Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU FRÉTTIR: EVRÓPA f./ 1 á i /wzj m ffi '%‘W ■ r/ Y. Á UNNIÐ að löndun úr Guðmundi Ólafi á mánudagsmorgun. Morgunblaðið/Hilmar Loðna til Reyðarfjarðar Reyðarfirði. Morgunblaðið. LOÐNUVERKSMIÐJA SR-Mjöls á Reyðarfirði tók á móti sínum fyrsta loðnufarmi í byrjun vik- unnar þegar loðnuskipið Guð- mundur Ölafur frá Ólafsfirði kom með 600 tonn til löndunar. Það er orðið langt síðan verk- smiðjan hefur tekið við hráefni til vinnslu enda dræm Ioðnuveiði undanfarið. Einu skipin sem hafa veitt fram undir þetta eru þau sem dregið geta flottroll og þá hefur aflinn farið til vinnslu í þeim verksmiðjum sem vinna hágæðamjöl. Nú gera menn sér aftur á móti vonir um að veiðin fari að glæðast og þá fyllast allar verksmiðjur skjótt. Nú er einnig verið að ljúka endurbótum á flokkkunarstöð SR-Mjöls, sem reist var í fyrra, þannig að unn verði að flokka loðnu til frystingar á Japans- markað þegar hráefni leyfir. í frystihúsi KHB hefur verið hunnið linnulítið síðustu sólar- hringa við loðnufrystingu á Rúss- landsmarkað og er gert ráð fyrir áframhaldi á því þar til Japans- frystingin hefst. Hátt verð á olíu ERLEND fiskiskip, sem landa afla sínum hér á landi taka ekki nema lágmarksbirgðir af olíu hér. Ástæðan er að verðið er fjórðungi til þriðjungi hærra hér en hjá keppinautum okkar í Noregi og á Nýfundnalandi. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu Aflvaka um land- anir erlendra fiskiskipa hér á landi. Áætlað er að árið 1993 hafi þessi skip tekið 175.000 lítra af olíu að meðaltali en að- eins 105.000 lítra 1994. Meðal- togar notar um 400.000 lítra í tveggja mánaða úthaldi. Sam: drátturinn milli ára er 75%. í skýrslunni er talið að olía verði ætíð dýrari hér en hjá keppinaut- um okkar vegna dýrrar dreifing- ar og verðmunurinn verði á 15 til 20% nema nýir aðilar komi inn á markaðinn, sem keppi á nýjum forsendum. Elan snjóbretti 19.350 Freestyle skór 9.980 Brettabindingar 14.900 Samtals Staðgreitt 39.500 VL EIGANI ÚTIVISTARBÚÐÍN við Umferðarmiðstöðina, símar 551 9800 og 551 3072. Brettaúlpa 11.900 Brettabuxur B.900 Togararnir á Kanaríeyjum Þreifingar eru í gangi „OKKUR leist ágætlega á togarana svo langt sem það náði,“ segir Arn- ar Kristinsson, framkvæmdastjóri Básafells. Hann fór til Kanaríeyja í síðustu viku ásamt fulltrúum nokk- urra annarra útgerðarfyrirtækja til að skoða 12 togara sem boðnir höfðu verið til söiu. „Það vantar mikið upp á að þeir henti okkar aðstæðum, en ef við fáum togara á lágu verði á það að ganga upp,“ segir hann. „Það á eft- ir að koma í ljós hvort togararnir eru til sölu. Við erum búnir að spyrj- ast fyrir um'það, en ekki er komið svar við því.“ Hann segir að um sé að ræða rækjuskip, sem yrðu send á Flæm- ingjagrunn ef af kaupunum yrði. „Við myndum þá selja annað skipið í staðinn sem við eigum,“ segir hann. „Ég reikna með að það yrði Hafra- fellið, en málið er engan veginn kom- inn svo langt. Það eru aðeins ákveðn- ar þreifingar í gangi.“ ♦ » ♦--- Vita- og hafnamál Opið hús á sunnudag VITA- og hafnamálastofnun hafa opið hús á morgun, sunnudag, milli klúkkan 13.00 og 17.00. Gefst fólki þar kostur á að kynna sér starfsemi stofnunarinnar og þyggja veitingar. I fullkomnum tilraunasal stofnunar- innar er nú líkan af Grindavíkur- höfn. Þar standa yfir prófanir á nýjum sjóvarnargörðum og mann- virkjum til að draga úr öldugangi í höfninni í Grindavík. Starfsnebb Vita- og hafnamála sigla skipslík- önum inn í nýju höfnina og útskýra þær breytingar, sem eru fyrirhug- aðar. Einnig hefur verið sett upp lítil sýning þar sem gamlir munir út vitum eru til sýnis. Þá gefst kost- ur á að sjá þróun vita