Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 33 MINNINGAR + Ester Skúladótt- ir fæddist á Reykjum í Hrútafirði hinn 23. ágúst 1911. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 19. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Skúli Einarsson bóndi og úrsmiður, Reylq'um, og kona hans, Steinunn Söe- beck frá Reykjafirði á Ströndum. Faðir Esterar og tvö eldri systkini hennar lét- ust þegar hún var komung og flutti hún með móður sinni til Reylgavíkur árið 1925. Hinn 11. mars 1944 giftist Ester Guðmundi Guðmundssyni stýrimanni, f. 20. nóvember 1898 í Ófeigsfirði á Ströndum, og eignuðust þau eina dóttur, Steinunni Öldu, f. 6. apríl 1945, gift Asbirai Val Sigurgeirssyni, f. 22. febrúar 1943 og eiga þau tvö böra, Guðmund og Ester. Ester Skúladóttir stundaði barnaskóla- nám í Dalasýslu og síðar nám við Kvennaskólann í Reykjavík og vann síðan við verslunar- störf þar til hún gift- ist. Eftir það vann hún ekki utan heim- ilis. Ester Skúladóttir og Guðmundur Guð- mundsson bjuggu á Hringbraut 111 og síðan á Hagamel 41 i Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson lést 25. febrúar 1982 og bjó þá Ester áfram á Hagamel til 13. nóvember 1994, en eftir það dvaldi hún á Landspítalanum, Hátúni 12B og Hrafnistu i Reykjavík. Utför Esterar Skúladóttur fór fram í kyrrþey. LANGRI og fagurri ævi er lokið. Andstreymi lífsins mætti Ester mjög ungri, því að tveggja ára gömul missti hún föður sinn og tvö eldri systkin. Móðir hennar hætti þá búskap á jörðinni Reykj- um í Hrútafirði og réð sig til starfa á ýmsum bæjum. Ester litla, sem komið hafði verið fyrir nokkru áður í fóstur á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, fór þá til móður sinnar og skildu þær aldrei hvor við aðra upp frá því. Dvöldu þær fyrst í Hrútafirði, síðar í Reykjafirði á Ströndum og loks vestur í Dölum. Þaðan fluttust þær til Reykjavíkur þegar Ester var 14 ára og bjuggu þar alla tíð síðan. Ester var afar hrifnæm kona og hafði mikinn áhuga á ljóða- lestri. Hafði hún yndi af að ráða í torskildar merkingar ljóða og njóta fegurðarinnar í ljóðrænni framsetningu þeirra. Ég undirritaður kynntist Ester árið 1967, er ég gekk að eiga Steinunni Öldu, dóttur hennar, hinn 16. desember 1967. Bjuggum við hjónin á heimili hennar um hríð, og kynntist ég þá einstæðri ástúð og umhyggju hennar í okkar garð. Eftir það vorum við ætíð aufúsugestir á Hagamel 41 og okkur tekið þar opnum örmum. Dóttir hennar og barnabörn senda móður sinni og ömmu hjartans kveðjur með kæru þakklæti fyrir allt sem hún var þeim og gerði fyrir þau. Hin síðari ár dvaldi Ester í íbúð sinni á Hagamel 41, auk þess sem hún fór í Múlabæ eins oft og hún gat, þar til í nóvember 1994, en eftir það þurfti hún að vera lang- dvölum á sjúkrastofnunum til dauðadags. Eru starfsfólki Land- spítalans í Hátúni 12B svo og starfsliði Hrafnistu í Reykjavík, sem annaðist hana, hér með færð- ar sérstakar þakkir fyrir framúr- skarandi vel unnin störf við hjúkr- un hennar á síðustu mánuðum. Dag skal að kveldi lofa, og tengdamóðir mín, Ester Skúla- dóttir, hefur svo sannarlega ástæðu til að líta yfir farinn veg með stoltum huga og þakklát for- sjóninni fyrir gæfurík ævispor. Handan hulunnar miklu taka þau á móti henni, sem unna henni heitast. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þijóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo 'ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóh. úr Kötlum.) Far þú í friði, blessuð sé minning Esterar Skúl adóttur. Ásbjörn Sigurgeirsson. Ó, hvar ert þú, ljós, sem að lifðir í gær? Þú lifír vist enn, þó að bærist þú fjær, því birtan þín hverfur ei bjarta frá mjer, nje blíðan og varminn sem streymdi frá þjer. En fyrst að þú hlauzt samt að fara á burt í fjarlæga geiminn - jeg veit ekki hvurt - þá þreyi jeg vongóð; jeg veit að senn dvín min vegferðin hjema, svo kem jeg til þín. Og svo þegar líð jeg um ljósanna geim og ljósálfa miljónir benda mjer heim, mín heitasta þrá verður fund þinn að fá, það fegursta og trúasta er minningin á. (Undína.) Ég kveð þig að sinni, elsku amma mín. Hjartans þakkir fyrir allt. Þín Ester. ESTER SKÚLADÓTTIR SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR + Sigríður Hall- dórsdóttir fædd- ist á Kollsá í Hrúta- firði 4. ágúst 1905. