Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens TOM&JERRY By Hanna-Baibera Ferdinand Ritgerðin mín? Já, kenn- Afsakaðu, kennari... Þegar maður eldist fara ari... ég er tilbúin... ég er ekki eins fljót og hnén að láta undan... ég var vön að vera. BREF TLL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang:lauga@mbl.is Hægl að spara 347 millj- ónir í leikskólarekstri hjá Reykjavíkurborg Frá Sigurjóni Haraldssyni: MEÐ því að bjóða út rekstur leik- skóla Reykjavíkurborgar eða taka upp samningsstjórnun væri hægt að spara 347 milljónir króna á ári. Samkvæmt árbók sveitarfélaga fyr- ir rekstrarárið 1994 er heildar rekstrarkostnaður vegna hvers heilsdagspláss hjá Reykjavíkurborg að meðaltali 252 þúsund krónur sem er 17.000 krónur hærra en landsmeðaltal. Af 60 leikskólum Reykjavíkurborgar eru 32 illa rekn- ir miðað við landsmeðaltal. Hver er ástæða slæms rekstrar Stærsti útgjaldaliður leikskóla eru laun og getur hann numið 60 til 70% af heildarkostnaði. Því er mikil nauðsyn að ná sem bestri nýtingu á hvern starfsmann. Sam- kvæmt sveitarsjóðareikningum 1994 er nýting starfsmanna á leik- skólum Reykjavíkurborgar að með- altali 4 böm á starfsmann en 4,3 böm að meðaltali hjá sveitarfélög- um yfir allt landið. Þetta getur ver- ið hluti af skýringunni á slæmum rekstri hjá Reykjavíkurborg. Til hliðsjónar má benda á leikskólann Garðavelli í Hafnarfirði þar sem fjöldi heilsdagsplássa er 125 og nýting starfsmanna er 6,2 börn, sem er mjög góð útkoma miðað við stærð leikskólans. Hvernig er hægt að ná fram 42,5% sparnaði Með því að bjóða út rekstur þeirra leikskóla sem Reykjavíkurborg greiðir með meira en 144 þúsund á ári og greiða með þeim 12.000 króna fast gjald fyrir hvert heils- dagspláss á mánuði (eins og Reykjavíkurborgar gerir í dag með einkareknum leikskólum), væri hægt að spara sem nemur 347 millj- ónum á ári sem er 42,5% af því fé sem Reykjavíkurborg greiddi með leikskólum borgarinnar árið 1994, en það voru rúmlega 1.257 milljón- ir króna. Einnig væri hægt að ná þessum sparnaði með samnings- stjómun og gera hvern leikskóla ábyrgan fýrir rekstri með 12.000 króna framlagi auk framlags for- eldra. Þetta gefur leikskólum aukið sjálfræði varðandi nýtingu fjár- muna, rýmra svigrúm leikskóla- stjóra til ákvarðana og eykur mögu- leika á betri starfsárangri. Hvað vinnst með þessum sparnaði? Með þessum sparnaði og óbreyttu framlagi Reykjavíkurborgar væri hægt að lækka leikskólagjöld til foreldra sem næmi 9.800 krónum á hvert heilsdagspláss á mánuði eða lækka útsvarsprósentuna úr 8,40% í 8,04% (sbr. 1994). Með þvi að nota þá fjármuni sem sparast í uppbyggingu nýrra leik- skóla væri hægt að skapa 85 ný störf á ári og 550 heilsdagspláss. Þó svo að helmingur leikskóla Reykjavíkurborgar sé þokkalega vel rekinn miðað við landsmeðaltal má alltaf gera betur. Með ákveðnum aðgerðum og nýjum hugmyndum má spara ótrúlega fjármuni án þess að skerða þjónustu eða lækka laun þeirra sem vinna við þessa þjónustu. SIGURJÓN HARALDSSON framkvæmdastjóri Leikráðs ehf., Móasíðu 1, Akureyri. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Frá Bimi Finnssyni: Hátt ég tróni og heyri ei neitt, heiti Sjöfn og er í vanda. Ómaklega að mér sneitt. Er eitthvað til í þessum fjanda? Það er einkar fróðlegt að heyra Sjöfn Ingólfsdóttur segja frá því í fjölmiðlum að hún hafi ekki heyrt um neina óánægju í Starfsmannafé- lagi Reykjavíkurborgar. Ef ekki er hlustað eða heyrnarvegir á einhvem hátt tepptir eða lokaðir fær maður ekki heyrt. Svo virðist vera með Sjöfn. Næsta fáir félagsmenn era í tengslum við hana og hlýtur sá hóp- ur, sem það er, að vera jafn einangr- aður og formaðurinn. Þetta sést best á niðurstöðu uppstillingar- nefndar og kemur fáum er til þekkja á óvart. Kjör félagsmanna era líka mikill vitnisburður um starf for- manns. Samið hefur verið um 33 launaflokka, hvem í 8 þrepum, sem era 264 möguleikar. Lægst era laun- in 48.561 kr. en hæst 137.512 kr. Stærsti hluti félagsmanna hefur laun á bilinu 56-70.000 kr. og á ansi langt í að ná meðaltalslaunum, sem mest tíðkast að ræða. Það má vera að formaður S.T.R.V. sé stolt af þessu. Varla getum við launþeg- ar verið það. Fundir eru ekki haldn- ir nema í algjörum undantekninga- tilvikum utan aðalfunda og jóla- glöggs með ljóða- og söguupplestri. Oll kjara- og réttindaumræða fer fram þar sem hinn almenni félags- maður veit ekki af henni, í skúma- skotum undir styrkri stjóm for- manns. Það er allavega langt síðan Sjöfn hefur sést á fundi á Sjúkra- húsi Reykjavíkur (áður Borgarspít- ala). Verkalýðsfélag verður að hafa styrka og meðvitaða forystu, sem skilur fólkið sem vinnur verkin og þarf að lifa af laununum. BJÖRN FINNSSON, birgðavörður á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Allt efni sem birtist ( Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.