og hafna í þau 120 ár, sem liðin eru frá þvía ðf yrsti vitinn var settur upp á Reykjanesi. Vita- og hafnamálastofnun er til húsa við Vesturvör 2 í Kópavogi. Vill ákvæði gegn atvinnuleysi inn í sáttmálann Bonn. Reuter. MONIKA Wulf-Mathies, annar fulltrúi Þýskalands í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, hvetur í viðtali við Siiddeutsche Zeitung í gær til að Maastricht-samkomulag- inu verði breytt í því skyni að þrýst verði frekar á aðildarríkin að beij- ast gegn atvinnuleysi. „Ef okkur tekst ekki að hemja atvinnuleysi er evrópska samruna- ferlið í heild sinni í hættu,“ sagði Wulf-Mathies, sem fer með byggðamál í framkvæmdastjórn- inni. Blaðið segir að hún vilji bæta við málsgrein í sáttmálann þar sem aðildarríkin skuldbinda sig til auk- innar samræmingar á sviði rann- sókna, skattamála og byggða- stefnu í því skyni að fjölga atvinnu- tækifærum. Hún minntist ekki á hin ströngu skilyrði í sáttmálanum fyrir þátt- töku í efnahagslegum og peninga- legum samruna Evrópuríkja (EMU), sem að mati margra eru ein helsta skýringin á hve illa geng- ur í baráttunni við atvinnuleysi. „I mínum huga snýst þetta ekki um einhveija risavaxna evrópska atvinnuáætlun sem fjármögnuð verður með miiljörðum úr opinber- um sjóðum," sagði Wulf-Mathies, sem kemur úr flokki þýskra jafnað- armanna og starfaði áður innan verkalýðshreyfingarinnar. Schiffer í Evró-baráttuna MIKIL óvissa hefur ríkt undan- farna daga um áform Evrópu- sambandsríkjanna um sameigin- lega mynt, Evró, er til stendur að byrja að taka upp árið 1999. Evró-áformin hafa fallið í mis- munandi jarðveg meðal íbúa Evrópu og til dæmis í Þýska- landi sýna kannanir að mikill meirihluti er þeim andvígur. Nú verður hins vegar öllum meðulum beitt til að sannfæra Evrópubúa um ágæti Evrósins og segir danska blaðið B.T. að Helmut Kohl kanslari hafi á dögunum ráðið hina þekktu þýsku fyrirsætu Claudiu Schiff- er, sem þekkt er fyrir samstarf sitt við tískuhönnuðinn Karl Lagerfeld hjá tískuhúsinu Chan- el, til að koma fram í auglýsing- um þar Evró-myntin verður kynnt. Til stendur að verja um 1,5 milljarði íslenskra króna í þessa auglýsingaherferð á næstunni og er Kohl sagður ánægður með að hafa fengið Schiffer í verkið þar sem hún nýtur mikillar hylli og vinsælda meðal þýsks al- mennings. Blaðið segir jafnframt að Evró-andstæðingar hafi áður gert samkomulag við banda- ríska leikarann Richard Gere um að hann hjálpi þeim í barátt- unni gegn sameiginlegu mynt- inni. Væntanleg aðildarríki ESB Þjóðaratkvæði um aðildarumsóknir? FRÁ ÞVÍ er greint í Evrópufrétt- um, sem Samtök iðnaðarins og Vinnuveitendasambandið gefa út, að sá orðrómur sé á kreiki í Bruss- el að ráðamenn innan ESB telji að í ríkjum, sem sækjast eftir aðild að sambandinu, eigi að greiða þjóð- aratkvæði um aðildarumsóknina áður en hún er tekin fyrir. Evrópusambandið hefur ákveðið að meta aðildarumsóknir tíu ríkja í Austur- og Suður-Evrópu eftir að ríkjaráðstefnu þess, sem hefst á næsta ári, lýkur. I Evrópufréttum segir: „Sá orðrómur er á kreiki í Brussel að ráðamenn innan ESB telji fulla ástæðu til þess að um- sóknir sem vafasamt er að hljóti stuðning kjósenda, s.s. átt hefur sér stað með Norðmenn, séu studd- ar meirihlutastuðningi í þjóðarat- kvæðagréiðslu sem færi fram um umsóknina áður en hún væri tekin fyrir. Á þann hátt gæti ESB komið sér undan þeirri andhælislegu stöðu sem skapast þegar þjóð fellir aðild. Það eru þess vegna líkur á því að í ríkjum þar sem mikill ágreiningur er um aðild verði stjórnvöld að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn hvort sem þeim líkar betur eða verr.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.