Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 II00, SÍMBRÉF 669 1181, PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK í 15 mánaða fangelsi fyrir tryggingasvik HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur féllst síðdegis í gær á kröfu Rannsóknar- lögreglu ríkisins um viku framleng- ingu á gæsluvarðhaldi manns, sem á hlut að tryggingasvikum og er jafn- framt grunaður um aðild að bankar- áni í útibúi Búnaðarbanka íslands við Vesturgötu í desember. í gær var maðurinn jafnframt dæmdur í 15 mánaða fangelsi óskilorðsbundið fyr- ir að sviðsetja tvívegis innbrot og fá samtals 2,6 milljónir í bætur vegna þess. Sambýliskona hans fékk 5 mánaða dóm fyrir sömu mál, en bæði játuðu þau brot sín. Dómamir eru óskilorðs- bundnir. Þessi mál urðu til þess að upp komst um frekari tryggingasvik mannsins og félaga hans og fyrir rétti í gær, þar sem gæsluvarðhald- skrafan var tekin fyrir, játaði maður- inn að hafa sviðsett umferðarslys við Grindavíkurafleggjara. Verjandi mannsins, sem hafði sótt bætur á hendur tryggingafélagi vegna um- ferðarslyssins sviðsetta fyrir hans hönd, sagði sig frá málinu þegar maðurinn játaði svikin, með vísan til siðareglna lögmanna, og var honum skipaður annar veijandi. Hluta áætlunarinnar var hrint framkvæmd Fjórir menn sátu í haldi vegna tryggingasvikanna og við rannsókn þess máls vaknaði grunur um að þeir væru viðriðnir bankaránið. RLR segir ljóst, að mennirnir hafi skipu- lagt og undirbúið á síðasta ári að fremja vopnað bankarán og svipar lýsingum á áætlunum þeirra mjög til ránsins í Búnaðarbankanum. RLR segir mennina hafa hrint hluta af áætlun sinni í framkvæmd. Þremur mannanna var sleppt úr haldi síðdegis á miðvikudag, þegar gæsluvarðhaldstími þeirra rann út, en RLR taldi ekki efni til að fara fram á framlengingu varðhaldsins. Gæsluvarðhald fjórða mannsins rann út kl. 16 í gær, en RLR krafðist fram- lengingar um eina viku, „í þágu rann- sóknarhagsmuna," að sögn Jóns Snorrasonar, deildarlögfræðings hjá Rannsóknarlögreglunni. Hvað tryggingasvikin varðar hafði maðurinn játað að hafa sviðsett inn- brot árið 1993, fyrst í eigin íbúð og fengið 2,5 milljónir fyrir, en síðar í íbúð sem sambýliskona hans var skráð fyrir og fengið 100 þúsund í bætur. Vinur IS sigldi á ísspöng LEKI kom að Vini ÍS seint í gærkvöldi eftir að báturinn sigldi á ísspöng þar sem hann var að veiðum á Halamiðum, um 55 mílur útaf Vestfjörðum. Lensdælur höfðu undan og taldi skipstjóri því ekki þörf á aðstoð úr landi. Von var á bátn- um til ísafjarðar í morgunsárið. Fimmtán menn eru um borð í Vini, sem er í eigu Bakka í Hnífsdal, en gerður út frá Bol- ungarvík. Einar Einarsson skipstjóri sagði að sjór vætlaði inn í káetur skipveija. Ekki væri gott að gera sér grein fyrir vegna myrkurs hve stórt gat væri á bátnum. Vinur er 257 tonna stálbát- ur, smíðaður í Noregi árið 1967. Hann hét áður Orri ÍS. Bandariskir fjárfestar ræða við Aflvaka Könnun á papp- írsverksmiðju AFLVAKI hf. og Reykjavíkur- borg hafa undanfarnar vikur haft til skoðunar erindi nokkurra bandarískra ijárfesta í pappírs- iðnaði um möguleika á að reisa pappírsverksmiðju hér á landi. Málið er á frumstigi en ef af verð- ur er um að ræða 30-40 milljarða króna stofnfjárfestingu og fram- leiðslu á yfir 200 þúsund tonnum af gæðapappír á ári. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins barst Reykjavíkurborg erindi Bandaríkjamannanna fyrir nokkrum vikum og hófu borgin og Aflvaki hf. sameiginlega könn- un á málinu. Fjárfestarnir renna hýru auga til Islands vegna orkunnar, en framleiðsla pappírs krefst bæði mikillar raf- og gufuorku. Hrá- efni til framleiðslunnar verður hins vegar innflutt tijákvoða. Nú um helgina munu frumvið- ræður eiga að fara fram í Banda- ríkjunum. Þá verður skipst á upp- lýsingum og ræðst þá væntanlega hvort framhald verður á könnun- inni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri staðfesti að þetta mál væri til skoðunar hjá Aflvaka hf. Um stóra fjárfestingu væri að ræða, verksmiðjan krefðist mikillar raf- og gufuorku og mik- ils mannafla, en hún vildi síður nefna tölur í því sambandi því þetta væri sýnd veiði en ekki gefin, málið væri á algjöru frum- stigi. Morgunblaðið/Kristinn Gengið frá fiskveiðisamningi íslands og Færeyja Gefa út síldarkvóta og skiptast á veiðiheimildum ÍSLENZK stjómvöld hafa náð samningum við færeysku landstjómina um að gefa út sameiginleg- an kvóta fyrir veiðar íslenzkra og færeyskra skipa úr norsk-íslenzka síldarstofninum. Jafnframt hef- ur verið samið um að Færeyingar fái að veiða loðnu í íslenzkri fiskveiðilögsögu, en íslendingar fá á móti síldar- og makrílkvóta í lögsögu Færeyja. Samningurinn byggist á yfirlýsingu Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra og Ivans Johann- .jjssen sjávarútvegsráðherra Færeyja, sem gefin var út að loknum fundi þeirra í Þórshöfn í jan- úar. Samningsgerðin var frágengin í meginatrið- um að loknum fundi færeyskra og íslenzkra emb- ættismanna í London í vikunni og munu ísland og Færeyjar skiptast á formlegum diplómatískum orðsendingum í næstu viku. 330.000 tonna síldarkvóti Þar sem ekki hefur náðst samkomulag við Noreg og Rússland um skiptingu kvóta úr norsk- íslenzka sjldarstofninum á þessu ári, ákveða Fær- eyjar og ísland nú einhliða kvóta upp á 330.000 tonn. Þar af er hámarksafli íslenzkra skipa 244.000 tonn og færeyskra 86.000 tpnn. Gert er ráð fyrir að skip Iandanna hafi gagn- kvæmur aðgang að fiskveiðilögsögum þeirra. Heimilt er hins vegar að takmarka fjölda ís- lenzkra skipa, sem stunda veiðar í færeysku lög- sögunni, við 25 skip í einu og ijölda færeyskra skipa í íslenzkri lögsögu við átta. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að þetta samkomulag útiloki alls ekki frekari viðræð- ur við Noreg og Rússland, í því skyni að ná sam- komulagi landanna fjögurra um veiðarnar. „Þess vegna er þetta gert með þeim fyrirvara, að ef semst um annað, geti orðið breytingar," segir Halldór. Samningurinn við Færeyjar kveður jafnframt á um að færeysk nótaskip fái að veiða allt að 30 þúsund tonnum af loðnu innan íslenzku lögsögunn- ar á þessu ári. Þar af fá Færeyingar að veiða 10.000 tonn á yfirstandandi vertíð, þ.e. fram í maí, og 20.000 tonn á næstu vertíð, síðari hluta árs. Ráð er fyrir því gert að hægt sé að landa aflanum til vinnslu á Islandi, en að Færeyingum sé óheimilt að vinna eða frysta afla, sem er veidd- ur á fyrra tímabilinu, um borð og utan íslands megi eingöngu landa þeim afla til bræðslu. ísland fær makríl og síld I samningnum eru ákvæði um að íslenzk skip fái heimild til veiða á allt að 1.000 tonnum af makríl og 2.000 tonnum af síld, annarri en norsk- íslenzkri, í færeysku lögsögunni á þessu ári. Loks gerir samningurinn ráð fyrir gagnkvæmri heimild skipa landanna beggja til kolmunnaveiða í lögsögu hins. Áður höfðu sjávarútvegsráðherrar landanna samið um 5.000 tonna botnfiskveiðiheimildir Fær- eyinga hér við land á árinu. Sólí sjónlínu VETRARSÓLIN hefur yljað íbú- um á suðvesturhorni landsins undanfarið, en sá böggull fylgir skammrifi, að ökumenn blindast þegar ekið er mót sólu. Til að draga úr líkum á slíkri blindu og þar með umferðaróhöppum, er ráðlegt að hafa framrúðuna hreina, nota sólskyggnið og sól- gleraugu. Fimm svipt- ir teknir LÖGREGLAN í Kópavogi hafði hendur í hári þriggja ökumanna í gær sem sviptir höfðu verið öku- leyfi en voru engu að síður akandi í umferðinni. Að sögn lögreglunnar er talsvert um að menn haldi áfram akstri eft- ir að þeir hafa verið sviptir öku- leyfi. Grannt er fylgst með því hvort þeir eru í umferðinni og þeir sam- stundis stöðvaðir ef til þeirra sést.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.