Morgunblaðið - 03.02.1996, Page 13

Morgunblaðið - 03.02.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 13 AKUREYRI Vinnueftirlit ríkisins á Norðurlandi eystra Skráðum vinnuslysum fækkar milli ára Morgunblaðið/Kristján VINNUEFTIRLITIÐ hefur áhyggjur af öryggismálum í ýmsum atvinnugreinum og þá sérstaklega í byggingariðnaðinum. Sólbakur tók niðri í Njarð- víkurhöfn SÓLBAKUR EA, togari Útgerðar- félags Akureyringa hf. tók niðri í Njarðvíkurhöfn sl. miðvikudags- kvöld. Stýrisbúnaður og skrúfublöð skemmdust og var farið með togar- inn til Hafnarfjarðar, þar sem unn- ið er að viðgerð í flotkvínni. Sólbakur var að bakka frá bryggju á háfjöru þegar óhappið varð. Gunnar Larsen, tæknistjóri ÚA, segir að ekki sé um stórvægi- legar skemmdir að ræða og að gert verði við bæði stýrið og skrúfu- blöðin. Menn frá Vélsmiðju Orms og Víglundar og Héðni eru að vinna að viðgerð og reiknaði Gunnar með að verkið tæki 5-7 daga. „Þetta var eins og hvert annað óhapp og togarinn var innan allra merktra siglingaleiða þegar þetta skeði,“ sagði Gunnar. MESSUR AKUREYRARPRESTAKALL: Messa kl. 14 á morgun, Kór Akur- eyrarkirkju syngur. Vöfflukaffi selt í safnaðarheimili eftir messu á vegum Kvenfélags Akureyrar- kirkju. Öldruðum er boðinn akstur að og frá kirkjunni, rúta fer frá Víðilundi kl. 13.40 og kemur við í Hlíð á leiðinni. Lagt af stað frá kirkjunni aftur kl. 16 þannig að fólki gefst kostur á að drekka messukaffi. Æskulýðsfundur í kapellunni kl. 15.30, allir ungling- ar hjartanlega velkomnir. Biblíu- lestur í safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudag. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í kirkjunni í dag, laugardag, kl. 13. Fjölskylduguðs- þjónusta í kirkjunni kl. 11 á sunnu- dag. Barnakór kirkjunnar syngur. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Fundur æsku- lýðsfélagsins kl. 20. Ath. breyttan fundartíma. ■HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morg- un, bænasamkoma kl. 19.30, al- menn samkoma kl. 20. Heimila- samband kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur á miðvikudag, bibl- íulestur kl. 20.30 á fimmtudag. H VÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30. Safnaðarsamkoma á morgun kl. 11, vakningasam- koma kl. 15.30. Krakkaklúbbur 9-12 ára á miðvikudag kl. 17.30, biblíulestur sama daga kl. 20.30, krakkaklúbbur á föstudag kl. 17 og bæn og lofgjörð á föstudag kl. 20.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26: Messa kl. 18 á laugardag og kl. 11 á sunnudag. VINNUEFTIRLITI ríkisins á Norð- urlandi eystra bárust tilkynningar um 50 vinnuslys í umdæminu á síðasta ári. í 20 tilfellum voru slys- in þess eðlis að þau voru rannsökuð sérstaklega af Vinnueftirlitinu og rannsóknarlögreglunni. Á árið 1994 bárust 55 tilkynningar um vinnuslys í umdæminu. Skráðum vinnuslysum hefur fækkað nokkuð á síðustu árum, árið 1991 voru um 80 vinnuslys skráð, 73 árið eftir og 68 árið 1993. Á þessu fimm ára tímabili er mest um skráð vinnuslys í fiskiðnaði og í málmsmíði, véla- og skipaviðgerðum. Helgi Haraldsson, umdæmis- stjóri Vinnueftirlitsins á Norður- landi eystra, segir að meiri harka sé að færast í eftirmála vinnuslysa og málaferlum alltaf að