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Hvamms- tanga 23. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Jónsson, hreppstjóri, oddviti og bóndi á Kjörseyri, d. 1948 og kona hans Jófríður Gróa Brandsdóttir, d. 1915. Sigríður átti þrjú systkini sem öll eru Iátin. Þau voru Georg Jón, Pétur og Rannveig. Eftir dauða konu sinnar fluttist Halldór að Kjörs- eyri og bjó þar allt til dauða- dags. Sigríður hefur búið á Kjörseyrrfrá árinu 1916 er hún fluttist þangað ásamt föður sín- um og systkinum. Eftir dauða móður hennar tók föðursystir hennar við búsforráðum og gegndi þeim til ævi- loka. Sigríður gekk í kvennaskóla á Stað- arfelli í Dölum, en hélt búskap á Kjörs- eyri ásamt Pétri bróður sínum eftir dauða föður þeirra til ársins 1968. Þá brá hún búi en bjó þó áfram á jörð sinni. Hún var virk- ur félagi í Kvenfé- laginu Iðunni. Síð- ustu árin dvaldi hún á Elli- og hjúkrunarheimilinu á Hvamms- tanga. Hún var ógift og barn- laus. Útför Sigríðar fer fram frá Prestbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. SIGGA á Kjörseyri, eða Sigga „úti í Húsi“ eins og við kölluðum hana alltaf, á stóran sess í æskuminning- I um okkar. Sem börn og unglingar ( var hún hluti af okkar daglega lífi. , Við vorum heimagangar úti í húsi ' hjá henni og systrunum Jónu og Höllu sem þar bjuggu með henni en eru látnar fyrir nokkru. Við fórum bara út í hús þegar okkur sýndist, eitt, fleiri eða bara öll. Alltaf var okkur vel tekið og ávallt var tími til að sinna okkur. Okkur voru sagðar sögur, kennt að spila, pijóna eða hekla. I Alltaf var Sigga boðin og búin að ( líta eftir okkur er pabbi og mamma brugðu sér af bæ, ekki hefur það ’ nú alltaf verið auðvelt, ónei, því pott- ormamir voru hveijum öðrum uppá- tækjasamari en hún tók því með sinni stökustu ró og alltaf var sama við- kvæðið þegar pabbi og mamma komu heim; „Þau voru svo góð.“ Kartöflugarðurinn niðri á Tanga var eitt af því sém henni var afar hugleikið og var það fastur liður hjá ( okkur systkinunum þegar við höfðum | aldur til, að fara og taka upp kartöfl- ur og rófur með henni. Óll vinnu- ( brögð við það voru bundin föstum skorðum og nauðsynlegt að fylgja þeim til hins ýtrasta. Alltaf fengum við kakóið góða þegar dagsverki lauk og fulla fötu af uppskerunni til að taka með okkur heim. Niðri á Tanga hlúði Sigga líka vel að æðarkollunum sem þar verptu og má segja að eftir að hún hætti þar ( dúntekju þá hafi æðarvarp þar minnkað ár frá ári. Sigga var ansi seig og dugleg, hún ( vann í sláturhúsinu á hveiju hausti, langt fram eftir aldri og rogaðist þar j með þungar fötur, án þess að kvarta eða kveina. Á hveijum degi kom hún labbandi yfir hólinn til okkar annaðhvort að sækja póstinn sinn eða mjólkina elleg- ar bara að líta inn. í lengri tíma fór hún árlega til Reykjavíkur yfir hávet- urinn og kom aftur þegar voraði. Fannst okkur þá tómlegt þegar hún fór og langt þangað til við sæjum hana aftur. Ó, já, þær voru æði margar stund- imar sem við áttum með henni og nú þegar við erum flest orðin fullorð- in er okkur það vel ljóst að líf Siggu var enginn dans á rósum, en hennar hugsanir, langanir og drauma þekkj- um við ekki, hún bar ekki tilfinningar sínar á torg. Elsku Sigga við þökkum þann tíma og þær skemmtilegu stundir er við áttum með þér. Megi góður Guð geyma þig, minningamar geymast í huga okkar. Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. Ei spyr ég neins, hver urðu ykkar kynni, er önd hans, dauði, viðjar sínar braut, og þú veizt einn, hvað sál hans hinzta sinni þann sigur dýru verði gjalda hiaut. En bregztu þá ei þeim, er göngumóður og þjáðri sál til fundar við þig býst. Ó, dauði, vertu vini mínum góður og vek hann ekki framar en þér lízt. (Tómas Guðm.) Systkinin Kjörseyri. GUÐRUN SVEINSDÓTTIR + Petrína Guð- rún Sveinsdótt- ir fæddist á Hjalla- bakka í Húnavatns- sýslu 27. desember 1909. Hún lést á öldrunardeild Landakotsspítala 22. