úrskeið- is og hvað þurfi að gera til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Einnig þarf að athuga hvort um lögbrot hafí verið að ræða og eins að kanna með réttarstöðu viðkom- andi aðila. „Fyrirbyggjandi aðgerðir eru gífurlega mikilvægar og við bend- um á þau atriði sem við sjáum að eru ekki í lagi. Hins vegar verða þeir sem starfa á vinnustöðunum að vera mjög vakandi sjálfir - því annars er lítið hægt að gera.“ Aukin áhersla á skoðun vinnuvéla Helgi segir að í seinni tíð hafi verið meiri áhersla lögð á að skoða vinnuvélar og fleiri tæki og einnig sé fræðsluþátturinn alltaf að auk- ast. Á móti sé minna um sérstakar skoðanir úti á vinnustöðunum. Hann segir að yfirleitt sé vélbúnað- urinn í góðu lagi. Þeim slysum hafi fjölgað þar sem mannlegi þátt- urinn er stærsti orsakavaldurinn og minna um að vélar og tæki sé vanbúin. Árin 1994 og ’95 voru rúmlega 600 vinnuvélar skoðaðar í umdæminu. Þegar farið er fram á úrbætur í öryggismálum skiptir afkoma fyrirtækja oft miklu máli varðandi það hversu skjótt þau geta brugð- ist við þeim kröfum sem settar eru fram. Helgi segir að þetta hafí m.a. komið fram hjá ríki og sveitar- félögum vegna aðhaldsaðgerða á þeim bæjum. Verðbréfa- fulltrúi í Islands- banka NÝ ÞJÓNUSTA verður boðin í útibúi íslandsbanka á Akureyri næstkom- andi þriðjudag, en framvegis mun verðbréfafulltrúi veita einstaklingum ráðgjöf og þjónustu við kaup og sölu á verðbréfum. Edda Vilhelmsdóttir er verðbréfa- fulltrúi í íslandsbanka á Akureyri og mun hún annast alla almenna ráðgjöf, kaup og sölu verðbréfa. Slík þjónusta er nú í sex útibúum íslands- banka en stefnt er að því að á árinu verði þau orðin tíu talsins. Fulltrúar VÍB, sem eru aðilar að þessari nýju þjónustu ásamt íslands- banka verða í útibúinu í Skipagötu þriðjudaginn, 6. febrúar. Boðið er upp á sérstakan viðtalstíma við sér- fræðinga VÍB þann dag og er skrán- ing hafin í bankanum. Um kvöldið verður fundur þar sem boðið verður upp á fyrirlestra, hann verður í sal Fiðlarans á 4. hæð, Skipagötu 14, og hefst kl. 20. Hann er öllum opinn. Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður ALVÍB, flytur erindi um tíu ráð til að hætta fyrr að vinna og fara á eftirlaun, erindi Margrétar Sveinsdóttur, forstöðumanns ein- staklingsþjónustu VÍB, nefnist Greiðir þú of mikla skatta? og loks ræðir Stefán B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri VÍB, erindi um vexti og ávöxtun og hvað sé að gerast á þeim vettvangi. ----» ♦------- Fundur um vímuefni OPINN fundur um áfengis- og vímu- efnavandann verður haldinn í Borg- arbíói á Akureyri á morgun, sunnu- daginn 4. febrúar, kl. 14. I hópi framsögumanna eru fulltrú- ar frá lögreglu, heilsugæslustöð, Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri. Umræður verða að loknum fram- söguerindum. Það er Stórstúka ís- lands sem gengst fyrir fundinum. ----------» » ♦----- Prentlistaverk í Deiglunni SÝNING á prentlistaverkum eftir danska málarann, myndhöggvarann og grafíklistamanninn Svend Wiig Hansen verður opnuð í Deiglunni í Kaupvangsstræti laugardaginn 3. febrúar kl. 15.00. Sven Wiig Hansen vakti fyrst á sér athygli í dönsku listalífi snemma á sjötta áratugnum og hefur síðan ver- ið í hópi fremstu listamanna Dana. Sýningunni lýkur 18. febrúar næstkomandi. Listasafnið á Akureyri Japanskar tréristur o g íslensk handrit um VlB býður nú áSarnt Islandsbanka enn frekari þjónustu við einstaklinga með því að hafa sérstakan verðbréfafulltrúa í útibúi bankans við Skipagötu á Akureyri. Þriðjudaginn 6. febrúar nk. verður opið hús í útibúinu þar sem hin nýja þjónusta verður kynnt. Sérfræðingar VÍB verða á staðnum. Boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra í fundarsal Fiðlarans á 4. hæð, Skipagötu 14, k\ öldið. 20:00 10 ráð til að hætta fyrr að vinna og fara á eftirlaun. Gunnar Baldvinsson, forstöðumadur ALVIB. 20:45 Greiðir þú of mikla skatta? Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður einstaklingsþjónustu VÍB. 21:45 Vextir og ávöxtun, hvað er að gerast? Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VIB. Yerðbréfafulltrúi VIB i útibúi íslandsbanka við Skipagötu á Akureyri er Edda Kristrún Vilhemsdóttir. Hún mun annast alla almenna ráðgjöf, kaup ogsölu verðbréfa. Siminn hjá hei 461-2000. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRITAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aöili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910. YÍB opnar í útibúi íslandsbanka við Skipagötu á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.