fjölga. Helgi segir að mun harðar sé tekið á þeim sem bera ábyrgð á öryggis- málum á vinnustöðum. Hann benti á nýlegt dæmi í umdæminu, þar sem framkvæmdastjóri og verk- stjóri voru sektaðir í framhaldi af slysi, vegna þess að starfsmenn á lyftara fyrirtækisins voru ekki með réttindi. Að auki voru starfsmenn- irnir sektaðir fyrir að vera réttinda- lausir. „Við höfum nokkrar áhyggjur af öryggismálum í ýmsum atvinnu- greinum og þá sérstaklega í bygg- ingariðnaðinum. Það hefur ekki gengið nógu vel að fá menn til GLEÐI og hamingja er yfírskrift myndlistarsýningar sem opnuð verð- ur í Listasafninu á Akureyri á morg- un, laugardaginn 3. febrúar, en hún er sótt í ummæli Van Gogh um jap- anskar tréristur í bréfí til bróður síns. I austur- og miðsal safnsins verða sýndar japanskar tréristur frá byijun 19. aldar fram á hina 20. auk sýnishoma af kímanóum, óbis (mittislindum) og rullum. Margar myndanna eru eftir ótví- ræða meistara síns tíma, s.s. Kuniy- oshi, Hiroshige og Toyokuni 111. Myndimar koma frá bandaríska galleríinu „Things Japanese" í New York og aðstoðaði Hannes Sigurðs- son listfræðingur Listasafnið á Ak- ureyri við útvegun sýningarinnar. þess að hafa öryggismálin í nógu góðu lagi. Rætt hefur verið um að breyta okkar vinnuaðferðum og að menn sem ekki standa rétt t.d. að fallvörnum á byggingastað verði kærðir.“ Hlutverk atvinnurekenda að tilkynna slys Helgi segir það hlutverk atvinnu- rekenda að tilkynna um vinnslys. í vestursal safnsins er sýning á lýs- ingum úr ís- lenskum hand- ritum, 13 ljós- myndir af myndskreyt- ingum frá 14. öld og fram á þá 17. Meðal mynda er m.a. mynd af Mið- garðsormi að gína við uxarhöfði á öngli Þórs, mynd af Agli Skalla- Grímssyni og upphafsstafur með mynd af fórn Aþrahams. Þessar myndir eru fengnar að láni hjá Árnastofnun. Markmiðið með rannsókn þeirra sé að komast að því hvað fór úrskeið- is og hvað þurfi að gera til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Einnig þarf að athuga hvort um lögbrot hafí verið að ræða og eins að kanna með réttarstöðu viðkom- andi aðila. „Fyrirbyggjandi aðgerðir eru gífurlega mikilvægar og við bend- um á þau atriði sem við sjáum að eru ekki í lagi. Hins vegar verða þeir sem starfa á vinnustöðunum að vera mjög vakandi sjálfir - því annars er lítið hægt að gera.“ Aukin áhersla á skoðun vinnuvéla Helgi segir að í seinni tíð hafi verið meiri áhersla lögð á að skoða vinnuvélar og fleiri tæki og einnig sé fræðsluþátturinn alltaf að auk- ast. Á móti sé minna um sérstakar skoðanir úti á vinnustöðunum. Hann segir að yfirleitt sé vélbúnað- urinn í góðu lagi. Þeim slysum hafi fjölgað þar sem mannlegi þátt- urinn er stærsti orsakavaldurinn og minna um að vélar og tæki sé vanbúin. Árin 1994 og ’95 voru rúmlega 600 vinnuvélar skoðaðar í umdæminu. Þegar farið er fram á úrbætur í öryggismálum skiptir afkoma fyrirtækja oft miklu máli varðandi það hversu skjótt þau geta brugð- ist við þeim kröfum sem settar eru fram. Helgi segir að þetta hafí m.a. komið fram hjá ríki og sveitar- félögum vegna aðhaldsaðgerða á þeim bæjum. Verðbréfa- fulltrúi í Islands- banka NÝ ÞJÓNUSTA verður boðin í útibúi íslandsbanka á Akureyri næstkom- andi þriðjudag, en framvegis mun