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Lilja Lárusdóttir og Sveinn Benjamíns- son. Systkini henn- ar voru átta að tölu og var hún næ- stelst. Hin voru, í aldursröð: Gunnlaugur, Sigurð- ur Ingi, Lárus Finnbogi, Gunn- björn, Ingibjörg, Sigurlaug, Jónas og Júdith. Eftir lifa Ingi- björg og Sigurlaug. Sambýlismaður Guðrúnar var Kristján Guðbrandsson, f. 24. apríl 1902, d. 29. júní 1943. Börn þeirra eru Gunnlaug Heiðdal, f. 5. október 1936, Ingimar Worm, f. 10. júní 1939, d. 18. ág- úst 1989, og Lilja Þuríður, f. 31. júlí 1943. Árið 1933 eign- aðist Guðrún Fjólu Heiðdal Hafsteins- dóttur, d. 23. mars 1969. Baraabömin eru átta talsins, barnabaraabörain 16 og eitt barna- baimabarnabarn. Árið 1947 fór Guð- rún ráðskona að Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði, til Björns Pálssonar, f. 3. ágúst 1906, og hafði bömin sín með sér. Árið 1974 fluttist hún til Reykjavíkur, til dóttur sinnar Lilju, og var hjá henni til 1. júlí 1994, en þá fór hún á hjúkrunar- heimili aldraðra í Hafnarbúð- um. Þaðan fór hún á Landakot. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey. Elskulega mamma min, má ég örstutt ljóð þér færa, lítt þótt mýki meinin þín, mæðraprýðin góða, kæra. Meiri sól og sældarkjör sjálf þú öðrum létir valin heldur en þinni fylgdu fór fram í gegnum kalda dalinn. Nyrðra, út við ægi blá, æskudagar skjótir liðu. Ei skal herma hörmum frá. Harma nokkra flestir biðu. Afskipt naumast þú varst þess, þó var jafnan sálin hreina trúarglöð, og hugur hress huggun öðrum til að beina. (Hannes Hafstein) Kæra tengdamóðir. Ég vil þakka þér fyrir þessi 12 ár sem við áttum samleið. Það var alltaf gott að koma til þín og fá kaffisopa, því alltaf var heitt á könnunni, og góðgæti á borðum. Það var gaman að geta farið í Kolaportið um helgar þegar þú varst komin í Hafnarbúðir og það var brunað að hákarlinum og fengið smakk. Það var þitt uppá- hald. Mikil var gleðin í sumar þegar Kiddi og Stína komu með þig á Laugarvatn. Þér fannst svo gaman að komast út í náttúruna. Líf þitt var ekki dans á rósum, tvö börn tekin frá þér í blóma lífs- ins, en þú hélst þinni glöðu lund, og það var stutt í hláturinn. Þín mesta gleði var þegar þú eignaðist vininn okkar, kisuna Brand, og það var mikill söknuður þegar hann dó. Dóttir þín, Lilja, umvafði þig og sagði alltaf: Barnið mitt hún mamma. Þetta átti ekki að vera nein lang- loka. Það væri ekki í þínum anda. Löngum starfsdögum er lokið og það eru margir sem þakka þér, Guðrún mín, fyrir allt. Góður guð þig leiði á nýrri veg- ferð. Blessuð sé minning þín. Þinn tengdasonur, Dagbjartur Jóhannsson. Hjartans móðir, minningar vaka mér í hug þá litið er til baka. Þú ert dáin, þrekið mikla bilað, þínu góða dagsverki er skilað. Með Guð í hjarta gekkstu þínar slóðir, göfuglynda hjartans elsku móðir. Nú sefur þú í sælum draumafriði og sólin bjarta hnigin er að viði. (Ók. höf.) Elsku amma mín. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það var alltaf gaman að heim- sækja þig norður í sveitina á sumr- in. Þar átti ég minn heim og hafði alltaf nóg fyrir stafni. Amma hafði gaman af að pijóna og þau voru ekki fá sokkapörin og vettlingarn- ir, sem hún pijónaði á mig. Einnig hafði hún gaman af bókum og átti margar skemmtilegar bækur. Þegar hún flutti til Reykjavíkur bjó hún hjá foreldrum mínum, og sat ég oft hjá henni við lestur á mörgum bókum hennar. Elsku amma, þín er sárt saknað af lítilli níu ára telpu sem langar að kveðja langömmu sína með þessum ljóðlinum: Aldrei brást þér orka og þor önn við lífsins bundin, er við fjölmörg ævispor ávallt hress var lundin. Þinn andi svífur víða vega, vorsól skín af öldungs brá, sigrar lífíð laus við trega, ljóssins vita stefnir á. (Rapar S. Helgason.) Hafðu þökk fyrir allt. Guð blessi þig- Guðrún Valbjörk, Fjóla Heiðdal og Jón Hákon. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega Itnulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sln en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.