verðbréfafulltrúi veita einstaklingum ráðgjöf og þjónustu við kaup og sölu á verðbréfum. Edda Vilhelmsdóttir er verðbréfa- fulltrúi í íslandsbanka á Akureyri og mun hún annast alla almenna ráðgjöf, kaup og sölu verðbréfa. Slík þjónusta er nú í sex útibúum íslands- banka en stefnt er að því að á árinu verði þau orðin tíu talsins. Fulltrúar VÍB, sem eru aðilar að þessari nýju þjónustu ásamt íslands- banka verða í útibúinu í Skipagötu þriðjudaginn, 6. febrúar. Boðið er upp á sérstakan viðtalstíma við sér- fræðinga VÍB þann dag og er skrán- ing hafin í bankanum. Um kvöldið verður fundur þar sem boðið verður upp á fyrirlestra, hann verður í sal Fiðlarans á 4. hæð, Skipagötu 14, og hefst kl. 20. Hann er öllum opinn. Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður ALVÍB, flytur erindi um tíu ráð til að hætta fyrr að vinna og fara á eftirlaun, erindi Margrétar Sveinsdóttur, forstöðumanns ein- staklingsþjónustu VÍB, nefnist Greiðir þú of mikla skatta? og loks ræðir Stefán B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri VÍB, erindi um vexti og ávöxtun og hvað sé að gerast á þeim vettvangi. ----» ♦------- Fundur um vímuefni OPINN fundur um áfengis- og vímu- efnavandann verður haldinn í Borg- arbíói á Akureyri á morgun, sunnu- daginn 4. febrúar, kl. 14. I hópi framsögumanna eru fulltrú- ar frá lögreglu, heilsugæslustöð, Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri. Umræður verða að loknum fram- söguerindum. Það er Stórstúka ís- lands sem gengst fyrir fundinum. ----------» » ♦----- Prentlistaverk í Deiglunni SÝNING á prentlistaverkum eftir danska málarann, myndhöggvarann og grafíklistamanninn Svend Wiig Hansen verður opnuð í Deiglunni í Kaupvangsstræti laugardaginn 3. febrúar kl. 15.00. Sven Wiig Hansen vakti fyrst á sér athygli í dönsku listalífi snemma á sjötta áratugnum og hefur síðan ver- ið í hópi fremstu listamanna Dana. Sýningunni lýkur 18. febrúar næstkomandi. Listasafnið á Akureyri Japanskar tréristur o g íslensk handrit um VlB býður nú áSarnt Islandsbanka enn frekari þjónustu við einstaklinga með því að hafa sérstakan verðbréfafulltrúa í útibúi bankans við Skipagötu á Akureyri. Þriðjudaginn 6. febrúar nk. verður opið hús í útibúinu þar sem hin nýja þjónusta verður kynnt. Sérfræðingar VÍB verða á staðnum. Boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra í fundarsal Fiðlarans á 4. hæð, Skipagötu 14, k\ öldið. 20:00 10 ráð til að hætta fyrr að vinna og fara á eftirlaun. Gunnar Baldvinsson, forstöðumadur ALVIB. 20:45 Greiðir þú of mikla skatta? Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður einstaklingsþjónustu VÍB. 21:45 Vextir og ávöxtun, hvað er að gerast? Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VIB. Yerðbréfafulltrúi VIB i útibúi íslandsbanka við Skipagötu á Akureyri er Edda Kristrún Vilhemsdóttir. Hún mun annast alla almenna ráðgjöf, kaup ogsölu verðbréfa. Siminn hjá hei 461-2000. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRITAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aöili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910. YÍB opnar í útibúi íslandsbanka við Skipagötu á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.